Austri - 20.02.1884, Blaðsíða 4

Austri - 20.02.1884, Blaðsíða 4
1. árg.| A U S T RI [nr. 5. 58 Úr Seyðisfirði. Flestum mun af bréfum og blöðum kunnugt hversu aflalatt hefir verið hér á Seyðisfirbi síðast liðið ár, bæði með fisk og síld, þar varla megi telja þessa vart eptir septemberlok; en þegar afla- fréttirnar heyrðust úr Fáskrúðs- og Reyðarfirði, létu þeir verzlun- arstjórar hér A. E. Lie og Sigurður Jónson útbúa tvær skútur, hinn fyrnefndi smáskútu, sem mun bera nálægt 100 tn. þunga með menn og salt m. fl. til fiskiveiða, en hinn siðarnefndi jagt Telegraph til fiski- og síldar veiða, með allt er til þess heyrði. Skúta versl- unarstj. Lie náði til Fáskrúðs- fjarðar og rak þar í land innan til í firðinum nóttina milli þess 21. og 22. f. m. nokkuð gliðnuð, og úr henni mun að eins hafa náðst 8 tn. af óskemmdu salti. Skipið var síðan sett upp og bíð- ur þar vors. Jagt Sigurðar verzlunarstj. varð síðar búin, og náði því að eins hér út í fjörðinn, og snéri þar aptur hingað inn þ. 21. f. m. i byrjuðu veðrinu; en þar eð frétzt hefur að allur afli sé stokk- inn úr Fáskrúðsfirði í hriðunum, hefur hún eigi verið send ajitur. Fyrir báðum skútunum voru norskir sjólærðir menn. MANNALÁT.________________ — þarrn 12. f. m. lézt merkis- bondinn Grímur Jónsson í Breiðuvik i Borgarfirði. S M Á V B G I S. Mestu mannvirki heimsins í seinni tið er talin Suez skurðurinn og Mið-Kyrrahafs- brautin. Sandeiðið við Suez greinir 2 heimsálfur, Austurálfu og Suðurálfu og gerir siglinguna frá Norðurálfunni, álfu iðnaðarins, til Indlands sem náttúran hefur Jauðgað öllum sínnm gjöf- um, mörgum hundruðum mílna lengri. pess vegna lá beint við að freista að grafa gegn um eiðið. Forn-Egiptar byrjuðu líka á skurði úr ánni Níl til JEtauða hafsins, enDar- íus Hystaspisson Pers&konungnr lauk fyrstur við hann, og varð sá skurður 25 mílur á lengd. Mátti þá sigla milli Miðjarðarhafsins og itauða- hafsins, sem Móses fór fyrrum yfir um með Gryðinga. Við skurð þenna var smásaman gert, en sandur fauk óðum í hann, og á 14. öld var hann gengur einuagis smáskipum. Fyrst á 19. öldinui byrjuðu menn aptur I áð hugsa um að grafa á milli hafanna. Attu Frakkar fyrstu hugmyndina, og einnig var það frakkneskur maður, að nafni Lesseps, sem átti mestan hlut að því að verkið var unnið og stóð fyrir því. Skurðurinn var grafinn 1860—69. Hann er 22 mílur á lengd, breiddin frá 195 til 337 fet, og dýptin 25 fet. Hann kostaði 330 millíónir króna. Fimm fyrstu árin voru 20000 daglauna- manna við skurðinn. Kostaði vatnið handa þeim um tíma 6600 krónur á dag. Á einum stað varð að grafa gegnum 54 feta háa klöpp. Við báða enda skurðsins og báðum megin við hann rísa upp fagrar borgir. par sem áður var eyðimörk ein og foksandar, taka nú að sjást blómfögur engi. Við norðurenda skurðsinB hjá miðjarðarhafinu hefur myndast bærinn Port-Said. J>ar er tilbúin ágæt höfn: 2 bylgjubrjótar hlaðnir þriðjung mílu út í sjó, gerðir úr 25000 steyptra steina og vegur þver steinn 470 vættir. Suez-skurðurinn þykir nú of mjór; svo mörg skip fara daglega um hann. Er því í ráði að grafa annan nýjan. Mið-Kyrrahafsbrautin sem er svo kölluð, af því að 2 aðrar járnbrautir liggja yfir þvera Norður-Ameriku, var byrjuð árið 1862, meðan borgarastyrjöldin geysaði í Bandafylkjunum og var henni lokið vorið 1869. Aðalbrautin liggur frá Omaha við Missourifljót að Sacra- mento í