Suðri - 01.12.1883, Page 2

Suðri - 01.12.1883, Page 2
86 meðal annara skáldið Tennjson. Glað- stone yar boðinn til miðdegisverðar bjá konungi á Fredensborg. En aptur snæddu peir keisari, konungarnir, prinsarnir og ðnnur stórmenni, svo og drottningarnar, morgunverð hjá Glað- stone á skipi hans. Eptir máltíð skemmti Tennyson drottningunuin og prinsessunum með pví að lesa upp fyrir peirn kvæði sín. |>að er lesendum «Suðra» kunn- ugt, að í fyrra sumar, 18. júlí, lagði danskur sjóliðsforingi, Hovgaard að nafni af stað á norðarfararskipi til norðurheimskautsins. Síðan hafa Danir opt verið hræddir um skip petta, en er síðast fréttist var pað komið til Noregs á heimleið; aldrei hafði pað komizt svo langt norður sem pað æt- laði sér. I næstu útlendu fréttum munum vér geta skýrt nákvæmara frá árangri ferðarinnar. Af látnum mönnum má nefna skáldið Carl Andersen, fósturson J>órðar sál. Jónassonar, háyíirdómara. Hann var útskrifaður úr Reykjavíkur- skóla 1848. Hann var mesti íslands og íslendinga vinur alla æíi, gáfu- maður, sm'rtimaður mikill og mesti öðlingur í umgengni. Sumar af skáld- sögum hans gerast á íslandi; helzt peirra er «Over skjær og brænding» («yfir brim og boða»), sem kom út skömmu aður en hann dó. pýzkaland. |>ar hefur einnig verið gestkvæmt af göfugmennum. Konungarnir frá Serbíu og Rumeníu hafa heimsótt keisara og fengið beztu viðtökur, eins og nærri má geta; áður höfðu peir sótt Austurríkiskeisara heim. Er petta skilið svo, sem pessir pjóð- höfðingar á Balkanskaga vilji fremur hænast að stórveldunum í Mið-Evrópu Austurríkismönnum og |>jóðverjum en Rússum, sem standa peim næst að pjóðerni og máli. J>að var pví engin furða pó blöð Rússa létu sér finnast fátt um för Balkankonunganna til pjóðverjalands, og létu pá heyra pað, að frelsi Balkanpjóðanna og konung- dómur peirra sjálfra væri allt keypt, með blóði rússneskra liermanna og væri pað vel launað að laumast úr landi og krjúpa að fótskör höfuðfjand- ans, en pá sneið átti |>jóðverjakeisar- inn. Síðar í sumar kom Alfons Spán- arkonungur til |>jóðverjalands. Eór hann fyrst til Austurríkis og sat par all-langa hríð hjá keisara í bezta yfir- læti, enda er drottning konungs prin- sessa frá Austurríki, bróðurdóttir keis- arans. Síðan fór hann að sækja Yil- hjám keisara heim og var við hersýn- ingar hans í haust og fannst mikið um, enda tók keisari honum með mestu blíðu og gerðí hann að foringja í ridd- araliði sínu í virðingarskyni. Eptir allar dýrðarviðtökurnar á J>jóðverja- landi fór Alfons konungur til Frakk- lands og kom til Parisarborgar, en par urðu viðtökurnar nokkuð á annan hátt. J>angað höfðu borist fregnirnar um öll kærleiksatlot Vilhjálms keisara við konung og sæmdarviðtökurnar. J>ótti Parísarmönnum Alfons konungur hafa sýnt í pessu lítinn drengskap, að taka móti tign í liði Vilhjálms keisara, sem svo sárt hefur leikið Erakka. J>ví svo stendur á, að í æsku var Alfons kon- ungur útlægur af Spáni með foreldrum sinum og ólst svo upp í Parísarborg og féll par einkarvel, svo sem ungum og göfugum mönnum er títt. Varpað almannaómur, að fátt væri pað af unaðsemdum og skemmtunum í inni miklu heimsborg, sem Spánarkonungur hefði eigi kynnt sér til hlýtar á æsku- árunum. J>óttust pví Parísarmenn mega ganga að pví vísu, að par sæti full vinur Frakka, er hann væri, en pegar svona mikil ástsemd varð með honum og pjóðverjakeisara, og einkum er hann tók móti foringjanafni í liði hans, pá póttust peir skilja, að annað mundi undir búa en vinátta við Frakka. J>egar Alfons konungur svo kom til Parísar tók skrýllinn honum með ópi, óhljóðum og steinkasti, öskraði á eptir honum «burt með riddara foringjann pjóðverska» og annað pess háttar og ein kerling var svo nærgöngul kon- ungi, að hún braut regnhlíf sína á vagni hans og æpti ógurlega um leið. Konungur tók öllu með mestu ró og stillingu, en var venju fremur fölur á svipinn. Sagt er að Grévy, pjóðveldis- forsetinn, hafi beðið konung að afsaka viðtökurnar og sagt honum, að skrýll- inn í Parísarborg væri eigi in frakk- neska pjóð í heild sinni. Konungur lét sér pað