Suðri - 09.02.1884, Blaðsíða 4

Suðri - 09.02.1884, Blaðsíða 4
bæ, sem »Ingólfur > nefnist. En hvort Jón Ólafsson eða aðrir hafa álitið pá tilraun pess verða að láta hana prenta er oss með öllu ókunnugt um. Vér leyfum oss að efast um pað fyrst um sinn. Enn er að nefnapetta Nellemanns- hatnr, sem svo opt er getið um í «Sinis- ter»-bréfunum 1»Morgunblaðinu »;pað er vitanlega með öllu ósatt, að Nellemann sé hataður hér á landi. Sumir eru að geta pess til, að Jón hafi petta Nellemannshatur til að viðra sig upp við «Morgunblaðið», svo honum geflst færi á að gefa óvinum sínum skell nokkurn undir dulnefni í pví blaði. pó vér séum pess fullvissir, að illt sé að kenna gömlum Jóni að sitja eins og vér viljum, pá skulum vér vegna sóma pjóðarinnar ráða honum til, að halda sér við «J>jóðólf» einan, ef hann vill óvirða einhvern óvin sinn. |>að sér ekki á «pjóðólfí» pó eitthvað fleira pess konar slæðist par með. Um pað má við hafa «heróps-sigurorð» «J>jóðólfs» sjálfs: «J>að munar ekki um einn blómurskepp í sláturtíðinni»! Ritstj. SVAR TIL „ÍSAFOLDAR“. I 5. bl. «lsafoldar» p. á., sem út konj 30. f. m. stendur: «J>að er merki- legt, að Landshöfðingi skulihafa grip- ið til inna útlendu hallærissamskota í pessu skyni» o: til líknar ekkjum og munaðarleysingjum eptir slciptapana miklu hér syðra. Af pví að pað var einmitt »Suðri», sem lét pað í ljósi (í 2. bl. 19. f. m.), að vonandi væri að hreppsnefndirnar í viðkomandi hreppum leituðu Lands- höfðingjans um styrk af samskotafénu og treysti pví, að Landshöfðinginn mundi bregðast mannúðlega við peim áskorunum, pá íinnst oss skylt að verja pann málstað vorn. Samskotin voru gefin «bágstöddum íslendingum» og pá auðvitað einkan- lega haft tillit til peirra, er eigi voru sjálfbjarga eptir harðindin 1881—82, pví pau voru í ferskustu minni, pegar safnað var; en par með er engan veg- inn sagt, að pað sé samkvæmt vilja og ósk gefendanna, að engum skuli líkn- að, hversu purfandi sem hann er og hversu verðugur hjálparinnar sem hann er, ef hann einungis er svo óheppinn að geta ekki reiknað neyð sína frá ár- unum 1881—82. Meining gefandanna hefur auðvitað verið sú, að með sam- skotunum skuli líkna öllum, sem í sannleika purfa líknarinnar með og eru hennar verðir, svo lengi sem pau endast til. Og hér var in fyllsta og ómótmœlanlegasta ástæða til að veita styrk nauðulega stöddum ekkjum og munaðarleysingjum eptir menn, sem sýrulu slíkan dugnað og kjark í pví að bjarga sér. J>að hefði verið ið ein- strengislegasta dauðahald í bókstafinn, ef Landshöfðinginn hefði ekki gripið til samskotafjárins pegar svona stóð á, og það hefði verið „merkilegt“, ef hann hefði neitað um styrkinn nú, af peirri ástæðu að mennirnir hefðu ekki annaðhvort drukknað eða komizt á vonarvöl 1881—82. Ritstj. Látnir menn. 'pórður prófastur Jónassen í Reyk- holti dó eptir langan sjúkleik aðfaranótt 14. f. m. Hann var fæddur 23. apr. 1825, útskrifaður úr Reykjavíkurskóla 1847, síðan skrifari hjá Grími amt- mannni og svo hjá stiptamtmönnun- um Rosenörn og Trampe pangað til hann vígðist að Lundi 1853. Möðru- vallaklaustursbrauð fékk hann 1856 og Reykholt 1873. Prófastur var liann í Rorgarfjarðarsýslu frá 1874 tildauða- dags. Konu sína Margréti Olafssdótt- ur (Thórarensen frá Hofi) var hann fyrir löngu búinn að missa og sömu- leiðis bæði börn sín, pilt og stúlku, in efnilegustu, er dóu á æskuskeiði fyrir innan tvítugt. J>órður