Austri - 19.03.1886, Blaðsíða 3

Austri - 19.03.1886, Blaðsíða 3
27 arskoðana, þegar minnst varir, getur numið í burtu, því fremur sem hún, að vorri ætlun, hvorld hefur stað í lögum 2. jan. 1871 né þeim skoðun- um á rétti vorum, þörfum og málstað, sem samþegnar vorir Danir í heild sinni nú haía. En hvað sem þessu líður, þá er það heilög skylda vor við föðurland vcwt og niðja, að gæta og geyma sannra landsréttinda vorra, þeirra, sem á endanum, ef vér nú ekki, þegarvér loksins höfum fengið fullnaðaratkvæði í þeim, liggjum á liði voru, hljóta að einkenna oss sem sjálfstæða og stjórn- frjálsa þjóð í vorum eigin málum. Ritað í janúarmánuði 1886. Gamall þingmaður. Urn alþiiigismannaval. Af því að „Austri“ hafði i vetur meðferðis ágætar „Bendingar við kosn- ingar til alþingis‘f, þá vil jeg biðja hinn heiðraða ábyrgðarmann að láta blaðið flytja lesendum sínum einnig bendingar um hin kjósanlegustu þing- mannaefni í Norður- og Austuramt- inu. Nú þegar Bægisárþresturinn er að þrédilca villukenninguna á móti Stjórnarskrárbreytingunni, ættu menn að kapþkosta að fylkja hinu hraust- asta og bezta liði, og ættu kjósend- ur að leggja sig þar til fram eptir viti og mætti. fað hefur verið sorg- legur vottur um áhugaleysi alþýðu, á velferðarmálum sínum, hve lítið menn hafa skeytt um að velja góða, trúa, drenglynda og holla lands og þjóðarvini til þingsetu. Menn gera sér almennt ekki nógu ljósa grein fyrir því, hve áríðandi slíkt er í raun og' veru, og sökum þessa kjósa marg- ir þingmann sinn rétt út í bláinn, án þess að athuga, hvað af hverjum ein- stökum þingmanni getur leitt, gott eður illt. Sumir láta og stjórnast af annarlegum hvötum, svo sem persónu- legheitum, ýmist velvild eður óvild, einir af höíðingja-hylli eður þá affor- tölum einstakra héraðsríkra manna. Af því leiðir að valið fellur opt óhæfi- lega: |>ar sem velvild, höfðingjahylli eða fortölur ráða, kjósa menn einatt ónýta þingmenn, og þar sem óvild ræður kosningum, hafna menn opt góðu þingmannsefni. Af slíku má ekki láta stjórnast; það er rangt. Kjósendur eiga að virða og meta manninn, sem mann, eptir hæfileg- leikum til þessa eða hins, án hlut- drægni eður sérstakra tilfella, vináttu eða óvináttu. Eg vil nú tilgreina hér nokkur þingmannaefni, þau er eg og þeir er nægilega til þekkja hljótum að álíta hæfilegust, hver í sínu kjördæmi. 1 Suðurmúlasýslu virðist mér mega fullyrða, að síra Lárus Uall- dórsson á Eskifirði sé lang hæfast- ur til þingsetu; hann er skarpur og einarður gáfumaður, og var þegar á skólaárum sínum talinn vel „rauður“; frjálslyndur er hann og, það hefur hann sýnt í fríkirkjumálinu. Menn mega og muna, hvílíkur þingmaður hans heiðraði, sæli faðir var, og eru mikil likindi til að Lárus prestur vilji fylgja hans dæmi. — Eg tel víst að sýslubúar reyni að halda Jóni Ólafssyni, því hvað sem um hann má segja sem „privat“ mann, þá er hann ágætis þingmaður. í Norðurmúlasýslu tel eg líklegt að menn endurlcjósi jporvarð lækni Kjerulf, því hann hefur komið frjáls- lyndislegur og heiðarlega fram á þing- um þeim, er hann hefur á setið. Benedikt sýslumann Sveinsson ætla eg að bera fram annarstaðar, þar I sem er í sannleika meiri þörf á slík- um atkvæðamanni. Og í hans stað mun innan héraðs efalaust síra Björn foi’láksson á Dvergasteini manna bezt hæfur til þingmennsku; hann er maður skaplyndisfastur, gætinn og stilltur vel, og hefur glögga og næma skoðun á málefnum þeim, er hann gefur sig að ; hann er framfaravinur og manna starfsamastur; hann er bæði ungur og gamall íslendingur, sem fáir yngri menn hafa því láni að hrósa að vera. í fingeyjarsýslu er varla að gera ráð fyrir breytingum á þingmönnum; sýslubúar munu sjá og finna, livað þeir hafa þar átt, sem eru hinir heiðr- uðu gömlu þinggarpar þeirra, Jón dbrm. Sigurðsson og síra Benedikt