Suðri - 13.10.1883, Qupperneq 4

Suðri - 13.10.1883, Qupperneq 4
7G ísafjarðarsýslu, 17. sept. 1883: Tíðin hér í sumar hefur verið með bezta móti og heyskapur góður hjá allflestum. Yerð á fiski hefur verið hér með hæsta móti, málfiskur á 75 kr. spd., smáfiskur 55 kr„ langa 60 kr. og ísa 45 kr. Hákallsafli hefur verið hér góður í sumar; 417 tunnar lifrar mun vera hæstur afli á skip. Aptur hefur porskafli á pilskipum gengið erfitt; einum tveimur hefur heppnast hann í betra lagi; fekk ann- ar 30 púsund af porski, en porskurinn smár. Mikið er talað hér um að koma á gufubátsferðum, en óvíst er hvað um pað fyrirtæki verður. Dalasýslu, 1. okt. 1883: Sumarið hefur verið eitthvert ið bezta, gras- vbxtur í betra meðallagi og nýting ákjósanleg, svo heyskapur er alstaðar í sýslunni góður. J>ar af leiðir að bændur freistast til að setja á vetur nálega allan pann fénað, sem til er, sem víða er æði fár og hafa pví hvorki til að skera til vetrar eða farga í kaup- stað f'yri.i nauðsynjar sínar. Próf í heimspeki á presta- skólanum tóku í byrjun pessa mán.: Jón Thorsteinsen fekk vel. Jón Jónsson frá Hlíðarhúsum varð apturreka frá prófi, par sem hann náði einungis vitnisburðinum: lak- lega. I vetur eru 9 stúdentar á presta- skólanum, 7 í eldri deild og 2 í yngri deild. A lœknas/cólanum eru 6 stúdentar, tveir af peim nýir, bættust við í haust. Latínuskólinn. I latínuskólanum eru nú 118 lærisveinar, 16 1 6. bekk (eiga að út- skrifast að vori), 22 í 5. bekk, 20 í 4. bekk, 21 í 3. bekk, 20 í 2. bekk og 19. í 1. bekk. Nýsveinar eru 26 af pessum. í byrjun pessa mánaðar útskrifað- ist porsteinn nokkur Erlingsson og hlaut 1. einkum, 84 stig, og mun fæstum peim, er piltinn pekkja, hafa komið til hugar, að sá piltur hefði pá pekkingu til að bera, að hann gæti hlotið 1. einkunn. Jón Olafsson, ritstjóri pjóðólfs og alpingismaður, var nú að fullu og öllu leystur frá allri tímakennslu við skól- ann og mun ffestum, er til pekktu, hafa pótt pað bæði nauðsynlegt og heppilegt. pó mun sú breyting vera að pakka stiptsyíirvöldunum en ekki rektor, sem sjaldan mun hafa sýnt af sér meiri stjórnsemisrögg en í pví, að hafa sig allan frammi, að halda Jóni við skólann. Tveir nýir tímakennarar eru nú komnir að skólanum, cand. philol. Oeir Zoega og cand. theol. pórhallur Bjarnarson, báðir efnilegustu menn. Síðan vorprófi sleit hafa 10 læri- sveinar sagt sig úr skóla og mun slíkt eins dæmi á jafnstuttum tíma. Mannslát. porvaldur Jónsson, lærisveinn í 4. bekk latínuskólans, einkabarn Jóns Arnasonar bókavarðar og frúarhans Katrínar J>or valdsdóttur dó eptir sumarlangan sjúkleik 25. f. m. J>or- valdur sál. var efnilegur piltur og hvers manns hugljúfi. Jarðarför hans var einhver in fjölmennasta, er hér hefur farið fram í mörg ár. Heiðursgjöf. í byrjun pessa mánaðar færðu lærisveinar latínuskólans Benidikt Oröndal mjög fagurt «taffelúr», sem vott ástríkis pess, er hann hafði áunnið sér af lærisveinum sínum í skólanum. í kvennaskólanum eru 24 stúlkur, 10 heimastúlkur og 14 bæjarstúlkur. í karnaskólanum hér í bænum, sem nú er fluttur í ið nýja reisulega steinhús, sem vígt var 1. p. m., eru börnin orðin um 100. Craigforth kom hingað 11. p. m. Póstskipið «Laura» hafði farið tveim dögum á undan Craigforth frá Leith, en var ókomið hingað laugardagsmorgun, 13. sept. Craigforth fekk stormamikla og veður ill á leiðinni hingað. Hitt og þetta. Prestur nokkar í Ameríku talaði mjög um í ræðu sinni eitt sinn, að menn skyldu reyna að spara, par sem allt væri svo dýrt og hagur manna svo bágborinn. J>egar eptir messu söfnuðust sóknarmenn saman og settu laun hans úr 1000 niður í 600 doll- ara. Prestur nokkur var jafnan vanur að spyrja börnin að sömu spurning- unum. Drenginn, sem innst sat, spurði hann ætíð að, á livern hann tryði og drengurinn átti að svara: «Á föðurinn». Svo átti næsti dreng- ur að taka við og segja að hanntryði á soninn o. s. frv. Einu sinni kom prófasturinn að vísitera. J>egar hann fór að spyrja börnin, var drengurinn, sem vanur var að sitja innst, ekki kom- inn. Prófastur spurði nú af hend- ingu drenginn, sem vanur var að sitja næst innst, á hvern hann tryði, «Á soninn» svaraði drengurinn strax. Prófastur varð hissa og spurði hvort hann tryði ekki einnig á fóðurinn. «Hei», sagði drengur og var fijótur til svars, «sá, sem trúir á fóðurinn getur ekki komið í dag». Tveir sýslumannssynir voru að skattyrðast, en faðir peirra var við- staddur. »J>ú ert mesti grasasninn, sem eg pekki» sagði annar peirra við bróður sinn. «J>ú veizt líklega ekki af pví, að eg er hérna» sagði faðirinn. ÆuLglýsiii^ax*. \ J>riðjudaginn inn 16. þ. mán. verður í húsinu GLASGOW hér í hænum selt við opin- hert upphoð mikið af allskonar FATNAÐI, svo sem Smádrengjaklæðnöðum (huxur, vesti og frakki eða treyja), Smádrengja-yfirfrökkum, Unglingaklæðnaði, Unglinga-yfir- frökknm, KaiTmannaklæðnaði, Karlmanna-yfirfrökkum, Regn- kápum og Regnhlífum (Parapluie) af ýmsum tegundum og stærðum, Höttum og Hiífura alls konar, Sjölum, um 8000 af ýinsum teg- undum, par á meðal in altíðu dökku sjöl, Handklæðum, o. fl., enn fremur: SKÓFATNADI, t. d.: stígvélaskóm, vatnsstíg- vélum, hálf-háum, hnéháum, o. s. frv. Gjaldfrest fá kaupendur Jangað til í miðjum des. mán. ji. á. — Söluskilinálar fyrir söl- unni verða hirtir á nppboðs- staðnum. Reykjavík, hinn 11. okt. 1883. _______________TIERNEY. J>ann 1. oktober tapaðist frá lest á Eyrarbakka ljósrauðskjótt merfolald; hver sem petta folald hitta kynni er beðinn mót póknun að láta mig vita pað fljótasta. Höfða í Biskupstungum, pann 6. oktober 1883. Bjarni Jónsson. liitstjóri og ábyrgðarmaður: Gestur Pálsson. Keykjavík. Prentari: Einar Pórbarson.

x

Suðri

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Suðri
https://timarit.is/publication/118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.