Fjallkonan - 30.10.1884, Blaðsíða 3
FJALLKONAN.
79
í fyrra kom merkr höfundr og loftfaramaðr, að
nafni Tissandier, upp með það, að nota rafmagn
til að hreyfa loftför, enn honum tókst eigi að fá
bát sinn til að láta að stjórn, og heldr eigi að
hleypa honum beint niðr þangað sem hann vildi.
Nú er svo að heyra, sem bót sé ráðin á þessum
vankvæðum, og er svo sagt, að á þ>ýzkalandi,
Frakklandi og Rússlandi hafi um sömu mundir
hepnazt að stýra loftförum. Frakkneskir menn,
Renard og Krebs, er þó talið, að hafi orðið
fyrstir til að stýra loftfari. Níunda dag ágúst-
mánaðar í sumar er leið, stigu þeir á loftfar, sem
á var stýri og skrúfa og rafmagnsvél. þeir fóru
fram undir danska mílu (7 kilom.) á 23 mínútum,
og stýrðu loftfarinu jafnauðveldlega sem gufu-
skipi má stýra á sjó, og komu síðan niðr á sama
stað, er þeir höfðu frá farið. J>eir hafa verið að
smíða loftfarið i 6 ár og vegr það með öllum á-
höldum 4000 pund. Flugbelgrinn er 75 ál. á
lengd og 12—13 ál. í þvermál, og í lögun áþekkr
tóbaksvindli. Rafmagnsvélin hefir 12 hesta afl.
Skrúfan er að framan, enn stýrið að aftan. Bátr-
inn er sjálfr 50 álna langr. Sitja farþegar í hon-
um miðjum og hafa þar stjórn á vélinni og
stýrinu.
Dolítor í licimspeki er orðin fyrst allra
kvenna á Englandi Miss Mary Clara Davis. Hún
gekk undir próf í sumar við háskólann í Lund-
únum. Hún er afbragðs vel að sér í fornum mál-
um og sögu, bæði fornri og nýrri. Mörg hundr-
uð kvenna ganga nú á háskóla á Englandi.
Hjátní hefir átt sér stað á öllum öldum og
hjá öllum þjóðum, því að ávalt hafa mennirnir
reynt að rýna lengra enn skilningarvitin hafa get-
að til náð. Vér þekkjum allir álfatrú, draugatrú,
djöflatrú og galdratrú. Slík hindrvitni hafa geng-
ið meðal allra þjóða, og öllum er kunnugt, hvé
Lúther gamli var trúaðr á „makt myrkranna“;
hann trúði göldrum og gerningum og því, að
djöfullinn gengi bersýnilegr manna á milli og
ætti jafnvel börn við konum. |>annig var trú-
in í þá daga, og það var eðlilegt, að Lúther gæti
eigi hafið sig að öllu yfir hugsunarhátt aldar
sinnar. Nú er in forna hjátrú víðast þrotin, enn
á þessari öld og einkum á síðari hlut hennar er
ný hjátrú upp komin, og samkvæmari verðandi
tíma. Skal hér drepa á sumar þessar kynjar, er
fæstir munu festa trúnað á, þótt menn eigi gerla
viti hversu þeim er farið.
Andatrú (spiritism) fylgja þeir menn, er þykj-
ast tala við anda eða sálir dauðra manna, sem sé
á sveimi meðal mannanna. Viðræður við ina
dauðu menn fara fram á ýmsan hátt enn venju-
lega með því móti, að andinn klappar í borð og
má svo setja saman stafi og orð eftir höggva töl-
unni. Tveir menn eru þá venjulega sinn hvorum
megin við borðið; þeir eru meðalgöngumenn eða
„media“, og þeir fram leiða andana. Stundum
skrifa líka andarnir. í Ameriku aðhyllist fjöldi
manna þessar kenningar (spiritistar). þ>ar er það
alltítt, að dauðir menn prédiki í kyrkjunum, nátt-
úrlega fyrir tnunn meðalgöngumanna. Fjöldi af
blöðum og bókum kemr út á hverju ári frá spiri-
tistum, og má þar iðuJega lesa ritgerðir og ræður
er dauðir menn hafa samið eða flutt. — Menn
þykjast hafa komizt að ýmsum brögðum,
spiritistar beiti til að leika þannig á auðtrúa
menn.
Huglestr (thought-reading) heitir sú list, að
geta rýnt eftir því, hvað menn hugsi um. Tveir
Englendingar, að nafni Cumberland og Bishop,
hafa leikið list þessa í höfuðborgum á Englandi,
Frakklandi og þýzkalandi, og með því að sög-
urnar segja, að þeim ratist oft satt af munni, er
þeir renna grun í, hvað menn sé að hugsa um,
hefir mörgum orðið að festa trúnað á þeim.
Bishop var í Kaupmannahöfn í sumar og gerði
þar ýmsar tilraunir, og þóttu margar hepnast.
Ritstjóri blaðsins „The Truth“ á Englandi hefir
mælt mjög í móti Bishop, og talið hann fara með
hindrvitni, enn eigi als fyrir löngu er mælt, að
Bishop hafi þózt færa honum heim sanninn, er
hann gizkaði rétt á tölu á bréfpeningi, er lokaðr
var í umslagi og ritstjórinn hafði veðjað stórfé
um, að Bishop mundi eigi geta gizkað rétt á.
Bishop segir annars, að þetta sé engin list, enn
þykist gæddr slíkum yfirburðum af náttúrunni.
Segulsvæfing (magnetisering) heitir sú kunn-
usta, að geta svæft menn og síðan lagt fyrir þá
að gera hvað sem verkast vill, eftir að þeir eru
vaknaðir aftr. f>essa list leikr nú fremstr allra
frakkneskr maðr að nafni Liegeois, prófessor við
lagaskóla í Nancy. Hann er í miklu áliti, og
jafnvel frægir vísindamenn þykjast vera sann-
færðir um, að hann fari eigi með hégiljur, heldr
hafi hann stigið ný framfaraspor á vegi vísind-
anna. Hann hefir svæft menn og skipað þeim
síðan að gera eitthvað, annaðhvort þegar í stað
er þeir vakna, eða dögum eða mánuðum síðar,
og vita sofendr ekki af neinu, enn framkvæma
það, sem fyrir þá hefir verið lagt, í ákveðinn tíma,
og eru þá knúðir af svo sterkri fýst, að þeir
hljóta að gera það nauðugir viljugir. Á þenna
hátt segir Liegeois, að láta megi ráðvöndustu og
beztu menn fremja hryllilegustu glæpi móti vilja
sínum. Hann þykist hafa komizt að raun um
þetta með tilraunum. — Hitt er alltítt, að segul-
svæfðir menn gangi í svefni og geri það sem
þeim er skipað. — Sem nærri má geta, eru þeir
fleiri, sem ætla, að hér sé fremr brögð í tafli enn
að segulsvæfingar styðjist við sannleik og vísindi.
Y firlýsing.
Út af ummælum þeim, sem stóðu í sfðasta
blaði „Fjallkonunnar“ um stud. theol. Skúla Skúla-
son og „Ingólfs“-félagið, finnr stjórn félagsins skyldu
sína ótilkvödd, að lýsa yfir því, að ummælin eru
alveg ástæðulaus. Skúla bar aldrei að halda tölu
á söngmönnum, hann vanrækti í engu starf sitt
sem skrifari og hann kom í öllu vel fram í stjórn-
inni. — þ>að er án vitundar vorrar, að téð um-
mæli komu fram, og álítum vér yfir höfuð litt