Suðri - 06.08.1884, Blaðsíða 2

Suðri - 06.08.1884, Blaðsíða 2
80 ekki eins mikill meðal borgarbúa. En ofan á petta bafa svo bætzt önnur vandræði. Flestallir peir, sem efnaðir eru, hafa flúið burt úr borgunum, en skilið fátæklingana eptir. Yerksmiðjun- um hefur verið lokað, öll verzlun hefur hætt. Menn hafa ekki porað að flytja matvöru inn í borgirnar, af pví menn hafa haldið, að peir mundu flytja kó- leruna út aptur. Menn geta ef til vill getið sér til, hver vandræði af pessu leiða í stórum borgum. |>að er eins og nýr sjúkdómur bætist við. fað er sulturinn. |>að er haft eptir peim borgarbúum par syðra, að peir geti vanið sig við kóleruna og pann ótta sem hún hefur 1 för ineð sér; en að kveljast jafnframt úr sulti, pað sé ópolandi. J>að virðist svo, sem kóleran breiðist ekkert til muna út um Frakk- la-nd enn, en aptur á móti er sagt hún sé farin að stinga sér niður á Rúss- landi og Ungverjalandi. J>að er haft eptir I)r. Kock, einhverjum mesta kó- lerulækni í heimi, að hún muni breið- ast út um allt meginland Evrópu. Belgía. í fyrra mánuði fóru fram pingkosningar, og lauk peim svo, að frjálslyndi flokkurinn beið fullan ósigur, svo stjórnin varð að segja af sér og klerkasinnar (klerikale) komust til valda. Nú hafa kosningar til öldunga- ráðsins farið fram, og lauk peim svo> að nýja stjórnin liefur 17 mönnum fleira en hinir í öldungadeildinni. Eptir kosningarnar urðu óspektir bæði í Brííssel og Gent og urðu menn að hafa hervörð um kirkjur og kapellur, til pess að borgarmúgurinn ekki réðist á pær. Hin nýja stjórn liefur breitt allri slrólastjórn. Kennsluna í skólan- um annast nefnd manna, og er hún kosin bæði af feðrum og mæðrum barnanna. Kvennfólkið hefur pannig fengið meiri réttindi en áður. Prest- arnir vita, hve mikið peir eiga kvenn- fólkinu að «pakka», segja menn. Rússland. J>aðan er helzt að frétta, að rammari skorður hafa verið reistar við svikum embættismanna, en áður hafa verið. Ef mikil svik sannast upp á einhvern embættismann, getur pað jafnvel varðað Síberíuvist. Hætt er pó við, ef að vanda lætur, að ekki verði gott að framfylgja lögunum meira en miðlungi vel. Sagt er að eitthvert sundurlyndi sé milli nihilista, og sumir vilji fara hægra og gætilegra, en hvað af pví kann að leiða, er enn ekki séð. Noregur og Svipjóð. J>ar gengur allt með bezta friði og spekt. Hægri menn og vinstri menn liafa skipt verk- um í Noregi. Vinstri menn hafa tekið við stjórninni og færa nú konungi pakkir sínar og hamingjuóskir, en hægrimenn bregða honum um, að hann hafi sleppt af peim hendinni nauðugur. Nýlega var reist líkneski Sverdrups ráðherraforseta í fundasal stórpings- manna og gramdist hægrimönnum pað mjög. Hann er sá fyrsti maður, sem Norðmenn haia sýnt pann heiður í lifanda lífi. Daninörk. Konungur vor er nýlega kominn heim úr baðferð sinni. Estrup situr enn, en pað er eins og liægri blöðin sum sé farið að gruna, að hann muni vera búinn að lifa pað fegursta af stjórnarárum sínum, og eru farin að gefa 1 skin, að pað sé bezt hann fari frá. En um hitt kemur peim ekki saman, hvort sú næsta stjórn eigi að vera moderat hægrimenn eða vinstri- menn. En flest af peim halda pó, að pað muni ráðlegast, að fela vinstri- mönnum stjórnina á hendur úr pví að sé komið sem komið er. Nýdáinn er hér professor Holmer, læknir góður. Bandafylldn. Nú hafa bæði «repu- blikanar» og «demokratar» valið pá menn, er peir ætla að lialda fram til forsetakosninga í haust. « Republikanar» halda fram manni peim, er Blaine heitir, til forsetakosninga, en varafor- setaefni peirra heitir Logan. «Demo- kratar» hafa valið mann pann, er Cleve- land heitir, til forseta, en sá, er peir