Suðri - 28.06.1884, Blaðsíða 4

Suðri - 28.06.1884, Blaðsíða 4
66 Verzlunarfréttir frá útlöndmn. (Eptir ísafold). Af saltfiski enn óselt í Kmhöfn eittlivað 300 skpd. frá fyrra ári, sem ekki gengur út fyrir 40 kr. skpd. af stórum fiski, 35 kr. smár og 25—20 ýsan, allt góð og óskemmd vara. «Ófáanlegt hoð á Spáni í farm frá Vestmannaeyjum í júní eða júlí og mundi seljandi pó ekki hafa gengið frá 60 rm. (53 kr.)». í Noregi sömu kvartanir útaf Spánarverzluninni. Helzt líkur fyrir að Frakkar inuni byrgja Spánverja upp nægilega að fiski með góðu verði. pettaað pað brást, með verzlunarsamninginn við Spán, hefur líka spillt enn meira fyrir. Af íslenzkri ull iiggja óseklir á Englandi frá f. á., liér um bil 3000 ballar. Á uppboði í Liverpool í maí á vestíirzkri ull var hæst boð 7 ’/a d. pundið enskt, sem er sama sem 60 a. fyrir danskt pd.; «og pað verð mundi naumast fást nú hér (p. e. í Khöfn) fyrir heztu vorull, ef til vill að eins 58 a. Haustull 50—53 a.; mislit ull 50 a. Hákarlslýsi tært í 51'/s—52 kr. tunnan síðast í Kmhöfn; dökkt 48 — 50 kr. Eyrir harðfisk stóran velverkaðan er von um að fáist 80- 90 kr. Tólg 37 a. Sauðakjöt 60 kr. Fyrir æðar- dún bezta má fá 16 kr. Sundmaga 85—90 a. Hrogn í Noregi 52 kr. hæst 40 kr. (tunnan) af lakara tagi. Síld lækkandi; óseldar í Kmhöfn 3000 tnr. síðast gefnar 5—10 kr. fyrir tunnuna eptir gæðum. Tíðarfar er nú ágætt um allt land og grasvöxtur góður, pó einna beztur sunnanlands. Aflahrögð ágæt á Seyðisfirði og víðar eystra, síldarafli nokkur á Eyja- firði, en fisklaust má heita á Ísaíirði og liér sunnanlands. Fjárkláðinn. Enn hefur orðið kláða vart í Eyjaseli 1 Norður-Múla- sýlu, par sem kláðans varð fyrst vart í vetur, og skorið var niður allt hið sjúka fé. Vegahætur. Eptir að greinin í síðasta blaði «Suðra»; «Styrkur úr landssjóði til vegabóta» var rituð og blaðið fullsett, komu Stjórnartíðindin út ogvar par skýrtfrá pví, að Lands- höfðingi hefur enn fremur veitt 1500 kr. til vegahóta á Vestdalsheiði, svo að pá er alls veitt 10662 kr. 34 a. af peim 12000 kr., sem í fjárlögunum eru ætlaðar petta árið til vegahóta, svo að pá eru að eins eptir 1337 kr. til vegfræðingsins, í stað pess að pað fé var talið 2500 kr. í síðasta hlaði. Voðaleg sjúraun (eptir hréfi frá Akureyri). í Grænlandshafi voru 3 bátar sendir til hvalveiða svo að segja án vista frá hvalveiðaskipi ensku. Laust á pá poku, svo peir villtust og gátu ekki fundið skipið aptur. Eptir tíu daga útivist komst einn báturinn að landi í Raufarhöfn; var pá einn skipverja dáinn, en 4 lifðu, pví 5 voru alls á hverjum bátnum. Allir voru pessir 4, er lifðu, mjög skemmd- ir. Hákarlaskip frá Eyjaíirði fann annan bátinn fyrir norðan Kolbeins- ey og í honum var einn maður lif- andi, en með öllu rænulaus. Auk pess fannst í bátnum handleggur af manni og svo hjarta. Hákarlaskipið flutti mann pennan til Siglufjarðar og seinna var hann fluttur til Akur- eyrar. Ætluðu peir, inn setti liéraðs- læknir, cand. med. & chir. porgrímur pórðarson og læknarnir af Diönu að