Austri - 17.11.1887, Blaðsíða 4

Austri - 17.11.1887, Blaðsíða 4
76 V J>ar lifði hún síðan einsetulífi til elli Hún lét tjald eitt hanga yfir sér. svo hún sæi eigi þá menn, er í húsið gengu. Hún mælti aldrei veraldlegt orð né gálaust, en ef hún þurfti ein- liverra nauðsynja, beiddi hún þess með bending eða hljóðum orðum. Úlfrún nokkur var lengi einsetu- kona á |>ingeyrum. Hún var hin sið- látasta og skynsöm. Hún var móðir Símonar prests hins mikla. Hún hélt svo rikt einsetu sína. að hún vildi eigi að son hennar kæmi til hennar, svo að hún sæi hann, þá er hann sótti hana heim. Björn nokkur var einsetumaður á jjingeyruin um 1200. Fleiri mætti telja, en pessir eru helztir sem taldir eru eða frá þeim segir mest að því er snertir hvatir þeirra til að gjörast ein- búar og hætti þeirra. Aðalorsakirnar til þess, að memr réðust í einsetulif voru þær, að þeir voru trúmiklir. en héldu vel trú sína og vildu eigi blanda sér saman við lieiðna eða ósiðvanda menn, eða þeir leituðu sér i því hvíldar og friðar í elli sinni eptir liarma og róstur mann- lífsins. (Framhald). Cr ó ð r á ð. —o— Af nautakjötssteik kemur ætið meira flot en maður borðar með kjöt- inu. Til þess að nota flotið sem bezt, skal fyrst láta það storkna vel, síðan merja það smátt — bezt er að láta það ganga í gegnum söxunarvél (Hak- kemaskine), sjóða það síðan í vatni, síja svo flotið vandlega frá vatninu og láta það storkna. J>egar þannig er búið að fara með flotið, er það eins gott til matartilbúnings og smjör. Ofna má fægja fljótast og ódýr- ast á eptirfylgjandi hátt: 10 qvint af grænsápu skal hræra út í 1 pela af heitu vatní, þar í skal láta 25 qvint af „nikkelpúlveri“ og hræra vel sam- an svo það verði að þunnum graut; síðan skal láta það kólna. J>ennan graut skal bera á ofninn með ullar- tusku og bursta hann síðan með 2—3 mjúkum burstum og mun ofninn þá verða skínandi fagur. J>etta er nóg á 6—8 ofna. Kiðblettum er bezt að náafjárni með þvi að væta þá fyrst hvað eptir annað með steinolíu, og síðan þegar riðið er farið að losna, að nugga þá með ullartusku og heitri steinkola eða viðarösku; síðan skal fægja blettinn með fínu fægipúlveri. ' Til að lækna kvef og hæsi skal drekka fullan bolla af soðnu bæersku öli með sykri í, áður en maður hátt- ar; skal drekka það svo heitt sem | maður þolir. Að morgni mun maður 1 strax finna bata. Smávcgis. Presturinn: Af hverju grætur þú stúlka mín. Stúlkan: Af því að unnusti minn er orðinn hermaður. Pr.: Vertu hughraust, hann kem- ur heim aptur þegar tími hans í her- þjónustunni er útrunninn. St.: Já, en hver veit nema eg verði þá búinn að fá mér annan unnusta. Frakkneskur prestur talaði einu sinni í ræðu sinni um skyldur hús- móðurinnar og sagði meðal annars: „I þessum söfnuði sé eg konu, sem hefur gjört sig brotlega og syndgað með því að óhlíðnast manni sínum, og til þess að þér allir skulið þekkja hana, vil eg kasta handbók minni í höfuð henni“. Hann lypti upp hand- bókinni og allar konur sem viðstadd- ar voru, lutu niður sem ein væri. tíamall piparsveinn segir að það sé ekki til neins að veita konum kosn- ingarrétt, þvi þær muni ávalt neita að þær séu nógu gamlar til að geta neitt kosningarréttarins, þar til þær eru