Suðri - 14.04.1883, Blaðsíða 2
30
þessu áfram og það munaði lítið um
hverjar tíu þúsundirnar. En því fer
fjarri. Margir gjaldendur eiga full-
örðugt með að standa í skilum með
gjöld sín og það væri hraparlegt, ef
einhverju af fé því væri svo varið, að
ekki kæmi að neinu gagni. þ>egar
öllu er á botninn hvolft, getum vér
eigi betur séð, en að búnaðinum yrði
lítill missir i, þótt þessar 10,000 kr.
væru eigi veittar fyrir ið næsta fjár-
hagstímabil. Til óvissra útgjalda hefir
þingið veitt 6000 kr. J>að er ætlun
vor, að tölvert mætti spara af því fé;
svo er og um ýmsar útgjaldagreinir;
þótt ef til vill lítið væri sparað á
hverri fyrir sig, gæti það þó munað
miklu, er allt safnaðist saman.
Oss finnst og að ein tekjugrein
fjárlaganna gæti hækkað nokkuð, og
það er tollur af áfengum drykkjum.
Margir segja, að allir tollar séu rang-
látir, af því að þeir komi þyngst nið-
ur á fátæklingunum. fað er satt,
þegar um toll á þeim greinum er að
ræða, sem fátæklingarnir mega til með
að kaupa, en ekki satt, þegar um toll
er að ræða á þeim greinum, sem eru
alveg ónauðsynlegar, hvað þá heldur
ef þær eru skaðlegar. Vér höfum og
heyrt sagt, að það sé mesta vitleysa,
að hækka þann toll meira; verði það
gert, þá muni menn smátt og smátt
alveg hætta að kaupa áfenga drykki,
svo að þó að landssjóðurinn græddi
í svipinn, þá tapaði liann á hækkun-
inni, þegar til lengda rléti, og svo færi,
að tekjugrein sú minnkaði ár frá ári
og yrði eptir fá ár nær því engin.
jþessi viðbára finnst oss bezta ástæða
fyrir því, að hækka tollinn. Gæti toll-
hækkunin orðið til þess, að menn
hættu smátt og smátt að mestu eða
öllu, að kaupa áfenga drykki, þá væri
það in mesta framför og blessun fyrir
land og lýð. Og öll líkindi eru til
þess, að svo færi, því að óhætt mun
að fullyrða, að drykkjuskapur hafi mik-
ið minnkað upp til sveita síðan toll-
urinn kom. J>annig fáum vér eigi bet-
ur séð, en að þingið að sumri tæki
happaráð, ef það enn á ný hækkaði
nokkuð tollinn af áfengum drykkjum.
Efnamennirnir keyptu að líkindum líkt
og áður fyrst um sinn af þess háttar
vörum, svo landssjóðurinn ynni í svip-
inn, en fátæklingarnir munu þurfa að
verja því, er þeir fá fyrir inar litlu
vörur sínar í kaupstaðnum, til annars
en brennivínskaupa. f>að mun óhætt
að treysta því, að þingið geri allt sem
í þess valdisíendur,til þess að óaldar-
boðar þeir, sem nú hafa gengið yfir
landið ár eptir ár, ríði sem fæsta smæl-
ingja um koll, og smælingjar mega
nú sem stendur heita flestir þeirra, er
lifa á landbúnaði. Lausafé þeirra hef-
ur í mörgum héruðum gengið svo til
þurðar þessi síðustu ár, að furðu gegn-
ir, og margir hafa hvergi nærri
hálf not af jörðum þeim, sem þeir búa
á. J>egar svona stendur á, er lausa-
fjár- og ábúðarskattur ranglátt gjald.
Innleiidar fréttir.
Ofsaveður gerði hér seinustu dag-
ana af marzmánuði, svo menn muna
vart annað eins. , Eptir veðrið vantaði
tvö skip úr þorlákshöfn, er menn töldu
týnd. fcjkipshöfninni af öðru björguðu
þó frakkneskir fiskimenn nálægt Vest-
mannaeyjum og létu þar í land. En
nokkuð afskipinu rak á Loptsstaðasandi
fyriraustan Eyrarbakka. Hitt skipið má
nú með öllu telja týnt. Formaður þess
var Ólafur Jóhannesson bóndi á Dísa-
stöðum, mesti efnismaður, og meðal
annara voru þar á 3 bændur úr Ölvesi.
Sem betur fer reyndist flugufregn
sú alveg ósöun, er hingað barst um
daginn, að marga hafi stórkalið og
suma til bana af skipshöfnum þeim
af Eyrarbakka, sem urðu að liggja
úti í óveðrinu. Nú er sannfrétt
að engau hefur kalið til bana. Fáeina
kól, en engan til stórskemmda.
