Austri - 24.09.1884, Blaðsíða 2

Austri - 24.09.1884, Blaðsíða 2
1. árg.] / AUSTRI. [nr. 21. 244 og þýðingu en hún hefur, t. d. koma saman 1 kjörinn prestur og leikmaður úr hverju héraði ásamt biskupi (og forstöðumanni prestaskólans). Syno- dus ætti að hafa fullt löggjafarvald í öllum peim málum, sem teljast til Jus sacrorum11 og ráðgjafarvald í peim málum, sem teljast til „circa sacra“. Með pessu vil ég byrja og eigi fara lengra fyrst í kyrkjumálið. Eitt sveitarstjórnarráð vil ég hafa fyrir allt land, en auka vald og verk- svið sýslunefnda, pví að fjórðungaráðin eru svo kostnaðarsöm. — Svona er nú mín skoðun og held ég mér eins og pú sérð við jöröina. En samt sem áður vil ég eigi að hinar stóru hug- sjónir deyi út, heldur halda horfinu að peim í öllum málum. Sér i lagi riðnr oss á pví, pegar um er að ræða umbætur á stjórnarháttum og stjórnarskrá landsins, að hafa sem fastasta stefnu og fulla eindrægni. A pví riður eigi síður en að rétt horfi og allir séu samtaka, pá er I brimi skal lenda. í fyrstu tölubl. Austra er mjög pörf og vel rituð grein um refaveiðar og datt mér í hug, áður en égendaði línur pessar að gjöra pá athugasemd við hana, að par er ótalin sú aðferð, að draga fyrir refi. í pjóð- sögunum 2. bindi, bls. 149 er sagt nm Eirík Hallsson í Bót aðhannhafi „dregið fyrir refi“. Hvort sem pessi veiðiaðferð getur komið oss að notum eða eigi, væri fróðlegt að vita, hvernig hann hafi farið að pví. Mér pykir líklegt að Jón heitinn Sigurðsson í Njarðvík, sem fært hefur sögu pessa í letur, hafi vitað, hvernig pessi veiði- aðferð var og að niðjar hans eða frænd- ur hljóti að hafa heyrt hann segja frá pví. BÓKAFIIEGN. 1. |>að hefir, pví miður, reynzt mjög sjaldgæft nú upp á síðkastið að geta með réttu mælt með bókum, er út hafa komið á íslenzku, og nú er pó svo komið, og er pað sannarlega fagnaðarefni, að hér er á pá bók að minnast, er engin hefir gagnlegri komið á landi voru fyrir almenning; pað er lækuingabók handa alþýðu á ís- landi eptir J. Jónassen dr. med. og ko^tar einar 3 kr., sera er tæplega hálfvirði og gefin út í prentsmiðju hins alkunna smekkmanns Sigm. Guðmunds- sonar í Reykjavík. Bók pessi hefir allt pað inni að halda, er alpýða hefir pörf á að vita um sjúkdóma yfir höfuð, sjúkdómunum 245 hverjum fyrir sig lýst sérlega greini- lega og pað jaínan ráðlagt við peim er tiltækilegast er fyrir almenning að reyna og hættulaust er; pað er ekki svo lítill munur á ráðleggingunum í bók pessari eða skottulæknanna okkar bæði að fornu og nýju, og vér 'pykj- umst pess fullvissir, að færu menn í öllu eptir henni í meðferð á sjúkdóm- um, mundu margir vorir skæðustu sjúkleikar, svo sem taksótt, taugaveiki og aðrar landfarsóttir verða margfalt ómannhættari en hingað til hefur orðið reyndin á. Laudsmenn ættu pví að kaupa bók pessa ö 11 u m öðrum fremur, og mundi hinum dæmafáa starfsemis- og vandvirknismanni, höfundinum, vera pað full viðurkenning erfiðis síns. 2. „Ágrip af náttúrusögu lianda alþýðu, eptir Pál Jónsson11, Möðru- vallastúdent. Af bók pesaari höfum vér enn séð að eins 2 fyrstu heftin, en öll á hún að verða 4hefti. Eyrsta heftið inniheldur „mannfræði“, og ann- að heftið „dýrairæði11. |>essi 2 hefti, sem út eru komin, virðast vera laglega samin og vel úr garði gjörð að form- inu til. Má óhætt telja bækling penna með nýtari bókum á síðaritið, sér í lagi ef litið er á pað, hve sárfá- tækir vér erum af náttúrufræðisbókum, sem hentugar eru fyrir alpýðu, og