Suðri - 16.06.1883, Page 4

Suðri - 16.06.1883, Page 4
42 laganna, er lýsir J)ví að það sé tilgangur laganna að friða laxinn, enda kemur þetta heim við inni- hald laganna yfir höfuð. Samkvæmt pví, er nú var sagt, verður að á- líta, að ákærði hafi brotið gegn 2. gr. nýnefndra laga, og fær hann pví eigi hjá pví komizt að verða dæmdur samkvæmt 7. gr. laganna í sekt, sem mest til 10 króna og á að falla í hlutaðeigandi sveitar- sjóð. Auk pessa skal hann greiða málskostnaðinn. ý>ar á meðalmáls- færslulaun pau, er ákveðin eru í yfirréttardóminum. l>ví dæmist rétt að vera: Ilans Theodór August Thomsen greiði 10 króna sekt til sveitar- sjóðs Seltjarnarnesshrepps. Svo greiðir hann og málskostnaðinn, par á meðal málsfærslulaun pau, er ákveðin eru í landsyfirréttar- dóminum, og í málsfærslulaun til advókatanna Levinsens og Klubiens fyrir hæstarétti 60 kr. til hvors. II. Bimlamálið: „Hæstaréttaradvókat Niels Levin- sen eptir kgl.boði g e g n ákærða H. Th. A. Thomsen“. [Dómur kveðinn upp í auka- rétti Kjósar- og Gullbringusýslu 10. okt. 1878, í inum kgl. íslenzka landsyfirrótti 5. apríl 1880 og í hæstarétti 8. maí 1883]. Með konungsboði dags. 19. nóv. 1880 er hæstarétti veittur mynd- ugleiki til að taka mál þctta til dómsúrskurðar pó að málsefnið skyldi reynast að nema eigi summ a appellabilis. Með því að, eptir skýrslum.þeim, er fyrir hæstarétt hafa lagðar verið, og sumar eru úívegaðar síð- an landsyfirrjettardómurinn var upp kveðinn, eigi verður álitið, að millibilið milli þverrimlanna í laxa- kistum ákærða í Elliðaánni sé eigi svo stórt, að Iax 9 þuml. að um- máli geti smogið í gegn, þá verð- ur við það að sitja, að ákærði er sýknaður af kærum landsstjórnar- innar, eins og líka fallizt er á á- kvörðun yfirréttardómsins um máls- kostnaðinn. J>ví dæmist rétt að vera: Dómi landsyfirréttarins skal ó- raskað. Atvókatarnir Levinsen og Klubien fái i málsfærslulaun fyrir hæstarétti 60 kr. hver og greið- ist það af almannafé. Nordenskjöld kom hingað á gufuskipinu «Sofia» 6. þ. m. og fór aptur áleiðis til Græn- lands inn 10. þ. m. Með honum voru vísindamenn þeir, er vér nefndum í síð- asta blaði voru, nema Flink steina- fræðingur og Stromfeldt greifi grasa- fræðingur fóru á land á Austfjðrðum og ætla að ferðast hér um land í sumar. Nordenskjöld gerði ráð fyrir að koma hingað aptur frá Grænlandi í septem- bermán. «Sofia» er fremur lítið gufu- skip, en mjög vandað að allri útgerð, vísindalegum verkfærum og öllu því, er hafa skal á norðurferðum. Er það allt á kostnað sænska auðmannsins dr. Dicksons, stórkaupmanns i Gauta- borg. Alþingiskosningar. I Skagafjarðarsýslu var verzlun- arstjóri Gunnlaugur E. Briem úr Reykjavík kosinn alþingismaður 1. f. m., í stað Jóns sáluga landritara; 121 kjósendur voru á fundi, og gáfu þeir allir Gunnlaugi atkvæði. 1 Dalasýslu var kjörfundur hald- inn 30. f. m. Að því er heyrzt hefir var síra Jakób Guðmundsson á Sauða- felli kosinn þingmaður í stað síra Guð- mundar sál. prófasts Einarssonar. Emhættaskipun. 13. apríl þ. á. veitti konungur Benedikt aðjunkt Grondal lausn í náð frá embætti sínu með fullum eptir- launum. 28. s. m. cand. med.&chir. Ásgeiri Blondal veitt 17. lækishérað (Vestur- Skaptafellssýsla). 