Austri - 17.07.1885, Blaðsíða 1
85
2. árg. Itcykjayík, fostudaginn 17. júlí. Nr. 15.
póst- og þegar ritað þetta mál, þá II111 strandskipamálið*. var í Austra í vetur um var þvi heitið að láta upp- ins, heldur enn í áætlunum þingsins 1883 og stjórnarinnar. í öðru lagi sjest af áætluninni að tvö skipin mætast fjórumm sinnum í Reykja- vík, og í eitt skipti mætast þau þar öll. jþessutan mætast skipin I. og II. einu- sinni á Akreyri og Seyðisfirði. þ>að sýnir þessi tafla:
ástungu til áœtlunar koma síðar. Ept-
ir að menn höfðu fengið að sjá áætlun-
ina fyrir þetta árið (1885), þá þykir
oss nú hlýða, að sýna lesendum blaðs-
ins „uppástungu til áætlunar um ferðir
póstgufuskipanna11 eptir voru eigin
höfði, eptir því sem vér ætlum að hent-
ast væri að haga þeim næstu árin ept-
irleiðis. — Menn mega þó eigi skilja
þetta svo, að vér leggjum nokkra
verulega áherzlu áeinstök atriði í eptir-
fylgjandi áætlun, t. a. m, á viðkomur
skipanna á einstakar hafnir, eða fardaga
þeirra frá hverjum stað, því að vjer
höfum sumstaðar sett það rjett af handa-
hóli, svo sem til dæmis, og til þess að
sýna fram á mögulegleik þess fyrir-
komulags, sem áætlunin fer fram á.
En það sem vjer leggjum mesta á-
herzlu á, er sú grundvallarregla (prin-
cip) að láta skipin sem optast koma til
Reykjavíkur, fyrst í hverri ferð og
hefja þaðan hringferð sina ýmist suður
eða norður um landið, eptir því sem á
stendur, og þegar skipin geta mætzt
hjer við land, að láta þau þá helzt mæt-
ast í Reykjavik, með öðrum orðum,
sú grundvallarregla að gera Reykjavík
aff aðalstöð póst- og strandskipanna og
ferðirnar jafnframt hagkvæmari og
notabetri fyrir allt landið og hver ein-
stök hjeröð þess; og skulum vjer leiða
rök að þessu siðar.
Vjer setjum þá hjer áætlunina:
Af framanritaðri áætlun má sjá, að
strandskipin „I. og II.“ koma í hverri
ferð tvisvar við í Reykjavík, og í sum-
um ferðunum þrisvar. í þeirri áætlun,
sem nú er í gildi, og jafnvel áætlun
þeirri, sem þingið 1883 bjó til eru við-
komur allra þriggja skipanna í Reykja-
vík að eins 12 á ári, eða jafnmargar
og ferðirnar, og ekki fleiri en viðkom-
ur I. og II. skips í sumarferðunum eru
á sum lítilfjörleg smákauptún; en hver
maðr sjer hve afkáralegt það er, að
strandskipin um hásumarið hafi 2 við-
stöður í hverri ferð á þeim, en ekki nema
einn í höfuðstað landsins. Eptir þess-
ari áætlun hafa skipin öll 19 viðstöður
á ári í Reykjavík, og þó fleiri viðstöð-
ur á öðrum stærstu kauptúnum lands-
*) það er langt síðan ritgerð þessi var sam-
in, og send „Austra“, en eigi var kostur á að
liún gætí orðið prentuð fyr enn nú. Höp.
. I. 27.maí- 6. júní. 26. júní-1. júlí. 12. júlí-16. júlí. 26. ág.-2.sept. 4. okt.-lO. okt.
EvíkJ II. 24. maí-28. maí. 28. júní-1. júlí. 14. júlí-17. júlí. 28. ág.-3.sept. 29.okt,- 6. okt.
JlII. 24. júní-2. júlí.
