Suðri - 23.12.1886, Blaðsíða 2

Suðri - 23.12.1886, Blaðsíða 2
134 sundnámsins vegna; menn eiga nefni- lega að verabúnirað lærasundið áður en peir eru orðnir vinnufærir; byrja t. d. 12—13 ára gamlir eða um pað bil; pví yngri sem menn læra að synda, pess bægra verður mönnum námið, og pví betri sundmenn verða peir. J>að yrði of langt mál að fara hér að telja upp pau tilfelli, par sem sund getur komið að notum ; menn hafa svo sorglega reynslu fyrir pví, hve tíðum pað heíir að borið, að úsyndir menn hafa drukknað rétt upp í land- steinum, máske fyrir augum manna, ef til vill að eins fyrir pá skuld, að peir hafa hvorki sjálfir getað synt til lands né heldur getað haldið sér uppi nokkrar minútur, pangað til hjálp kæmi úr landi. Svo práfaldlega kem- ur pað fyrir hjá sjómönnum, að pað er að eins um pað að gera að geta haldið sér ofansjávar ofurlitla stund; eg skal til dæmis taka, að pegar mörg skip eru að sigla að landi eða »hleypa» sakir veðurs, er vanalega skammt eitt á milli skipa; nú getur pað komið fyrir, að einhverju skipinu hvolfi, eða pað fylli hjá pví og mönnunum skoli útbyrðis. Næsta skip sér slysið, ílýtir sér 1 dauðans ofboði að koma hinum til hjálpar, er áður en nokkuð verður að gjört, eru peir af skipi pví, sem barst á, er ekki hefir tekizt að komast á kjöl, og halda sér par, sem mjög er örðugt pegar slæmt er i sjóinn — búnir ad drekka heilmikið af sjó, hafa misst ráð og rænu og eru sokknir; hefðu peir par á móti kunnað að synda eða getað fleytt sér svo, að peir næðu í skipið, árar eða hlunna frá pví eða eitthvað pess háttar, og haldið sér ofansjávar á pví, meðan hitt skip- ið var að taka saman og róa til peirra, mundi án efa hafa farið svo, að fleir- um eða færri, máske öllum, hefði orðið bjargað. J>að parf eigi að fara langt aptur í tímann til að finna slíkt dæmi og pað, er eg hér hefi framsett; pað er nóg að vitna í mannskaðann, er hér varð 30. f. m. Einmitt peim 1 manni af peim 14, er barst á pann dag, er kunni sund — að pví sem segir í blaðinu Suðra — varð bjargað, hinirl3 drukknuðu. J>etta er sláandi sönnun fyrir nytsemi sundsins, pví pó eigi verði ábyrgxt að öðruvísi hefði farið, hefðu peir’sem drukknuðu, verið syndir, eru allar líkur til að einhverj- um peirra að minnsta kosti hefði auðnast að halda lífi, hefðu peir kunn- að sund, og getað haldið sér á floti, pangað til hjálp bæri að, er petta enn líklegra, pegar pess er gætt, að nokkrir náðust pó áður en peir sukku mcð ofurlitlu lífsmarki, en dóu jafnharðan úr kulda, og sakir pess hve mikinn sjó peir höfðu drukkið. Menn munu, ef til vill, berja pví við, að ekki sé pað hugsandi, að sjó- menn vorir geti synt neitt í skinn- klæðum, ef peim skyldi berast á í ill- viðrum; peir hljóti eðlilega að verða svo stirðir og pungir, pegar brók og skinnstakkur fyllist af sjó og vindur standi í skinnklæðin, pað komi svodd- an fát á menn, er peim að óvörum skoli út í sjó, að peir sleppi öllum tökum. En hér er ekki verið að tala um að synda langan veg til lands, til slíks er ekki að hugsa, pegar skip far- ast máske mílu undan landi eða lengra. Nei, hér er að eins verið að sýna fram á, að hverju liði pað megi koma að geta neytt sundsins til að halda sjer ofansjávar á sömu stöðvum skemmri eða lengri tíma, og hins vegar vita allir, að pað er hverjum sundmanni eiginlegt, að grípa ósjálfrátt sundtökin strax og hann kemur í sjó eða vatn, öldungis eins og manni sem dettur, að reisa sig á íætur aptur. Nokkrir eru peir, sem hafa pað á móti sundinu, að pað geti ollað mönn- um kvala; pað sé ekki til annars en auka kvalir og sálarstríð manna, er komist í sjávarháska, að vera að hugsa um að bjarga sér á sundi, peir geti hvort eð er ekki synt til