Austri - 07.11.1887, Blaðsíða 1

Austri - 07.11.1887, Blaðsíða 1
1 8 8 7. 4. árg. Seyðisfirði. ínámidag' 7. nóyemfier. Nr. 18. Bjðrn hítdælakappi í‘cr utan. Yorsólin leit yfir landsins blómgu sveitir Leit yfir strendur og lilíðar vaxnar björkum Skein yfir lifið í landsins fornu mörk- um Ljóðuðu á kvistunum vorfuglarnir teitir. En sól meðan brosti við sumarfríð- um ströndum Og sólvermdu bjarkirnar tóku sam- an örmum Út ytír sædjúpið hetja rendihvörm- um Hugði sin bíða tír á fjarrum strönd- um. Hann var að kveðja frænda’ og fest- armey Eýsti úr landi að reyna gæfu sína, Bjóst til dð fara frá sinni ættarey. Með kaupdrengjum hróðurgjörn hetj- an tók sér far— í harmdöggum eykyndils munaraugu skína Sem sólin í poku, er svífur yfir mar. Bjarni Jónsson, Fáein ovSi nm verzlunar ástandið. J>að er engin furða pó menn al- mennt kvarti undan peim bágindum sem verzlun vor íslendinga leiðir af sér meðal almennings og enda kaup- manna sjálfra nú á pessum síðustu og verstu tímum. Bændurnir kenna kaupmönnum um ólagið, og kvarta yfir okri og heimtufrekjú' í skuldakröf- um — en kaupmenn kenna aptur bænd- unum um, og segja að allt óstandið sé peim að kenna, af pví peir heimti ósanngjarnlega hátt verð fyrir vörur sínar, og vilji svo par á ofan fá tak- markalaust lán, en tregðist við að borga lánið í skildaga. |>að er auð- vitað að hvorirtveggju hafa mikið til síns máls, og mun hér rætast að fullu málshátturinn forni: „að sjaldan veld- ur einn pegar tveir deila“. En pað er eigi tilgangur vor með línum pessum að rekja út í æsar, hvor- ir tiafa réttara fyrir sér að pessu leyti, pvi um pað atriði geta bæði verið misjafnar skoðanir og par að auki hef- ur talsvert verið ritað um pað í dag- blöðum vorum. |>að er par á móti annað sérstakt atriði í verzlan vorri, sem oss virðist mikil pörf á um að ræða, — og pað iver hin hóflausa fjársala útúrlandinu. j |>að eru nu eigi allmörg ár síðan skoski kaupmaðurinn Slimon fór að sækja hingað til lands sauði, og færði osfe að vísu gull í staðinn, og borg- aði pá ágætlega í samanburði við pað sem fékkst fyrir pá hjá kaupmönnum, er peir voru lagðir að velli til slátr- unar. En pótt peningarnir væru góð- -ir að taka til, pá virtist. að minnsta kosti mörgum, pað mjog efasaint, livort hagurinn mundi verða svo mikill í raun og veru, eins og sýndist i fljótu ■ bragði, par sem menn urðu að verja peningunum til að kaupa purran korn- mat fyrir, og liafa talsverða erfiðleika með bæði að reka féð frá sér, og flytja kornið heim og vinna pað til matar, auk pess sem allt slátrið af sauðun- um missist frá búum manna; en pað er pó viðurkennt að sé eitt hið drjúg- asta búsílag fyrir bóndann. ]j>ó létu menn petta gott heita, meðan sauð- irnir voru borgaðir polanlega vel, en nú hefur stungið í stúf pessi síðustu 2 ár með sauðaverðið hjá Slimoni, að munað hefur fullum priðjungi frá pví fyrir 4—6 árum síðan; og pó tekur nú út yfir allt í ár, par sem Slimon hefur virðst að hafa notað sér pað að sumir hafa að vorinu til fengið hjá honum per.ingalán upp á sáuði í haust, og pó hann lofaði skuldunautum sín- um að taka sauði peirra á markaðs- verði, pá hefur hann petta haust var- að sig á að halda markaði upp í hér- aðinu, heldur boðað markaðshöld niðri í fjörðum. |>angað urðu pá skuldu- nautar hans að reka sauði sína til að borga honum skuldir, og pegar par kom, voru peir neyddir til að láta pá af hendi á pví verði sem honum pókn- aðist, pví hvergi var peninga að íá til að borga honum lánið með. Lán pau sem Slimon veitti mönnum í vor virðast pví verða okri líkust. Kaupmenn ganga nú ríkt eptir skuldum sínum, og er peim pað ekki láandi; en pað er pað sem út yfir tekur, hversu lítið peir gefa fyrir slát- urféð, svo engin skuldalúkning verður í pvi að reka fé til peirra, par sem peir gefa að eins 10—14 aura fyrir kjötpundið og 18 a. mör. Bændur hafa ekki annað til að borga skuld- irnar með en féð, og verða að láta pað til purðar til að komast hjá lög- sókn og fjárnámi, en pegar búið er. pá eru peir næstum eins skuldugir eptir sem áður, en par að auki bæði bjargarlausir í búinu og sauðlausir eptir. Pöntunarfélagið, sem ætlaði að bæta úr verzlunarólaginu, hefur einnig gjört sitt til að fækka sauðunum hjá bændum með pví að ekki hefur mátt borga útlendu vöruna í pví með öðru en ull — og pað úrvals góðri ull — og sauðum, pví um peninga er ekki að tala. |>etta hefði nú getað verið gott og blessað, ef útlenda varan hefði fengist með g ó ð u verði, og sauðirnir selst r é 11 v e 1. En árið sem leið var ekki hægt að hrósa verðinu sem félagsmenn fengu fyrir sauðina, pví ekki hafa peir fengið að vita með vissti, hvað peir hafa s e 1 s t í Englandi — og petta árið er enganvegin hægt að hrósa verðinu á útlendu vörunni, sem pöntunarfélaginu var send, og pá enn síður gæðum kra.mvörunnar. En hvað sem pessu hefur liðið, pá er heimtuð borgun í s a u ð u m að_ fullu, fyrir út- lendu vöruna, hvernig svo sem verð hennar og gæði liafa verið. Hér má pá með sanni segja, að hver „silkihúfan sé upp af annari“ í verzlunarólaginu, og allt petta stefnir að pví einu að svipta Islendinga al- gjörlega aðalbjargræðis stofni sínum, sauðfénu, sér í lagi geldsauðum, sem pó eru hin vissasta eign bóndans í hörðum og slægjulitlum, en pó kjarn- góðum sveitum; og par að auki venja * menn á að leggja sér til matar mest- megnis kornmat, sem bæði er ónota- legri og ódrýgri og pá langtum óholl- ari eptir loptslagi og eðlisfari og pörf- um vorum; og sem sauðlausir menn par að auki verða að knékrjúpa kaup- mönnum fyrir að lána sér. - J>að er hörmulegt að hugsa til pess, að láta tvo sauðarskrokka, og pað af beztu meðal sauðum, 50 pd. hvorn í kaupstað, og fá ekki einu sinni eina tunnu af misjöfnum rúgi í

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/120

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.