Suðri - 20.06.1886, Síða 3
67
ar þó að öllum jafnaði ekki nema
helming virðingarverðs, og engu sinni
meir en '*'b pess.
19. gr.
J>eir, sem vilja fá lán úr bankan-
um, skulu beiðast pess bréflega, og
geta peir fengið prentuð eyðublöð
undir slík bréf ókeypis í bankanum.
20. gr.
Svar bankastjórnarinnar upp á slíka
beiðni verður að eins gefið munnlega,
og getur enginn, sem synjað er um
lán, heimtað, að honum sé gjörð grein
fyrir, hverjar ástæður séu til synjun-
arinnar.
21. gr.
Ekki eiga menn heimtingu á, að
fé pað, sem bankastjórnin hefur á-
kveðið að veita einhverjum að láni,
sé greitt fyr en næsta virka dag bank-
ans eptir að láninu var heitið.
22. gr.
Sérhver skuldunautur bankans má
greiða lán pað, er hann hefur fengið,
allt eða nokkurn hluta pess, áður
gjalddagi sá, sem ákveðinn er í skulda-
hréfinu, er kominn; en ekki getur
hann heimtað neitt endurgoldið af
peim vöxtum, er hann kann að hafa
greitt fyrirfram.
23. gr.
Engurn veitist lán úr bankanum
um lengri tíma en 10 ár; sérhvert
lán veitist mót afborgun og vöxtum,
eptir pví sem nánara um semst við
bankastjórnina.
24. gr.
|>að er á valdi bankastjórnarinnar,
hvernig liún hagar bókum sínum og
reikningsfærslu; en kosta skal hún
kapps um, að haga pví pannig, að
auðvelt sé og greitt að kynna sér
fjárhag bankans.
25. gr.
Varasjóð má ekki lána út, heldur
skal kaupa fyrir hann konungleg skulda-
bréf, er á skömmum tíma má koma
í peninga.
í bankastjórninm, Keykjank ‘29. inaí 1880
L. E. Sveinbjörnsson, Jón Pétursson,
Eirikur Briem.
* * *
Reglugjörð pessi sampykkist hér með.
Landshöfðinginn ylir íslandi.
Reykjavík, 5. júní 1886.
Magiiús Stephensen.
ETag’vekja
eptir
T. J. Th.
Maður! því horfirðu fram? — Eg
lít eptir veginum fremri. — Maður,
borfðu pér nær! liggur i götunni
steinn.
B. Thorarensen
(Niðurlagj.
Eða er ekki enn kominn tími
til með einhverju móti, að bæta bú-
skaparaðferð bænda, pó ekki væri
nema í pví, að reisa óbilandi skorður
við, að bændur með óskynsamlegri
heyásetningu árlega dræpu úr hor eða
gjörðu sér pær arðlausar? Er ekki
enn kominn tími til pess, með öflug-
um hvötum og nokkrum verulegum
styrk, að koma mönnum til að standa
pilskipaútveginn, til pess peir geti sótt
fiskinn spottakorn út fyrir landstein-
ana, par sem nóg er af honum? Jú
sannarlega, pað hefur dregist um of!
Reyndar hefur alping pótzt gjöra af-
sökun sína, með pví að veita árlega
styrk til eflingar búnaði og nokkurt
ián nú á síðasta pingi til pilskipa-
kaupa, en allt petta er svo óverulegt,
að pað kemur að litlu sem engu liði
Nú síðustu árin hafa menn notið
styrks af gjöfum útlendinga og er sú
hjálp neyðarkostur, sem bezt lýsir, hve
atvinnuvegir landsins eru óbjargvæn-
legir. Auk pess álít jeg alla aðra
hjálp, en pá, sem gefur mönnurn færi
á að bjarga sér sjálfum með atvinnu
sinni, mjög skaðvæna, nerna ef til vill
í óvæntri neyð. Hún meiðir sóma-
tilfinningu pess, sem með atorku sinni
er vanur að geta fullnægt eigin pörf-
um, en letingjann örfar hún aptur á
móti til enn meiri ómennsku og dáð-
leysis, en hann annars mundi sýna.
Hin einasta hjálp, sem mér virðist
eiga við í pessum bágindum, er að
hvetja menn með einhverjum vilkjör-
um til að sýna ábúðarjörðum sínum
meiri sóma en nú gjörist;. að stunda
kvikfjárræktina eptii betri reglum, svo
henni væri ekki hætta búin, og byggja
hlöður, par sem fóðrinu væri borgið
fýrir skemmdum af rigningum og ó-
veðrum. Sjávarútveginn ætti að efla
með meiri styrk en orðum einum.