Hafíslaust fyrir Húnaflóa og afli
á Ströndum. Á þriðjudaginn er var
kom sendimaður beina leið frá Árnesi
í Trékyllisvík á Ströndum. Hann sagði
að hafíshroða eigi mikinn hefði rekið
inn á Húnaflóa í marzmánuði, en í
norðanstormuuum um páskana hefði
þó ekkert bætzt við; þóttust menn
marka á því. að enginn verulegur haf-
ís væri úti fyrir. Sendimaður taldi
það öldungis víst, að í sunnan og vest-
anvindunum, sem gengið hafa nú um
stund, heföi hafíshroðinn horfið af
Húnaflóa.
«Neptun» komst bæði á Keykjar-
fjörð og Borðeyri og var talið víst, að
kornhjálp sú, er hann færði á Reykj-
arfjörð yrði nægileg fyrir Strandirnar.
Hákalsafli varkominn allgóður þegar
sendimaður fór 30. f. m., 35tunnurlifrar
bezt á skip.
Bezta kafla hafði gert þar nyrða
fyrir páskana og var orðið marautt í
Hrútafirði, er sendimaður fór þar um.
Aflabrögð syðra.
Bréf úr Njarðvíkum dags. 30.
mars þ. á : Inn 14. þ. m. lögðu hér
allir þorskanet sín á vanalegum fiski-
miðum, sumir djúpt og sumir grunnt
J>ann 15. vitjuðu allir um net sín, og
varð þá varla fiskvart, nema hjá þeim,
sem í Garðsjó lögðu, þeir fiskuðu dá-
lítið. Frá 15.—24. þ. m. var eng-
inn fiskur í net og lítill á færi
og lóð, en 24. þ. mán. varð marg-
ur vel var í net, og á færi var þann
dag hér í Njarðvíkum og Keflavík
bezti afli, frá 10—100 í hlut; þann
dag veiddu og llestir síld heldur vel,
eptir því sem gjörist hér. 27. þ. m.
reru allir, sumir í net og sumir með
færi, þeir, sem í net fóru, fiskuðu lítið,
en á færi fiskuðu margir 10—30 í
hlut, en veður léttist, svo að menn
gátu cigi eins og skyldi stundað bæði
net og færi. Nú í 3 daga hefir verið
hér norðarirok með snæðingsbil og 8-9
stiga frosti. Fyrir þetta veður var
hér kominn nægur fiskur, einkum á
færi, upp á grunn. í Gríndavík, Höfn-
um og Suðurnesjum eru komnir góðir
hlutir, rúm 2—3 hundruð stór. í
Garði og Leiru mun vera iíkt og hér.
Á Innnesjum og í Reykjavík hefir
fiskazt vel um stund, þegar gefið hefir,
og hæstu hlutir munu vera orðnir
nokkuð á 4. hundrað.
Sama er að frétta að austan. Góð-
ur afli sagður fyrir Landeyjasandi og
bezti afli á Eyrarbakka og í por-
lákshöfn.
Eldur uppi eystra.
Sannfrétt er að austan, að eldur
sé uppi; ekki vita menn með vissu,
hvar það er, en eptir afstöðu eldstróks-
ins, er sést hefir, halda menn að það
sé norðan og vestan í Vatnajökli.
Prestar og Prestaköll.
Lausn hafa fengið:
Séra Jóhann prófastur Briem í Hruna,
Séra Stefán Árnason á Hálsi,
Séra Hjálmar porsteinsson á Kirkju-
bæ í Tungu, og
Séra Jón Kristjánsson á Breiðabólstað
í Vesturhópi.
Veitt hefir verið 21. f. m.:
Laufás-prestakall í þingeyjarsýslu
séra Magnúsi Jónssyni á Skorrastað.
(Auk hanssóttu: SéiaBjörn þorláks-
son á Hjaltastað, séra Gunnlaugur
Halldórsson á Skeggjastöðum og séra
Magnús Jósepsson á Kvíabekk) og
Otradals-prestakaU í Barðastrand-
arsýslu uppgjafapresti séra I>órði Thor-
grímsen.
Oveitt eru:
jBreiðabólsstaður í Vesturliópi, í
Húnavatnsprófastdæroi (Breiðabólsstað-
ur og Víðidalstungu sóknir) veitist frá
fardögum 1883. Prestsekkja er í brauð-
inu, sera nýtur ’/s af föstum tekjum
þess; sá er þetta prostakall fær, skal
og grciða til uppgjafaprestsins 312 kr.
52 a. á ári upp í eptirlaun lians.
Brauðið er metið 1512 kr. 52 aura.
Auglýst 20. marz.
Kirkjubær í Tungu í Norður-
Múlaprófastsdæmi veitist frá fardögum
1883. Sá, er þetta brauð fær, verður
að gera sig ánægðan með ákvarðanir
þær, sem settar verðaura greiðslu ept-
irlauna uppgjafaprestsins af brauðinu.
Brauðið er metið 1444 kr. 67 aura.
Áuglýst 28. marz.
Háls í Suður-jjúngeyjarprófastsdæmi
(Háls, Illugastaða og Draflastaða sókn-
ir) veitist frá fardögum 1883. Brauðið er
metið 875 kr. 75 a. Augl. 28. marz
þessa árs.