Suðri - 06.08.1884, Blaðsíða 3

Suðri - 06.08.1884, Blaðsíða 3
81 nema sem sjaldnast; par sem hús eru nálægt livert öðru, ætti hlaða að vera par fyrir pað fé, sem í peim er ætlað að vera. |>ó hin nýja heyhirðingaraðferð heppnaðist nú ckki, eru heyhlöðurnar allt að einu nauðsynlegar fyrir pað; pað er ekki svolítilltími, sem fer til hey- torfskurðar, uppreiðslu á pví hlautu, umhirðingar og aðflutnings á pví purru víða langan veg, og sumstaðar keypt, fyrir utan jarðrask að pessum torfskurði á hverju vori; heyin skemmast opt á surnrin í görðunum í óperritíð, og eins 1 miklum úrkomum á haustinu til stórskemda, margt stráið fer í vindinn og snjóinn á veturna, auk pess sem heyin rjúfa stundum á haustin, og stuttir heystahhar falla um koll á vet- urna í stórveðrum, og á vorin út- heimtast nokkur handarvik, áður en hey verður látið í garðinn á ný, og ýmislegt fleira. J. B. Lærum ao synda! Óneitanlega er nú á pessum síðari tímum framfarahugur vor Islendinga, bæði í pví hóklega og verklega farinn mjög að glæðast. Bæði landsstjórnin og einstakir menn hafa stutt og styðja að pví enn, að skólum í landinu fjölgi, svo alpýðan geti í peirn lært ýmsar parflegar fræðigreinir, pó pær séu vit- anlega helzt til fáar og ófullkomnar, sérstaklega hvað snertir verklega kunn- áttu. Yér íslendingar erum pó dá- lítið farnir að sjá, hvað húfræðin hef- ur að pýða, og má í mörgum héruð- um landsins sjá par af gleðilegan vísi. Yfir höfuð að tala færist flest að pví takmarki, að vér íslendingar förum nú að skilja, hversu náttúran umhverfis oss er auðug af allskonnr meðölum, sem bæði péna til að viðlialda okkar andlega og líkamlega lííi. Já, en pví er miður, að mörg eru enn pá ónot- uð; og er það tilgangur minn með pessum fáu línum, að benda yður, kæru landar, á eitt, sem um fleiri aldir hefur hér á landi að mestu verið látið ónotað, en reynslan hefur pó sýnt, og sýnir næstum hversdagslega, að pað er opt og tíðum lífsspursmál að nota pað, meðal petta heitir: að læra að synda. |>egar verið er að prédika fyrir alpýð- unni einhverja n^'ja kenningu, pá er, eins og líka er rétt, gripið til pess, að petta eða hitt sem um er ritað eða rætt, sé brúkað eða kennt hjá öllum hinum menntaðri pjóðum; en pegarumsund- kennslu er að ræða, pá eru pað fleiri en menntuðu pjóðirnar sem tíðka sund, pað eru líka villipjóðirnar, sem sumar- hverjar kunna pá list mæta vel, og virðist pví hart fyrir oss Islendinga, að vera langt fyrir neðan sumar villi- pjóðir 1 þeirri grein, og pað pví held- ur, sem forfeður vorir stóðu alls ekki á baki annara pjóða í þeirrri list. |>egar vér lítum á skýrslur yfir manndauða á Islandi, pá sjáum vér, að pað eru ekki allfáir, sem beðið hafa hana pannig: að drukkna. Yið pessu er sundið hin vissasta vörn; pví hversu margur hraustur drengur hefur ekki orðið að gista hel á mararbotni, rétt í lendingunni, eða pá í örmjórri áar- sprænu, ef að eins hún hefur verið svo djúp, að hann ekki liefur náð niðri, einungis — að mönnum sýnist — fyrir pá skuld, að hann ekki kunni að synda. Yér höfum lengi viljað fjölga læknum hér á landi, enda hefur pað nú tekizt svo, að pað er komið í við- unanlcgt horf. Hér er pó enn pá einn læknir, sem pjóðin lætur að mestu ónotaðan, og er hann pó ekki hátt launaður; og mun pó óhætt að full- yrða, að liann mundi mörgum að liði verða, ef hann væri brúkaður, og pað að pví liði, að hann mundi inargra dauðamein bæta; læknir