17. maí héraðsl. í 2. læknishéraði pórði Guðmundsen veitt af lands- höfðingja lausn frá embætti fyrst um sinn frá 1. þ. m. cand. med. & chir. jfórður Thóroddseu settur fyrst um sinn að þjóna því embætti. Áskorun. Vér er kosnir höfum verið í nefnd á bókmenntatélagsfundi til þess, að búa til prentunar nýja útgáfu af kvæðum Bjarna amtmanns Thórarensens, leyf- um oss að skora á hvern þann, er skyldi kunna eða hafa undir höndum kvæði eða lausar vísur eptir hann eða honum eignaðar, ennfremur sendibréf eða smáritgjörðir og allt þess konar, að gera svo vel að senda oss slíkt allt í frumriti, eða afriti svo nákvæmu, sem unnt er. Einnig biðjum vér alla, sem kunna að vita eitthvað er skýrir kvæðin, svo sem aldur þeirra, eða atvik að þeim, að láta oss fá það; enn fremur að skýra oss frá æfiatriðum eða smásög- um (skrýtlum) um hann, að svo miklu leyti sem unnt er. Allt þess konar yrði helzt að vera komið í hendur nefndinni fyrir árslok og mætti senda það einhverjum af 0S3 og má skrifa oss alla á Regensen, Köbenhavn. Kaupmannahöfn 26. d. maím. 1883 Virðingarfyllst Bogi Th. Melsteð. Einar Hjörleifsson. Finnur Jónsson. Hannes Hafsteinn. Jón porkelsson. Landsbókasafnið er opið hvern mánudag, miðvikudag og laugardag kl. 12—3. Forngripasafnið er opið hvern miðvikudag og laugardag kl. 1 — 2. A.nglýsingax*. Kvennaskólinn í Reykjavík. þeir sem vilja koma komfirmeruð- um, efnilegum og siðprúðum stúlkum í kvennaskólann næstkomandi vetur (1. októbr. til 14. maí) eru beðnir að snúa sér í þeim efnum til undirskrif- aðrar forstöðukonu skólans, eigi seinna en 31. ágústmán. næstkomandi. Reykjavík 14. dag júnímán. 1883. Thóra Melsteð. H. 0. Eischer, kaupmaður, 31. Sandport Street, Lieth, býðst til að kaupa vörur á Skotlandi og senda tii Islands; einnig að taka við íslenzkum vörum og selja þær íyrir hæsta verð sem fengizt get- ur, og senda aptur andvirði þeirra í vörum eða peningum. Frú Karen Fischer, 31. Sand- port Street, Lieth, tekur ferðamenn tii húsnæðis og fæðis. Danska er töluð í húsinu. Síðastliðinn sumardag inn fyrsta, 19. apr. þ. á., varð eg fyrir því hraparlega áfalli að verða allt í einu magnlaus í hægri hendi. Eg leitaði heraðslæknis þorvaldar Jóns- sonar á isafirði, sem gat enga björg veitt mér. Síðan fór eg til Reykjavíkur til landlæknis Schier- beck, og síðan eg kom 23. f. m. hefir hann nú gert mig svo, að fyrirsjáanlegt er, að eg verði al- bata innan skamms. Eg get eigi bundizt þess, að votta honum op- inberlega mitt innilegasta þakklæti fyrir þessa mór dýrmætu Iijálp, og ræð öllum, sem líkan sjúkleik fá, að fresta eigi að leita lians. Staddur í Reykjavík 5. júní 1883. Magnús Össursson. Úr hoimahögum tapaðist í vor rauð- blesótt hryssa, 7 vetra með mark tvö stig aptan. v. með miklu faxi, í meðallagi stór, og bið jeg hvern pann sem hitta kynni hryssu pessa, að taka hana til hirðingar, og gjöra mér sem fyrst við vart, eða koma henni til mín mót sanngjarnri borgun. Bakkakoti á Álptanesi 24. maí 1833. Gisli póroddsson. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Gestur Pálsson. Rcykjavik. Prentari: Einar Pókbarson.

x

Suðri

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Suðri
https://timarit.is/publication/118

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.