Austri - 29.09.1886, Page 4

Austri - 29.09.1886, Page 4
96 uð, og væri nauðsyn á að þeir, sem færari eru til pess en eg, vildu rita um pað mál. x+y. í síðastliðnum febrúarmánuði sendi eg -3 menn á bát í beztu tíð og blæja- logui héðan frá Húsavík, sem er næsta vik iyrir norðan Loðmundarfjörð til að sækja læknirinn okkar berra Bjarna Jensson, sem býr á Seyðisfirði, til konu minnar, sem lá í barnsnauð. j>á er eg sendi mennina á stað, hafði hún pegar fætt eitt barn, en annað var eptir, sem hún ekki gat fætt. J>eg- ar hún nú pannig lá í blóðböndun- um, og gat ekki fætt, sendi eg í dauð- ans oí'boði á stað til læknisins, til að iá bann hingað, og hjálpa konunni, ef nokkur hjálp væri hér möguleg. En pegar til Seyðisfjarðar kom, og til læknisins átti að taka, afsagði hann með öllu að fara nokkuð með mönnunum, án pess pó ao tilgreina uokkrar ástæður fyrir neitum sinni, — gjörðu pó sendimenn allt, sem í peirra valdi stóð, til að reyna að fá liann með sér —, pvi peim var vel kunnugt, hvernig hagir voru heima iyrir, en allt reyndist jafn árangurs- laust, og hlutu peir pví að hverfa við svo búið, læknislausir heim aptur. Eigi parf að segja, að lækni pessum hafi baggað elli né vanheilsa, pví mað- urinn er á bezta aldri með beztu heilsu, pað kunnugt er, enda bar hann ekkert slíkt fyrir. Endirinn varð sá, að konan fæddi bæði börnin lifandi, en bæði dóu pau skömmu síðar. Kon- an liíir, en allt útlit er fyrir. að hún nái aldrei fullri heilsu hér eptir; samt sem áður læt eg ósagt, að læknir pessi hafi hvorki beinlínis né óbeinlínis ver- ið sekur í dauða barna minna og van- heilsu konu minnar, en eg vil skjóta undir dóm almennings og álit góðra manna pessari- aðferð herra læknis- ins. En sérílagi vil eg vekja athygli yfirvaldanna og landlæknisins á pessu, og er pað innileg ósk mín, að land- læknirinn, sem hefur almennt lof á sér, vildi gjöra sitt ýtrasta til að sjá um, að slíkir læknar ættu sér ekki stað hér á landi 'framvegis, pvi flest- ir munu heldur kjósa, að vera með öllu læknislausir, en reiða sig á slík- an lækni, sem ekki lætur öðruvísi samvizkusemi, skyldurækni né mann- úðartilfinningu í ljósi gagnvart mönn- um óg embætti sínu. en pessi lækn- ír hefur gjört í petta skipti, og ef til vill optar ef vel væri leitað. Jökulsá í Borgarfiröi 27. júlí 1886. Guðmundur Jónsson. Sunnudaginn hinn 6. septbr. 1884 eptir messu, bar S^einn Ólafsson í Firði, Möðruvallastúdent upp pá spurn- ingu, hvort menn hér vildu eigi reyna að koma á fót næsta vetur barna- skóla, og bauðst um leið til, að verða i kennari við hann og sýndi fram á hve parft og nauðsynlegt petta fyrirtæki væri. |>etta liafði pann árangur, að barnaskóli var stofnaður og haldin í 2 mánuði í húsi Jóns Sveinssonar á jpinghól, og léði hann hús án endur- gjalds. Skólinn var byrjaður upp úr nýárinu og var pá einnig byrjað hér sveitarblað, eptir hvöt frá Sveini. J>að var skýrt „Gaman og alvara“, og var lesið upp á hverju sunnudagskvöldi og bar par margt á góma, er hér er ekki staður né rúm að skýra frá, ut- an uppástungu frá presti okkar séra |>orsteini Halldórssyni. Efni hennar var að stofna hér barnakennslu á pann hátt, að hreppsbúar sampykktu, að útsvör peirra væru færð upp allt að priðjungi, til pess að launa kennslu, hús og eldivið við skólann. p>etta var síðan borið upp á almennum bænda- fundi á Brekku sumardaginn fyrsta 1885, og fékk pað svo góðar undir- tektir að allir sampykktu, sem á fundi voru nema einn sem hafði á móti! Síðan var pessi fundargjörð'sampykkt á sýslufundi sama vor. |>ess skal