Suðri - 17.04.1884, Síða 1

Suðri - 17.04.1884, Síða 1
Af Suðra koma 3 blöð út á mánuði. Uppsögn með 3 mán. fyrirvara frá ára- mótum. Árgangurinn 34 blöð kostar 3 kr. (erlendis 4 kr.), sem borgist fyrir ágústlok ár hvert.. 2. árg. Xorourljósaíærin á Esjunui. Eptir Sojphus Tromliolt. (Niðurl.). J>ví pótt ísland liggi talsvert nær meginbelti norðurljósanna en norðurliluti Einnlands, verka pó kraptar rafurmagnsins, — en norður- ljósin eru in sýnilegu merki pessara krapta — veikara hér en venja er til í héröðum peim, par sem Lemström gerði tilraunir sínar í fyrra. Bæði par og í KoutoTcainio, sem er litlu norðar, par sem eg dvaldi um vetur- inn, par er norðurljósið fullt af fjöri og krapti; myndir pess eru með skýr- um og glöggum takmörkum; hreyíing- ar pess djarflegar og birtan og litar- skiptingin skörp og skær. Annars vegar grúfir hér deyfð og alvöruleysi yfir norðurljósunum; pau sjást hvorki með fjöri né krapti. Eg get að eins talað eptir minni reynslu um norður- Ijósin hér í vetur. Allar myndirnar renna liver inn í aðra og takmarkast allar óljóst og í poku. Sjónin er dauf og nær pví veikinda- leg; pau blossa upp svo sem pau ætli að mynda stórar myndir, en óðar en varir, daprast pau aptur og slokkna. Og aldrei hef eg orðið hér var innar svo nefndu noröurljösakórönu, sem er in skærasta, margbreyttasta og skraut- legasta mynd norðurljósanna, og held- ur ekki noröurljósabylgjanna, er geys- ast um loptið með ógurlegum hraða fýrir rafurmagnsins áhrif. fess má og geta að í pessum parti íslands verður alls eigi vart við Ijósbjarma í kring um fjaflatinda á veturna, en eptir pví tóku fyrst inir svensku heimskauta- rannsakendur 1868 í heimskautabelt- inu, og Lemström hefur og einnig orðið pessa var norðarlega í Einnlandi. Allt petta kom mér á pá sannfæringu, að varla væri við að búast að hér mundi auðnast að búa til norðurljós, á sama hátt og Lemström gerði, jafn- vel pó allt væri undirbúið í bezta lagi. Inn 22. febrúar komu nokkrir dag- ar með stilltu og góðu veðri. Himin- inn var heiður og loptslagið var fag- urt og milt. Eg varð pá eða aldrei að framkvæma fyrirætlun mína. Næstu 2 daga var in sama veðurblíða og var Reykjavík 17. apríl 1884. pá afráðið að leggja af stað frá Rvík mánudagsmorguninn pann 25. Eg var svo heppinn að hafa skemmtilega félaga með mér; tveir Danir búsettir í bænum og tveir Eng- lendingar búsettir í nágrenninu höfðu ráðið af að fara með mér upp á Esj- una. Klukkan 10 um morguninn lögð- um vér á stað á stórum bát með fimm mönnum á og bar hann einnig farangur vorn allan og færi mín. Líktist för vor mjög skemmtifór; fyrir framan oss lá spegilfagur fjörðurinn og við oss blöstu norðurfjöllin, sem lauguðu sig í vatninu og vöfðu um sig himinblámanum. Yeðrið var sann- kölluð vorblíða. J>á er vér komum lengra út á fjörðinn varð pó ögn sval- ara, pví par blés gustur svo vér dróg- um upp segl um tíma. Stórir lagís- flákar voru á sjónum sumstaðar, og urðum vér pá að setja einn mann í framstafn bátsins til að kljúfa ísinn, svo að báturinn kæmist áfram. Vér komum til Mógilsár, innst við Kollafjörð, hér um bil kl. 1. Oss var par lánað lítið lierbergi, fjögur skref á hvern veg og höfðum vér pað fyrir íverustofu, borðstofu