Austri - 26.07.1886, Síða 1
1 8 8 6.
3. árg.
Seyðisfirði, uvánudag 26. júlí.
Nr. 19.
Reglugjörð landslbankans
(í ágripi éptir Fjallkonunni).
Um stjórn landsbankans segir svo
meðal annars, að framkvæmdarstjóri
annist dagleg störf bankans og stýri
þeim; skal hann ávalt vera viðstadd-
ur á meðan á vinnutímanum stendur.
„Annar gæzlustjórinn skal og alla
jafna vera viðstaddur“. itísi ágrein-
ingur milli bankastjóranna um eitt-
hvert málefni, ræður atkvæðafjöldi. |>ó
má framkvæmdarstjóri, ef hann álítur
að einhver ákvörðun gæzlustjóranna
sé þanuig löguð, að bankinn getibeð-
ið tjón af, láta farast fyrir að fram-
kvæma hana, en hann má ekki fram-
kvæma neitt það, er báðir gæzlustjór-
arnir hafa neitað að leggja samþykki
sitt á“.
„Á aðalpeningahirzlu bankans skal
læsingin vera þannig gjörð, að ekki
verði henni iokið upp nema með 2
lyklum, sem ekki eru eins. Hefur
framkvæmdarstjóri annan lykilinn, enn
féhirðir liinn, og verða þeir því ávalt
báðir að vera við, þegar liún er opn-
uð. pegar eitthvað er tekið úr sjóði
eða í hann látið, skal það ritað i bók,
sem til þess er ætluð. Skal féhirðir
rita nafn sitt undir, ef úr sjóði er
tekið, enn framkvæmdarstjóri, efíhann
er látið“.
„Féhirði skal fengin önnur fjár-
hirzla, er hann skal geyma í það fé,
sem honum er fengið til daglegra
þarfa, og hefur hann einn lykilinn eða
lyklana að henni“.
Um störf landsbankans eru þetta
hin helztu fyrirmæli:
11. gr. Bankinn veitir lán gegn
tryggingu í fasteign, þó ekki gegn
tryggingu í húsum, nema íReykjavík,
og ávalt gegn 1. veðrétti.
12. gr. Til þess að menn geti feng-
ið lán úr landsbankanum gegn fast-
eignarveði, verða menn að fullnægja
þeim skilmálum, er nú skal greina:
a. láta virða eignina til peninga af 2
óvilhöllum, kunnugum dómkvöddum
mönnum. Skal eigninni nákvæm-
lega lýst í virðingargjörðinni, og
þess getið, hver hús séu á eigninni,
sé það jörð, og hvað þau séu virt
út af fyrir sig; einnig skal íhenni
tekið fram, hvert afgjald sé af jörð-
iuni, og hafi jörðin nýlega gengið
að kaupum og sölum, hvað gefið
hafi verið fyrir hana.
b. Útvega vottorð hlutaðeigandi em-
bættismanns samkvæmt afsals- og
veðbréfabókunum um hvort nokkur
veðskuld eða önnur eignarbönd liggi
á eigninni og hver þau séu.
c. Útvega 'vottorð hlutaðeigandi em-
bættismanns samkvæmt embættis-
bókum hans um, að hlutaðeigandi
hafi þinglesna heimild að fasteign-
inni, eða, sé það ekki unt, þá vott-
orð hans um, að eignin sé vitan-
leg eign hans.
13. gr. Landsbankinn lánar fé gegn
sjálfsskuldar-ábyrgð, þó því að eins,
að ábyrgðarmennirnir séu búsettir í
Reykjavík eða í nágrenni við hana.
14. gr. Landsbaíikinn lánar fé gegn
handveði. Enn meðan bankinn ekki
hefur húsnæði, sem með öllu er óhætt
fyrir eldsvoða, tekur hann ekki til sín
annað handveð en arðberandi verðbréf.
15. gr, Um önnur störf, er bank-
inn getur haft á hendi, vísast til 6.
gr. laga um stofnun landsbanka. Að
því snertir viðtöku peninga sem inn-
lán eða með sparisjóðskjörum, munu
settar sérstakar auka-ákvarðanir við
reglugjörð þessa, þegar bankastjórnin
sér sér fært að fást við það starf.