gulldalnum skammt Irá San-Franci- sco við Kyrrahaf er 350 mílur á lengd og kostnaðurinn um 500 milliónir króna. Frá Omaha austur til Nýju-Jórvíkur eru 300 milur. Öll járnhrautin er því 650 milur Til þess að fara alla þessa leið, sem er tífalt lengri en eptir endilöngu íslandi, ganga 13 dægur og kostar farið fyrir manninn 525 krónur. Að vestanverðu liggur brautin yfirjökul, sem sumstaðar er hærri en Öræfajökull. Eru því þar og viðar, er austar kemur snjóþök úr timbri yfir brautinni jafnvel á sumrum. Viða liggur hún í gegn um kletta og fjöll. Eru fjallgöngin 19 að tölu. Á einum stað liggur hún yfir graslausar eyðimerkur, sem ná nær þvi 4000 feta yfir sjávarmál. pess má og geta, að víða liggur brautin yftr himin há hamragil, þar sem stórkostlegar brýr hafa verið reistar. Súez-skurðurinn og Kyrrahafs-brautin, sem eru hinir beztu vottar um þrek og hugvit mannlegs anda, eru samkeppendur að heims- verzlaninni. Verzlanin frá Eyjaálfunni ogi Japaa stréymir að Kyrrahafsbrautinni, en, verzlanin frá Indlandi að Suez-skurðinum en hið auðga Kinland liggur mitt á milli, og þótt skurðurinn hafi haft verzlan þess að mestu allt til þessa, er við því búið að brautin nái henni. * * Arið 1882 kostaði friðurinn í Norðurálf- unni svo mikið fé að fyrir það hefði mátt grafa 33 skurði slika som Suez-skurðurinn er, eða leggja 22 járnbrautir slíkar sem brautin er frá Omaha til Sacramento. — Árið 1882 voru ríkisskuldir Norðurálf- unnar svo miklar, að sé reiknuð afþeimleiga 5 af liundraði, verður ársleigan svo mikið fé, að fyrir það mætti kaupa 40 lönd slík sem Island er, með öllu því sem á því er að frá- 20 60 teknu fólkinu klæðlausu, og er ísland þá talið jafngilt 40 milliónum króna, eða 7 millíónum króna dýrara en Indriði Eiiiarsson telur. — Málari var eitt sinn beðinn að mála ftir Gyðinga yfir Hafið rauða á herbergisvegg; hann litaði vegginn rauðan. „Hvar eru nú Gyðing- arnir?" epurði maðurinn, sem mála átti fvrir. „f>eir eru allir komnir yfir um“. „En hvar eru þá Egyptarnir? „feir eru allir drukkn- aðir”. — Prestur nokkur, sem var illa þokkaður af sóknarfólkinu, fann að því við mann eirin í samkvæmi að hann kæmi aldrei til kyrkju. rEn ég get ímyndað mér“ hélt prestur áfram að þér svarið með öðrum heimsins börnum: „Eg kann eigi við mig i fjölmenní". „Nei“ prestur minn“ svaraði maðurinn, „það er öðru nær, en ég vil eigi ónáða yður í einverunni11. Auglýsingar. Yér undirritaðir seljum frá birt- ing auglýsingar pessarar öllum ferða- mönnum næturgisting og greiða pann er vér getum útilátið, án þess vér skuldbindum oss til að selja allt, sem um kann að verða beðið. Miðbúsum, % ’84. |>orsteinn Jónsson. Sigurður Halldórsson. Ólaftir Torfason. Björn Benidiktsson á Uppsölum. ■S 10 :0 U c3 /O P P cc :0 4^ ^ Ph o m • rH >o zO U , . _ c3 ® cð C CG bD >•< tD <d ,c3 g ^ ^ ^+H P C3 Cð r—J O U 0Q I •a c« tc £ U' © •£, c3 tD O 7o © S hD ’B § •c .5 ® a 60 Ö tO 3 Ö :o u Cw 2* i - eH m O Ö 4-5 CC 'hh c3 to xO ^ 4-5 02 bO C3 U 445 Ö /O o 3 /O *o u o rH to p <x> o 'S 2 P cS bO O ^ 'bo io h "Ö g c3 yO . Ö4 Ö u -+-* ■JQ o rÖ H C A m U d P rH ' e. cz „ -O c SS r3 O .z P M o 2 Kr. 75 An. Afgreiðsla „Austra“ er ]yá Sig. íaktor Jónssyni á Yestdalseyri. Abyrgðarm. Páll Vigfússon cand. phil. Pren tari: Guðm. Sigurðarsou.

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/120

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.