Austri - 18.07.1885, Qupperneq 3
63
verður, ef hann þekkir eiganda, að skora á
hann, að hirða fjenað sinn, og ef hann þá
eigi vitjar hans innan hæfilegs frests, varð- j
ar ágangur sá, er fjenaðurinn þar á eptir
gerir, sekt eptir 2. gr.
4. gr. Nú vitjar maður eigi búfjenaðar
eptir 3. gr., eða sá, er fyrir ágangi verður,
eigi þekkir, hver fjenað á, og skal hann þá
segja hreppstjóra eða lögreglustjóra til hans
með glöggri lýsingu og marki, og að hann
vilji við ágang losast. Hreppstjóri eða lög-
reglustjóri auglýsir þetta þá þegar fyrir eig-
anda, þá hann er kunnur, ella í öllum nær-
sveitum, þar sem líklegt er að eigandi muni
finnast, og má eptir áskorun þess, er fyrir
ágangi varð, jafnframt ákveða, að fjen-
aðurinn verði seldur við löglega auglýst
uppboð.
Uslafje þetta má að eins selja með þeim
skilmálum, að eiganda sje áskilinn inn-
lausnarrjettur á fjenu sjálfu innan sex mán-
aða frá uppboðsdegi.
Sje svo, að fjenaður sá, er selja skal,
eigi sje til lífs, skal hreppstjóri eða lögreglu-
stjóri kveðja til svo óvilhalla menn, og ef
þeir með skriflegri skoðunargjörð, er byggð
sje á tilfærðum ástæðum, og sem þeir lýsa
yfir, að þeir treysti sjer til að staðfesta með
eiði, votta að svo sje, má selja hann til
dráps.
Auk misseris fyrirvara til innlausnar á
sjálfum fjenaðinum á eigandi rjett að heimta
andvirði hins selda innan eins árs frá upp-
boðsdegi, en sala fjenaðarins með einkenn-
um og'marki, og áskorun um útlausn eða
móttöku á andvirði skal ávallt auglýst í
blöðum þeim, er mesta útbreiðslu hafa í
amti hverju, með eigi minna en 3 mánaða
fyrirvara.
Ei má afmarka eða breyta marki á usla-
fjenaði, sem séldur er, þann tíma sem hann
sjálfur er til útlausnar, og sje út af þvi breytt,
varðar það sektum allt að 50 kr.
f>. gr. Ejett er þeim, er fyrir ágangi verð-
ur, að leggja hald á uslafjenað, eða svo
mikið af honmn sem með þarf, þangað til
hann hefir fengið fullar bætur eptir 1. gr.
og kostnað sinn, og ber honum þá að varð-
veita fjenaðinn, meðanhann er í haldihans,
svo að eigandi eigi bíði skaða, er sök verði
gefin á.
Ejett er og að uslafjenaður sjálfur eða
andvirði hans standi til tryggingar fyrir
skaðabótum, sektum eptir 2. gr., og öðrum
kostnaði, sem á fellur eptir lögum þessum.
Slík gjöld má og taka fyrirfram af andvirði
hins selda.
Ef maður tekur fjenað sinn úr vörzlum
þess, er fyrir ágangi hefur orðið, eptir að
hald hefur verið á hann lagt, sem fyr segir,
og að honum fornspurðum, varðar það allt
að 50 kr. sekt.
6. gr. Um leið og sá, er fyrir ágangi
verður, gjörir eiganda orð um það, eða að
húpeningur fyrir þá sök sje sje tekinn í
hald, skal hann bjóða honum fjenaðinn
til útlausnar með ákveðnu gjaldi. Nú vill
eigandi eigi leysa hann út með því verði, og
skal sá, er fjenaði heldur, engu að síður
skyldur að láta hann af hendi, ef eigandi
áður afhendir hreppstjóra eða lögreglustjóra
að veði svo mikið fje, sem honum eptir
áskorun beggja þeirra, er hlut eiga að máli,
eða annarshvors, þykir hæfilegt að ákveða
til tryggingar fyrir lúkningu á skaðabótum,
sektum og kostnaði.
7. gr. Ejett er og, að lögreglustjóri eða
hreppstjóri eptir áskorun kveði á um til
sætta, hvort gjald þeim þyki hæfilegt að
greitt sje; en fari svo, að til málsóknar
komi, skal sá ávallt greiða málskosnað, er
með dómi finnst ástæðulaust að hafa hafn-
að taka á móti eða greiða, hvort heldur
sanngjarnlega krafið eða framboðið gjald,
eða það gjald, er hreppstjóra eða lögreglu-
stjóra hefur þótt hæfilegt fyrirfram að á-
kveða til sátta.
8. gr. Með mál eptir lögum þessum skal
farið sem einkalögreglumál. Sektir eptir
2. gr. renna í sveitarsjóð eða bæjarsjóð.
I fjárlaganefnd voru kosnir: Tr. Gunn-
arsson (form,), Eiríkur Briem (skrif.), H.
Kr. Friðriksson, þork. Bjarnason, þorsteinn
Thorsteinssen, L. Blöndal og þorl. Guð-
mundsson.
í bankanefndina: Arnljótur Ólafsson,
Jón Ólafsson, Eiríkur Briem, þorvarður
Kjerulf og Egill Egilsson.
I prestakosningarnefnd : Einar Asmunds-
son, Arni Thorsteinsson, Jakob Guðmunds-
son.
í málinu um borgaralegt hjónaband : Jón
Pjetursson, Benidikt Kristjánsson, Sighv.
Arnason.