orðnar of gamlar til að gefa sig við pólitískum málefnum. tíamla frú P. segist vona að nú verði ekki offrað fleiri mannlífum til að finna norðurheimskautið, fyr en bú- ið sé að senda einhvern til að sjá hvort nokkurt norðurheimskaut sé í raun og veru til. |>að vita allir, að sumar konur eru mjög skrafgefnar, og kemur það stundum fyrir er þær hitta einhvern kunningja eða kunningjakonu, að þær gleyma sér öldungis í samtalinu. J>ann- ig var einu sinni kona nokkur á bæ, og stóð svo á að hún var að sjóða slátur er barið var að dyrum; hún fór til dyranna með blóðmörskepp í hendinni, og þar eð hún var kunnug aðkomumanni, sem Jóhannes hét, gaf hún sig á tal við hann; jókst nú orð af orði og varð samtalið all-fjörugt, enda beit húsfreyja við og við í blóð- mörskeppinn til að örfa fjörið, og gekk þetta þar til blóðmörskeppurinn var búinu. Aðkomumaður fór nú að kveðja konuna og tók hún þá fyrst eptir þvi að blóðmörskeppurinn var horfinn, og sagði við manninn: „At eg keppinn Jóhannes11 — og er þetta síðan haft að máltæki þar í sveitinni. Einu sinni stóð svo á, að kona nokkur þurfti að senda son sinn til næsta bæjar en á rann milli bæjanna, og áminnti konan því drenginn alvar- lega um að' fara gætilega og sagði við hann að skilnaði: „Ef þú drepur þig í ána, skal eg flengja þig þegar þú kemur heim“. J>egar herramaður einn kom að miðdagsborði sínu, sá hann steiktan hana á borðinu en átti ekki von á slíkum rétti og spurði því þjön sinu hvaðan hann hefði íengið hanann. Ó, sagði þjóninn, „þessi hani hefur nú í 3 nætur sofið hérna á rimagarðinum og í morgun tók eg hann sem leigu fyrir að hafa sofið þar svo lengi“. Auglýsiiigar. HS||r* Oddahúsið með ofnum og öllu naglföstu, skemmu og hjalli, hvoru- tveggja úr timbri, fjósi og hesthúsi, er til sölu fyrir 700,00 krónur, sömu- leiðis hið svo kallaða Kristínarhús á Búðareyri sem nú er veitingahús, fyr- ir 6—-700 krónur ; bæði móti pening- um innan júnímánaðar loka 1888. Oddahúsin geta ekki orðið laus fyr en 1. maí næstkomandi, en hitt með mánaðar fyrirvara. Seyðisfirði 8. nóvember 1887. Fyrir hönd norzku verzlunar, Sig. [Johansen. TTér með áminnast þeir um, sem ekki hafa enn borgað mjer mjöl, timb- ur og •kartöflur, sem eg hefi lánan þeim, að borga það hið allra fyrsta. Vestdalseyri 16. nóv. 1887. Sigurðr Jónsson. m næstliðnar veturnætur var dreg- in hingað svartkollótt ær með svört- um sumrungs dilk, hvorttveggja með laukréttu marki mínu, sneiðrifað fr. hægra og tvístýft fr. vinstra. —- Ær- in liefur verið brennimerkt en eigi er unnt að lesa úr því. — J>ar eð eg kannast eigi við á þessa sem mína eign. þá getur réttur eigandi hennar vitjað hennar hingað og um leið borg- að fyrir hirðingu á henni og auglýs- ingu þessa. Slfjöldólfsstöðum, 29. okt. 1887. Jón Jónsson. TFér með auglýsist, að eg frá þess- um degi sel ferðamönnum allann greiða. Snotrunesi 19. október 1887. Ármann Egilsson. TTndirskrifaður hefur til Homöophat- ^isk meðöl í vetur, sem fást mót borgun út í hönd. Vestdal 4. nóvember 1887. Benidikt Sigurðsson. Abyrgðarm.: SigurðrJónsson. Prentari: Baldvin M. Stephánsson.

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/120

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.