At»“j"i(n: 5: jS: jSS: *[Æ l: “$.1:3:
í áætlun þessari eru skipin ávallt lát-
in koma fyrst til Rvikur, og enda virð-
því, að svo sje
ist flest mæla með því, að svo
Rvík er hið langstærsta kauptún lands'
ins, megin stöð hinnar innlendu stjórn-
ar, aðalból menntastofnana og bóka
gjörðar, og þar af leiðandi miðja alls
viðskipta-, framfara- og fjelagslífs. þ>ess
vegna ríður mest á, að hún standi í
sem fljótustu og greiðustu sambandi við
önnur lönd, og þá sjer í lagi Danmörku,
og þar sem þessar siglingar eru kost-
aðar, að nokkuru leyti, af landsins fje,
þá virðist höfuðstaðurinn sízt eiga að
vera hjásettur, enda munu önnur kaup-
tún og hjeruð landsins hafa því meiri
not af póstgufuskipaferðunum, sem þess
er betur gætt. (þegar skipin t. d. eins
og að undanförnu koma í sumarferðun-
um fyrst til austurlandsins og síðast
til Rvíkur í hverri ferð áfram, þa get-
ur opt staðið svo á, að menn hafi svo
sem ekkert gagn af þeim, eða komu
þeirra, að því leiti sem þau eru póst-
skip, fyr enn þau koma á hinar sömu
hafnir á leiðinni aptur frá Rvík, sem
gjöra má ráð fyrir að opt verði tveim
til þrem vikum síðar, heldur en ef þau
færu fyrst beint til Rvíkur og þaðan
svo hringferð í kring um landið. þ>etta
skulum vjer skýra með dæmum :
Maður fyrir austan eða norðan hefur
sótt um konungsleyfi til einhvers, (auð-
vitað i gegn um landshöfðingja !), sem
honum liggur á að vera búinn að fá í
ákveðinn tíma. Nú kemur leyfið með
skipinu, á ferð þess frá Khöfn, en mað-
urinn getur ekki hagnýtt sjer það, fyr
en það er búið að fara embættisveginn
til landshöfðingjans, og frá honum apt-
ur. 2. A norðurlandi skyldi bera að
svo snögg hailæris eða slysfaravandræði,
að menn leituðu fjestyrks í bráð til
landsstjórnarinnar; styrkinn þyrfti ráð-
gjafinn að veita, en menn gætu eigi
fengið hann jafnfljótt og skipið kæmi
á næstu kauptún, og ekki fyr en það
kæmi frá Rvík, til þeirra sömu póst-
stöðva, sem í hlut ættu, á apturieiðinni
með veitiiiguna frá landshöfðingja ! 3.
þ>egar skipið á leið sinni frá Khöfn
kæmi til Skotlands, þá væri ný gosin
upp á Bretlandí mannskæð og sóttnæm
landfarsótt. Skipið flytti fregnina um
þetta til austur- og norðurlandsins, en
engar sóttvarnarráðstafanir, sem að haldi
kæmu, væri hægt að gjöra fyr en skip-
ið kæmi aptur frá Rvík, og eptir að
landshöfðinginn væri búinn að taka á
pennanum, og skipa fyrir um sóttvarn-
irnar (líklega eptir ráðum eða fyrir
munn landlæknisins !).
þ>að liggur í augum uppi, að f slík-
um tilfellum, sem þessum, væri það
miklu gagnlegra, eigi að eins fyrir
Rvík og suðurland, heldur og fyrir allt
landið, að skipin kæmu fyr til Rvíkur
frá útlöndum, en á nokkrar aðrar hafn-
ir landsins.
jþá er næst að líta á, hvort nokkuð
mæli með því, að viðkomur strandskip-
anna í Rvík sje eins margar og ráð-
gjört er í þessari áætlun, eða miklu
fleiri en að undanförnu. Vjer verðum
að álíta að allt mæli með því, en ekk-
ert á móti.
f>að hlýtur þó að verða hverjum auð-
sætt, að því optar sem standskipin koma
til Rv. á hringferðum sínum umhverfis
landið, þess tíðara og greiðara verður
samband hvers einstaks hjeraðs, hvers
kauptúns og einstakra manna í þeim,
í Rvík og milli hjeraða, kauptúna og
einstakra manna innbirðis. þ>ar af leið-
ir, að ef menn álíta vaxandi samgöng-
ur og viðskipti (kommunikation) gagn-
leg fyrir landið, þá hljóta menn einnig
að minnast á, að einhver einn staður á
landinu fremur öðrum sje sameininga-
staður eða miðja fyrir allri þjóðlegri
framför hinna strjálu og sundurleitu
landshluta, og Rvfk er, að sjálfsögðu,
staðurinn.
Ef vjer nokkurntíma eigum að hugsa
til, að fá nokkurnvegin þjóðlega og
sjálfstæða yfirstjórn hjer á landi, góða
embættismenn og ríka hjeraðastjórn,
þá þarf auðsjáanlega að gjöra yfir-
stjórninni, embættismönnum og öðrum,
er veita hjeraðsstjórn forstöðu, sem
allra hægast fyrir, að geta unnið saman.
Ef vjer eigum að geta hugsað til,
að geta fengið nokkurnvegin innlenda
verzlunarstjett og færandi verzlun, þá
hyggjum vjer, að aðalskilyrðið fyrir
því sje sem fjörugast og greiðast sam-
C