Austri - 17.07.1885, Blaðsíða 4

Austri - 17.07.1885, Blaðsíða 4
60 Briem prestaskólakennara, er hlutu 16 at- kvæði hvor í þriðju kosningu. Yaraforseti í sameiuuðu þingi varð yfir- kennari H. Kr. Friðriksson með 20 atkvs, en skrifararí sameinuðu þingi Eiríkui'Briem og Eiríkur Kúld. þá var kosinn rnaður í efri deildina, í stað Stefáns heitins Eiríkssonar, úr flokki hinna þjóðkjörnu þingmanna, og hlaut þá kosningu Jakob Guðmundsson með 28 atk. í ferðakostnaðarreikninganefnd voru því næst kosnir Einar Asmundsson, Grímur Thomsen, Tryggvi Gunnarsson, Eiríkur Kuld og Magnús Stephensen. þá skildu deildirnar. Efri deild kaus sjér forseta biskujj P. Pjetursson í einu hljóði, varaforseta Arna Thorsteinsson landfógeta með 6 atkv., skrif- ara M. Stephensen og Hallgr. Sveinsson. Forseti í neðri deild varð Grímur Thomsen með 12 atkv.; næst honum hlaut Jón Sig- urðsson frá Gautlöndum 7 atkv. Yarafor- seti í neðri deild varð Tryggvi Gunnarsson með 14 atkv. (fórarinn Böðvarsson 7), en skrifarar Eiríkur Kúld og H. Kr. Friðriks- son. Landshöfð. skýrði frá, að hann mundi leggja fram þessi 18 stjórnarfrumvörp : 1. Um hlutdeild safnaðanna í veitingu bauða. 2. Um borgaralegt hjónaband o. s. frv. 3. Um að veita stjórninni heimild til að láta birta hinar lögboðnu blaða-auglýs- ingarí Stjórnartíðindunum, deildinni B. 4. Um lögreglusamþykktir. 5. Um lögtak og fjárnám án dóms eða sátta. 6. Um fiskiveiðar fjelaga í landhelgi. 7. Fjárlög 1886 og 1887. 8. Um hvalaveiðar. 9. Um breyting á prestakallalögum 80 1. gr. 10. Um bátafiski á fjörðum. 11. Um breyting á mati nokkurra jarða í Bangárvallasýslu. 12. Um innsetning á skepnum 13. Um stofnun landsbanka (seðlabanka). 14. Um þjóðjarðasölu. 15. —16. Fjáraukalög. 17.—18. Beikningssamþykktarlög. f>ingvallafundar. (Eptir ,,ísafold“). þrátt fyrir talsvert óveður og illa færð var allmikið fjölmenni saman komið á þing- velli við Oxará að morgni hinn 27. f. m., eptir fundarboði alþingisforseta Jóns Sig- urðssonar frá Gautlöndum er setti fundinn tveim stundum fyrir hádegi, með rúmum 30 kjömum fulltrúum úr flestum hjeruðum landsins. Voru auk þess viðstaddir nokk- uð á annað hundrað manna, þar á meðal allmargir alþingismenn. Fundurinn var haldinn í tjaldi er tók rúmlega 100 manns. þessir voru fulltrúar á fundinum: Úr Austur-Skaptafellssýslu: 1. Sigurður Ingimundarson á Fagurhöls- mýri. Ur Vestur-Skaptafellssýslu: 2. Bunólfur Jónsson í Holti. 3. Jón Einarsson á Hemru. Úr Bangárvallasýslu : 4. Sjera Ólafur Ólafsson í Guttormshaga. 5. þórður Guðmundsson á Hala. Úr Arnessýslu: 6. Helgi Magnirsson í Birtingaholti. 7. Sjera Jens Pálsson á þingvöllum. Úr Gullbr.- og Kjósarsýslu: 8. Skólastjóri Jón þórarinsson í Hafnar- firði. 9. Jón Breiðfjörð á Brunnastöðum. Úr Beykjavík. 10. Björn Jónsson ritstjóri. 11. Indriði Einarsson revisor. Úr Borgarfjarðarsýslu: 12. Sjera þórhallur próf. Bjarnarson. Úr Mýrasýslu: 13. Guðmundur Pálsson, sýslumaður. 14. Hjálmur Pjetursson á Hamri. Úr Snæfsllsnessýslu: 15. Daníel Thorlacíus í Stykkishólmi. 16. þórður þórðarson á Bauðkollsstöðum. Úr Dalasýslu: 17. Guðm. Guðmundsson í Ljáskógum. Úr Barðastrandarsýslu: 18. Sjera Lárus Benediktsson í Selárdal. Úr ísafjarðarsýslu: 19. Sjera Sigurður Stefánsson í Vigur. 20. Gunnar Halldórsson í Skalavík. Úr Húnavatnssýslu: 21. Kand. þorleifur Jónsson í Stóradal. 22. Páll Pálsson í Dæli. Úr Skagafjarðarsýslu: 23. Sjera Arni þorsteinsson á Bíp. 24. Jósep skólastjóri Björnsson á Hólum. Frá Akureyri: 25. þorsteinn Einarsson á Oddeyri. 26. Björn Pálsson á Akureyri. Úr þingeyjarsýslu: 27. Jón Jónsson frá Arnarvatni. 28. Jón Ólafsson á Einarsstöðum. 29. Pjetur Jónsson á Gautlöndum. 