getið að sampykktin gilti að eins fyr- ir 1 ár. Nú í vetur var í samahúsi haldinn skóli 4 mánuði og voru börn- in töluvert fleiri enn hið fyrra ár, að meðaltali 17 í vetur leið. Kennari var nú í vetur leikmaður, Sveinn Guðnason, ættaður úr Beykjavík, víst mjög vel hæfur og laginn til pess starfa. Og voru allir hlutaðeigend- ur mjög vel ánægðir með kennslu hans; hann tók ekki nema 40 kr. í kaup um mánuðinn og lagði sér allt tíl sjálf- ur. Akvarðað er, að hafa hann næsta vetur fyrir kennara ef kostur er á. Nú í vetur hinn 26. apríl héldu menn fund með sér, mest viðvíkjandi skólanum. Og var á honum sam- pykkt að halda honum áfram, með sama fyrirkomulagi sem fyr; auk pess var stungið upp á að glá pessu til- lagi föstu, pað er að segja, að eigi purfi að kalla saman fund á ári hverju, heldur væri tillag lagt á ársárlega, án pess að til almenns fundar pyrfti að kveðja, petta var sampykkt af öll- um nema einum par á fundinum, og nefnum vér hann A. einn á blaði. p>ó pessi byrjun sé lítil, pá sýn- ir hún pó, að við Mjófirðingar erum að vakna til mannlegrar meðvitundar um nauðsyn barnauppfræðslunnar. |>ar vissa er nú fyrir, að barnaskóla verð- ur haldið hér áfram árlega, munum vér skora á pingmenn vora, að bera pá bæn upp á alpingi, hvort eigi mundi fást dálitill styrkur úr lands- sjóði handa barnaskóla okkar Mjó- firðinga, pó hann eigi ekki sjálfur hús enn pá. En pess skal getið, að hús pað, sem skólinn hefur verið haldinn í pessa 2 vetrarparta, mun til reiðu meðan eiganda pess nýtur við. Enn fremur skal pess getið, viðkomandi mönnum til verðugrar viðurkenningar, og öðrum til góðs eptirdæmis, að Jón sýslunef'ndarmaður Sveinsson, Hjálm- ar Hermannsson hreppstjóri og Yil- hjálmur Hermannsson hreppsnei'ndar- oddviti, tóku sitt barnið hver, ánend- urgjalds af fátækasta fjölskyldumanni hér í hreppnum, sem nutu skólans. Nokkrir Mjófirðingar. Auglýsliigar. Eptir tilmælum herra verzl- unarstjóra C. J. Girönvolds, heíi eg; skoðað og rannsakað maðk ]>ann, er fluttist í haunum til Grránufé- lagsverzlunar á Yestdalseyri, og lýsi eg pví liér með yfir, að maðk- ur pessi er að öllu ósaknæmur, og mun auk pess hverfa úr baun- unum inuan skamms. Seyðisiirði 21. septbr. 1886. líjarni Jensson læknir. f ess skal liér með getið, að maðkur eigi hefur flutzt í neinni kornvöru til Grránufélagsverzlunar á Vestdalseyri nema í baunuin, og eru pær pví geymdar á öðrum stað en annar kornmatur. Vestdalseyri 24. septbr. 1886. Carl J. Grrönvold verzlunarstjóri. Allir, sem eiga skótau í aðgjörð hjá mér, eða hér eptir fá gjört við pess háttar, verða að borga viðgjörð- ina 1 peningum eða innskript um leið og peir veita pví móttöku. Nýtt skó- tau verður að borgast á sama hátt. peir sem borga með peningum f'á 10°/o afslátt. Vestdalseyri 27. sept. 1886. E. Halldórsson 8kósmiður. Hér með auglýsum við undirskrif- aðir bændur á Hámundarstöðum í Yopnafirði að frá pví pessi auglýsing kemur út i „Austra“, hýsum við ekki ferðamenn eða veitum peim beina nema fyrir borgun útíhönd. Gistingu næt- urlangt seljum við 80 aura og annan beina með sanngjörnu verði, enda skuldbindura við okkur ekki til að hafa til allt pað er menn kynnu að óska. Guðvaldur Jónsson. Einar Jónsson. Nýja sálmabókin er til sölu hjá mér gegn peningum. Seyðisfirði 28 septbr. 1886. Ólafur Bunólfsson. Abyrgðarm.: S.ignrðr Jðnsson. Pr e n t a r í: Baldvin M. Stephánsson.

x

Austri

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austri
https://timarit.is/publication/120

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.