Kristjánsson, og ekki vera svo blind- ir að skipta um. En engin sýsla á landinu er jafnvel skipuð af velhæfum þingmannaefnum sem sú sýsla, því þar eru leikmenn að tiltölu lang-bezt menntaðir á landi hér. J>á er nú Eyjafjarðarsýsla. J>ar hygg eg að eigi sé völ á lærðum mönn- um til þingfarar, því ótrúlegt er að síra Arnljótur verði kosinn framvegis, hann hefur nú sýnt hina sönnu hlið sína á fyrirfarandi þingum, og held- ur enn áfram að fara í gegnum sjálf- an sig í blaðinu „Fróða“, hann talar þ a r af „sínu eigin“. J>að er annað hljóo í strokknum nú, en þegar sira Arnljótur var að slá á strengi bænda í „Norðlingi“ forðum, með því að rita um afnám amtmannaembættanna og um laun hálaunuðu „landsómaganna“ o. s. frv.; þá ginntust bændur til að kjósa hann. Væru nú refirnir skorn- ir til þess, að komast á bekk (meðal) hinna konungkjörnu (eða máske) til að vinna fyrir titli og krossi, yrði það ekki íslenzkur minnisvarði fyrir frammistöðu lians á þingi ? |>að er annars merkilegt, hvað Arnljótur prestur er misvitur, að hugsa sér að telja mönnum hughvarf í stjórnar- skrármálinu, og meina sig að sjá og [ skilja flestum betur hið rétta og sanna í því máli, þar sem flestir hinir beztu og skynsömustu menn þjóðarinnar eru á gagnstæðri meiningu. Eyfirzkur embættismaður virðist að vísu berg- mála með presti í „Eróða“ og sýnir sá hinn sami Eyfirðingum þegar, hvers vænta má úr þeim stað, en menn vissu nú raunar fyrr að hann var þversum í pólitíkinni og öfugur i ýmsum þjóðmálum. „Hvaðan kennir þef þennan, i>órður andar hér liand- an“. — Stjórnarskrárbreyting er ekki matarmál eður skólastjórn. Annar þingmaður Eyfirðinga var Einar dbrm. Ásmundsson í Nesi, og hefur nú heyrzt að hann mundi ekki gefa kost á sér sökum lasleika, Nú ættu Ey- firðingar að reyna að fá hinn rnikla þingskörung Benedikt sýslum. Sveins- son; hann er sjálfsagður að sitja á þingi, og hann er mun betur settur sem þingmaður Eyfirðinga en Norð- urmúlasýslu, hann á hægra með að sækja fundi kjósenda sinna á Akur- eyri. Innan héraðs í sýslu þessari er vafalaust verzlunarstjóri Eggert Laxdal beztum þingmannskostum bú. inn, og sá eini er þar er hugsandi til að kjósa; hann er lipurmenni, skarp- gáfaður og menntaður vel af leik- manni til, framfaravinur mikill, frjáls- lyndur og drenglyndur. J>að er lík- legt að Eyfirðingar sjái sómasinníað fá þessa menn fyrir sig á þing. ■ Skagfirðingar endurkjósa að lík- indum hinn fyrrverandi þingmann sinn, Friðrik bónda Stefánsson í Húsey, hann hefur reynzt allvel á þeim þing- um er hann hefur á setið, og mun þar varla betri manna völ. En í stað Gunnlögs Briems ættu þeir að velja sér Ólaf stúdent Briem , bróð- ur hans, hann mun bezt til þingstarfa hæfur af þeim bræðrum, hann er í bændastöðu, og þykir af öllum er til þekkja ágætismaður í alla staði. J>að má af líkum telja víst, að Húnvetningar afneiti sýslmanni sín- um, sem þingmanni, og þá einnig síra Eiríki Briem; því hvorugur þessara manna hefur svarað til þeirra góðu vona er menn gerðu sér um þá, sein þingmenn. Kjóll er engu betri en peisa, ef hann reynist ekki hæfilegri til síns brúks. Húnvetningar eiga meðal bænda sinna góð þingmanna- efni, og má fyrstan þar til nefna Árna bónda Jónsson á |>verá í Hall- árdal; hann er þar manna bezt mennt- aður, skynsamur vel, stilltur, gætinn, drenglyndur og sannur framfaravinur, og yfir höfuð prýði bændastéttarinnar. J>á er l’áll bóndi ÓlafssOil á Akri í J>ingi góðum þingmanns hæfilegleik- uhí búinn, og mun vart völ á betur hæfari þingmannaefnum í því kjör- dæmi, og skyldu Húnvetningar nú kjósa þessa menn. J>að mun nú sem fyrr, að nógu margir verða til að bjóða sig fram við næstu þingkosningar, en reynzlau

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/120

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.