Fjallkonan - 29.02.1884, Blaðsíða 4

Fjallkonan - 29.02.1884, Blaðsíða 4
4 F JALLKONAN VERIÐ AÐ PRENTA: LÆKNINGABÓK effcir dr. J. Jónassen. NJÓLU eftir B. Gunnlaugsson, 3. útg. LESBÓK í DÖNSKU eftir Stgr. Thorsteinsson, 2. útg. (Prsm. S. G.). ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS. RITHÖF UNDATAL eftir Jón Borgflrðing. LESBÓK í ÞÝZKU eftir Stgr. Thorsteinsson. (ísaf. prentsm). FRIÐÞJÓFSSÖGU eftir Matth. Jochumsson, 2. útg. (Prsm. E. Þ.). j-^RAMFARlf^ VÍSINDANNA ÁRlð 1883. EN GrAR vísindalegar uppgötvanir, er stórtíðindum sæti, hafa verið gerðar árið sem leið. Eigi að síðr hefir mikið verið mmið í þarfir vísindanna, sérstaklega að þvi leyti, er miðartil almennra hagsælda. In síðustn ár hafa menn sér í lagi lært að nota rafmagnið á ýmsan hátt. Rafmagnsljós er farið að hafa í ýmsum horgum, eigi að eins á strætum [úti, heldr og til herbergjalýs- ingar, og er það þó miklu óvíðar enn líklegt væri. í New-York hefir Edisons-félagið leitt rafmagnsstrauminn um 28 mílna vegalengd i borginni, og er þar fjöldi húsa uppljómaðr af rafmagnsljósum. I Norðrálfu er og farið að hafa rafmagnsljós í stað gas-ljósa á jámhrautastöðv- um, í verksmiðjum, leikhúsum, stórum gistingaskálum og í gufuskipum. Svo og í kirkjum; Matteusarkirkjan í London er uppljómuð með 60 rafmagnslömpum. Að þvi er snertir hreyfingarafl rafmagnsins, var í september er leið opnaðr járnvegr fyrir rafmagnsvagn inn lengsti í heimi í Portrush á Norðr-írlandi. Vegrinn er 6 milur (enskar) á lengd, og á að lengja hann og samtengja við alfarajámveg. Vélina, er framleiðir rafmagnsstrauminn, hreyfir dálítill foss. Vagninn fer að eins 12 milur(ensk- ar) á kl.tíma. Hraðinn er þvi eigi mikill í samanhurði við hraða eimvagna, er fara yfir 40 mílur á kl.tíma1. Talið er vist, að þótt rafmagn verði eigi alment notað jafnvel sem gufa til að hreyfavagna á járnbrautum, þá sé það mjög hentugt til að hreyfa vagna á sporvegum, á járnhrautum neðanjarðar og í fjallagöngum. Rafmagn verðr heldr eigi notað jafn vel sem gufa til að hreyfa skip; en inir nýju rafmagnsbátar eru þar á móti svo miklu þrifalegri enn eimhátar, að þeir munu einkum verða hafðir til skemtiferða. Það er þegar í ráði, að hafa rafmagnsvagna í fjallagöngum. Við ein slik göng var lokið i haust. Það eru Arlhergs-göngin milli Svisslands að vestan og Tyróls í Austrríki að austan. Þau eru 62/s mílur á lengd, enn með inum ágætu verkfærum, er menn nú hafa, var verki þessu lokið á 3 árum. Landfræðingar eru nú húnir að kanna svo lönd um allan heim, að þeir eru famir að kvarta yfir, að þeir hafi eigi nóg að rannsaka. Afrika hefir verið könnuð þvert og endilangt, og landfræðingar hafa fengið glögt yfirlit yfir alt landslag þar, jurtagróða, dýralíf og þjóðflokka. Verzlun frá Evrópu og Ameríku hefir rutt sér þar nýjar brautir, er enginn siðaðr maðr hafði fæti stigið fyrir nokkurum árum. Vilji landfræðingamir kanna ókunn lönd, verða þeir að leita til heimskautanna, svo sem Nordenskiöld gerði í sumar er leið. Ferð hans hafði þó eigi neinn sérlegan visindalegan árangr, enda mun land- fræðin eigi ávinna mikið á slíkum norðrferðum, þar sem alt er hulið ísi og jöklum. Þar á mót geta önnur vis- indi grætt á ferðum þessum. Veðrfræðifélögin hafagert út menn til að rannsaka veðráttu, segulmagn og alt, er að veðrfræði lítr um þessar stöðvar. Á 14 stöðumnorðr í kuldaheltinu era um 200 manna við þann starfa. Þeir hófu athuganir sínar 1881 (sumir 1882), og áttu að koma aftr í ágúst 1883, enn að eins 10 þeirra vóru komnir aftr um nýárið. Hinir halda vist áfram næsta ár. Veðrfræð- ingar hafa og tekið sér rannsóknarstöðvar á tindinum Ben Nevis, hæsta fjalli í Bandaríkjunum, og telja þann stað hentugan til slíkra rannsókna. ‘) Hraði eimlestanna er mjög misjafn; mestr