Fjallkonan - 30.10.1884, Page 2
78
FJALLKONAN.
þingdeildin er mynduð af? Er þessu svo hagað
til að sýna yðr, að hvort sem þér viljið eða ekki,
þá skuluð þér vera litla-táin af ofrlitlu konungsríki,
sem ekki er orðið nema skraffinskan tóm?
Vér skulum vona, að frelsis-flokkr Dana meti
það drengskapar-skyldu sína að veita ættlandi
frelsisins í Norðrheimi fult sjálfsforræði, svo það
megi njóta sín að fullu.
Yðar tryggr vinr
cftjöznst. e$jöznóon“.
* Bréf frá karli í Garðshorni.
(Niðrlag). Uppfræðsla unglinganna er alt af
að fara batnandi, og þó vantar mikið á, að hún
sé svo á veg komin sem vera ætti. Lög um
uppfræðslu barna í skrift og reikningi eru ein in
þarfasta réttarbót, sem frá alþingi hefir komið,
enn þeim mun eigi betr enn vel hlýtt sumstaðar;
að minsta kosti var þeim lítt sint i sumum hér-
uðum fyrstu árin eftir að þau vóru sett, enn eft-
irlits-augu yfirvaldanna eru oft heldr sljóskygn.
Allvíða munu prestar lítt hirða um ina lögboðnu
kenslu barna í skrift og reikningi, enn sú for-
sjá lendir öll á bændum, enda munu prestar þykj-
ast hafa nóg að gera, að kenna unglingunum
kverið sitt, sem mörgum veitir fullerfitt að læra
og þá ekki síðr að skilja. Óneitanlega mætti
verja þeim langa tima, er gengr til að læra þetta
kver, til annars betra og gagnlegra fyrir æsku-
lýðinn; svo löng og margbrotin kristindómskensla
er eigi einungis þýðingarlítil, heldr sljófgar jafn-
vel að minni hyggju hugsun og tilfinningu ung-
linganna. Lærdómskverin ættu að vera miklu
styttri, einkum trúarlærdómarnir. Ið nýja barna-
lærdómskver, sem síra Helgi Hálfdanarson hefir
samið, er að vísu lítið eitt styttra enn Balles
kver, enn hvort það hefir aðra kosti svo umfram
Balle, að það sé takandi fram yfir hann, skal ég
láta ósagt. Balle hefir jafnan haft almennings
hylli, og enn mun hann notaðr jöfnum höndum
ef ekki fremr enn kver síra Helga. Um kver
síra Helga er það að segja, að það fæst eigi
keypt nema með ærinni fyrirhöfn og afarkost-
um. Höfundrinn hefir selt útlendri bókaverzlun
(Gyldendal) útgáfuréttinn, og er þar með loku
fyrir skotið, að kverið fáist nema það sé pantað
frá Höfn og borgun send fyrirfram. þessir erfið-
leikar valda því, að líklegt er, að prestar og
kennendr hneigist fremr að Balles kveri og hætti
við kver síra Helga. Sú er líka bót í máli, að
hr. Einar jþórðarson hefir nú nýlega gefið út
vandaða og ódýra útgáfu af Balles kveri, og er
því hverjum sem vill einsætt að snúa sér til hans
og taka Balles kver til kenslu. Sjálfsagt væri
æskilegast, að in bóklega kristindómskensla væri
niðrlögð, og þessi barnalærdómskver lögð upp í
hylluna og aldrei opnuð, heldr væri kennendum
(prestunum) falið á hendr að kenna börnunum
kristilega trú og siðalærdóm með ræðum og sam-
tölum. Samtal við vitra og góða menn er betr
mentandi enn nokkur bóklestr. þ>annig kendi
Kristr, Konfucius, Sókrates og fleiri ágætis-
menn.
B (E K R.
Ágrip af landafræði handa barnaskólum. Reykja-
vík 1884.
(Niðrlag). Fleira mætti til tína af Halldórsku,
ef rúmið leyfði, og svo vér drepum enn á fátt
eitt, þá segir Halldór í íslands lýsing sinni, að í
Suðr-Múlasýslu sé „bygðir allar kendar við firð-
ina“; eftir því ætti þar að vera fjörðr, sem héti
Skriðdalr og annar fjörðr, er héti Breiðdalr, enn
Breiðdal nefnir Halldór að vísu ekki á nafn, og
er það þó allstór sveit. í þingeyjarsýslu nefnir
H. „Fjallasveit suðr til fjallanna“ austan fram
Jökulsár, enn það sveitarnafn þekkist eigi, og á
því svæði er bygðin í Axarfirði, enn uppi á fjöll-
unum sjálfum eða öræfunum er bygð, og nefnist
Hólsfjöll og Möðrudalsfjöll (Efri-fjöll og Neðri
Fjöll). Kópaskersvog, sem er í Núpasveit, telr
H. á Sléttu, og Raufarhöfn, sem er inst á Mel-
rakkasléttu austanverðri, telr hann „norðarlega11 á
Sléttu.
Vér nennum eigi að eltast lengr við Halldór.
Vér verðum að lokum að láta í ljós það
álit vort um ina nýju landafræði, er þýtt hefir Jón
Sigurðsson frá Möðrudal, að hún muni vera hent-
ug fyrir unglingaskóla (sýsluskóla, efþeir kæmist
á) og kvennaskóla. Fyrir barnaskóla er hún
heldr löng, og er hún þó styttri enn Erslevs-
landafræði in íslenzka. Hún hefir og þann kost
fram yfir Erslev, að manntal og fleira, er breyt-
ist með ári hverju, er réttara í þessari landafræði.
Kvæði eftir Bjarna Thórarensen. Gefin út af inu
ísl. bókm. félagi. Með mynd höf.s.
Khöfn. 1884. XLVI -j- 3ig bls. 80.
þessi nýjaútgáfa af kvæðum Bjarna Thór-
arensens er vönduð að öllum ytra frágangi. Hún
er talsvert fyllri enn 1. útg., enn flest eru in við-
bættu kvæði þýðingarlítil, að öðru enn því, er
þau snerta tíma þann, er skáldið lifði á. Sum
af kvæðum þeim, er vóru í fyrri útg., eru leið-
rétt eftir betri handritum. Æfisaga Bjarna er
framan við kvæðin, og er hún óljós í mörgum
atriðum, enda mun höf. hennar (Einar Hjörleifs-
son) eigi hafa haft nægar upplýsingar við að
styðjast.
Mörg af kvæðum Bjarna eru talin með in-
um beztu, er ort hafa verið á fslenzku. Sum af
snildarkvæðum hans hafa og verið þýdd á önnur
mál, svo sem Sigrúnarljóð og erfiljóðin um Odd
Hjaltalín (danskar þýðingar eftir Gísla Brynjólfs-
son og Rosenberg, sænskar eftir Bááth).
FRÁ ÝMSUM LÖNDUM.
Loftsiglingar. Hugvitsmenn hafa lengi lagt
mikinn hug á, að finna ráð til að stýra loftförum.