Suðri - 17.03.1883, Blaðsíða 3

Suðri - 17.03.1883, Blaðsíða 3
23 austfjörðum; t. d. í Keyðarfirði og Fáskrúðsfirði hefur þegar aflazt töluvert. Menn hafa bæði þörf á góðum vetri og góðum afla, því að allir voru mjög illa við vetri búnir, enda þótt að gripa- eign manna hafi mjög gengið saman þetta ár. Flestir urðu að reita það, sem þeir gátu af skepnum sínum í kaupstaðarskuldirnar og hafa síðan ekki getað lógað eins og þurfti heima, og samt eru menn skuldugir enn, svo ekki fer vel, ef feliir verður í vor. Úr Austur-S/captafellssýslu, bréf dags. 21. jan. þ. á : pað, sem af er vetrinum, hefur verið allgóð tíð og má kalla aö hvorki hafi írost komið að verulegu ráði (mest 9 stig á Kéaumur) né haldizt langa stund. En rigningar hafa veiið fjarskalega miklar svo að segja síðan í haust. Nú í tvo daga helur snjóað hér dálítið. Eigi hefur neitt komið enn hér 1 sýslu af sam- skotunum frá Danmörku. En Eiríkur Magnússon frá Englandi kom með korntegundir á Djúpavog og var því skipt niður á Suður-Múlasýslu og Austur-Skaptafeilssýslu. En hingað kom eigi neitt af peningum, þeim sem hann lét eptir og ætlaðist til, að skipt yrði á miiium þessara tveggja sýslna. TJr Vestur-Skap tafellssýslu, bréf dags. 23. febr. þ. a.; Fréttir eru héðan fáar nema tíðin hefur verið góð sem af vetrinum er, þó gerði hér um næstliðin mánaðamót mikinn snjó; varð þó að engu tjóni á íénaði, því hann tók fljótt upp aptur, en nú síðan góa byrjaði hefur verið mesti útsynn- ingsofsi meö sujógangi. Nú er hann genginn í landnorður og er svartur bylur, hversu lengi sem hann varir. Hér í Vestur-Skaptafellssýslu horfist mjög illa á; mikið er hart manna á milli, svo ef ekki fer að fiskast hér, veit eg ekki hvar það lendir; einstöku menn eru farnir að skera þessar sár- fáu sauðkindur sér til lífs; þó verður meira gert að því, ef ekki fiskast, eða einhver óvænt hjálp kemur. Mikill styrkur varð að gjafakorninu, sem hingað kom, 150 tunnur í sýsluna, sem var skipt jafnt á hreppana, 50 tunnur á hvern; en eigi geta menn notið þess alls, því að um 55 tunnur sitja úti í Vestmannaeyjum, sem ekki hefur orðið náð fyrir leiðisleysi. Marg- ar ástæður eru til þess harðæris. Fjár- fellirinn næstliðið vor, unglambadauð- inn undan því, sem eptir lifði, svo margir gátu enga á í kvíum haft, sumir 3, 6, 10 og þar um bil; málnytan því mjög lítil næstliðið sumar, skurður sárlítili og rétt enginn hjá sumum; taðan hraktist, svo kýr gera lítið gagn bjá almenningi, kálgarðar brugðust almennt og sveitar- þyngslin í frekasta lagi. Yfir höfuð sé eg ekki hvar þetta lendir, ef sjór- inn skyldi bregðast, og að endingu sé eg ekki hverju menn eiga að svara í sin opinberu gjöld 'hér eptir, þegar engum hefur veitt af með að geta staðið í skilum með þau að undanförnu. Fjöldi manna vill nú af landi burt, en þeim er það ómögulegt vegna efna- leysis. Úr Eangárvallasýslu, bréf undan Eyjafjölium dags. 24. febr. þ. á.: Síð- an í janúar hetir verið stirð tíð, ein- lægir umhleypingar og snjókomur, en þó frostlítið, mest 2 stig á Kóaumur. Heilsufar manna fremur gott, nema taugaveiki hefir stungið sér niður bér og hvar, og á einum bæ hafa 3 dáið úr henni. Mikil harðindi manna á milli, svo sumir neyðast til að fara að skera þessar fáu skepnur, sem af stóðu harðindin í vor, Austur-Eyja- fjallahreppi hafa verið veittar 15 tunn- ur af korni', en þær eru suður í Keykjavík og deyja aumingjarnir fyrir því, því að ómögulegt er að ná til þeirra um þennan tíma og í þessari tíð, svo illa lítur út, ef skaparinn gef- ur ekki enn bráðar björg af sjó; en ekki er sjóveðurlegt nú sem stendur; allir, sem sjó sækja í Vestmannaeyj- um sitja enn kyrrir heima, því að aldrei er fært út þangað. Brjef úr Fljótshlíð 26. febr. f. á.: J'orrinn var umhleypingasamur mjög og þessa viku, sem af er góu, linnti aldrei grenjandi útsynningsbyljum; 5 menn héðan úr sveitinni eru nú í Keykjavíkurferð eptir gjafakorni, 9 tunnum, er sýslumaður hefir úíhlutað þessari sveit; hræddur er eg um, að mikið vanti á, að þær upp fylli þörfina. Við skoðun, sem gerð var á flestum heimilum, reyndust mörg alveg bjarg- þrota, sumir hafa skorið fé sér til bjargar. Menn fóru til sýslumanns og báðu hann að skrifa meðmælisbréf, svo 2 eða 3 tunnur fengjust í viðbót, en hann neitaði. Nýdáinn er Einar ís- leifsson á Seljalandi, einhver inn merk- asti skipasmiður, sem verið hefir hér á landi. í Arnessýslu var seinast þegar fréttist hlaðfiski af hákal í f>orláks- höfn, 30—60 bákalla á skip, svo menn hlóðu af lifur. Á Eyrarbakka var bezti afli af