Fjallkonan - 13.02.1885, Blaðsíða 3

Fjallkonan - 13.02.1885, Blaðsíða 3
FJALLKONAN. 11 Frá íslendingum í Höfn. íslendingafélag hefir svo aukizt og magnazt, að nú eru í því milli 90 og ioo manns, karlar og konur, enda hefir félagið átt duglegan formann, þar sem kand. júr. Páll Briem er; hefir aldrei verið svo fjðl- ment í neinu íslendingafélagi í Höfn fyr. í fé- laginu hafa verið haldnir margir fróðlegir og skemtilegir fyrirlestrar af ýmsum. Dr. Rosen- berg, sem mörgum mun kunnr heima á Fróni, talaði um samhljóðan milli fornnorrænna og forn- persiskra goðasagna. Dr. F. Jónsson um Jón Sig- urðsson. þorvaldr Thoroddsen, kennari, um ferðir sínar á íslandi í sumar, kand. júr. Páll Briem um kvenfrelsismálið. Dr. Schandorph, eitt af höf- uðskáldum Dana, las upp sögu eftir sig. Að því búnu settust menn að drykkju, og mælti hann þá fyrir minni íslands. og bað menn bera kveðju sína fornkunningja sínum, skáldinu Stgr. Thor- steinsson. J>á hefir varaprófastr Eir. Jónsson talað um íslendinga í Khöfn eldri og yngri, og loks stúd. mag. Jón Jakobsson um mælsku. Dansleikr er haldinn einusinni á mánuði. Á J>orláksmnssu hélt félagið jólagleði i Seecamps Locale. Varþar fyrst leikin „Prófastsdóttirin11 eftir þá Valtý Guð- mundsson og Stefán Stefánsson; þótti það in bezta skemtun, því að bæði líkaði mönnum leikritið vel, og svo var leikið ágætlega; tveir menn úr söngkapellu hins kgl. leikhúss skemtu milli þátta með fögrum hljóðfæraslætti og söng. Eftir leikinn var tekið til matar, og mælti þá Eir. varapróf. Jónsson snjallt fyrir minni J>orláks gamla helga; þá var sungið kvæði eftir stúd. júr. J>or- stein Erlingsson fyrir minni íslands, og mælti hann fyrir því. J>á var sungið minni Jóns Sig- urðssonar, og mælti Dr. Finnr Jónsson fyrir því. J>á stóð upp generakonsúl etazráð H. A. Clausen, og mælti fyrir minni leikanda. J>essu minni svar- aði stúd. mag. Stefán Stefánsson með þvi að mæla fyrir minni hinna íslenzku kaupmanna. J>ví næst hófst dansleikr og stóð til kl. 3. Luku allir upp einum og sama munni, að slíka skemtun hefðu menn aldrei haft fyr í Höfn. Á aðalfundi félags- ins eftir nýjárið var kosin ný stjórn, og hlutu þessir kosningu: Dr. Finnr Jónsson, læknir Mor- itz Halldórsson Friðrikssonar, stúd. mag. Stefán Stefánson, stúd. mag. Bogi Th. Melsteð og stúd. júr. Klemens Jónsson. Dr. Finnr Jónsson heldr fyrirlestra við há- skólann í vetr, skýringar yfir Njálu. Verzlunarfréttir. í árslok 1884 vóru óseld í Khöfn 5000 pd. af íslenzkri ull. Verð á ull var þar síðast: norðlenzk hvít ull 62—63 aura, bezta tegund, enn 57—60 aura lakari tegund; sunnlenzk og vestfirzk ull 56—58 aura. Mislit ull á 48—51 eyri. Svört ull 75 aura. Oþvegin haustull 50—55 aura. Á Englandi seldist hvít ull á 69 aura (bezta norðlenzk ull) í september. Síðan ekki meira enn 63 aura. Mislit ull 12—16 aurum ódýrari. Af íslenzku lýsi vóru í árslok óseldar 500 