30. Sigurður Jónson á Yztafelli. Úr Grímsey: 31. Arni þorkelsson. Ur Norður-Múlasýslu: 32. Brynjólfur þóraa-insson á Brekku. Úr Suður-Múlasýslu: 33. Sjera Páll Pálsson á þingmúla. Fulltrúinn úr Grímsey hafði raunar eigi verið kosinn, en honum voru veitt full- trúarjettindi af fundinum. Enn fremur höfðu þessir 4 verið kosnir til þingvallafundar, en fengið forföll: Indriði Gíslason á Hvoli (fyrir Dalasýslu), Olafur Sigvaldason hjeraðslæknir í Bæ (fyrir suð- urhluta Barðastrandarsýslu), Páll hjeraðsl. Blöndal (Borgarf.) og Páll prófastur Ólafs- son á Prestsbakka (Strandasýslu). Fundarstjóri var kosinn Björn Jónsson rit- stjóri frá Beykjavík, með 24 atkv., en varafundarstjóri Indriði Einarsson revisor (8 atkv.). Fundarstjóri kaus til fundar- skrifara þá Jón pórarinsson skólastjóra í Hafnarfirði og kand. porleif Jónsson frá Stóradal. Auk fulltrúanna, er einir höfðu atkvæðis- rjett á fundinum, höfðu bæði alþiugismenn og aðrir, er á fundinum voru, málfrelsi, þó svo, að fulltrúar gengi fyrir og þingmenn næstir þeim. Fundarmenn afhentu fundarstjóra hjer- aðsfundarskýrslur þær og ávörp, er þeir höfðu meðferðis til fundarins, er voru upplesinn, þar á meðal svo látandi ávarp frá tuttugu íslenzkum stúdentum og kandídötum í Khöfn. dags. 11. júní: »Vjer íslendingar í Kaupmannahöfn, er ritum nöfn vor hjer undir, tökum innileg- an hlut í öllum andlegum og líkamlegum framförum ættjarðar vorrar. Allt það, sem vjer því heyrum gert vera til þess að auka þær og efla, gleður oss hjartanlega. Ekki höfum vjer fagnað því sízt, að enn á ný hefur verið stofnað tii almenns þlNGVALLA-fundar, til þess að gefa hin- um beztu mönnum landsins kost á, að ræða þar mál þess, þau er mestu varðar, — og teljum vjer þar fremst í flokki stjórnarskrár- mál vort. Um leið og vjer hjer með leyfum oss að þakka þeim, er hafa stofnað til þessa fund- ar, óskum vjer þess af heilum hug, að hann fái afrekað það, er verði til blessunar fyrir börn Islands í bráð og lengd«. þessi mál voru tekin til umræðu og álykt- unar á fundinum : 1. Málið um endurskonun stjórnarskrár- innar var haft efst á dagskrá, og eptir tals- verða undirbúningsumræðu, er nokkrir þing- menn tóku þátt í og aðrir, auk fulltrúanna, var sett í það 5 mannanefnd: Björn Jóns- son, porleifur Jónsson, Indriði Einarsson, síra Páll Pálsson, og Hjálmur Pjetursson. Alyktunarumræða fór fram um kvöldið seint, eptir að nefndin hafði lokið starfi sínu, og varð langmest og kappsamlegust umræða um hið takmarkaða (frestandi) neitunarvald konungs, er einn fundarmaður gerði að viðauka-uppástungu við tillögu nefndarinn- ar. það atriði ræddu og þingmenn nokkrir, einkum Jón Ólafsson og Benidikt Sveinsson, Jón með, en Benidikt á móti. Enn frem- ur komu fram tvær aðrar viðauka-uppá- stungur: um merki Islands og titil konungs. Tillaga nefndarinnar til fundarályktunar hljóðaði þannig: Fundurinn storar á alþingi: a. , að láta endurskoðun stjórnarskrárinn- ar ganga fyrir öllum öðrum málum í sumar, næst fjárlögunum, og leyfir sjer aðfara fram á, að það leggi til grundvallar frumvarp það, er alþingi samþykkti og sendi konungi til staðfestingar 1873, meðal annars sjerstaklega að því er snertir fyrirmælin um jarl á ís- landi, er skipi stjórnarherra með ábyrgð fyrir alþingi; þó svo b. , að alþingi komi saman á hverju ári; c. , að kosningarrjettur til alþingis sje ekki bundinn við neitt gjaldtil almennra þarfa; og d. , að sambandinu milli rikis og kirkju skuli skipað með lögum ; Og viðaukauppástungurnar: e. , að konungur (eða jarl) hafi takmarkað neitunarvald, líkt því,, sem á sjer stað hjá Norðmönnum; /., að ísland eigi rjett á að hafa sjerstak- an verzlunarfána; 1 g., að bætt sje inn r titil konungs orðun- um: »yfir Islandi«. Tillögur þessar voru allar samþykktar, stafl. a með flestöllum atkvæðum gegn 1; — b með 20 atkv. gegn 11; — c með meiri hluta atkvæða; og hin at- riðin méð öllum þorra atkv., nema stafl. e, um hið frestandi neitunarvald, er var samþ. með 20 atkv. gegn 11, að viðhöfðu nafna- kalli, sögðu þessir nei : Arni þorsteinsson, Björn Jónsson, Guðmundur Pálsson, Gunnar Halldórsson, Hjálmur Pjetursson, Indriði Einarsson Jens Pálsson, Jón Breiðfjörð, Jón þórarinsson, Sigurður Stefánsson, þórhallur Bjarnarson. Fjarverandi voru þeir Helgi Magnússon og Ólafur Ólafsson. 2. Rjettur utanþjóðkirkjumanna. I því rnáli var eptir litlar umræður samþykkt í einu hljóði gvolátandi ályktun : Fundurinn skorar á alþingi, að láta eiyi lengur dragast að skipa með lögum rjettar- stöðu þeirra manna, sem eru fyrir utan þjóðkirkjuna. (Niðurl. næst). Ábyrgðarmaður : Sigurður Jónsson. Isafol darprentsmiðj a.

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/120

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.