Suðri - 07.06.1884, Blaðsíða 3

Suðri - 07.06.1884, Blaðsíða 3
57 fénu, og til að auka þrif fjárins, og væri óskandi, að bændur gjörðu pað að stöðugum yana, að baða allt sitt fé að minnsta kosti einu sinni á ári úr slíku baði. Langbezt er, að hafa til pess ker aflangt ámóta-langt og fullorðin sauðkind er, eða ílengra, og liér um bil alin á breidd. J>að er auð- vitað, að slíkt baðker er eigi með öllu nauðsynlegt, pví að liafa má hvert pað ker, sem svo er stórt, að kindin hafi nægt legu-rúm í pví; en kerið verður að vera svo stórt, að pegar kindin er látin niður í baðið, að bað- lögurinn pá fljóti yfir bana. Yel má og hafa báta eða byttur til slíkra baða, og er pá bezt, að iáta framstafninn rísa svo, að baðlögurinn lendi sem mestur 1 skutnum; pví að annarsparf baðlögurinn að vera talsvert meiri, en til böðunarinnar gengur, en leifarnar fara til ónýtis að mestu. ]>á er bað- ið er að öllu leyti undir búið, skal taka kindina, og leggja hana á hrygg- inn niður 1 löginn, og halda uin fæt- urna, en gæta pess vel, að lögurinn komist eigi í eyru, augu, nasir eða munn kindarinnar, og verður pví að halda höfðinu upp úr. Síðan skaf nudda leginum vandlega um allan kropp kindarinnar, og ef kláðaskorpur eru einhverstaðar, pá að rífa pær upp og núa vel hrúðurblettina. Nægilegt er að láta kindina liggja niðri í leg- inum 2 mínútur, ef kláðalausar eru, en annars að minnsta kosti 3 mínút- ur. Til pess að lögurinn fari sem minnst til ónýtis, skal strjúka kindina vel, er hún kemur upp úr baðinu, og kreista ullina, og láta pann lög renna niður í baðkerið aptur. Ef fé er bað- að, eptir að pað er rúið á vorum, og frarn eptir sumrum, mun fara hér um bil 1 pottur lagar á hverja kind, en pví meira, sem hún er ullaðri. Auk pess sem karbólsýrubaðið er hið áreiðanlegasta og handhægasta, mun pað og verða hið ódýrasta bað, pví að í útlöndum mun livert pund óhreinsaðrar karbólsýru kosta frá 30 —35 aura, auk flutningsins hingað til lands, og fari að eins 1 potturafbað- leginum á hverja kind, pá er einsætt, að slíkt bað getur að eins numið fá- einum aurum á hverja kind. Að endingu látum vér fylgja: Lýsing á kláðamaurnum eptir land- lækni G. Schierbeck. «1 tveimur af glösurn peim, er send voru hingað úr Jingeyjarsýslu, var mikill sægur af kindamaur (Der- matocoptes communis), sem ekki er til af nema ein einasta tegund. Maur pessi er svo stór, að hægt er að sjá hann með berum augum. Kvennmaurinn, sem er töluvert stærri en karlmaurinn, verður pettað frá V4 til ’/a úr danskri línu (að meðaltali 0,29 " ) að lengd; með góðu stækkunargleri er hægt að sjá greini- lega höfuðið og fæturna, pó ekki sogblöðlt- urnar (festiblöðkurnar). Hvorttveggja kynið hefur 8 fætur, 4 fram og 4 aptur. A framfótunum öllum 4 eru á hvoru- tveggja kyninu dálitlir hvassir krókar, og par að auki dálítil sogblaðka á hverj- um fæti með all-löngum og liðóttum leggjum, en apturfótunum mismunar mjög á karlmaur og kvennmaur. Ytri eða fremri apturfæturnir á kvennmaurn- um hafa engar sogblöðkur, heldur í pess stað 2 langa busta, en á karlmaurnum eru pessir fætur með sogblöðkum, og eru nokkuð lengri en hinir fæturnir á lion- um. Ejórðu eða öptustu fæturnir á kvennmaurnum eru með sogblöðku, en á karlmaurnum eru pessir fætur mjög stuttir, og hvorki með sogblöðku né löngum bustum. Búkurinn á kvenn- maurnum endar á totu að aptan, sem vörtu í lögun, ýmist í miðið eða nokkuð til liliðar, en á karlmaurnum er par aptur á móti hvilft inn í, breið og bjúg, og beggja megin við hana smátotur, eins og vörtur, með 3 hárum hver. ]>að er ekki ætíð svo hægt að sjá hina örsmáu tvo öptustu fætur á karlmaurn- um, ef peir liggja upp með kviðnum, og er manni