Suðri - 14.04.1883, Blaðsíða 4
32
gjört var fyrstu árin eptir að hann
komst á fót.
Reykjavík 30. marz 1883.
Tliora Melsteð,
forstöSukona kvennaslcólans í Reykjavík.
)?ar eð ritstjóri «lsafo!dar» hefir
skorazt undan að taka eptirfylgjandi
grein í blað sitt, bið eg hér með ritstjóra
«Suðra», að veita henni móttöku.
Th. M
S K Ý R S L A
(eptir ísafold)
um verðlag á helztu íslenzkum verzl-
unarvörum í Kaupmannahöfn 1. f. m.
ZJll seldist lítið og óseldir voru um
4000 ballar, norðlenzk hvít ull var
seinast seld fyrir 68 a. pundið, sunn-
lenzk 64 a., mislit 52 a.; haustull
58 aura.
Saltfiskur. Bezti vesturlandsfiskur
seldist seinast 72 kr. skippundið, en
lakari seldist eigi fyrir 62 kr. (Sunn-
lenzkur fiskur var enginn óseldur). í
Norvegi var aflinn þegar orðinn lU
miljón meiri en í fyrra um sama leyti
og þótti því hætt við, að fiskurinn
mundi í sumar heldur lækka í verði.
Lýsi. Ljóst hákalslýsi seinast borg-
að með 58 kr. tunnan (á 210 pd.);
dökkt 54 kr.; fiskurinn í Norvegi var
magur og þótti því líklegt að verð á
lýsi mundi eigi minnka.
Harðfiskur. Bezta tegund seldist
seinast fyrir 100 kr. skippundið, lakari
tegundir 60 til 80 kr.
Sauðakjöt saltað. Tunnan (á 224
pd.) seldist 56 til 58 kr.
Oærur höfðu nýlega lækkað í verði
og buðust eigi meira en 4 kr. 75 a.
fyrir vöndulinn (2 gærur); töluvertvar
óselt.
Sundmagar voru seinast seldir
fyrir 85 a. pundið.
Rúgur. danskur 6 kr. 25 a. til 6 kr.
50 a. hver 100 pd.; rússneskur 6 kr.
10 a. til 6 kr. 35 a.
Rúgmjöl 6 kr. 35 a. til 6 kr. 50
a. hver 100 pd.
Bankabygg, í meðallagi 8 kr. 50
a. hver 100 pd.; betri tegundir um 9 kr.
Kaffi, gott meðalkaffi 32 a. til
36 a. pundið.
Sykur: kandís 30 a. til 32 a. pd.
melís 26 a.
Hrisgrjón 7 kr. 35 a. til 7 kr. 85
a. fyrir 100 pd., voru að hækka.
Mannalát.
Inn 19. f. m. dó í latínuskólanum
eptir langa legu nýsveinn Markús
Kristjánsson úr Isafjarðarsýslu, fædd-
ur 1865. Hann var prýðilega gáf-
aður, vandaður og námfús piltur. Yið
fyrstu röðun í haust varð hann efstur
í neðsta bekk, en lagðist skömmu síð-
ar banaleguna.
Inn 23. jan. fannst Jón Stefáns-
son, kaupmaður héðan úr Reykjavík,
drukknaður í Nýhöfn í Kaupmanna-
höfn; mun hann hafa hrotið út af
bryggju kvöldið eða nóttina áður. Hann
hafði mörg ár verið faktor við Fischers
verzlun hér í bænum og þótt standa
vel í þeirri stöðu. Með desemberferð-
inni sigldi hann og ætlaði nú af eigin
efnum að byrja verzlun hér í bænum.
H i 11 og 1» e 11 a.
Róð daglauu.
Rússakeisari fær 89 þúsund krón-
ur um daginn, Tyrkjasoldán 64 þús-
undir, Austurríkiskeisari 35 þús. og
600 kr., þjóðverjakeisari 29 þús. og
200 kr., Ítalíukonungur 22 þús. og
780 kr., Bretadrottning 22 þús. og
300 kr., forseti ins frakkneska þjóð-
veldis 17 þús. 800 kr. Aptur verður
forseti Bandaríkjanna í Vesturheimi
að komast af með tæpar 500 kr. um
daginn. Fyrir nokkurum árum hafði
hann ekki nema 250 kr., en fékk þá
þessa launaviðbót án þess að hann
þyrfti «að gera skrúfu» til þess.
