Austri - 03.09.1884, Síða 4

Austri - 03.09.1884, Síða 4
1. árg.] A r S T ll I. |nr. 20. 238 239 hinn rangláta ríkisréttardóm, er ])eir svo kalla, gegn peim Selmer. — Kon- ungur Svía og Norðmanna kvað hafa hafa tekið sér svo nærri þrasið við vinstri menn og að hann varð að síðustu undan að láta, að hann hefur i sumar hafzt við á ferðum sér til heilsubótar. I Noregi hafa gongið þurkar miklir; skrælnaði grasið á jörð unni og varð heyfengur því víða lítill Yar og útlit fyrir að kornuppskera og jarðepla yrði rír mjög, ef ofpurkarnir héldust. í Rússlandi halda Nihilistar á' fram spellvirkjatilraunum sínum, en engu stórkostlegu hafa peir áorkað. Ráð peirra komast optast upp. Hart mann sem fyrrum var kenndur við mörg Nihilista ráð á Rússlandi, hefur nýlega ráðið sér bana i New-York. A Englandi varð nýlega járn- brautarslys; möndull eins vagusins brotnaði; vagninn sleit sig frá lestinni er hann dró og rauk áfram spölkorn, pangað til hann staðnæmdist fastur í jarðvegnum; lestin sem afarhraði var á, skelltist þegar á hann og allt brotn- aði. Fórust par til dauðs 16 menn, en 30 særðust meira eða minna. — Skipkomur. Hinn 23. júní kom Minerva norskt lausakaupaskip með timbur. 26. s. m. Gilda til norsku verzlunar frá Stafangri. 9. júlí Alf norskt gufuskip frá Stafangri. 10. s. m. Colibri frá Stafangri. 11. s. m. Falken s. d. Aífavie og Island, öll frá Staf- angri. 12. s. m. Adjutor frá Mandal, Lyna frá Stafangri; öll norsk tilheyr- andi ýmsum sildarveiðafélögum hér. Hinn 11. póstskipið Lauraoghinn 14. Thyra: s. d. Bethania frá Stafangri. 15. Elisa, 16. Freyja, Ansgar, Sensus, Avance, Kristine Marie; öll frá Hauga- sundi til síldarveiða hér við land. 21. s. m. Axel. norskt gufuskip, Serine frá Stafangri, Norðlyset frá Kopervig, Industri og Viðar frá Stafangri. 23. Ingeborg, norskt gufuskip frá Hauga- sundi. 24. Sandnæs, norskt síldar- veiðaskip — s. d. Hermod til Thost- rupsverzlunar frá Liverpool með kol og salt. 25. Nimrod og Progress frá Haugasundi, síldarveiðaskip. 26. Vaag- en. gufuskip, tilheyrandi Gr. Jonasen í Stafangri, fiytur vörur til verzlunar hans hér og einnig við síldarveiðar. 28. Albert, kom frá Haugasundi. 28. Loven. 30. 0stersoen frá Koparvig; norsk skip. — 2. ágúst Stord og Hinden bæði frá Haugasundi til sildarveiða; s. d. Hertha til Gránufélagsverzlunar á Vestdalseyri með salt og kol. 6. Anna Dorothea frá Haugasundi, Alf, gufuskip írá Stafangri. 7. Bjarne, Snæfrid, Vega fuá Haugasundi, fóru öll til Eyjaíjarðar. 8. Vaagen, gufu- skip norskt. 9. Thyra, póstgufuskipið; með henni kom landshöfðingi herra B. Thorberg og fór hann hringferð kriug um riki sitt og skoðaði embættis- bækur hjá embættismönnum peim. er voru á leiðinni. 10. Laura póstgufu- skip. 12. Erik Berentsen, norskt gufuskip. 15. Gilda til norsku verzl- unar frá Leith. 16. Familien. frá Haugasundi. 18. Minerva, lausakaupa- skip frá Mandal. 19. Gazellen frá Eyjafirði, fór héðan til Mandal. 20. Themis til Thostrupsrerzsunar frá Liverpool með kol. 27. Njaal frá Statangri, (er til sölu). 27. Vaagen, norskt gufusldp, frá Bergen. — Allur porri hinna norsku skipa, sem talinn er hér að framan, kom að eins snöggvast, og fóru mörg þeirra til ®yjaíjarðar til að reyna síldarveiðar og sum á ýmsa aðra tjörðu. Sildar- veiði hefur varla verið nein í sumar. svo teljandi sé, og lítur eigi út fyrir hana enn; pó hefur heyrzt að síldar- vart hafi orðið nýlega í Reyðarfirði og Fáskrúðsíirði og eru 2 gufuskip ný- farin héðan suður pangað (Alf og Vaagen). — Tíöarfarið. Nú undanfarið hafa verið þurkleysur hér í fjörðunum, svo illa gengur að verka íisk; fiskiaíii mjög lítill allstaðar hér umhverfis sem til hefur frétzt. Er eigi glæsilegt útlit fyrir þeim, sem eingöngu lifaafsjóar- úthaldi, þegar bæði er fiskitregt og tiskurinn í mjög