Fjallkonan - 13.02.1885, Blaðsíða 2

Fjallkonan - 13.02.1885, Blaðsíða 2
10 FJALLKONAN. er vér þar studdumst við síðan verið prentað í islenzkri þýðingu. Aðr enn vér förum að íhuga drykkjuskapinn hér á landi, viljum vér hér færa ágrip úr skýrslu, er vér höfum í höndum um drykkjuskap í ýmsum löndum. Svo telzt til, að árleg nautn áfengra drykkja í lóndum þeim, er hér skal greina, sé á þá leið að i franskr pottr(i litri — t3/100 pottr að dönsku máli) komi á hvert mannsbarn af brennivíni af vini af öli í Kanada (50%) 3-2 8 0.29 8.51. - Noregi 3-9° 1.00 •5-30. - Bandaríkjunum . . 4-79 2.64 31-30. - AustrríkiogUngaralandi 5.76 22.40 28.42. - Frakklandi 7.28 I 19 20 2 1.10. - Rússlandi .... 8.08 ? 4.65. - Svíþjóð 0.36 I 1.00. - J>ýzkalandi : í Sambandslöndunum 8.60 6.00 65.00. - Bayern .... 4.31 ? 203.00. - Belgíu 3-70 169.20. - Danmörk 18.90 1.00 33-33- Af þessari töflu má sjá, að mest er að til- tölu drukkið af brennivíni í Danmörku, af víni mest í Frakklandi og af öli langmest í Bayern og þar næst í Belgíu. £>á er nú skal bera saman nautn áfengra drykkja framan af þessari öld og til þessa tíma, þá kemr það upp, að brennivínsdrykkja hefir meir enn þrefaldazt á Frakklandi síðan 1830. í Svíþjóð komu 54 pottar af brennivíni á hvert manns barn 1830; 1860 komu þar að eins rúmir 5 pottar á hvert mannsbarn og 1880 rúmir 8 pottar. pessu hafa bindindisfélögin að miklu leyti komið til leiðar. í Noregi komu 16 pottar af brennivíni á hvert mannsbarn 1833, enn 1880 að eins tæpir 4 pottar. f>etta má einnig eflaust að miklu leyti þakka bindindisfélögunum. í Kanada komu 1861 tæpir 7 pottar af brennivíni á hvert mannsbarn, enn 1880 rúmir 3 pottar. þ>ar fer því drykkju- skapr mjög svo minkandi, enda er þar feikna hár tollr á brennivíni, enn hærri enn í Bandaríkj- unum. Vér höfum þá séð, hversu miklu er eytt af áfengum drykkjum í ýmsum löndum og hversu þjóðirnar hafa víða tekið sér fram og lagt niðr drykkjuskap að miklu leyti, svo að nú er víða eigi drukkið ið hálfa á við það sem áðr var drukkið og sumstaðar miklu minna. í þriðja hluta greinar þessarar víkjum vér sögunni til íslands og athugum, hversu á stendr hjá oss í þess- um efnum. (Meira.) ÚTLENDAR FRÉTTIR. Kaupmannahöfn. 14. janúar. Svíþjóð. f>ess er getið í síðustu fréttum, að bók eftir August Strindberg, er „Giftas“ heitir, var gerð upptæk, og hann sjálfr ákærðr fyrir að hafa farið hneykslanlegum orðum um sakrament- in. Strindberg kom sjálfr heim til Svíþjóðar, og varði mál sitt, og var hann dæmdr sýkn saka; tók þjóðin því með mesta fögnuði. — Kosning í stað þeirra 19 manna, sem vóru dæmdir ólöglega kosnir, fór fram þann 10. janúar, og sigruðu allir þeir, sem frjálslyndi flokkrinn mælti fram með, með þriðjungi fleiri atkvæðum' enn fyr; einn af þeim var Nordenskjöld. — Ur Noregi er ekkert að frétta, nema þar stjórnar Sverdrup og stjórnar vel. f>ar er nýdáinn P. Chr. Asbjörnsen, inn nafnfrægi þjóðsagnaritari, merkismaðr að öllu leyti. Frakkland. Ofriðrinn við Kínverja heldr altaf áfram. Smábardagar hafa iðulega orðið í Kina ; og hefir Frökkum jafnan veitt betr. Ráð- gjafaskifti urðu núna eftir nýárið; hermálaráðgjaf- inn Campenous er farinn frá, enn í hans stað kominn Lewal hershöfðingi; hann hefir þegar gert þá ráðstöfun, að senda 5000 hermanna til Kína, og á þar nú að skríða til skarar, enda er þess öll þörf, því ófriðrinn hefir staðið næsta lengi. Kólera geysaði ákaflega í París síðari hlut nóvembermánaðar, enn nú virðist hún liggja niðri. f>að virðist ekki vera svo fjarri lagi, að menn heima á íslandi væru dálítið varkárari, þegar frönsku fiskiduggurnar fara að koma heim í febrúar og marz. Englaild. Endrbót kosningarlaganna var sam- þykt án atkvæðagreiðslu við þriðju umræðu i neðri málstofunni. Salisbury treystist eigi að standa á móti, og var það því sömuleiðis samþykt í efri málsstofunni, og fékk þegar staðfestingu drotn- ingar. fvi hefir verið fleygt, að Gladstone mundi ætla að fara að segja af sér, enn það er borið til baka. 13. des. var reynt að sprengja London- arbrúna, haldið af völdum Fenía. — Af Egipta- landi er það að frétta, að ýmist hefir Mahdinn verið sagðr dauðr eða Gordon, enn alt reynzt ósannindi, enn annars vita menn ekkert þaðan með vissu. J>að er sagt, að Gordon hafi mjög þröngt að Mahdianum, enn fari svo, að Englend- ingar taki Egiptaland, er hætt við, að fjóðverjum og Frökkum þyki nóg um. Wolseley lávarðr er nú á leiðinni til Karthum til hjálpar við Gordon. f ýzkaland. Um Brúnsvíkrerfðamálin er það að segja, að engar likur eru til, að hertoginn af Cumberland nái þar yfirráðum, því að Vil- hjálmr keisari skoðar hann sem skæðan óvin sinn. Um daginn kom sú fregn upp, að Bismarck ætlaði til Parísar; alt komst í uppnám; frönsku blöðin kváðu hann sjálfan verða að ábyrgjast af- leiðingarnar, enn þetta reyndist lausafregn. Bis- marck á í töluverðum þrætum við þingið; hann hefir komið fram með nokkur frumvörp, enn þing- ið hafnað, svo að þar gengr hvorki né rekr. Spánn. Síðast í desember urðu gríðarmiklir jarðskjálftar sunnantil á Spáni. Jörðin rifnaði og hús hrundu, og mörg hundruð manns biðu bana. Jarðskjálftarnir hafa haldizt við alt þangað til nú og gert afarmikinn skaða, einkum í Granada. Ameríka. Kosningum þar lauk svo, að Cleveland sigraði Blaine. Cleveland er „demokrat“, enn Blaine „republikaner“. Munaðarleysingjahúsið ií Brooklyn brann til kaldra kola; nokkur börn 1 brunnu inni.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.