pví hætt við að ruglast á peim og áðurnéfndum totum sinni hvoru megin við hvilftina að aptan; standi par á móti öptustu fæturnir tveir á karlmaurnum greinilega aptur undan, geta pcssar áminnztu vörtutotur með 3 hárum orðið til pess, að peir, sem ókunnugir eru sköpulagi maursins, pykist sjá 10 fætur á karlmaurnum Kvikindi pessi hittastopt pöruð saman, karlmaur og kvennmaur samíöst að aptan og höfuðin sitt í hvora áttina. í pessu sýnishorni að norðan var miklu meira af karlmaur en kvennmaur, og er pað óvanalegt. Margt af maurnum var lifandi. Að munnurinn hefir 4 kjálka, eins og hnífa í lögun, sem kvikindið getur opnað og lokað, og aðkviðurinn á kvenn- maurnum aptan er fullur af eggjum, fremur stórum aðtiltölu, allt að 20 (eg hef opt talið 18), — petta livorttveggja má sjá með 140-faldri stækkun, og meiri stækkun parf ekki til pess að kynna sér sköpulag pessa kvikindis að aðalatriðunum til«. ]>á er vér höfðum ritað grein- ina hér að framan, um kláðann á Norðurlandi, komu pær fregnir frá sýslumanninum í Borgarfjarðarsýslu til amtmannsins, að megn kláði væri kom- inn fram í gemlingum á EyriíFlóka- dal, fúllur af maur, og óprif fundin á einum 3 bæjum öðrum í Borgarfjarð- arsýslu, án pess pó að pað væri víst, að pað væri maurakláði. í bréfi sínu til amtmannsins getur sýslumaður pess og, að kláði’sé sagður bæði 1 Dalasýslu og Snæfellsnessýslu. ]>að er vonandi, að Borgfirðingar séu svo hyggnir orðn- ir af reynslunni, að peir sjái hag sinn, og lælmi bið kláðsjúka fé sitt bæði fljótt og vel, og láti eigi til pess koma, að yfirvöldin purfi að gjöra neinar pær ráðstafanir, sem hafi í för með sér ær- inn kostnað, sökum hirðuleysis peirra. Reykjavik 7. d. júním. 1884. Mannslát. 2. dag p. m. andaðist að Borg í Mýrasýslu sóknarpresturinn par séra Guðmundur Bjarnason, fullra 68 ára, fæddur 31. dag maímánaðar 1816. Hann var fæddur að Kópsvatai í Hrunamannahrepp. Faðir hans var Bjarni Símonarson, er síðar bjó lengi að Laugardælum í Flóa. Séra Guð- mundur heitinn lærði undir skóla hjá séra Tómasi heitnum Sæimindssyni; hann var útskrifaður úr Bessastaða- skóla vorið 1844; vígður 1847 að Nesi í Aðalreykjadal; Melaprestakall í Borg- arfjarðarsýslu fékk hann£1858, og Borg í Mýrasýslu 1875. Séra Guðmundur heitinn var maður vinsæll, og alstaðar vel látinn. Emhættaveitingar. Brjámslækur í Barðastrandarsýslu 28. dag maímán- aðar veittur séra ]>orvaldi Jakobssyni á Stað í Grunnavík. 23. dag maímánaðar var héraðs- læknir í 17. læknishéraði (Yestur- Skaptafellssýslu) settur af landsliöfð- ingja til pess, ásamt sínu eigin em- bætti, að gegna frá 1. degi júlímánað- ar p. á. héraðslæknisstörfum í vesturhluta 16. læknishéraðs austur að Almanna- skarði, eða í Hofs-, Borgarhafnar-, Mýra- og Nesjahreppum í Austur- Skaptafellssýslu. Með herskipinu Fylla, sem kom hingað 1 gær, fréttist, að amtmaður Bergur Thorberg væri skipaður lands- höfðingi yfir íslandi. Landsreikningurinn 1882. Lands- höfðinginn hefur góðfúslega látið oss í té skýrslu um ýms atriði í lands- reikningi pessum, og setjum vér hér pau atriði úr honum, sem oss pykir mestu varða: Tekjur innkomnar á árinu 1882 alls 500106 kr. 11 a. Gjöld á árinu 1882 alls 381512 — 75 - Verður pá afgangur 118593 — 36 - ]>ess skulum vér geta, að nokkuð af tekjum pessum eru eptirstöðvar hjá gjaldheimtumönnum og greiðendum frá fyrri árum, en aptur á móti voru svo sem að sjálfsögðu eigi allar tekjur landssjóðsins árið 1882 komnar inn við árslok; en liinar greiddu tekjur frá fyrri árum munu að líkindum nema

x

Suðri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Suðri
https://timarit.is/publication/118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.