þorski; tvíréru menn og fengu 40—60 í hlut á dag á lóð; apt- ur fiskaðist ekkert af þorski hvorkí í forlákshöfn né Loptsstöðum. Laug- ardaginn 10. þ. m. fórst skip á Eyrar- bakka í lendingu: drukknuðu 5 en 5 varð bjargað; formaður var Sigurður Gamalíelsson. Léon Gambetta. (Niðurlag). þ>egar á nýjársnótt flaug fregnin um dauða Gambetta um allt Frakk- land og um allan heim. Eins og kunn- ugt er, eru Frakkar gleðimenn miklir, en þennan nýjársdag varð lítið um fagn- að á Frakklandi. í stórbæjunum hengdu menn sorgarfána út um gluggana, gengu þögulir í stórflokkum um göt- urnar eða námu staðar á torgunum og töluðu hljótt um fráfall ins mikla manns. Óg atburðurinn fékk öllum, er þjóðveldinu unna, ins mesta harms. Grévy, þjóðveldisforsetinn, fékk engu orði upp komið um stund, er hann frétti látið; Clémenceau, skæðasti and- 1) Við fyrstu úthlutun gjafakorns- ins í haust, mum sýslunefndin ekkert hafa ætlað hreppnum, en þá hefði hreppsbúum aö líkindum auðnazt að ná því heim, hefðu þeir fengið nokkuð þ>essar 15 tunnur munu hafa verið úthlutaðar hreppnum í janúarmán., en eptir því sem ráða má af bréfinu, hefir það verið um seinan, því er ver, að þessi hreppur mun ekki inn eini, sem má sáran finna til skammsýni, van- hyggni eöa úrskurðarleysis sumra sýslunefndanna. Bitstjórinn. vígismaður Gambetta í fulltrúadeild- inni, mælti: «Hér þarf engra orða við, ógiptan sjálf kemur að oss». Fjóð- veldið kostaði útför Gambetta og var hún in virðulegasta, er farið hefir fram á Frakklandi í þeirra manna minnum, er nú lifa. Svo máttí að orði kveða, að allt Frakkland fylgdi honum til grafar, og var þar slíkur múgur manns saman kominn, að eins dæmi er; menn af öllum stéttum og á öllum aldri, vinir Gambetta og óvinir, stóðu þar saman, einhuga í því, að þar væri inn mesti maður þjóðveldisins færður til grafar. J>ví að engum duldist það, að þjóðveldið hefði beðið þann missi, er sárastur var allra, og flokkarnir, sem ef til vill standa andvígari hvorir öðrum á Frakklandi en í nokkuru öðru landi, tóku höndum saman yfir gröf Gambetta, til að heiðra inn látua þjóð- skörung. Svo var andlát hans svip- legt og svo þótti öllum það mikill gæfusviptir. það sem gerir þjóð að einni heild, er ekki einungis sömu hættir, sama tunga, heldnr og sömu mikilmenni; og þegar þeirra missir við, slær stundarlogni á daglegt stríð, úlf- búð og hatur og menn finna, að þeir strengír eru lostnir, er innst inni tengja mann við mann og gera þá alla að einni þjóð. Heimsblaðið «Times» fer meðal annars þessum orðum um lát Gam- betta: «Af inum fáu stjórnvitringum í Evrópu, er fram úr skara, var Gam- betta merkastur, því að hann átti framtíðina. I augum innar frakknesku þjóðar stóð hann æ sem skörungurinu, er bar þjóðveldið á örmum sér, því að hann hafði skapað það og frelsað það. Dauði hans, er allt of fljótt bar að höndum, færir Evrópu úr jafnvæg- inu, því að einn af inum táu stór- mennum, er héldu henni þar, er fall- inn frá. Til eru fleiri stórmenni en hann, það er satt, en dauði hans rask- ar jafnvæginu og framtíðin ein fær leitt í ljós, hvernig Evrópu verður aptur komið í það. Framtíð ins frakk- neska þjóðveldis er á hverfanda hveli og þjóðin er líkt stödd og skip á reginhafi, er rokviðri skellur á. Enn mun dauði hans eigi litið raska rás viðburðanna í Evrópu. Hvort sem hann var skarpskygn stjórnvitringur eða ekki, þá var hann merkastur mað- ur frakkneskur á sínum tíma og einn af inum mestu mönnum aldarinnar. Eigi að eins Frakkland, heldur allur heimurinn er orðinn snauðari við þenn- an mikla missi». I æsku sinni og langt fram á full- orðiusárin var Gambetta talinn allra manna svæsnastur og þótti litt kunna sér bóf. En með aldrinum stilltist hann mjög. Snerust þá inir fyrri flokksmenn hans gegn honum; þótti þeim inn eini rétti vegur sá, að láta flóð byltinganna kollvarpa öllu og skola öllu burtu, svo reisa mætti nýtt mann- félagsskipulag á rústum ins forna. Gambetta sá fljótt, að byltingarnar leiða að minnsta kosti í svipinn enga blessun yfir þjóðirnar og hann vissi það, að mannúð vorra tíma krefst þess af stjórnvitringunum, að þeir geri þjóð- irnar menntaðri og gæfusamari, en reisi eigi storma þá, er þeir fái eigi stýrt. Að hinu leytinu var hann bylt- ingamönnum samdóma um, að flestu inu forna þyrfti að kollvarpa; en hann vildi gera það á allt annan hátt en þeir. Hann taldi þá aðferðina hyggi-

x

Suðri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Suðri
https://timarit.is/publication/118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.