Suðri - 28.06.1884, Síða 2

Suðri - 28.06.1884, Síða 2
64 Geta má nærri að ver vorum ekld á- nægðir með þennan úrskurð, og kröfð- umst að með málið yrði farið á lög- legan hátt, sem opinbert lögreglumál, en hann þverneitaði því í alla staði, þóttist þó mundi skrifa í amtið um það, hvort þessi rannsóknarlausi dómur sinn mundi ekki álítast fullgóðar skaða- hætur fyrir oss; meira fékkst ekki hjá honum þessu máli viðvíkjandi. Ekki er til getandi að hreppstjórinn hafi viljað gera lítið eða ekkert úr broti þessu í augum sýslumannsins, þar sem það er embættisskylda hans að vaka yfir, að lögum sé hlýtt í hreppi hans, enda þó margir séu hér svo ósvífnir að álíta að hann sé ef til vill sjálfur ekki laus við hrot gegn veiðilagafor- orðningum. Úrslit þessa máls eiga því sjálf- sagt að verða þannig: Ari, sem miklar líkur eru til að hafi skotið sefina í landhelgi við Elat- ey, og almennur grunur er um að muni áður vera margsekur í þessu broti, kastar 6 krónum í sýslumanns- skepnuna, sem fátækrasjóður Flateyj- hrepps á að fá ásamt andvirði fyrir ina skotnu seli, en verður ekki fyrir minnsta tiltali fyrir hrot sitt. |>ar á móti eigum vér ábúendur Flateyjar alls engar skaðahætur að fá fyrir skemmdir þær, sem af því hljótast að selir eru skotnir í eða nálægt lögnum, Já, okkur er jafnvel álasað af þessu yfirvaldi fyrir harðýðgi við inn seka. J>annig eru nú þessar aðgerðir sfslu- mannsins í Barðastrandarsýslu, landar góðir, finnst ykkur vér geta þagað lengur? finnst ykkur vér hafa gagn af slíkum sýslumanni? Yér skorum á hann sjálfan að hera opinberlega af sér, ef nokkuð er hér ranghermt, því hann getur skrifað rétta íslenzku, þó hann eigi talisvoaðvér skiljum hann, allra sízt til lilýtar. |>að er heldur ekki í fyrsta sinni sem Fischer hefur hælt niður og gert að engu kvartanir vorar í þessa átt, því í fyrra sumar var sent til hans skriflegt kæruskjal yfir tvo háseta af vöruskipi Jóns kaup- manns Guðmundssonar, sem um há- varp voru að skjóta fugla í eggveri, og hefur hann ekki, svo vér vitum til, svo mikið scm talað við skipverja af þessu skipi, auk heldur að nokkrar sektir hefðu orðið eða skaðahætur til vor, sem þó var krafizt í kæruskjalinu til hans. Samkvæmt því, sem hér að framan er ritað, virðist oss ekki eiga illa við, að skjóta því undir álit almennings, hvort þess konar aðferð sýslumannsins sé rétt gagnvart oss, því sé svo, finnst oss, sem þetta yfirvald, sem vér liing- að til höfum orðið að sitja nppi með, neyði oss til að taka rétt vorn sjálfir á Ara og hans líkum, sem á þennan hátt fara að ósekju heimildarlaust um lagnir vorar og látur, því oss finnst þessi aðferð sýslumannsins vera frem- ur til að hvetja en letja menn í því að leita sér atvinnu á þennan hátt. Eins og oss finnst skylt að gjalda það, sem oss her, til allra stétta, eins von- um vér, að landsstjórnin sjái skyldu sína í því, að sjá um að rétti vorum sé ekki ólöglega traðkað, sem oss finnst hér vera gert. Flatey, 21. júní 1884. Jóhann Eyjólfsson, 0. Ouömundsson, S. Olafsson, (ábúendur á Flatey á Breiðafirði). * * * pangað til greinilegri skýrslur og skil- ríki sanna oss annað, erum vér þeirrar slroðunar, að til mestrar og beztrar frambúðar yrði það fyrir hag Breið- firðinga, að með öllu yrði afnumið selaskotabannið og að þar kæmi, að öllum sel yrði útrýmt á Breiðafírði. Að því er vér þekkjum til, hefur reynslan sannað hér á landi, að út- rýrning sela hefur fiskigöngu í för með sér og vér erum þess fullvissir, að fiski- ganga yrði miklu arðmeiri og heilla- drjúgari fyrir Breiðfirðinga