lands, og engin mannleg hjálp sé nálæg, ef til dæmis fáir eru á sjó. |>eim sé betra að fá að deyja drottni sínum ómæddir og umsvifalaust, án nokkrar táldrægnis- vonar um hjálp. J>essi ályktun er að mínu áliti jafn heimskuleg sem hún er skökk. Að vísu vantar mig alla sál- arfræðislega pekkingu til að geta dæmt um, hverjar hugsanir grípa pá menn, sem snögglega komast í sjávarháska; en mér finnst pað liggja opið fyrir hverri heilbrigðri skynsemi, að pað ekki geti verið hughægra fyrir mann, sem kemst í slíka lífshættu eða til að gera honum umhugsunina ýum dauðann sælli og blíðari, ef liann finnur pað, að honum er fyrirmunuð öll von um frelsi, ef til vill að eins fyrir pá skuld að hann hafi vanrækt að læra sund, hann sér máske skip sitt á hvolfi svo sem hálfum faðmi frá sér, en er með öllu ómögulegt að ná í pað, skolar burtu frá pví og sekkur. Yið skulum hugsa okkur 2 menn, sem komast á kjöl, annar er syndur, en hinnósynd- ur, peir finna báðir, að peim muni ómögulegt að halda sér á kjölnum sakir ósjóar eða af pví, hve skipið er ókyrt, peir eygja annað skip í fjarska; hinn ósyndi finnur með sér, að ekki sé til pess að hugsa fyrir sig að geta flotið, pangað til skip petta komi að peim, hann hugsar í örvænt- ingu til konu sinnar og barna í landi, hver ofboðshugsunin rekur aðra —pað mun eigi mannlegum krapti meir en svo vaxið að hugsa rólega um dauða sinn í slíkum tilfellum — pangað til einhver bylgjan sogar hann í sig. Hinum synda manni eykst nýr prótt- ur og dugur við pað, að hann veit að sér eru ekki allar bjargir bannað- ar, pó honum ekki takist að haldasér á kjölnum, pangað til hjálpin kemur; hann neytir öruggur sundsins — eg hef áður drepið á, hve ósjálfrátt mönn- um er að grípa sundtökin — pangað til hjálpin kemur, og pó honum ekki auðnist að bjarga sér á sundiuu t. d. af því að ekkert skip er neinstaðar í nánd eða hann er svo langt undan landi, pá hlýtur pað pó að vera hug- hægra fyrir hann að deyja með peirri meðvitund, að hann hafi ekkert for- sómað og neytt allra bragða sem hon- um eru sjálfráð til að halda lífi. Aðalorsökin til pess að svo fáir kunna sund hjer á landi, mun pó eigi vera fordómar á móti sundinu sjálfu eða óbeit á pví, menn geta naumast almennt verið svo blindir, að sjá ekki hina miklu gagnsemi pess. Nei, að- alástæðan er mestinegnis skeytingar- leysi og leti, menn hirða eigi um að kenna börnunum sund á unga aldri, og drengir fyrir innan fermingu hafa eins og eðlilegt er ekki svo ljósa hug- mynd um nytsemi sundsins, að peir af sjálfsdáðuin taki sér fram um að læra pað, og pegar menn fara að eld- ast, er viljinn ekki svo sterkur, að menn nenni að verja frítímum sínum til sundnáms. J>etta skeytingarleysi og viljaleysi ættu menn nú sem fyrst að yfirbuga, er sannarlega tími til pess kominn að menn ljúki upp aug- unum og sjái skaðsemi pessa hirðu- leysis. Hugvekjur pær, sefn hinir tíðu mannskaðar og slys á sjó gefa oss, eru svo alvarlegar, að vjer ættum ekki að láta pær eins og vind um eyrun pjóta. (Niðurl. í næsta blaði). Hr. Artliur Fedderseu og „Fj.-konan“. Eins og kunnugt er hefur danski fiskifræðingurinn, hr. Artliur Eedder- sen. eptir ráði alpingis, ferðast hér um land tvö sumur til pess að kynna sér fiskirækt hér á landi í ám og vötnum og segja fyrir um allt pað, er að pví lýtur, að auka hana og bæta. Um árangurinn af ferð sinni hið fyrra sumar hefur hann ritað langa og fróð- lega ritgjörð, sem pýdd er í «Andvara» og vitanlega hefur haft hin mestu á- hrif á skoðanir manna á íiskirækt í ám og vötnum hér á landi. Herra

x

Suðri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Suðri
https://timarit.is/publication/118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.