Suðri - 23.12.1886, Blaðsíða 3

Suðri - 23.12.1886, Blaðsíða 3
135 Feddersen er einhver fróðastur maður á Norðurlöndum um fiskimál, enda her pessi ritgjörð hans í «Andvara» ljósau vott um pekkingu hans í peim sökum, og pá eigi síður um hitt, að hann hefur lagt hina mestu alúð á, að kynna sér málefni pað, sem hon- um var á hendur falið hér á landi, svo vel sem framast var unnt og kost- að alls kapps um, að ferð sín gæti orðið peim að sem mestum notum, sem áttu að njóta árangursins af henni. Nær prí enginn útlendingur, sem farið hefur hér um land, hefur unnið sér jafnmikla hylli almennings sem hr. Feddersen; hann pótti hvervetna koma vel fram og sýndi pað í öllu, að hann hafði bæði vilja og lag á, að kynnast landsháttum vorum og skilja sérstak- legt einkenni pjóðar vorrar. Meðan hann dvaldi hér á landi, ritaði hann ferðabréf um land og pjóð til Morg- unblaðsins danska og voru pau síðan gefin út í sérstakri bók, sem heitir «Á íslandi« (Paa islandsk Grund) og Pykja bera mjög af öllum öðrum ferða- bókum útlendinga um ísland að pví er snertir pekkingu á landi og pjóð, enda lýsa pau svo hlýjum hug til vor og svo heitri ósk um framfarir hér á landi í öllum greinum, að vér ætíð ættum að minnast hr. Peddersens af vinarhug, pví vér íslendingar höfum sjaldan átt svo góðum gesti að fagna. Ólafur Davíðsson, kandídat í Kaup- mannahöfn, hefur nú í «Iðunni» skýrt greinilega frá ferðabók hr. Feddersens og geta peir, sem betur vilja fræðast um hana, lesið ritgjörð hr. Ólafs Da- víðssonar. «Fj.-konan», 23. bl., sem rit kom 11. p. m. hefur nú sent hr. Fedder- sen sína kveðju, fulla illmæla fyrir pað, að hr. Feddersen hefur keypt nokkra forngripi hér á landi á ferðum sínum. |>ar segir, að hr. Feddersen liafi látið alpingi ala sig hér á landi fyrir stórfé til pess að snuðra í hvern krók og afkyma eptir forngrip- um og látið greipar sópa; af fiski- rannsóknum hans verði árangurinn jafuan ósýnilegur, en að eini sýnilegi árangurinn af ferð hanssésá, að liann hafi sölsað drjúgum til sín íslenzka forngripi, hvar sem hann hafi getað hönd á fest. pað er nú vitaskuld, að hr. Fedd- ersen má liggja í léttu rúmi, hvað »Fjallkonan« rausar; pó hr. Fedder- sen sé útlendur maður, mun hann orðinn svo kunnugur hér á landi, að hann fer nærri um, hverja virðingu skynberandi menn bera fyrir »Fjall- konunni«. pegar vér ritum liér fáein orð ii m petta mál, pá er pað ekki til pess að bera hönd fyrir höfuð hr. Feddersesn — pess teljum vér enga pörf — heldur til pess að sýna, að öll hugsunin í grein «Fj.-konunnar« er eins og opt kemur fyrir í pví blaði byggð á skökkum grundvelli. »Fj.- konan« álasar hr. Feddersen fyrir að hafa keypt forngripina, í stað pess að hún hefði átt að álasa alpýðu manna fyrir að hafa selt honum pá — ef annars nokkrum er að álasa í pessu máli. Vér getum ekki láð nokkrum útlendingi, pó hann vilji kaupa forn- gripi hér á lándi; pað væri skrítið, að fara að atyrða nokkurn mann fyrir pað, að hann vill kaupa sér gripi, sem honum pykja að einhverju leyti eigulegir, en hitt er pað, alpýða hér á landi ætti að láta forngripasafnið ganga fyrir, pegar hún vill selja forn- gripi, ef forngripasafnið annars býður eins mikið fyrir pá og útlendingar. Að öðrum kosti er engum manni lá- andi pó hann selji peim, sera betur býður; megun manna hér á landi er nú einu sinni svo, að menn verða að selja vörur sínar bæði nýjar og gaml- ar peim sem bezt býður. J>ar er eklcert hægt um að tala. Ef við vilj- um gera pað að gamni okkar að hafa forngripasafn, pá verðum við að bera pann kostnað sem par af leiðir og leggja pví svo rifiega fé, að pað geti keypt forngripi hér á landi við eins háu verði og útlendingar. Við hinu getum vér naumast búizt, að menn af' hreinni og skærri ættjarðarást láti forngripasafnið fá forngripi sína fyrir lítið eða ekkert verð, en neiti útlend- ingum um pá, pó peir bjóði miklu hærra verð. Fúkyrði «Fj.