og svefnherbergi, og gerði fólkið á bænum allt sitt til að herbergið gæti náð pessari ákvörð- un sinni eptir pví sem framast voru föng á. Vér reistum flagg á húsinu og heilar raðir af lokuðum dósum og flöskum o. s. frv. voru teknar fram. Vér neyttum ins fyrsta miðdagsverðar vors glaðir yfir pví, hve byrjunin væri farsælleg og yfir pví að allt útlit var til að veðrið mundi verða oss eins liagkvæmt eptirleiðis og pað nú var. Sjómennina af bátnum sendum vér á bæina par í kring til pess að útvega sem flesta menn að unnt væri, til pess að bera farangur vorn upp fjallið; og sama kvöldið voru 10 stólpar born- ir liér um bil 1500 fet upp í [fjallið. Esjan er að kalla má rétt fyrir ofan bæinn og er jafnbrött par upp eptir. Til að æfa vöðva vora gengum vér um kvöldið hér um bil 800 fet upp í fjallið og var pað jafnvel eigi erfitt fyrir pá af félögum vorum, er óvanir voru við að ganga í fjöllum. J>aðan sem vér komumst efst var Esju- tindur mjög tignarlegur í kvöldroðan- um um sólarlagið. jpverhnýptar fann- 9. blað. ir mynduðu skínandi hringvegg í kring um eggjar hennar. Héraðið fyrir neð- an oss, nesin, er sköguðu út 1 sjóinn, sveitin fyrir ofan og eyjarnar sléttar út á íirðinum mynduðu fagra eining í rökkurkyrrðinni. Allan daginn liöfðum vér okkur til gremju séð bakka yfir fjöllunum í austri og um kvöldið hækkaði hann meir og meir og huldi loksins allan himininn. Get eg pví ekki neitað pví, að vonir vorar tóku að dofna. Barometrið tók líka að lækka. Yér vorum pví eigi eins vonglaðir eins og um mið- daginn pegar vér undir miðnætti fór- um að sofa í vorri sameiginlegri hey- sæng. Allt herbergisgólfið var gert að einni sæng, og ásamt oss fimm félög- um áttu par inir ferfættu félagar vorir einnig að hvílast, Komes og Hrólfur. Næsti morgun upp rann hreinn og heiður eins og inir fyrri. Eg hafði alls 16 menn í minni pjónustu. |>eir voru að verki frá pví kl. 6 um morg- uninn við að bera penna punga far- angur yíir fjallið. J>egar peir sóttu ið síðasta frá bátnum, kl. 9, fylgdumst vér liinir með peim. Eg brúkaði pá í fyrsta sinu íslenzka skó og mann- hrodda og virtist mér hvorttveggja petta ágætlega hentugt, já næstum ómissandi í slíkar ferðir. Yér gengum upp vestan við dálítinn læk, sem foss- ar ofan fjallið. J>eim af félögum mínum, er eigi áður höfðu gengið upp fjöll, virtist að sönnu stundum að leikur pessi hefði í för með sér tals- verða áreynslu; annars var vegurinn fyrstu 2 púsund skreíin upp alls eigi erfiður og pví síður hættulegur. Auk pess höfðum vér eigi annað að bera en vorn eigin líkama; öðru máli var að gegna með ina rösku vinnumenn mína. J>eir urðu að bera pungar byrðar, en engu að síður virtist petta allt að vera leikur fyrir pá og peir voru svo fjörugir, vinnugjarnir og glað- lyndir að ánægja var á að líta. Inn eini hluti fjallsins er erfiður var og að nokkru leyti hættulegur voru eggjarnar hér um bil 5 til 600 fet. Ejallið er par mjög bratt, pakið jökulsvelli og snjóföl ylir. J>að hefði verið alveg ómögulegt fyrir oss, sem ekki vorum íslendingar, að komast upp 35

x

Suðri

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Suðri
https://timarit.is/publication/118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.