16. gr. Bankinn lánar ekki minni
upphæð en 50 kr.
17. gr. Bankinn getur heimtað 1
árs vexti fyrir fram af lánum þeim, sem
hann veitir.
18. gr. |>að er á valdi bankastjórn-
arinnar, hversu mikið hún vill lána
að tiltölu við virðingarverð veðsins,
enn hún lánar þó að öllum jafnaði
ekki nema helming virðingarverðs, og
engu sinni meir enn 2/3 þess.
19. gr. J>eir, sem vilja fá lán úr
bankanum, skulu beiðast þess bréf-
lega, og geta þeir fengið prentuð
eyðublöð undir slík bréf ókeypis í
bankanum.
20. gr. Svar bankastjórnarinnar upp
á slíka beiðni verður að eins gefið
munnlega, og getur enginn, sem synj-
að er um lán, heimtað, að honum sé
gerð grein fyrir, hverjar ástæður séu
til synjunarinnar.
21. gr. Ekki eiga menn heimtingu
á, að fé það, sem bankastjórnin hef-
ur ákveðið að veita einhverjum að láni,
sé greitt fyrr enn næsta virkan dag
bankans eptir að láninu var heitið.
22. gr. Sérhver skuldunautur bank-
ans má greiða lán það, er hann hef-
ur fengið, allt eður nokkurn hluta
þess, áður gjalddagi sá, sem ákveðinn
er í skuldabréfinu, er kominn; enn
ekki getur hann heimtað neitt endur-
goldið af þeim vöxtum, er hann kann
að hafa greitt fyrir fram.
23. gr. Engum veitist lán úr bank-
anum lengri tíma enn 10 ár; sérhvert
lán veitist mót afborgun og vöxtum,
eptir því sem nánara um semst við
bankastjórnina.
Hvernig seðlar bankans skuli vera
gerðir, hefur verið skipað fyrir um
með konungsúrskurði 20. f. m., á
þessa leið:
Bókstafirnir I. L. eru vatnsnierkt-
ir í pappírinn, er seðlarnir eru prent-
aðir á. Á báðum minhi hliðumhvers
seðils er pappírsröndin óskorin og
brúnin því ójöfn. Eraman á hverj-
um seðli vinstra megin er brjóstmynd
hans hátignar konungsins; þar er og
prentað með svörtu letri á íslenzku
gildi seðlanna, og er talan tilfærð með
bókstöfum. Eyrir neðan standa með
svörtu letri orðin:
„Gefinn út samkvæmt lögum 18.
septbr. 1885.
Eyrir landsjóð íslands“,
og hér ritar landshöfðinginn ytír Is-
landi nafn sitt undir. Einn af em-
bættismönnum bankans ritar og nafn
sitt á hvern seðil. Talan sem sýnir
gildi hvers seðils, er prentuð efst á
honum og í horninu hægra megin.
Liturinn á þessum tölum og á ýmsu
skrauti er á seðlunuin finnst, svo og
grunnlitur seðlanna er brúnn á 50
króna seðlunum, blár á 10 króna seðl-
unum og grár á 5 króna seðlunum.
Aptan á 10 og 5 króna seðlana er
ekkert prentað; enn aptan á 50 króna
seðlunum er kvennmannsmynd og tal-
an 50 prentuð til beggja hliða innan
í skrautgjörð. Á hverjum seðli er loks
sett raðartala hans á tveirn stöðum.
Uin brúagerð á J>júrsá og- Ölvesá.
(Framhald).
2. Ber landssjóði að kosta brýrnar?
í aðalefninu er öll greinin tilraun
til að neita þessu spursmáli, eða, hún
gengur út frá neitun þess sem sjálf-
sagðri, svo hún kallar það sem lands-
sjóður kynni að leggja til brúnna,
blátt áfram „gjöf“. þessari skoðun
til stuðnings bendir greinin á: að