pró- fastur var að maklegleikum talinn einhver merkasti prestur landsins. Hann var frábærlega hjartnæmur kennimaður, einstaklega skyldurækinn í köllun sinni og í barnauppfræðingu pótti hann engan líka eiga hér á landi. Erú Jólianna Guðmundsen, kona J>órðar kammeráðs Guðmundsen á Litla-Hrauni. dó 17. des. f. á. Theodór (J>órðarson háfirdómara) Sveinbj'órnson, læknir í Silkiborg á Jótlandi, dó 21. des. f. á. Hann var fæddur að Nesi við Seltjörn 22. apr. 1841, útskrifaður úr Reykjavíkurskóla 1858 og tók embættispróf í læknis- fræði við háskólann 1866. Arið eptir settist hann að sem praktiserandi lækn- ir í Silkiborg og bjó par síðan til dauðadags. Eröken Ingileif Benidictsen, and- aðist hér í bænum 21. f. m. eptir miss- irislegu. Hún var fædd 27. júlí 1861 og ið eina barn er á legg komst af 14 börnum ins mikla höfðingja Brynj- ólfs sál. Benedictsen í Elatey ogfrúar hans Herdísar, sem liingað fluttist með pessu eina barni sínu eptir lát manns síns fyrir 14 árum. Eröken Ingileif var ið ástúðlegasta barn móð- ur sinni, síkát og skemmtileg, vönduð mær og góð. A einu missiri hafa pannig látist 2 einkabörn af tveimur höfðingjaættum Yesturlands, fröken Ingileif og J>orvaldur Jónsson (Árna- sonar 'bókavarðar og frúar hans Kat- rínar J>orvaldsdóttur frá Hrappsey; sbr. «Suðra» 1. árg. 19 bl. 13. okt. 83) og er slíkt mikið sorgarefni pó tjónið sé sárast og ógleymanlegast fyrir aldurhnígna foreldra. Símon (Hannesson kaupmanns Stein- grímssonar byskups) Jóhnsen kaup- maður, vísikonsúll Svía og Norðmanna andaðist 2. p. m. Hann fæddist 22. maí 1848, byrjaði verzlun 1873 og kvæntist sama ár fröken Inger Tærge- sen; pau lijón eignuðust 2 börn sem bæði voru dáin á undan föðurnum, Hann varð konsúll 1879. Símon Jóhn- sen var ástsælasta ljúfmenni, áreiðan- legur og vandaður 1 viðskiptum, skemmtilegur í umgengni og inn bezti drengur. H i 11 o g þ e 11 a. Trú Valdimars Asmundarsonar. Bæjarfógetinn á Akureyri hefur sýnt oss pá velvild að senda oss pessa skýrslu: «Við fólkstal í Akureyrarsókn 1. október 1880 hefur Valdimar Ás- mundsson uppgefið cngin trúarbrögð að hafa. Rétt eptir fólkstalsskýrslunni */io 1880. Skrifstofu bæjarfógeta á Akureyri, 10. janúar 1884. St. Thorarensen.“ J>akkarávarj). í tilefni af inum sorglegu skiptöp- um, er urðu nóttina milli ins 6. og 7. p. m., sem mörgum eru kunnug orð- in og sumum munu verða helzt til minnisstæð, finn eg inig knúða til að votta lieiðursmanninum Jónasi Jóns- syni á Melum í Melasveit mitt inni- legt hjartans pakklæti fyrst og fremst fyrir ina framliðnu, sem bárust að landi nálægt heimili lians og sem hann veitti móttöku eins og pað hefðu verið skyldgetnir bræður hans og par næst fyrir mig og aðra hér í plássi, er hann hýsti menn fyrir um pær mundir, er opt komu til lians í slæmu veðri og illa til reika. Fyrir pessa hans alúð og velgjörðir bæði við lífs og liðna ber honum bæði heiður og ógleyman- legt pakklæti; sjálf megna eg ekki að launa honum, en eg bið hann, sem öllu ræður bæði á himni og jörðu, að launa honum af ríkdómi sinnar náðar fyrir munaðarlausa ekkju. Háteig 27. jan. 1884. Guðrún Guðmundsdóttir. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Gestur Pálsson. Útgefandi og prentari: Einar J>órðarson.

x

Suðri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Suðri
https://timarit.is/publication/118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.