Suðri - 19.05.1883, Qupperneq 3

Suðri - 19.05.1883, Qupperneq 3
38 smiðjan gamla, keypt í haust. Enn þá vita menn eigi tii vissu, hver ritstjóri þess muni verða. pingeyjarsýslu, 13. apríl 1883. Nú er veturinn þegar á enda og hefir verið ærið misfallinn hjá okkur. Sum- staðar afbragðsgóður, en sumstaðar í harðara lagi. |>(5 er vonandi, að allt slarkist af, verði vorið ekki aftökuhart, en en hjá mörgum er orðið lítið um fóðurbyrgðir. Á skírdag sást hér úr öllum sveit- um mjög hár reykjarmökkur. Frá Skútustöðum (í Mývatnssv.) ber hann litlu vestar en í hásuður (vestur við Sellandsfjall yfir Trölladyngjur). Mökk- urinn var mikill um sig, og virtist koma úr fleiri stöðum; þá er dimmt var, sló eldbjarma á hann. Keykur- inn sást næstu 2 daga, en síðan hafa hríðir falið hann. Aldrei síðan vesturferðir hófust, hefir eins mikið gengið á og nú um vesturferðatilraunir. Margir hafa þeg- ar «skrifað sig», og enn fleiri eru í undirbúningi, sem ætla að fara í vor, en langflestir eru þeir, sem ætla að búa sig undir ferðina þetta árið og fara næsta ár. Eyjafirði 24. apríl 1883. Tíð hefir mátt heita allgóð, að vísu kom hret um páskana; rak þá niður fönn svo mikla, að aldrei kom hún meiri á vetr- inum. Eptir rúma viku kom bezta hláka og tók upp allan snjóinn. Apt- ur komu hríðir fyrir sumarmálin og á miðvikudaginn næstan fyrir sumar var stórhríð með snjókomu, en á sumar- daginn fyrsta kom aptur bezta veður og hláka. Nú er mesta sumarblíða og snjórinn að mestu horfinn. Fiskafli hefir verið allgóður yfir einmánuðinn, þegar beita hefir verið til, en 'torvelt verið að fá hana. Nýlega öll bákarla- skip iögð út. Heilsufar allgott, þó taugaveiki stungið sér niður; fáir dáið. Skagafjarðarsýshc 21. apríl 1883: Hér er ekki um annað talað en bless- aðan prófasfinn okkar og Vesturheims- ferðir. Prófasturinn okkar hefir verið dæmdur í 48 kr. sekt í hestsmálinu sæla. Allir þeir, sem vetlingi geta valdið, vilja fara af iandi burt, og eru þeir, sem hafa skrifað sig til Vestur- heimsferðar, orðnir á þriðja hundrað. Húnavatnssýsla 26. apríl; Nú er siglingin komin til vor Húnvetninga. Á sumardaginn fyrsta kom skip til J. Möllers á Blönduósi, hlaðið vörum. Einnig skip komið á Skagaströnd til Höpfnersverzlunar; en allt daufara er að frétta af Munchsverzlun. Með skipi J. Möllers kom sú fregn, að Tryggvi hafi keypt verzlunarhúsin á Blönduósi og Hólanosi af Munch, en muni þó alls eigi verzla hér í sumar. fó er hálfu verra að frétta af verzl- uninni á Sauðárkrók. Jakobsen er kom- inn á höfuðið, og talið víst, að Popp hætti þar verzlun. fetta er miklu verra, heldur en með Munch, fyrst og fremst af því, að Skagfirðingar eyði- leggja byrgðirnar hér, og í öðru lagi hefir Jakobsen verið sá maður, sem mest og bezt hefir bætt prísa á Norð- urlandi, og féll að því leyti við góðan orðstír. Menn geta því ímyndað sér, hvernig verzlunin muni verða hér í sumar. Tíðin hefir yfir höfuð mátt heita góð. Að sönnu gjörði kulda mikinn um páskana, og seinustu 3 daganaafmarz var norðanhríð. í hríð þessari urðu tún víða fyrir stórskemmdum af sand- foki. Um fátt er hér jafntíðrætt og Ameríkuferðir, ætlar fjöldi manna héðan í vor til Ameríku, en þó miklu fleira úr Skagafirðinum. Strandasýslu, Steingrímsfirði 20. marz 1883. Veðráttan hefir mátt heita góð það sem af er þessum vetri, eng- in stórhret komið, nema 3—4 daga uppþot, og frostalítið hefir verið; lak- asti kaflinn var fyrri hluti góu; þá var í bálfan mánuð suðvestan ofsa- veður og suma dagana ið mesta rok, sem hér kemur, ýmist með bleyturign- ingum eða kafaldi; síðari hluta góu hefir verið góðvíðri. f ó veðráttan hafi nú verið góð, hafa skepnur samt lílið bjargað sér úti í þessari sýslu, því að haglaust hefir mátt heita síðan umjól, mest af áfreða, svo margir eru nú orðnir heynaumir, og ef veðráttan skyidi harðna fram úr páskunum — sem er hætt við, þar eð ísinn er nú að koma hér inn á Húnaflóa1 þá eru allar skepn- ur í mesta voða. Nú sem stendur eru komin góð snöp víðast hvar, nema fram til dala er alveg haglaust enn. Skepnurnar eru víða orðnar grannar af vondum og skemmdum heyum ;marg- ir ímynda sér, að kýr hefðu jafnvel ekki lifað, ef ekki hefði komið in mikla og góða hjálp með fóðurbætinum, sem hr. Eiríkur Magnússon frá Cambridge flutti hingað í haust. Óvíða á laud- inu munu eins miklar hagleysur hafa verið í veturog hér, á þessum útkjálka landsins. J>ó að guð gæfi gott vor og sumar, verða afieiðingarnar miklar