pessi er sund- ið. Fyrir utan pá fyrstu einkunn, er sundið hefur í för með sér, nfl. að pað bjargar lífi manna, pá er pess konar einnig meðal til að gera mann bæði harðfengan og fjörugan; og væri alls ekki ómögulegt, að dálítið kynni að draga úr gikt þeirri, sem lcvelur unga sem gamla, nætur sem daga, ef menn brúkuðu petta einfalda og pokkalega meðal, að baða sig. Enn fremur mundu menn purfa minna af krótonolíu og spansfluguplástri til að brenna á sér húðina, og við pað sparaðist skilding- urinn. — Islands ungu synir! göng- um í félagsskap og endurnýjum pessa fögru og þarfiegu íprótt forfeðra vorra; stofnum sundsköla og lœrurn að synda. Eeykjavík, í júlí 1884. Björn L. Blöndal. Reykjavlk 6. ágúst 1884. Skagafjarðarsýsla er af konungi veitt yfirréttarmálaflutningsmanni J ó- hannesi Ólafssyni. Prestar eg prestaköll. Torfastað- ir í Árnessprófastsdæmi voru afLands- höfðingjanum 26. f. m. veittir séra Magnúsi Helgasyni á Breiðabólstað á Skógarströnd. Svensk-norskur konsúll. Lands- höfðinginn hefur sett verzlunarstjóra Guðbr. Einnbogasen konsúl Svía og Norðmanna hér á landi. Manntjón. Laugardagskvöldið 26. f- m. sigldu þeir Sigurður Sigurðsson að- junkt og Larsen verzlunarstjóri Thom- sens verzlunar, í góðu veðri að gamni sínu inn að Elliðaám við 3. mann á bát, ungling frá Sölvhól. J>að sást síðast til peirra, að peir voru komnir langt heim á leið, á að gizka miðja vegu milli Yiðeyjar og Beykjavíkur- |>ar sem seglin á bátnum voru fjarska- lega há, er pað ætlun manna að runnið hafi sjór á hann og hann sokkið. Af hátnum hefur rekið önnur árin, spritið og botnfjöl, en ekki báturinn sjálfur og ekkert af líkunum. Sigurður að- júnkt var fátækur bóndason frá Hjörts- ey á Mýrum, fæddur 11. nóv. 1849. Var pað mest og bezt séra Stefáni prófasti 1 Stafholti að þakka, að pessi bráðgáfaði piltur var settur til mennta. Lærði hann undir skóla hjá séra Sveini Níelssyni á Staðastað, kom í Beykja- víkurskóla 1866 og útskrifaðist paðan með bezta vitnishurði 1872. Svo var hann 2 ár barnakennari hjá Biis; verzlunarstjóra á ísafirði og sigldi svo til háskólans í Kaupmannahöfn og nam par málfræði, og tók í henni em- bættispróf 1879 um vorið með bezta vitnisburði, og var samsumars settur kennari við latínuskólann liér í Bvík og veitt embættið árið eptir, og pá fór hann um sumarið með styrk úr landssjóði til Parísborgar, til að verða fullnuma í frakkneskri tungu, sem var aðal-kennslugrein hans við skólann- Sigurður var prýðilega gáfaður, vin- sælasti kennari og vel metinn af öll- um, sem pelcktu hann, vinfastur og tryggur í lund. — Larsen verzlunar- stjóri var maður rúmlega prítugur, fæddur og upp alinn í Kaupmanna- liöfn, en tók við forstöðu Thomsens verzlunar hjer í bænum fyrir fáum árum, og pótti hinn nýtasti maður í stöðu sinni, reglusamur og samvizku- samur. Stramlferðaskipió „Thyra“ fór héðan að morgni 1. p. m. vestur og norður um land með fjölda ferðamanna, par á meðal Landshöfðingja Thorherg með frú sinni. Póstskipið Roinny kom hingað frá Kaupmannahöfn aðfaranótt 1. p. m. og skall liurð nærri hælum, að strand- ferðaskipið yrði að fara á undan pví. Hitt og petta. A: Hvað er pað, sem líkt er með smalafroðunni og gáfunum hans Jóns? B: Að háðar fljótaofan á og komast aldrei á botninn.

x

Suðri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Suðri
https://timarit.is/publication/118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.