Fjallkonan - 08.09.1884, Page 1
15. BLAÐ. REYKJAVÍK, 8. SEPTEMBER. 1884.
*TTM: I'KÍKIEKJUPÉLA.eiÐ
OG
UM HÁSKÓLA Á LAKDI HÉR.
í 13. blaði „Fjallkonunnar“, er út kom núna
20. ágústm., stendur greinarkorn eptir einhvern
X. um ,,Reyðfirðingana og þjóðkirkjuna'1, sem
mér finnst engan veginn vel samin, þó það sé
mikið orðagjálfur í henni. — Höfundurinn byrjar
þá fyrst á því, að lýsa yfir gleði sinni, að nú sé
svo komið, að fríkirkju söfnuður Reyðfirðinga sé
fullmyndaður, þar sem þeir hafi fengið sér prest
og kirlcju, og óskar hann og vonar að fleiri söfn-
uðir verði smám saman til að fylgja dæmi þeirra.
Síðan fer hann að fræða menn á því, að presta-
skólinn sé með öllu ónógur til þess að frá hon-
um geti komið viðunanleg prestsefni; það sé
ekki nema vitleysa ein, að vilja kQma hér á
hærri vísinda stofnunum, því ísland liggi svo af-
síðis frá frjófgunarstraumum heimsmenntunar-
innar“, og líka séum vér svo fámenn þjóð, og þess
vegna svo lítils umkomnir bæði í líkamleg-
um og andlegum efnum til að halda slíkri stofn-
un í gildi. Vitnisburður sögu vorrar sé sá, að
þá einmitt hafi vísindalegt líf staðið hér í beztum
blóma, er íslendingar báru sig eptir þvi þangað,
sem það var að finna og komu með það ferskt
og fjörugt frá báskólum norðurálfunnar, en létu
sér ekki nægja að hýrast heima í von um, að
það yrði fært þeim á sængina.
Mér getur nú ekki betur skilizt, ég segi
,það satt, en að höfundurinn sé með grein þessari
í rauninni miklu fremur að skopast að Reyðfirð-
ingum, en að samgleðjast þeim, því hann nefnir
ekki með einu einasta orði, að þeir séu nokkru
sælli eða nokkru nær, þó þeir séu búnir að út-
vega sér prest og byggja sér kirkju, en hitt veit
hann, að allir vita, þó hann ekki minnist á það,
að þeir hafa bafa bakað sér með þessu ráðlagi
sínu mestu útgjalda, því allir sjá, að auk þess
sem þeir verða að gjalda til sóknarprestsins og
sóknarkirkjunnar öll lögboðin gjöld, sem hverjir
aðrir, hafa þeir orðið að gefa út mikið fé til
kirkjubyggingarinnar, og svo kostar þá nokkuð
afr við halda henni," og þar til er mælt, að þeir
verði að gjalda þessum nýja presti sínum
1800 kr. í laun ár hvert. Og hvernig getur nú
höfundinum þótt það tilvinnandi fyrir Reyðfirð-
inga að baka sér allra þessara útgjalda, og fá
að eins í staðinn prest, sem að eins hefir lært á^
prestaskólanum, þessari vísinda kytru, er hann
svo nefnir, og sem hann segir, að hafi sýnt sig
„duglausan til frjálsra rannsókna í trúarefnum og
því einnig vanmáttugan um að verka vekjandi á
presta og söfnuði?“ f>að er vonanda, að fleiri
slíkir söfnuðir myndist ekki hér á landi, og að
þeir láti sér víti Reyðfirðinga að varnaði verða1.
það er allt annað mál, að söfnuðirnir mættu fá
nokkurn meiri þátt í að kjósa presta sína, en þeir
nú um tíma hafa haft.
Höfundurinn hefir í grein sinni, sem fyr
er sagt, lýst því áliti sínu yfir — þótt það ekki
komi nokkuð þessu máli við, þar sem hann er
að fræða menn á því, að Reyðfirðingar hafi nú
fengið sér prest og byggt sér kyrkju — að það
sé ekki nema vitleysa eintóm, að vilja koma upp
hér á landi háskóla, því 1., séum vér svo langt i
burtu frá frjófgunarstraumum heimsmenntunar-
innar og líka 2., svo fá menn þjóð, 3., horfi menn
hér ekki í, að fleygja út tugum þúsunda ár hvert
I til að geta látið hópa af hálaunuðum embættis-
mönnum sitja kreppta í ofnstofum æfilangt yfir
svo sem 4—5 eða enda yfir 2—3 stúdentum, og
4., hafi vísinda líf hér á landi staðið í beztum
blóma, þegar íslendingar báru sig eptir því þang-
að sem það var að finna, og komu með það
ferskt og fjörugt frá háskólum Norðurálfunnar.
þ>að verður nú hver heilvita maður að sjá,
að þessar röksemdir höfundarins eru gripnar út
úr loptinu, og sanna ekki hið allra minnsta; eða
hví skyldum vér ekki mega komast inn í þenna
frjófgunarstraum heimsmenntunarinnar með því
að stofnsetja háskóla hjá oss? og hvað fjölmenn
á ein þjóð að vera til þess að mega stofnsetja
háskóla hjá sér? pað væri gott, að höfundurinn
vildi skýra mönnum betur frá þessu hvorutveggju,
því menn geta þó ekki trúað honum í þessu,
þótt hann segi það út í bláinn. Og hvað 3. á-
stæðu hans snertir, þá er hún auðsjáanlega sprott-
in af því, að hann heldur, að háskóli hér á
landi mundi verða langtum kostnaðarsamari að
tiltölu, en háskólar séu í öðrum löndum, því að
vér kunnum eigi að spara eins og aðrar þjóðir
gjöri; hann ímyndar sér auðsjáanlega, að háskóla-
1) f>ótt Reyðíirðingar hafi kostað ærnu fé til að koma upp
fríkyrkjusöfnuði og fá sér prest og kyrkju, þá kemr það ein-
ungis þeim sjálfum við, og getr ekki verið ástœða móti fyrir-
tæki þeirra; ef aldrei ætti að gera neitt, sem kostaði fé eða
fyrirhöfn, yrðu framfarirnar litlar. Reyðfirðingar munu þykjast
bærir að ráða fé sínu, og þar sem þeir sjálfir fúslega vilja leggja
stórfé í sölurnar til þess að vera lausir við þjóðkyrkjuna, þá er
ekki annara manna að fást um það. liitstj.