Suðri - 19.08.1885, Side 2

Suðri - 19.08.1885, Side 2
102 ingin, sú til jarðfræðislýsingar, ópörf eins og nú stendur. Ef hr. J>orvaldur ritar slíka bók, pá er víst enginn efi á, að hann gæti fengið forleggjara að hókinni og góð ritlaun, svo kunnur sem hann er orðinn hér á landi og erlendis fyrir rit sín. Yér höfum áður talað um 300 kr. styrkinn til Sigfúsar Eymundssonar; vér skulum að eins bæta pví við, að sú fjárveiting væri hlægileg, ef ástandið hér á landi væri ekki eins og pað er. En fjárveiting af opinberu fé í sárfá- tæku landi getur aldrei verið hláturs- efni. Styrk til landlæknis Scliierhecks «til að rannsáka bráðapestina» 400 kr. og styrk til læknis J. Jónassens 500 kr. til að kynna sér í Englandi aðferð til að lœkna sullaveiki» mætti að líkindum sleppa á pessu fjárhags- tímabili. Ef nóg fé væri fyrir höndum, væri sjálfsagt að veita fé til slíkra fyrirtækja, en pegar spara skal, verður að slá stryki yfir allt pess konar. Guðrúnu Waage eru ætlaðar 600 kr. «til að lcera sönglist». J>ví er nú ver, að allt útlit er fyrir, að pess verði langt að bíða, að vér höfum efni á að veita styrk til að læra söng erlendis. J>egar pingið neitaði svo efnilegum manni sem Birni Kristjánssyni urn 500 kr. styrk til að kenna söng, pá er lítil samkvæmni 1 pví að veita einni mey 600 kr. til að lœra söng. Páli Briem cand. juris er ætlaður 2000 kr. styrkur og auk pess 2000 kr. lán eða í allt 4000 kr. um fjárhags- tímabilið «til að stunda islenzk lög að fornu og nýju». jpessi fjárveiting er einkennileg að pví leyti, að hún er helmingi meiri en um var beðið. Páll Breim sótti um 2000 kr. styrk eða lán en fékk 4000 kr. Samkvæmt pví virðist mega nægja að veita honum 2000 kr. lán með vægum kjörum gegn vægilegri tryggingu t. d. lífs- ábyrgðarskýrteini. Með pví að sleppa fjárveitingum peim, sem bent er á hér að framan, mætti spara landssjóðnum uin 13,000 kr. um fjárhagstímabilið. Og pingið gæti með góðri samvizku sleppt peim; með pví væri engum manni gert rangt til, engar sýnilegar framfarir heptar og engu tapað, nema pingið sýndi ekki rausn sína og höfðingsskap við einstaka menn, langt fram yfir efni landsins. Saga hinnar 16 gr. í fjár- lögum vorum (til visindalegra og verklegra fyrirtækja) er annars ein- kennileg. Eyrst framan af voru stjórn- inni veittar 12000 kr. til að útbýta eptir pví sem henni pætti bezt. J>ing- inu pótti stjórnin hvorki fara ráðlega né réttlátlega með féð og tók svo sjálft að útbýta pví nema 6000 kr. Með pví ætlaði pingið bæði að spara og láta styrkveitingarnar koma betur niður. Hvorugt hefur tekizt. Gjalda- dálkur pessi er orðinn nærri piví þrefaldur við gömlu 12000 kr. stjórn- arinnar. Og reglurnar eða «principin» í pessum styrkveitingum pingsins eru svo, að minnsta kosti í pessu fjárlaga- frumvarpi neðri deildar, að engri stjórn væri ráðandi til að hafa pær sem fyrirmynd við sínar fjárveitingar. Á hinn bóginn hefur hin háa pingdeild sýnt mikinn fjársparnað og svo að segja horft' í hvern eyri. J>að kemur t. d. fram í fjárframlögum til eflingar sjávarútvegi og atvinnuvegum yfir höfuð. Féð til sjómannakennslu hér, 2200 kr. um fjávhagstímabilið, er svo af skornum skammti sem framast má verða. Og svo var pingdeildin skammsýn eða ónærgætin, að fella til- lögu um að veita ungum og efnileg- um sjómönnum dálítinn styrk til að taka sjómannapróf erlendis. Ekki var komandi nærri pví, að landssjóður hlypi undir bagga með piiskipaútvegn- um með fjárstyrk til að stofua ábyrgð- arsjóð. Og ekki var takandi í mál, að styrkja eitthvert hið bágstaddasta hér- að landsins með 1000 kr. til að koma upp pilskipakví í Hvaleyrartjörn. Með pví hefði pó bæði verið styrkt hið parflegasta