-konunnar» umhr.Fedd- ersen eru pannig allsendis ástæðulaus. «Fjallkonán» má vara sig, að ein- hver gárungi breyti ekki nafni hennar og kalli hana «Fjósakonu»; hún ber opt langtum meiri keim af flór en fjallalopti. Iiitstj. Prédikanir í dóinkirkjunni um há- tíðirnar: Aðfangadagskvöld kl. 6 e. m : Skúli Skúla- son, prestaskólakandidat. Jóladagnr kl. 11 f. m.: Dúmkirkjupresturinn. — — l'A e. m.: Sami (dönsk messa). Annar í Jólum kl. 12.: Sami. Gamlaárskvöld kl. tí e. m,: Sami. Nýjársdag kl. 12: Sami. imiP im nm iiiii ■■ Gísli líelgason fæddur 5. marz 1851 — diiinn 30. nóvember 188ö. Ung var eg ungum elskuhuga meður, glóðu ástar blys á brá, allt, sem að eygði augað mitt hrifna fagra benti framtíð á. Hratt liðu stundir hans viður síðu, stóð eg blæju brúðar í ástar og vonar vorblómstrum hlúði unaðssól í heiði hlý. Inndæl var æskan, pá eiðum við bundumst og saman runnu sálir tvær, en sælli var sambúð, pví sorg eg ei pekkti, meðan stundir stóðu pær. Ástríkri enginn elskhuga vafði örmum blíðum broshýr drós, hreinskilnu hjarta, hógværð og stilling bláskær lýstu brúnaljós. Hugljúfur öllum hann, sem að pekktu, var hann alla æfislóð; glaður í drottni gekk hann að starfi, dyggur meðan dagur stóð. Misst getur engin maka sinn betri heldur en pann, sem hníginn er, blóðugt er sárið, sem mér í hjarta svellur unz að æfin pver. Hví mátti skilja helnornin kalda sálir tvær, sem unnust æ? Hví var vir faðm’ mér hollvinur slitinn til að láta líf í sæ? Vér skilið ei fáum pví skammsýnin veldur, himnadrottins huldu ráð; hann lífsblysin kveikir, og lætur pau slokkna, pegar að hans póknast náð. Eg veit að pú lifir, vinur minn kæri sorgarlaus í sæluvist, eg huggast í trúnni, sem heitir mér aptur pig að finna fyrir Krist. Eg kveð pitt í anda eldheitum kossi, dáið lík í svölum sjá, með pökk fyrir alla ástríka leiðslu, meðan saman leiðin lá. Undir nafni ekkjunnar Guðl. Guðmundsson. A.mglý singax*. Samkvæmt opnu bréfi 4. janúar 1861 og lögum 12. apríl 1878, inn- kallast hér með allir þeir, sem telja til skuldar hjá dánarbúinu eptir bónda Árna Arnason, sem lézt að Kaldbak á Eangárvöllum í nœst- liðnum aprílmánuði, til innan 6 mánaða frá birtingu innköllunar þessarar, að lýsa kröfum sínum og sanna þcer fyrir skiptaráðandanum hér í sýslu. Rangárþingsskrifstofu, Velli 7. desber 1886. H. E. Jolnisson. [207 Hér með innkallast samkvcemt opnu bréfi 4. janúar 1861 og lögum 12. apríl 1878, með 6 mánaða fresti allir þeir, sem télja til skulda í félagsbúi bónda Sigurðar Sigurðssonar, sem lézt að Kúfhól í Austur-Landeyjum í októbermán. 1885, og elikju hans, til að lýsa skuldakröfum sínum og sanna þcer fyrir skiptaráðanda hér í sýslunni. Rangárþingsskrifstofu, Velli 7. des.ber 1886. H. E. Jolmssoii. [208

x

Suðri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Suðri
https://timarit.is/publication/118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.