og slæmar um næstu 3—4 ár sökum ins ótta- lega harða vors og sumars, er síðast leið. Hér kom eiginlega ekkert sumar, sífelldir kuldar og vikum saman sá ekki sólina og grasvöxturinn enginn. Ið eina skip, sem verzlaði í sumar, kom inn á fjörðinn 4. ágúst. Mundi það ekki þykja sein sigling víðar en á Strondum? Fiskiafli hér við fjörðinn í haust var með langminnsta móti, margir náðu ekki hundraðs hlut. hjá einstaka manni mun hafa verið 3—4 bundruð til hlutar, en fiskur er hér mestaliur smár og fara 140—180 í vættina. Skepnur eru nú orðnar mjög fáar hér í sýslu, hjá þeim beztu um helm- ingur við það sem verið hefir áður, en hjá mörgum miklu minna, hjá sumum eru ekki einu sinni til kúgildin, sem eiga að fyigja jöiðinni. f>ó hefði feiiirinn orðið stórkostlegri í fyrra vor, ef ein- staka bændur ekki hefðu getað hjáipað um hey. J>ar má fremstan telja Beni- dikt Jónsson, hreppstjóra á Kirkjubóli, sem hjálpaði öllum, sem leituðu hans, það er óhætt að fullyrða að hann hefir frelsað líf margra skepna frá hungurs- dauða. Hinu megin fjarðarins hjálp- aði Eymundur Guðbrandsson, bóndi á Kleyfum, mest og bezt sínum sveit- ungum. ísafirði 22. apríl 1883. Tíðin hefur engan veginn mátt heita hörð hér vestaniands í vetur, en stórviðra- samur og umhleipyngasamur hefur ná- ‘) Eptir pví, er slðar hefir frézt, var paS að eins lítill liroði, sem pegar hvarf aptur. lega allur veturinn verið. Tíðin hefur því verið óhagkvæm fyrir aðalatvinnu Isfirðinga, sjávaraflann. |>ó mun vetr- araflinn yfir höfuð hafa orðið í meðal- lagi. Um páskana kom ein mikla fiski- gengdin inn í djúpið; svo var hún mikil, að slíkrar befur eigi orðið vart f mörg ár, því að fiskurinn gekk nú einnig inn í hvern fjörð af jökulfjörð- unum. 1 gær komu hingað 3 skip, og er það fyrsta siglingin, sem hingað kemur þetta vor; hún kemur nú í góðar þarfir, því að allar verzlanir hér voru orðnar fátækar. Kvefsótt, lungnabólga og barnaveiki hafa allt af verið að stinga sér niður hér, síðan mislingunum Ijetti í fyrra sumar. J>ví miður hefur sexæringur sá farizt, er jeg gat um 4. marz að vantaði héðan . úr hákarlalegu. Af skipverjum voru 5 sjómenn héðan af ísafirði, allir kvænt- ir, og láta þeir eptir sig 15 börn í ó- megð. Ið helzta, sem nú er á prjónunum hjá ísfirðingum, er það, að koma hér á gufubáti. Samskotaioforðin munu nema um 15,000 kr. Ekki heyrist hér neitt um vesturheimsfarir, enda mega Isfirðingar una við allgóðan hag, svo framarlega sem fiskaflinn helzt, og fiskurinn eigi lækkar stórlega í verði. Barðastrandarsýslu, Reykhólasveit, 26. apríl 1883. Veðurátt frá nýjári hin bezta, frostvægt og hægviðri í jan- úar og febrúar, opt við austan og land- sunnanátt. í marz hefur tíðin verið mjög umhleypingasöm, og stórviðri af hverri átt, sem verið hefur, stundum töluverð úrkoma af útsynningum eða austanfannspýjum, þó ekki tekið fyrir hagbeit hér, en sumstaðar í Stranda- sýslu, einkum fram til dala, hafa verið jarðleysur sfðan fyrir jól í vetur til þess nú i apríl, að allstaðar er nagjörð kornin; núna fram úr páskum kom hér siæmt hret er varaði f viku og var eitt hið versta hret, sem komið hefur í vetur; um sumarmálin kom ar.nað, sem stóð í marga daga, og núna eptir þtiggja daga góðviðri milli hreta kom hið þiiðja, sem enn varir; ekki hefir fannkoma orðið hér mikil, og ekki heldur frostharka, en mikið hvassviðri og suma daga aftaka stór- viðri. Ekki er enn hægt að segja, hverjar afleiðingar verða af harðindunum liér um sveitir; það er mikið komið undiv þvi, að þær fáu skepnur, sem nú eru eptir bjá búendum, komist vel áfram í vor í góðu standi, en það er aptur komið undir vorinu, því að engar hey- byrgðir eru nú til, ef vorhart verður. Hér voru svo sem engin hey í haust, því grasbresturinn næstliðið sumar var fjarskalegur. 1 mestu vitleysu var sett á vetur, þó sauðfénaði væri fækkað um heiming í haust hjá öllum þeim, sem ekki misstu nær því allt sitt f fyrra vor. Landfarsótt og taugaveiki hefir stungið sér niður á stöku bæjum og nokkrir dáið, helzt börn og gam- almenni. Dalasýslu 23. apríl 1883. Tíðin er og hefir verið ágæt. Hér er mikið talað um Yesturheimsferðir. Nógir bjóða sig nú til að sitja á þingi fyrir Dalamenn, þeir Hjálmur Pjetursson á Hvammi, Indriði Einarsson, Björn Jónsson, Jens Jónsson, bóndi á Hóli,

x

Suðri

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Suðri
https://timarit.is/publication/118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.