lika að smni fyrir kurteisis- sakir, en Spánverjar urðu æfir og óðir, er peir spurðu hvílíkar viðtökur konungur peirra hefði fengið í Parísar- borg. Völdu peir Frökkum ýms háðu- leg orð og fögnuðu konungi sem bezt peir gátu, pegar hann kom heim. Frakkland. Ekki hefur enn gengið saman með Frökkum og Kínverjum Tonkin-málið og eru ýmsar spár um hvernig pað muni fara. Sendiboði Kínverja situr í Parísurborg og er alltaf að semja við stjórnarherra utan- ríkismála Frakka, en enginn endir er kominn á pann samning. — Thibaudin hermálaráðherra hefur orðið að fara frá, en við hermálum hefur Campenon hershöfðingi tekið; hann var hérmála- ráðherra hjá Gambetta forðum. Ferry, forsætisráðherra og lians sessunautar sýnast annars fastari í sessi en nokkru sinni fyr, enda eiga Frakkar nú tæp- lega völ á einbeittari manni en Ferry er. Spáicn. J>ar urðu ráðgjafaskipti skömmu eptir að konungur kom lieim úr utanferð sinni. Fór Sagasta frá, en sú tók við er Herrera heitir. Innlendar fréttir. Skaptafellssýslu, 7. nóvember 1883: Sumarið varð hér um bil í meðallagi, til fjalla með betra móti, en hér á sléttlendi naumast í meðallagi, ollu pví vatnsfyllingar, en yfir höfuð varð haustið heldur votviðrasamt og síðan áleið hafa úrkomur verið heldur stór- felldur, hrekur slíkt hold af fénaði, einkum hrossum á sléttlendi, en til fjalla ber mikið mínna á pví. Tvo næstliðna daga hafa verið norðan- stormur með frosti, ekki samt grimmu, og pann dag í dag fjúk með litlu frosti úr norðaustri, um hádegisbil gekk fram í austur og létti til frostlaust. J>ó ekki sé hér langt milli fjalls og 5'öru, getur tíðin verið misjöfn; pann- ig pykir pað góð tíð um slátt, pó rigningar gangi, ef perrar ganga á milli; aptur er tíðin haganlegust á sléttlendinu, að ávallt séu perrar, pví flóar og ógöngur fyllast í rigningum og næst pví ekki gras. Heilsufar manna hefur mátt heita í bezta lagi. Enginn nafnkenndur dáið. Sagt er að fjallfé sé í betra lagi til skurðar. Yfir höfuð er hér happa- og slysalaust. Hvað velmegun manna yfir höfuð snertir, pá er víða bjargarskortur manna á meðal, og pað svo, að hér uin bil helmingur eða fleiri kemst ekki af hjálparlaust, einkanlega ef ekki kemur björg af sjó, pagar fram á kemur. Hér í sýslu er opt megn bjargarskortur; ollir pví meðfram efna- leysi að svo er erfitt með að ná til kaupstaðar vegna vegalengdar, að menn geta ekki opt og tíðum komizt til peirra, pó í peim sé björg að fá, svo og hins, að liér er nálega ávallt brim fyrir ströndum landsins, svo aldrei verður á sjó komizt, enda ganga hér jarðir ávallt úr sér, svo kýr eru færri og gjöra miklu minna gagn en pær gjörðu fyrir hér um bil 40 til 50 ár- um; líka er pað einn ókosturinn, að hér getur ekki fengizt vinna, eins og víða fæst í öðrum sýslum landsins. Ekki er heldur liægt hér að hafa gagn af gufuskipunum, pó pau séu sífellt á ferð. J>að er næsta pungbært fyrir pessa sýslu, að leggja að sínum hlut fé til ferða peirra, en hafa ekki önn- ur not peirra, en sjá reykinn pegar pau skríða hér um fyrir utan strendurnar og finna eyminn af honum, pegar svo hagar vindi. — Matjurtagarðar heppn- uðust í góðu meðallagi par sem ekki brást útsæði, en pað var víða, pví kartöflur voru óvíða til útsæðis. J>ar að auki var hvergi íslenzkt kálfræ að fá, menn urðu pví að leita til kaup- staðar, en peir, sem fengu pað frá Reykjavík, urðu fyrir pvi óhappi að fá villifræ. J>að varð pví allur helm- ingur búenda hér, sem ekki höfðu annað en villikálið, sem var með öllu ónýtt, og óhafandi til manneldis. J>etta gjörir ekki lítið harðrétti hér 1 sýslu. fincjeyjarsýslu, 10. október 1883: Hér hefur tíð verið in bezta og góður afii. Síldararafli á Eyjafirði góður nú í haust. Skagafjarðarsýslu, 30. okt. 1883: Fiskiafli á Skagafirði næstliðið vor og etns í haust var góður og fuglaaflivið Drangey sæmilegur. Yerzlun. Sumai'- verzlun var heldur inntektalítil fyrir landbúnaðinn; hvít ull 70 a. pd. (og

x

Suðri

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Suðri
https://timarit.is/publication/118

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.