Suðri - 25.07.1884, Blaðsíða 2

Suðri - 25.07.1884, Blaðsíða 2
76 sem það væri vanþörf á pví, pótt landsstjórnin loks tæki sér af fiskiveið- um, helzta bjargræðisv eg landsins og pví, sem að pví lítur. Allt til pessa dags hefur enginn fiskifróður maður kannað til nokkurra hlíta, hverjar fiski- tegundir eru í ám vorum og vötnum og við strendur vorar. Eggert ólafs- son hefur helzt gefið sig nokkuð við pví, en pað er víst, að fæstir munu hafa hók hans undir höndum; hann er líka víða í óvissu um nöfn og einkenni og getur sér opt til um eitthvert latínskt nafn, pótt margt sé ágætt hjá honum, einkum pegar tekið er tillit til, hve sú fræðigrein var pá stutt á veg komin. Jónas Hall- grímsson hefur og gefið sig nokkuð við pví á ferðum sínum um ísland, en hæði er pað, sem hann hefur ritað um íslenzka fiska, lauslega ritað og að mestu óprentað. Prófessor Steenstrup kveðst lítið sem ekkert hafa getað gef- ið sig við fiskifræði á ferðum sínum um Island, enda liggur lítið eptir hann í pá átt. J>ar að auki er pað, að pessir náttúrufræðingar hafa að eins gefið sig við að einkenna kyn og teg- undir fiska, en lítt pekkt til fiskiað- ferða og veiðarfæra, og ekki um rætt. peir ritlingar á íslenzku, er að pví lúta eru að eins fiskibók Jóns Sigurðs- sonar og ritgjörðir Árna landfógeta Thorsteinsons í tímariti hókmennta- félagsins. Hvorumtveggjum hefur verið ofiítill gaumur gefinn. Báðir höfund- arnir eiga mikið lof skilið fyrir pað, að peir hafa vakið máls á pví efni, og veitt mönnum margar parflegar bendingar, pótt peirn kunni að hafa yfirsézt í einhverju atriði, sem eðlilegt er, par sem hvorugur hefur haft tæki- færi til pess, að stunda pað mál sér- staklega. í öllum öðrum löndum, par sem nm nokkrar fiskiveiðar er að ræða, er ár- lega veitt fé af ríkissjóði til að efla fiski- rækt og fiskiveiðar, og til pess að halda sýningar, eða styrkja menn til pess, að fara á sýningar 1 öðrum löndum til pess, að fræðast af aðerðum ann- ara pjóða. Menn stofna félög og sam- tök til að efla fiskirækt, kynna sér tegundir, lífernisháttu (göngutíma, got- tíma o. s. frv.) og fæðu fiska, og halda úti blöðum, sem að eins ræða um hversu auka megi og gjöra arðmeiri fiskiveiðar, um veiðarfæri, veiðiaðferð o. s, frv. J>rátt fyrir pað að fiskiveiðar eru aðalbjargræðisvegur flestra íslendinga og auðsuppspretta, sem efla mætti ef til vill púsundfalt með nokkurri fram- taksemi, samtökum og pekkingu, svo sem Norðmenn hafa bent mönnum á, par sem til síldaveiðar kemur, hefur svo gott sem ekkert verið gert í pá átt á íslandi; pað er naumast að menn á næstu nesjum hafi getað orðið sam- taka um, hvenær leggja skyldil óðir og net svo að peir ekki spilli veiðinni og veiðarfærum hvorir fyrir öðrum, auk pá heldur að peir hafi sent menn eð- ur muni á sýningar í öðrum löndum. Og pó er pað um allan heirn viður- kennt, að ekkert efli eins kapp og kunnáttu pjóða eins og sýningar, pví að pó að sitt henti hverju landi, og allt eigi ekki við heima, er menn sjá erlendis, má pó ætíð eitthvað læra og hagnýta sér. Af stjórn vorri var aldrei mikið að hafa til pvílíkra fyr- irtækja pangað til fyrir fáum árum, enda lét alping pá til sín taka og veitti fé noklcuð til pess, að fá fiski- fróðan mann til pess að ferðast um Island — en maðurinn sást aldrei hvernig sem á pví stóð. Á seinasta pingi voru svo veittar 3000 krónur — mjög af skornum skamti gert til pess, að fá «Skota» eða «Norð- mann» til að líta á veiðar vorar. |>að er nú mjög uggvænt að Skoti hefði getað gert pað svo, að vísindalegur og hagfræðislegur ábati hefði svarað kostn- aði. Norðmaður hefði par í móti sjálf- sagt verið heppilega valinn til pess, en herra alpingismaður