tunnur i Khöfn. Dökt þorskalýsi seldist þar síð- ast á 36—44 kr. tunnan og dökt hákarlslýsi á 34—42 kr. Nokkuð fluttist héðanaflandi af gufu- bræddu lýsi í sumar og seldist það einungis 2—4 kr. hærra enn annað lýsi. Er því svo að sjá, sem það hafi eigi verið annað enn skrum og hégómi, er ráðgjafi íslands taldi íslendingum trú um, að fá mætti afarhátt verð fyrir gufubrætt lýsi (sbr. bréf ráðgjafans til landshöfðingja um það efni). Af ísl. saltfiski vóru óseld í Khöfn í árslok 470 skpd. Verðið á honum var síðast í Höfn 54 kr. mest, enn seldist jafnvel á 50—45 kr. Ysa seldist þar 26—30 kr. Langa 46—60 kr. Óhnakka- kýldr fiskr 68—75 kr. Mjög er kvartað um sam- keppni Frakka í fiskiverzlun á Spáni, og lýtr helzt svo út, að alveg verði hætt að senda fisk til Spánar frá Norðrlöndum. Saltfiskr frá ísafirði seldist seint í sumar er leið til Spánar fyrir 64—66 kr. skpd., enn það var langbezti fiskrinn. J>að var hæst verð á íslenzkum saltfiski í sumar. Harðfiskr hefir selzt vel árið sem leið í Höfn: 122—140 kr. Af söltuðu sauðakjöti ísl. vóru óseldar í Kh. 900 tunnur við árslok. J>að seldist í haust á 51 */2— 53 kr. Ið bezta komst í 55 kr. tunnan (224 pd.). Af tólg vóru óseld í Höfn 41000 pd. um árs- lokin. Verð 32 — 34 au. pd. Af sauðargœrum vóru um árslok óseld rúm 9000. Verð 4—5 kr. gæruvindilinn (2 gærur). Æðardúnn er að hækka í verði. Var 19 kr. 50 aura pundið í árslokin. INNLENDAR FRÉTTIR. Eeykjavík, 12. febrúar. Póstskip lagði héðan til Khafnar 8. þ. m. að morgni. Fóru með því fáeinir verzlunarmenn hér úr bænum og einn að norðan. Margar nauðsynjavörur fást nú ekki hér 1 bænum, þó leitað sé með loganda ljósi hjá öllum inum mörgu kaupmönnum. Á hinn bóginn er enginn skortr á ónauðsynlegum vörum og mun- aðarvörum, svo sem brennivíni og öli, enda virð- ast kaupmenn nú, síðan árferði tók að harðna, einkum láta sér um það hugað, að hafa nægar byrgðir af ölföngum og öðrum óþarfa, og sum kaupmannapeð, sem sprottið hafa hér upp á síð- ustu árum, selja mest megnis brennivín, öl og tóbak, því að þeir eru eigi færir um, að ráðast í stór vörukaup, og hinir stærri kaupmenn keppast síðan á við þá um munaðarvörurnar, enn skeyta minna um almennar nauðsynjavörur. Nú fæst hvergi hér í bænum steinolía, og ýmsar fleiri nauð- synjar eru annaðhvort ófáanlegar eða á þrotum, þó póstskip sé nýkomið. Yeðrátt ernú köld, og sífeldir norðanstorm- ar rokhvassir hafa nú gengið í hálfan mánuð. Ekki hefir snjóað hér við sjó fram, enn byljir hafa verið til sveita. Frost hefir hér verið um 6 stig síðustu dagana. Fréttabréf. Suðr-pingeyjarsýslu í desember. „J>egar Vestfirðingar sendu út áskoranir i vor sem leið um Jfingvallafund, þá vöknuðu nokkurir ungir menn hér í Mývatnssveit og Bárðardal til þess að hugsa um mál þetta. |>eir komu sér sam- an um, að stofna politískanflokk, sem skyldihafa

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.