Til pess ætti að minni meiningu að
verja nokkrum af peim púsundum,
sem viðlagasjóðurinn á, eða sem spara
mætti með pví, að auka eigi nýjum
hálaunuðum, en ónauðsynlegum em-
bættum, pví ekki sýnist ofætlun, pó
landsins eiginn sjóður leggði nokkuð
fiam á sama liátt og hin margálasaða
danska stjórn áður gjörði, til að örf'a
menn til íiskiveiða á pilskipum hér
við land. Hún borgaði pannig um
langan tíma uokkrum skipuin verð-
laun árlega í ákveðinn tíma fyrir að
stunda íiskiveiðar. Setjum nú svo, að
10,000 kr. væri varið til pessa á ári
í 5 ár, pannig að hverjum sem keypti
skip á pessu tímabili og léti pað 20
vikur ársins stunda fiskiveiðar hér við
land, veittist 500 kr. verðlaun á ári,
ef skipin á pví tímabili (5 árum) ekki
fjölguðu yfir 20, en væri svo, skyldu
pau skip, sem keypt hefðu verið fyrsta
árið missa verðlaunin eptir 2 ár, sem
pau skip pá fengju aptur er bætzt
hefðu við fram yfir áðurgreinda tölu.
Eengist pessi trygging fyrir pví, að
tapa síður eða alls ekki á útreiðsl-
unni fyrstu 2 árin, er jeg sannfærður
um, að margur, sem annars ekki dytti
pað í hug, mundi leggja allt sitt i
sölurnar til pess að kaupa pilskip.
Heppnaðist með pessu 10,000 kr. til-
lagi úr landssjóði í 5 ár að vinna á-
huga almennings til eflingar á pil-
skipaútveginum. væri peim í sannleika
vel varið, og peim væri ekki kastað í
sjóinn. Margir fleiri en peir, sem gætu
notið verðlaunanna, mundu fylgja 1
fótspor hinna og kaupa skip og tala
peirra óðum vaxa. Útflutningsgjald
af afla peirra yrði óbeinlínis endur-
gjald á hinum útlögðu peningum
landssjóðs, eins og allskonar gjöld til
hans hlytu að fara vaxandi með vaxandi
velmegun. Ótal menn sem nú liggja
við sjó allt vorið og sumarið yfir við
reitingsafla, er varla nægir til matar
pann og pann daginn og liggja sveit
sinni til pyngsla meira og minna allt
árið, mundu verða sjálfbjarga og bætti
pað eigi alllítið kjör bóndans, sem nú
getur ekki risið undir sveitarpynjsl-
unum. Eg ætla mér ekki að sinni
að fara fleirum orðum um petta inál,
pví pó eg með sjálfum mér sé sann-
færður um, að aðferð sú sem eg hef
bent á, eða eitthvað líkast henni, sé
hinn einasti vegur til pess, að afstýra
yfirvofandi hallæri, sem nú bráðum
er komið að dyruin, — pá er pað
ekki nóg; og vildi eg pessvegna, herra
ritstjóri, óska pess að pér hið fyrsta
— ef yður pykja línur pessar pess
verðar, vilduð taka pær í blað yðar, ef
ske mætti pær vektu athygli annara
á pessu nauðsynjamáli.
* * *
Ofanprentaða grein höfum vér tek-
ið einkum af peirri ástæðu, að hugs-
unarháttur sá, sem kemur fram í
greininni, er ekki óalgengur hjá sum-
um mönnum hér á landi, pótt vér
fyrir yort leyti engan veginn getum
aðhyllst hann athugasemdalaust.
J>að er hverju orði sannara, að
eymdin og neyðin í sumum héruðum
iandsins, er framúrskarandi, sérstak-
lega í pví héraði á Yesturlandi, sem
greinarhöfundurinn á heima í. En
pað er misskilningur, að alpingi geti
á einu augabragði bætt úr öllum sulti,
öllu harðæri og öllum sveitarpyjigsl-
um. Til pess að bæta úr pessu og
kippa pessu í lag, parf mörg ár og
mikla fyrirhöfn, og pó alpingi geti
nokkuð bætt smátt og smátt bæði með
fjárframlögum og með viturlegum lög-
um til eflingar atvinnuvegunum, pá
er pó aðalatriðið pað, að hugsunar-
hátturinn í mörgum héruðum lands-
ins parf algerlega að breytast. Og
pað er barnaskapur að heimta ný lög
tilað breyta hugsunarhættinum. Lögin
búa ekki til nýjan hugsunarhátt, en
nýr hugsunarháttur býr aptur á móti
til ný lög.
J>að er gripið alveg úr lausu lopti,
að landið kunni að eyðast vegna vest-