Tr. Gunnars- son, sem Landshöfðingi fól á hendur að vera í útvegum um manninn, gat engan fengið sem vel væri valinn til að fara ferðina fyrir pað verð. Hann sneri sér pá til herra Arthurs Fedclersen, sem frægastur pykir fiskifróður maður um öllNorðurlönd ogfékk hann til pess að fara ferðina. Arthur F. Feddersen er fæddur 16. febr. 1835, tók próf í náttúrufræði 1856 með lofi, var pá kennari við ýmsa skóla og varð 1861 settur kenn- ari við skólann í Víborg og síðan 1864 kennari, er hann hafði leyst af hendi próf í náttúrusögu, sérstaklega dýra- fræði eptir ákvörðun stjórnarinnar og hefur verið par vel látinn pangað til að hann flutti til Hafnar í liaust, til pess, að gefa sig algjörlega við fiski- fræði, sem hugur hans hefur alla daga hneigzt að. Arthur Feddersen hefur síðan 1865 að hann fyrst hóf að ferðast og ferð- aðist um Noreg (var á Björgvínarsýn- ingunni), á hverju sumri ferðast um ýms lönd, til pess að kynna sér fiski- rækt og íiskiveiðar annara pjóða, eink- um hefur hann lagt sig eptir fiskirækt og fiskiveiði í ósöltu vatni. Hann hefur pannig ferðazt um Noreg, Sví- pjóð, Danmörk, |>jóðverjaland, Eng- land, Frakkland, Holland og Svissara- land og sum hvað eptir annað, ætíð í sömu erindum að verða sem fróðastur um fiskimál. Hann hefur orðið mjög frægur af ferðum sínum og ritlingum peim og bókum, sem hann hefur ritað um fiskimál, hann hefur ekki ritað minna en 26 rit, flest náttúrufræðis- legs efnis, nokkur fornleifafræðisleg, auk aragrúa af blaðagreinum bæði í «Tidende for Fiskeri» sem hann stofn- aði með öðrum manni, H. V. Fiedler 1865, og í öðrum blöðum innlendum og útlendum. Hann hefur verið sæmdur mörgum heiðurspeningum frá ýmsum borgum, og 1874 fékk hann lieiðurspening úr gulli fyrir framtak- semi og dugnað auk pess sem hann hefur verið gerður heiðursfélagi í mjög mörgum félögum. 1865 setti hann á stofn og hefur síðan staðið fyrir «Fiskeri-Selskabet for Viborg og Om- egn» og myndað stofnun pá til að klekja út lirognum, setn síðan hefur vel prifizt, Lolcs var hann einn af peim sem i# 3 84 stofnuðu cForeningen til Fiskeriernes Fremme í Danmark og Bilande» og er ritari pess félags og ritstjóri blaðs pess, sem pað gefur út: cDansk Fiskeritidende.» Eg mun seinna minnast á félag petta, ef eg kem pví við, eg skal að eins nú benda mönnum á að pað nær til íslands og Færeyja og að ársgjald er 10 kr. Eg vona að pað sannist, að pað varð ekki á betri mann kosið til að fara ferð pessa, en Arthur Feddersen, hvað fróðleik snertir og verklegan dugnað. A. Feddersen ætlar sér að fara frá Höfn 1. júlí og koma fyrst á land á Seyðisfirði eður Akureyri og fara svo paðan landveg suður og vestur um land. J>að er nú undir pví kornið, að menn geri pað sem peir geta til pess að greiða för hans og gera honum létt fyrir að kynna sér allt, fiskiteg- undir pær sem til eru, göngutíma og gottíma, riðstaði og aðra staði par sem fiskurinn heldur sig, helzt og veiðiað- ferðir og veiðarfæri og um leið séu ó- bágir að spyrja um allt, sem mönnum kemur í hug fiskiveiðum viðkomandi. J>ví Feddersen er manna fúsastur 'til að veita allar upplýsingar. Svo er til ætlazt, að Feddersen verði pangað til 1. sept. á íslandi, en pá komi maður frá Svípjóð og taki við og verði í vet- ur, til að hafa eptirlit á peim stöðum,. par sem Feddersen kynni að sjá hent- ugt að klekja út hrognum. Svo er von- andi að alpingi næsta ár láti annað eins fé eða meira af hendi rakna, svo að hann geti aptur farið heim og pá náttúrlega betur notið sín. Bertel E. Ó. þorleifsson.

x

Suðri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Suðri
https://timarit.is/publication/118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.