Kaupmannaliöfn
þarf 35l/2 miljónir potta af mjólk,
434 þúsund tunnur af öli og 41 milj-
ón tunnur af vatni á ári hverju sem
stendur. Væri allt kjöt og allur fisk-
ur, sem borðað er, metið í nautatali,
næmi það 100 þúsundum uxa.
Fólksfjöldinn í Baudaríkjnnum í
Ameríku.
Enskur stjórnfræðingur einn, Ro-
bert Giífen, hefir reiknað svo út, að
haldi fólksfjölguninni í Bandaríkjun-
um áfram að sama skapi og hingað
til, muni allt land þar verða svo yrt,
sem bezt má verða í Evrópu að 20 ár-
um liðnum, og að 125 árum liðnum
muni fólksfjöldinn nema 800 miijónum.
Spádómur
eptir síra Sæmund Magnússon Hólm
(prest að Helgafelli, t 1821).
J>á munu 3 vetur harðir í röð ný-
gengnir yfir land, er 18 vetur eru ept-
ir af þessari öld; mun inn fyrsti rétt-
nefndur «Halli•>, annar «Pínir» og
þriðji «Steypir», en svo munu þau 18
ár góð, er eptir eru aldárinnar.
[(Absent).
Inn 25. des. 1882 andaðist að
Melshúsum á Seltjarnarnesi kona
Hjörts bónda porkelssonar, Margrét
Jósepsdóttir 52 ára gömul, eptir 5 ára
heilsuleysi af innvortis meinlætum.
f>au hjón voru rúm 19 ár í hjóna-
bandi og eignuðust 6 börn; er 1 þeirra
látið en 5 lifa, 3 synir og tvær dætur(
öll fremur mannvænleg, og syrgja þau
nú góða móður, sem snemma reyndi
að innræta þeim guðsótta og góða siði.
en faðirinn harmar elskuverða konu.
sem reyndi með góðu viðmóti, greind
og stillingu að gjöra manni sínum
lífið svo léttbært, sem unnt var í þeirr8
oft fremur erfiðu kringumstæðum. Er
hennar því sárt saknað af vinum og
vandamönnum og yfir höfuð öllum
sem við hana kynntust.
A ng;lýsiiigar.
Gí^éF’ Nýprentuð er hjá mér fjórða
útgáfa affyrra parti reikningsbókar■
innar eptir Eirík Briem, og kostai
óinnfest 80 aura. fessi útgáfa er bæð:
aukin og breytt nokkuð.
Síðari hluti reikningsbókarinna')
kostar óinnfestur 1 kr. 50 a. (í hon-
um er: öfug og samsett þríliða, pró-
sentureikningur, rentureikningur, fé-
lagsreikningur, blöndunarreikningur
keðjuregla, kvaðratrót, bókstafareiku-
ingur, líkingar, logarithmar, fiatamál
teningsmál, um peninga, vigt og má
í ýmsum löndum og lögun á reikning-
um.
Svör við dæmin á bls. 76—92 á-
samt hugareikningsdæmum og greinum
um kennslu barna í reikningi er verii
að prenta, og verða höfð á boðstólun
innan skamms.
Einar pórðarson.
Keimsluliók í ensku
eptir Halldór Briem, bezta enskir
námsbók fyrir byrjendur, sem lil er i
íslenzku, fæst í prentsmiðju Einar
pórðarsonar, innhept fyrir 3 kr.
Oóð jörð til kaups.
Norður-Gröf á Kjalarnesi, 17,7 c
að nýju mati, með 2 ásauðar-og 1 kýr
kúgildi og 40 kr. landskuld, er til kaups
Jörðin getur verið laus til ábúðar
næstu fardögum. Hún hefur verið vt
setin og hús ekki gömul og í góð
standi.
Um kaupin skal semja við undir
skrifaðan, som fyrst.
Skrifstofu almennings, Aðalstræt
Reykjavík 6Ai 83.
Egilsson.
Næsta bl.þegar póstskip er komi
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
Gestur Pálsson.
Reykjavík. Prentari: Einak Pórbarson.