all- sendis nauðsynlegar til að hafa við kennslu á barnaskólum og alþýðu- skólum, og finnst oss höf. hafa tekist heldur vel að synda á milli pess, að bókin geti verið bæði lesbók fyrir alpýðu og skólabók í hinum lægri skólum. |>ess skal pó getið að oss finnst fyrsta heftið nm mannfræðina hefði mátt vera nokkru styttra en pað er, og sumt ef til vill alveg falla i burtu, svo sem „skipting mannanna“ (mannflokkanna) með pví frá pví er sagt í fiestum landafræðisbókum. Ilm annað heftið er pað helzt að athuga, að oss finnst, að of ítarlega sé skýrt frá hinum lægri dýraflokkum ísaman- burði við hina hærri, pví að pað eru einmitt hærri flokkarnir, sem a 1 p ý ð u m a n n a skiptir mestu að vita um. 3. Miðvíkudagahugvckjur á föstunni. eptir P. Pétursson“. |>að er fágætt, að jafngamall maður eins og herra biskupinn er, skuli halda á- fram að semja bækur, og bera þessar hugvekjur hans vott um hinn sama kristilega kærleiksanda, sem hin önn- ur guðfræðislegu rit hans, enpóttpað geti eigi dulizt, að hið lifandi andans fjör, sem svo víða hrífur mann í hinum fyrri ritum hans, er hér talsvert dauf- ara, sem heldur er ekki tiltökumál. En mjög mikill munur er á lítilæti herra biskupsins, sem við fjórðu liug- 246 vekju minnist pess, að hann hafi haft hliðsjón afræðu eptirMartensen biskup, og hinu loklausa skrumi Kr. Ó. |>or- grímssonar, eða hóflausa hóli sra. A. 0. um Helgapostillu, sem oss liggur við að bjóða við, pví svo góðar sem prédikanir H. biskups eru, getum vér pó frætt pá um pað, að hann hefur sumstaðar að minnsta kosti liaft „hlið- sjón“ af útlendum ræðum. Til „Fjallkonunnar“. í 14. nr. hennar er grein með tyrirsögninni „Blaðaskammir“ eptir x—y. |>ar stendur meðal annars: „Sannarlega er pað sorglegt, að „Austri“, sem vér hugðum að verða mundi gott blað, hefir nú að færa eina hina ógeðfeldustu grein, sem vér höfum séð á prenti, eptir Tryggva ríðara“. „Fjallkonan“ ætlast líklega til að vér pökkum henni íyrir hluttekninguna! En ef pað er ætlun hennar að setja oss á kné sér, og kenna oss kurteysi og siðafræði, pá hefði farið betur á pví að hafa eigi „ógeðsleg“ klámsyrði í prédikuninni; mætti mannihérkoma í hug orð Skarphéðins Njálssonar við J>orkel hák forðum: „j>arfara hefði pér verið“ o. s. frv. Bitstjórnin. „fn sem daglega líða leið lífs fram að enda sér, náungann svíkur samt, um skeið sama gleym- [inn að fer, [>inn spillti þanki er :,: l>reföldum gróða fjötur svefni bundinn“. Jónas Hallgrímsson. Sumarið 1883 kom til Seyðisfjarð- ar, frá Eæreyjum, Teitur Ingimundar- son, settist par að og sagðist vera úr- smiður, og varð mér sem fleirum að trúa pví. (Teitur pessi er nú víst orðinn pjóðkunnur og fyrir hvað, vita víst allir sem nokkuð pekkja til hans). Ég ætla að segja hér litla sögu yf viðskiptum okkar. í október 1883 fékk ég konum úr til aðgjörðar, sem hann lofaði að vera búinn með að hálfum mánuði liðnum, og sagði að að- gjörðin kostaði 4 krónur; að þeim tima liðnum var hann ekki búinn með úrið en endurnýjaði pá loforð sitt um að gjöra við pað innan skamms tíma, og í hvert skipti, sem við höfum fundizt (sem hefur verið allopt), hefur hann lofað pví sama, og allt af sagt pað sama um hvað aðgjörðin kostaði. j>ar til nú síðast í ágúst að hann þrengir upp á mig úrinu óviðgjörðu og hálfu ver útlítandi en pegar hann tók við pví, og afsegir nú að gjöra við pað

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/120

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.