en selur- inn. En enn sem komið er, eru sela- skot hönnuð á Breiðafirði (opið bréf 22. marz 1855) og meðan svo er, þá er shylda manna að hlýða þessam lögum og sjálfs'ógð skylda yfirvald- anna að vaka yfir, að þeim se hlýtt og að fara á löglegan hátt með sér- hvert hrot aean heim. Ritstj. Útlendar íréttir. Danmörk. Svo fór, sem vér gát- um til í síðasta hlaði, að lítið mundi verða um samkomulag milli fólks- þingsins og stjórnarinnar um verzlun- arsamninginn við Spán. pinginu var slitið 31. f. m. og verzlunarsamning- urinn ekki samþykktur. |>ingið stóð í 7 mánuði, en óvenju-fá voru málin, sem fram náðu að ganga, og af þess- um fáu voru nær því öll ómerkileg, því að allur þingtíminn gekk í árang- urslaust þjark milli fólksþingsins og stjórnarinnar. Nú er boðið til nýrra kosninga, sem áttu að fara frarn 25. þ. m. og má geta nærri, að þar inuni margt ónotaorð hrjóta. Konungur vor og drottning eru farin snöggva ferð til |>ýzkalands til að nota böðin í Wiesbaden. Xoregiir. Ekki fór þing Norð- manna mjúklega með ina nýju ráð- herra, sein ekki var heldur við að bú- ast eptir því sem á stóð. Júngið lét hverja rokuna af annari skella á þeim, og þó þeir stæðu allfast fyrir 1 fyrstu og létust í engu mundu láta sinn hlut, leið þó eigi á löngu áður sumir þeirra tóku að gugna, enda var enginn fagn- aður á ferðum, þar sem þeir máttu eiga víst að hljóta þungan dóm hjá ríkisdómnum eins og formenn þeirra, Selmer og hans félagar. Munu þeir hafa skýrt konungi frá, að til vand- ræða liorfði, og nú mundi ekki annað ráð vænna úr því, sem komið væri, en fresta að friða meiri hluta þings- ins með því að láta undan í nokkru. Konungur brá við og kom til Kristj- aníu um hvítasunnuleytið hátíð er til heilla hezt. J>ar leizt honum svo á, sem ekki mundi tjá annað, en að breyta nú til að einhverju leyti. Fékk hann nú Broch prófessor til þess að koma nýju ráðaneyti saman. Broch prófessor er talinn hægrimaður, en frjálslyndur, vitur og réttlátur; hann var ráðherra 1872 og sagði þá af sér einmitt af því, að hann fékk því eigi ráðið, að stjórnin færi að vilja meiri hluta þingsins. Hann var því eins og sjálfkjörinn til þess nú að freista að koma á samkomulagi milli meiri- og minni hluta þingsins. Konungur kvaddi og Sverdrup á sinn fund til viðtals, en mælt er að Sverdrup hafi í engu verið tilhliðrunarsamur við konung eða skoðanii' minni hlutans en haldið fast fram öllum kröfum meiri hlutans. Hvað sem hæft er í þessu, þá voru allar líkur til, seinast þegar fréttist, að Broch mundi fá komið saman nýju ráðaneyti þar sem inenn af bæði minni og meiri hluta þingsins fengju sæti í. Yið þetta situr nú og vonum vér í næstu út- lendu fréttum að geta sent lesendum «Suðra» fréttir um úrslit þessa máls. Frakklaml. Nú er loksins friður kominn á í Tonkin og friður saminn við Sínverja út úr því máli. Svo má að orði kveða eptir friðarsamþykktun- um, sein Frakkar hafi bæði töglin og hagldirnar eða með öðrum orðum ráði öllu í Tonkin og Anam, en Sínverjar verða að kveðja varðsveitir sínar á burtu. Til þess að sleppa hjá her- kostnaðargjaldi til Frakka, kusu þeir heldur þann kost, að leyfa Norður- álfumönnum að verzla í þremur syðstu löndum sínum, Yunnan, Kuang-Si og Kuang-Tang. Framganga Frakka 1 þessu máli og endalok þess hafa eigi lítð aukið virðingu fyrir utanríkisstjórn Frakka. Og þar af leiðir að stjórn- inni verður langtum hægra um vik

x

Suðri

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Suðri
https://timarit.is/publication/118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.