fyrirtæki og atvinna veitt héraði, sem er svo statt vegna afla- og atvinnuleysis, að pað parf að taka hallærislán svo tugum púsunda skiptir. Svo vér einnig nefnum eitt dæmi frá sveitaratvinnuvegum, pá má geta styrksins til Magnúsar jjórarinssonar. Honum var veittur 500 kr. styrkur en neitað um 2500 kr. lán. Styrk- veitingin til hans var svo dásamlega hnitmiðuð niður, að töluverður gjald- auki var fyrir landssjóðinn en ekkert gagn fyrir almenning. J>ví af orðum flutningsmanns pessa máls, Jóns Sig- urðssonar frá Gautlöndum, var pað auðráðið, að fyrir svo lítið fé gæti hann ekkert bætt tóvinnuvélar sínar; en pað hefði hann getað með 2500 kr. láninu. Nei, hinni háu pingdeild fannst landið ekki hafa fé til þessa. En efn- in voru nóg til pess að útbýta heið- urslaunum og heiðursstyrkum á báðar hendur til einstakra manna. Vér skyldum alls eigi hafa láð pingeildinni, pó hún færi sparlega í að veita fé til atvinnufyrirtækja, ef hún hefði sýnt sparnaðinn í öllu. En pegar sparnaðarleysið skín svo augljós- lega út úr flestum styrkveitingum til einslakra manna, pá er ástæða til að spyrja, hvers vegna á sparnaðurinn einungis að koma niður á peim grein- um, sem sýnilega geta komið allri pjóðinni eða miklum hluta pjóðarinn- ar að gagni? Ef einhver útlendingur, sem skildi mál vort, hefði verið viðstaddur um- ræðurnar og atkvæðagreiðslurnar um fjárlögin i neðri deild, pá mundi hon- um hafa farizt orð á pessa leið: «Er petta fjársparnaður pjóðar, sem neyðst hefur til að taka við hallærisgjöfum svo hundruðum púsunda skiptir frá út- löndum? Er þetta ráðið til pess að bjarga atvinnuvegum landsins og kippa pjóðinni á verulegan framfararekspöl? Hér er eitthvað ekki með felldu. Hvergi í víðri veröld mun eins hægt að fá sér dálítinn styrk eins og hérna. Eg held annars að eg setjist hér að. Eg segist vera fótograf og söngmaður, náttúrufræðingur í viðlögum og júr- isti ef á parf að halda. Og í tómstund- um mínuifi bý eg til sýsluinannaæfir með ættartöluregistri frá Nóa dögum. Og pegar eg svo fer að preytast á pessum smástyrkum, pá fæ eg mér heiðurslaun og sezt svo að um aldur og æfi í pessu blessaða styrkveiting- anna landi*. Og pessi orð hans væru á rökum byggð. |>essar reglur hinnar háu ping- deildar í styrkveitingum eru orðnar svo margar og flóknar, að næst liggur að kalla pær verulegan og sýnilegan skort á fjárveitingareglu eða fjárveit- inga «princípi». Og ef nokkurntíma parf í nokkru landi að halda á föst- urn reglum í fjárveitingum, pá er pað hér á landi eins og nú stendur á. Ef nokkurri pjóð hefur nokkurntíma riðið lífið á að verja vel fé sínu, pá erum pað vér nú. J>essi fjárlög neðri deildar bera sáralítinn vott pess. Nú fara pau svona úr garði gerð til efri deildar. Á peirri pingdeild hefur stundum pótt bera lítið og sumir hafa jafnvel látið á sér skilja, að engu mundi liætt, pó hún væri með öllu af numin. Nú er tími til og færi á fyrir hana að sýna, að hún bæði vill og getur kippt pví í lag, sem aflaga fer í neðri deildinni. Ritstj. Alpingi 1885. Nefndastörf o. fl. Stjórnarskráin. Nefnd sú, er vér gátum um í seinasta blaði, að efri deild hefði sett í málið, hefur nú lokið störfum sínum. Meiri hluti nefndarinnar (Sighvatur Árnason, for- maður, Einar Ásmundsson, skrifari, Benedikt Kristjánsson, framsögum. og Skúli |>orvarðarson) er «fyllilega sannfærður um, að petta lagafrum- varp mætti eigi seinna upp bera, og að pað geri pær einar breytingar á stjórnarskrá vorri, sem brýn nauðsyn er á, til pess að stjórn landsins og

x

Suðri

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Suðri
https://timarit.is/publication/118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.