lágu verði. í héraði hefur verið góð heyskapartið; tún voru í betra lagi sprottin og engi í góðu meðallagi, og hefur allt til pessa orðið góð nýting á heyi par. Nú með sept- embermánuði er gengið til rigninga og lítur fremur þungviðrislega út. HITT O G f>ETTA. — Rógberi nokkur sagði eittsinn við Loðvik af Bourbon, hálfbróður Karls 5.: „Hémafæri ég yður bréf, sem segir yður frá mörgu held- ur misjöfnu í fari jieirra manna við yður, er þér leggið mesta virðing á“. „En hafið þér þá eigi líka annað bréf“ mælti Loðvík „er ekýri frá öllu því, er þessir mennjhafa vel til mín gjört“. — Kasimir, fursti af Sendomir (hann varð síðar konungur Pólverja) vann eittsinn í spilum 8tórfé af aðalsmanni nokkrum. pessu reiddist aðalsmaðurinn svo að hann rak hnefann á nasir furstanum; síðan flúði hann, envarðnáð og dæmdur til dauða. „Devja skal hann oigi“ mælti furstinn „það er engin furða, þó hann gerði þetta; á hamingjunni gat hann eigi svalað sér, og hvað var þá annað fyrir hann, en að skeyta skapi sínu á barninu hennar“. — Klausturprestur einn, sem rar fiskimanns- son, hafði þá venju, að láta net hanga jafhan í herbergi sínu til að minpa hann á ætterni sitt. Ábótinn var orðinn fjörgamall, enda varð þess eigi langt að bíða að hann safnaðist til fftðra sinna; nú var kosinn nýr ábóti, sem lög stóðu til, og hlaut kyrkjupresturinn kosning- una, mest vegna auðmýktar sinnar, en upp frá þeirri stund sást netið aidrei. „Hvernig stend- ur ú því, ábóti góður“ spurði maður uokkur 240 hann „að þér hafið eigi lengur netið í herberginu yðar?“ „Til hvers er mér net- garmurinn11 svaraði ábótinn „úr því ég er búinn að ná í laxinn“. Auglýsingar. Snemma í júlí i stimar tapaðist á veginum eða fyrir ofan veginn frá innri Lambadalsá á Gilsárdal og út fyrir ofan vegamót reiðbeizli með ný- legum koparstöngum og alveg nýrri kjaptamél og líka nýrri keðju úr járni, fornt höfuðleður tvöfalt og kaðaltaum- ar. Ef einhver kynni að finna pað, er hann vinsamlega beðinn að halda því til skila til nndirritaðs mót sann- gjörnum fundarlauuum. Rauðholti þann 29. júlí 1884. Armann Egilsson. Eins og bókaskrá mín sýnir í 13 og 15. tölubl. „Austra“, hef ég búið mig út með flest allar kennslubækur fyrir alpýðu, einnig nokkrar skemmti- og fræðibækur og nauðsynleg ritföng; vil ég pví leyfa mér að leiða athygli Austfirðinga að pví, að sæta tækifær- inu meðan pað gefst til þess að byrgja sig upp moð þessar bækur í haust ogvetur, par eð óvíst er, að ég lialdi þessum atvinnuvegi áfram framvegis. Svo tek ég einníg bækur til að binda, ef menn óska pess. Menn ættu einnig að gæta pess að ’nagteldara er að aiia sér bókanna að sumarlagi og haust- lagi meðan aðflutningar eru greiðin heldur en að vetrarlagi. Bókhlaða mín er í barnaskólahúsinu á Seyðis- fjarðaröldu og er mig par jafnan að fiuna. Nýjar bækur. Lækningabók eptir dr. Jónassen í kápu 3 kr. Miðvikudagahugvekjur í í bandi 0,50, biblíusögur með korti í )ndí 1,50, Brynjólfur Sveinsson (skáld- saga) í kápu 2,30, Friðþjófssaga í cápu (ný útgáfa) 1,60, Mýrmanns- saga 0,55, Saga Sigurðar frækua 0,30 Saga Marteins málara 0,35, Saga Yil- mundar viðutan 0,35, Reikningsbók E. Briems I. partur 1,20, II. partur 1,85. Svör við reikningsbók E. Briems 0,12. Naturatlas með 644 dýramyndum í bandi 1,20. A. E. Friðbjarnarson. Ég undirskrifaður hef fundið tvö síldarnet ásamt dregg og tveimur trássum, og einuin kút; getur sá, senx sannar eignarrétt sinn á téðum fund, fengið pað ef hann borgar sanngjörn fundarlaun og auglýsing þessa. Staðartanga, 4. ágúst 1884. Jónas Samsonarson. Á b y r gð a r m. Páll Yigfússon cand. phil. Prentari: (iuðm. Sigurðarson.

x

Austri

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austri
https://timarit.is/publication/120

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.