vilja hafa til varaforseta, heitir Hen- dricks. Allar líkur eru til að demo- kratar vinni í petta sinn. Cleveland hefur bezta orð á sér fyrir mannkosta sakir, en Blaine er lítt pokkaður, jafnvel meðal flokksmanna sinna, og eru allar líkur til, að allmargir af peim skerist úr liði hans og gefi Cleve- land atkvæði sitt. (Aðsent), J>ó að margt sé rætt og ritað í hinum sunnlenzku blöðum, er pó fátt 1 peim, sem lítur að landbúnaði, petta er bændum sjálfum að kenna, til eru pó peir bændur, sem hafa bæði greind og pekkingu, og gætu pess vegna sent blöðunum nytsamar ritgjörðir, er snertu landbúnað, par með yrðu blöðin skemti- legri og fróðlegri fyrir almenning, ef ýmsum uppástungum á nýjum fyrir- tækjum væri hreift í peim; ég vil nú með línum pessum vekja máls á pví, er að mínu áliti er nauðsynlegt, að bændur stofnuðu lífsábyrgðarsjóð fyrir kýrnar; allir sjá, hvað nauðsynlegar pær eru og flestum mun pykja tilfinnan- legur skaði að missa kú, og pað svo, að fátæklingar geta ekki keypt aptur í skarðið, en pað er pó á sumum bæjum aðalbjargræðið á veturnar, sem kýrnar gefa af sér. Nú vil eg taka til dæmis að bændur í einum hrepp, sem hefðu 100 kýr, vildu stofna ábyrgðarsjóð fyrir pær og legðu í sjóðinn 1 pund af smjöri, eða meðalverð pess, eptir peirrar sýslu verðlagsskrá sem hreppurinn er í, pá gæti fljótt komið styrkur af honum, ef goldið væri af hverri mjólkandi kú; að vísu mundi verða að taka á höfuðstólnum, ef skaðann bæri að á fyrsta ári; pó mundi verða afgangur, pví kúna sem fellur( á sjóðurinn, sem annaðhvort væri virt eða seld. Aptur koma ár, sem engin kýr fellur, og færi pá fyrirtækið að ná tilgangi sínum. J>ví fleiri sem kýrnar eru í hreppnum, pví kraptmeira væri fyrirtækið; enginn getur hér barið við fátækt sinni, að leggja til petta litla gjald, pví ef rétt er skoðað, er pað ekki annað, en að fá lífgað kúna sína aptur, pegar hann missir hana. Bændur ættu að kjósa nefnd, til að semja reglugjörð fyrir félagið, setja vissan gjalddaga, kjósa féhirði o. s. fr. Og enda svo línur pessar með peirri ósk, að fleiri vildu rita í blöðin uin uppástungu pessa. Um heyhlöður. í 12. tölublaði J>jóðólfs stendur grein ein, sem lýsir nýrri aðferð um hirðingu á heyi; gæti nú sú aðferð komizt á, og heppnaðist hér á landý væri landsmönnum ómetanlegur hagur að pví, að geta hirt heyið eptir hend- inni, hverjusem viðrar; að vísu verður aðflutningur á blautu heyi seinlegri> 'einkum á löngum engjavegi, en hins vegar eyðir maður miklum tíma við purkun á heyi, og pað heilum dögum í óperritíð, og á endanum hirt lítt nýtt og jafnvel ónýtt fýrir skepnurnar, og mundu pví heyföng manna verða meiri bæði að vöxtum og gæðum. En eitt er pað sem pessari aðferð fylgir, pað eru heylilöðurnar, pað eru pær, sem mörg- um bændum er ofvaxið að geta byggt. pað er auðvitað margir, sem geta pað efnanna vegna, en hinir eru fleiri; sem ekki geta pað fyrir fátækt; peir geta að sönnu komið upp tóftinni með pví, að sameina vinnukraptana hjá einum petta árið og öðrum hitt, og par við mættu peir láta sitja; pá væru engin ráð fyrir liendi önnur, en að flýja til lands- drottins og fá styrk hjá honum til framkvæmdanna upp á pað, að hey- hlaðan sé gjörð að leiguhúsi, sem leigu- liði viðhaldi, og gjaldi rentu af peninga uppliæð peirri, sem landsdrottinn leggur til. Að mínu áliti ættu hlöðurnar að vera fleiri og smærri, bæði væri hægara, að halda peiin við, og líka til pess, að sem mest væri hirt 1 hlöðuna í einu, svo ekki pyrfti að handfjatla fang ið

x

Suðri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Suðri
https://timarit.is/publication/118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.