talca af manni pessum báða fæturna, pví kolbrandur var hlaupinn í pá. J>egar maður pessi var búinn að fá rænu, sagði hann svo frá ferðnm pessa háts, sem hann var á, að hann hefði hrakist í hafi úti í 16 daga. Hinn 1. maður á peim bát dó á 7. degi, hinn 2. á 9. degi og var líkum heggja peirra kastað útbyrðis, en peg- ar hinn 3. dó á 10. degi, voru peir 2, er pá lifðu eptir, svo að fram komn- ir af liungri, að peir lögðu sér hann til munns og neyttu ei annars drykkj- ar en pvags. En 4. maðurinn dó eptir skamma hríð og varpaði pá sá, er eptir lifði, leyfunum af hinum 3. manni útbyrðis, en lagði sér til fæðu pann, er síðast dó og var pað, sem fannst í hátnum, hið eina, sem eptir var af honum. Bátstapi. Föstudagskvöldið 20. p. m. drukknaði Sveinn Jónsson, bóndi á Gufunesi, á heimleið úr Reykjavík. Hann var við annan mann, stjúpson sinn, Hafliða Hafliðason. ,,peir 16“ í pjóúólfi. I 23. hl. «J>jóðólfs» p. á. stendur „yfirlýsing“ frá nokkrum af íslenzk- uxn námsmönnum í Kaupmannahöfn; pessir 16, sem undir standa, vilja hver um annan pveran hera af sér að hafa skrifað mér bréfkafla pá frá Kaup- mannahöfn, sem standa í 10. blaði «Suðra» p. á. Eg skal leyfa mér að pakka pess- um 16 herrum hjartanlega fyrir pessa «yfirlýsingu». Hún var mér alveg ó- vænt gleðigjöf. |>að hefði nefnilega gert mér mikið illt, ef nokkrum lif- andi manni hefði nokkurntíma dottið í hug, að einhverjir af þessum herrum hefðu skrifað mér hréfkaflana, pví eg er alveg viss um, að hefði eitthvað af pessum 16 nöfnum verið bendlað við pá, pá liefði verið alveg pýðingarlaust fyrir mig að prenta pá í «Suðra». Reykjavík, 27. júní 1884. Með pakklæti Gestur Pálsson. Æiigiýsiiig’ax*. Arsfundur Búnaðarfélags suður- amtsins verður haldinn mánudaginn 7. júlí á hádegi í húsum prestaskól- ans og verður par 1. skýrt frá efnahag og aðgjörðum félagsins; 2. rædd pau mál, er félagið snerta. Reykjavlk 27. júni Í884. H. Kr. Friðriksson. í v . zlnn B, H. Bjarnasonar fást marglitar og ágætlega sterk- ar tegundir af töium í kjóla og svuntur með mjög vægu verði. Sömuleiðis óvanalega gott livítt lérept með mjög vægu verði. Hús í Keflavík til sölu. Fremur lítið en snoturt íveruhús er til sölu í Keflavík. Lysthafendur snúi sér til ritstjóra pessa blaðs. fjfT Lrá góðum pappírs - sala á Englandi, hefi eg fengið ágætan skrif- pappír af mörgum tegundum: skrifbælc- ur, stórar og smáar; einnig höfuðbækur. J>etta er allt selt með mjög vægu verði hjá Einan pórðarsyni. S V Ö R við dæmin í reikningsbók Eiríks Briems, ásamt grein um kennslu barna í reikningi og huga- reikningsdæmum, fást nú pegar lijá Einari pórðarsyni og bóksölumönn- um út um landið. Yerð: 12 a. Nærsveitamenn eru beðnir að vitja blaðsins „Suðra“ d afgreiðslu- stofu hans, i prentsmiðju Einars pórðarsonar. ltitstjóri og ábyrgðarmaður: Gestur Pálsson. Útgefandi og prentari: Einar Pórðarson.

x

Suðri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Suðri
https://timarit.is/publication/118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.