Fundir hafa verið haldnir á hverjum
virkum degi síðan þing var sett, og er þeg-
ar kominn mesti aragrúi af bænaskrám og
áskorunum inn á þing, og má telja vist, að
eigi muni öll þau mál ná.framgangi í þetta
sinn.
Hið merkasta mál, sem komið er í nefnd
frá þingmönnum, er endurskoðun stjórnar-
skrárinnar; i hana voru kosnir J. Sigurðs-
son, B. Sveinsson, þ. Böðvarsson, þ. Kjer-
ulf, þ. Magnússon, H. Kr. Friðriksson, Jón
Jónsson.
fingvallafundur.
(Eptir „ísafolcF, niðurlag).
3. Bankaviálið. Eptir nokkrar umræð-
ur var í einu hljóði samþykkt svohljóðandi
ályktun.
Fundurinn skorar fastlega á alþingi, að
skilja eigi svo í þetta sinn, að það hafi eigi
samþykkt lög um stofnun seðlabanka fyrir
landið, til að bæta úr hinni sáru þörf al-
mennings á slíkri stofnun.
4. Afnám amtmannaembœttanna. Eptir
nokkrar umræður var með 14 atkvæðum
gegn 7 samþykkt svohljóðandi ályktun :
Fundurinn skorar á alþingi, að halda
fastlega fram viðleitni sinni að fá afnumin
amtmannaembættin.
5. Alþýðumenntunarmálið. Eptir nokkr-
ar umræður var með öllum þorra atkvæða
samþykkt þessi ályktun :
Fundurinn skorar á alþingi að taka al-
þýðumenntamálið til meðferðar í sumar, og
koma fastri, lögbundinni skipun á uppfræð-
ing alþýðu um land allt, svo- fullkominni,
sem efni og aðrar kringumstæður frekast
leyfa.
6. Auhiing á valdi hreppsnefnda í fá-
tækramálum. Eptir nokkrar umræður var
borin upp uppástunga um að skora á al-
þingi að taka upp aptur frumvarp áþekkt
því, sem neðri deild alþingis samþykkti
1883 um vald hreppsnefnda í fátækra-
málum. En þessi uppástunga var felld
með 12 atkvæðum gegn 10.
7. Kosning presta. Með öllum þorra at-
kvæða var umræðulaust samþykkt sú á-
lyktun, að skora á alþingi að halda áfram
málinu um kosning presta í líku hörfi og á
síðasta alþingi.
8. Stofnun landsskóla. Eptir nokkrar
umræður var nær því í einu hljóði samþykkt
svohljóðandi ályktun:
Fundurinn skorar á alþingi, að halda seni
fastast fram sömu stefnu og á síðasta þingi
í málinu um stofnun landsskóla.
9. Takmörkun á vínsölu. Eptir litlar
umræður var nær því í einu hljóði sam-
þykkt þannig löguð ályktun :
Fundurinn skvrar á alþingi, að gjöre sjer
allt far nm, að afstýra ofnautn áfengra
drykkja í landinu.
— Hjer um bil einni stundu eptir mið-
nætti var fundi slitið.
Útlendar fréttir.
Kaupmannahöfn 4. d. júlíœán 1885.
England. þar var síðast komið sög-
unni, að Gladstone var steypt frá völdum
og útlit var fyrir, að Salisbury mundi verða
eptirmaður hans. Nu er hið nýja ráða-
neysi komið á laggirnar. Salisbury er ráð-
gjafaforseti og hefur auk þess stjórn út-
lendra mála, sem Granville hafði áður.
Forustan fyrir Toryflokknum í neðri þing-
stofunni var tekin af gamla Northcote og
hann settur upp í efri þingstofuna, en sá
maður, er Hicks-Beach heitir, var settur
til þeirrar virðingar, er Northcote hafði
haft. Hich-Beach var áður í ráða-
neyti Beaconsfields. |>essi skipti á North-
cote og Hicks-Beach segja allir mest að
kenna Churchill lávarði. Honum hefur
ætíð þótt Northcote fara of hægt, en
Churchill er ofstopa maður hinn mesti.
Hann hefur sjálfur rutt sjer braut, án þess
að fylgja foringjum sínum. Hann hefur
safnað sjer liði meðal alþýðu manna og
myndað hinn svonefnda 4. flokk, og það
er þess vegna að hann nú er orðinn ráð-
gjafi fyrir Indlands málum. Alls eru í þessu
ráðaneyti 16 manns, 8 úr hvorri þingstofu.
Menn hafa opt verið hræddir um, að ef
Toryarnir kæmust til valda, þá mundu
þeir setja allt á annan endann með ófrið-
semi sinni við aðrar þjóðir, en allt útlit
er fyrir, að Sahsbury muni nú þegar til
kemur feta í fótspor Gladstones í utan-
ríkisstjórn sinni, þó hann hafi áður farið
svo hörðum orðum um hana. En með-
fram gjörir hann það ef til vill af því, að
hann er mjög kominn upp á náðir Glad-
stones og frjálslynda flokksins nú fyrst um
sinn, því þeir eru miklu liðfleiri í neðri
þingstofunni en hann og geta því sett hon-
um stólinn fyrir dyrnar, hvenær sem vera
skal. það er dálítill helgidagsblær yfir
þessu ráðaneyti, sem að eins vinnur þau
verk, er ekki verður hjá komizt. það líð-
ur naumast á löngu áður en kosningar
fara fram. Eptir hinum nýju kosninga-
lögum. bætast þá við 2 miljónir nýrra kjós-
enda, og sennilegt er, að þeir þá muni
Gladstone það, að þeir eiga honmn að þakka