hraði (á. sléttu eða niðr á við) er talinn 70 milur ensliar á kl. tíma. Þ6 er nú í ráði, að koma á hraðlestaferð milli New York og Philadelphiu, er farið skal á kl. tíma, en vegalengdin er 90 enskar milur. Þótt landfræðingamir sé ef til vill komnir svo langt í rannsóknum sínum, að eigi sé að vænta mikilla nýrra uppgötvana úr þeirri átt, þá er öðm máli að gegna með stjömufræðingana. Stjömufræðingrinn hefir alt af meira og meira rannsóknarefni; nýir heimar koma sifelt fram; nýjar stjömur finnast á hverju ári. Árið sem leið var almyrkri á sólu 6. maí. Svo sem kunnugt er, hefir þótt hægast að skoða yfirborð sólar við slík tækifæri. Stjörnu- fræðingar vóru því sendir frá ýmsum þjóðum til Karó- línu-eyja, ef veðr leyfði að skoða athurð þenna. Veðrið var ágætt; sjónpípur og áhöld til rannsóknar sólarljóss- ins vom þar við höfð, og ljósmyndir teknar. Leitað var að jarðstjömu þeirri, menn hyggja að gangi nær sólu enn Merkúríus, enn að eins einn frakkneskr maðr þóttist sjá hana. Skoðun sólar í myrkva er nú síðr nauð- synlega enn áðr, þar sem menn nú geta rannsakað yfir- horð sólar í geislum hennar á hvaða tíma sem er, og árið sem leið er fundin ný aðferð til að taka ljósmynd af sólarkringlunni í fullum ljóma. í október héldu jarðmælingafræðingar fund með sér í Róm. Þeim kom saman um að samræma jarðlengdar- málið með þvi, að ákveða aðalhádegisbaug, og tímamálið með því að ákveða alsheijar klukkutíma tal. Lögðu þeir til að hádegishaugr Grænuvikr (Greenwieh) yrði aðalhá- degisbaugr, og að við hádegið í Grænuvík yrði miðað sem upphafspunkt klukkutíma talsins, þannig, að þaðan frá teldist alsherjar klukkustímar 0 til 24. I efnafræði hefir allmörgu þokað áfram. Þannig hafa efnafræðingar getað framleitt með efnasamsetning eitrónu- sým og indigó, sem annars fæst úr jurtaríkinu, og þvag- sýru, er annars hefir eigi fengizt nema úr dýrum. [„Scotsm/‘J. FRÁ ÝMSUM LÖNDUM. Málfrelsi í Ameríku. Rétt fyrir jólin héldu lðOírskir eldkveykjumenn fund með sér í New-York til að hera ráð sín saman í hefndarskyni fyrir aftöku O’Donnels. Eundrinn var haldinn að tilhlutun Fenía-félagsins, og komu þar saman inir djarftækustu garpar úr því liði. O’Donovan Rossa og fleiri héldu þar inar svæsnustu ræð- ur. Einn fundarmanna, Rohert Blissert, komst svo að orði: „Eyrir hvem slíkan mann, sem O’Doimel, skyldu drepnir 100 emhættismenn á Englandi. Það er heilög skylda fyrir hvern írskan mann, að drepa ina ensku böðla, hvar sem vera skal. Það er óþolandi skömm, að Ira skuli vanta sprengiefni (dynamit), er pundið kostar ekki nema 62 cents. Ekkert reykelsi mundi guði vera jafn þægilegt sem reykrinn af hrennu Lundúna. Bless- aðir veri þeir menn, sem drápu Burke og Cavendish. Skjótum saman 10000 dollurum til höfuðs hverjum jafn- ingja Carey’s11. [„Daily Neivs.“[ Stórar tölur. Mannfjöldinn í inu hrezka riki er 315 milíónir, og eykst á hverjum 20 árum um 50 mil. Tekj- ur ríkisins samanlagðar em um 3000 mil. króna. Verzl- un rikisins hefir í veltu 18000 mil. kr. Á allsherjar fiskisýningu þá, er haldin var í London i sumar er leið, komu 23/4 milíón manna eða 16800 manns að jafnaði á dag. Ekki gerðu Islendingar sér samt það ómak, að fara á sýningu þessa. Eggjagerð. í Ameríku er farið að búa til egg, er líkj- ast svo mjög fúgla-eggjum að útliti og hragði, að varla verðr sundrgreint. I einu eggjagerðar-húsi eru húin til 1000 egg á klukkutimanum. Eggjarauðan er hnoðuð úr deigi af maísmjöli, línsterkju o. fl. Eggjahvítan er mynduð af alhumin (eggjahvituefni), og samsetningin er in sama sem i fuglseggi. Þessi egg hafa og þann kost, að þau má lengi geyma óskemd. [„Mrg.“J Ritstjóri: Valdimar Asmundarson. Reylíj avík: prentuð hjá Sigm. Guömundssyni 1884.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.