Suðri - 25.10.1884, Blaðsíða 4

Suðri - 25.10.1884, Blaðsíða 4
104 arkalestur, tvíprentanir tvöfaldar í sama vísuorðinu hvað pá heldur annað t. d. á bls. 314: leizt ei ráð að ráð að bíða. En pað er alltof preytandi bæði fyrir mig og lesendur blaðsins að týna upp allar villurnar; pað verður að nægja, sem pegar er tekið fram, að pví við bættu, að af slíku úir og grúir 1 bókinni. |>að pykir lýti á hverri bók, að hroðalega sé gengið frá próf- arkalestri, en engar bækur lýtir slíkt svo mjög sem ljóðabækur. Yér skul- um ráða hinum háttvirta kostnaðar- manni til, að fá einhvern vandað- an prófarkalesanda, til pess að lesa vandlega ljóðmæli Matthíasar, og aug- lýsa svo í blöðunum leiðréttingar á sem flestum villunum. í'að er auðvitað, að slíkt yrði langt mál, en eg ímynda mér að vegna almennings mundu blöð- in taka slíka auglýsingu ókeypis. Eg skal geta pess, til pess að fyrir- byggja allan misskilning, að prófarka- lesanda kaus skáldið sér sjálft, en kostnaðarmaðurinn réð pví ekki, hver pað annaðist, eptir pví sem hann hefur sjálfur sagt mér. I. Matthías hefur alla æfi átt við bág- an fjárhag að búa; örlyndur höfðingi einn styrkti hann bláfátækan til skóla- náms og síðan hann fór að vinna fyrir sér sjálfur með prestsembætti, ritstjórn og svo prestsembætti aptur, hefur hann allt af átt nóg með að hugsa fyrir sér ■og sínum, og átt við daglegar áhyggjur að búa í peim efnum. Hann hefur pví aldrei átt færi á, að afla sér peirr- ar menntunar, sem hverju skáldi er nauðsynleg, aldrei efni á að dvelja er- lendis til pess að læra af margbreytni lífsins og auðga anda sinn á pví að kynna sér list heimsmenntunarinnar. |>ví pegar ails er gætt, pá er líklega skáldinenntun sú grein, er sízt verður af bókum lærð. Orð gamla Goethe standa enn að mörgu leyti í góðu gildi, að skáld purfi prennt að gera á degi hverjum: tala við fallega stúlku, skoða fagurt listaverk og hlýða fögrum söng. Matthías hefur að mig minnir verið tvisvar eða prisvar erlendis, en svo stutta stund í hvert skipti, að pær ferðir hafa miklu fremur verið honum skammvinn hressing, en getað orðið til pess, að hafa veruleg áhrif á sjálfan hann og skáldskap hans. Og í öðru lagi hafa hagir hans, lífsstaða og ýms- ar ástæður gert pað að verkum, að hann hefur orðið að gefa sig við skáld- skapnum eins og á hlaupum. Ljóðmæli hans bera vott um hvort- tveggja petta. Leiðir hans og heims- menntunarinnar hafa ekki legið saman, og pess vegna hefur Matthías engar nýjar brautir rutt í íslenzkum skáld- skap. Og hinn sorglegi skortur á allri vandvirkni og réttri hugsun, sem sum kvæðin bera vott um, á rót sín að rekja bæði til pess, að hann hefur ekki hlotið nægilega menntun og eins til hins, að hann hefur orðið að hafa kveðskap sinn einungis í hjáverkum og par af leiðandi opt og tíðum ekki notið sín. J>að er ekki tími til pess hér að fara út í pá sálma, hvort eitt af skiiyrðunuin fyrir andlegri menn- ingu og heill pjóðanna sé ekki pað, að skáldin fái að njóta sín, og hvort pað í raun og veru ekki borgi sig að hlynna ofarlitla ögn að peim. Hitt er víst, að aldrei hefur nokkurt íslenzkt skáld fengið að njóta sín. Og ljóð- mæli Matthíasar bera meiri vott slíks, en nokkur önnur ljóðmæli, sem út hafa komið á íslenzku, prátt fyrir pað pó pau beri af flestum. |>að er sagt, að Michel Angelo hafi einu sinni, pegar hann var að höggva eitt af hinum eilífu meistaraverkum sínum í marmara, orðið að hætta við, af pví hann fann lýti á steininnm, og fleygt honum svo burtu. Steinninn bar handaverk Miehel Angelos, goða- mark snilldarinnar, en — ekki nema markið tómt. Ytri ástæður ollu pví, Nauðsynlegt er fyrir alla pá, er ensku vilja nema, að kaupa: Lestrar- bók í ensku mcð málfræði og ensk- íslenzku orðasafni á 3,50; og oröasafn íslenzkt-enskt á 1,50, eptir J. A. H/alta- lín. Bækurnar fást í Reykjavík hjá Sigurði prentara Kristjánssyni. Hjá undirskrifuðum fást pessar bækur nýprentaðar: Sálmabókin nýja. Kostar í bandi 3 krónur. Göngu-Hrólfs saga (2. útg.), sam- antekin af Halldóri Jacobssyni sýslu- manni. Kostar í kápu. 35 a. Skemmtilega og vel samdar Siigur og æfintýri (83/4 arkar að stærð) eptir Torfhildi J>orsteinsdóttur Holm. Kosta í kápu 1 kr. 15 a. Reykjavík 24. október 1884. Einar pórðarson. Tapazt hefur úr vöktun hér í Reykjavík pann 10. okt. jarpur hestur, að fegurðin í allri fyllingu sinni gat aldrei opinberast á peim steini. Mér dettur alltaf pessi steinn í hug, pegar eg lít á ljóðmæli Matthíasar. Skáldgáfa Matthíasar er ljómandi gimsteinn frá náttúrunnar örlátu móð- urhönd; en fátæktin og smápjóðar- skapurinn hafa brotið í hann skarð við skarð, reynt að draga náttdimman skugga yfir birtu hans og láta íslenzka vetrarskúr dynja yfir alla fegurð hans og litbreytingu. |>ess vegna eru pessi ljóðmæli ekki nema brot af skáldskap Matthíasar, eins og hann hefði getað orðið, ef skáldið hefði ekki, eins og rós, sem náttúran af einhverjum galsalæt- ur spretta í eyðimörk, alltaf práð og aldrei fengið neina frjófgandi dögg. Ekki nema brot! En petta brot er nóg til pess, að skipa lionum á bekk með beztu pjóð- skáldum landsins. (Eramhald síðar). 14-15 vetra, með síðu tagli, veturaffext- ur, skaflajárnaður, að aptan með hálfum skeifum innan-fótar, stiggur, klárgeng- ur. Finnandi er beðinn að skila licst- inum að Skaptabæ í Reykjavík gegn sanngjörnum greiða. Nýr bókasölumaður í Borgarnesi. Hr. kaupmaður Finnur I’innsson hefur tekið að sér að hafa á hendi útsölu á ílestum forlagsbókum mínum, og geta peir, sem eru í grennd, haldið sér til hans. Reykjavík 24. október 1884. Einar pórðarson. (iNærsveitamenn eru beðnir að vitja „Suðra“ til útgefandans Einars pórðarsonar. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Gestur Pálsson. Útgefandi og prentari: E i n a r pórðarson. KL g 1 ý s i ii g a r. THE „OITY OF LONDON11, brunabótafélag í Lundúnum. Höfuðstóll: i' 2,000,000 = 86,000,000 kr. Tekur í ábyrgð fyrir eldsvoða bæði húsgögn, vörubyrgðir, hús, skip á höfn o. s. frv., o. s. frv. eins iðnaðarstofur og verksmiðjur, gegn föstu, lágu brunabótagjaldi fyrir milligöngu félagsins aðálumboðsmanns fyrir Danmörku Joh. L. Madsen. Skrifstofa: Veð Stranden 2, St., andspænis Hólmsins brú. Umboðsmaður í Reykjavík: F. A. Löve. Atlis. Brunabætur greiðast örlátlega og jijótt. Eélagið er háðdönskumlögum og dómstólum, ef til lögsóknar kemur, með varnarpingi í Kaupmannahöfn.

x

Suðri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Suðri
https://timarit.is/publication/118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.