Fjallkonan - 16.03.1885, Blaðsíða 2

Fjallkonan - 16.03.1885, Blaðsíða 2
18 FJALLKONAN. að blína á það aðgerðalausir og undrandi, heldr til að læra af þvi. hvilíkr háski oss er af því bú- inn, ef vér vanrækjum að hlynna sem bezt með vitrlegum ráðum og framkvæmdum að verzlun vorri og samgöngum. Verzlun getr ekki þrifizt né samskifti átt sér stað án samgangna, og sam- göngur ekki án vega. Land vort er ógreitt }ffir- ferðar sökum vegaleysis, og alt af verðr það bæði kostnaðarsamt og erfitt, að gjöra hér næga og góða landvegu. Enn því fremr ríðr oss á að nota vel og gerr enn hér til þann veginn, sem sjálf- lagðr er, nfl. sjóinn. þ>að er raunar furða, hvé lítill gaumur er gefinn að þessu atriði. Enn þetta er máske órétt að lá; vér erum að vaknaog átta oss og höfum í mörg horn að líta, svona fyrst i stað. Vér skulum nú líta eftir, hvort vér höfum eigi góðar og nýtileg- ar sjóleiðir fyrir samgöngur og verzlun, sem vér enn eigi erum farnir að nota. Vér erum að vísu farnir að nota sjóleiðina kringum landið með strand- ferðaskipunum. Enn þau greiða ekki nándarnærri nóg fyrir kaupskapnum alstaðar um landið, eins og þó verða mætti og þörf er á. Margr fjörðr, vík og vogr er, sem sigla mætti á og flytja vörur eftir, enn sem enn þá er ekki farið að hugsa um að nota sér. Eg skal að eins nefna Hvalfjörð og Hvamms- fjörð. Á báða þessa firði var siglt til forna lengi fram eftir öldum, einkum á þann fyr nefnda. Að þessum fjörðum liggja sveitir báðum megin, sem haft gætu stórmikinn létti og hag af ef þær not- uðu þessa vegi, sem náttúran sjálf hefir tilbúið handa þeim. Væri sigling og verzlun rekin á Hvammsfirði, yrði það eigi að eins hagr fyrir nálæg héruð, heldr og fyrir margar sveitir sem liggja að Húnaflóa, einkanlega þegar hafísar lykja Norðrland og banna alla tilsigling. Væri Hval- fjörðr notaðr til verzlunar og vöruflutninga, spar- aðist mörgum Borgfirðingum þar við þriðjungr og helmingr og sumum meira af þeim tíma, er þeir nú þurfa að eyða til kaupstaðarferða annað- hvort til Reykjavíkr eðr út á Akranes. Onauð- synleg tímaeyðsla er vinnumissir, enn vinnumissir er fjármissir, enn fjármissir hnekkir bæði vel- megun manna og verzlun. f>að er sumartíminn, sem mest verðr hafðr til kaupferðalaganna, enn þessi tími er það, sem oss er meinlegast að missa, því hann er stuttr hjá oss, enn margt á honum að vinna. pað er þvi knýjandi nauðsyn fyrir oss, að fara sem hagnýtilegast með sumartímann. f>etta munum vér sjá og sanna þvf betr, sem oss verðr meiri manndóms og framfara auðið. |>að ætti því að vera öllum áhugamál og jafnt hugleikið bænd- um sem kaupmönnum, að leita alls við, að létta og greiða sem bezt fyrir verzlun og flutning- um um sveitirnar. Kaupmaðrinn fær aldrei þá vöru, sem aldrei aflast. Enn að löng og óþörf ferðalög hafi mikinn kostnað og vinnumissi (og þá vörumissi) í för með sér, er sýnna enn segja þurfi. Sá, sem ekki vill viðrkenna þetta, er heill- aðr af rangri eigingirni eða hefir eitthvað veikl- aða skynsemi. Hvað nú sjóveguna snertir, þá hafa þeir þann kost, að ekki þarf að búa þá til og þykir það ■mikill kostr hvar sem er, og er það ekki ■ sizt hjá oss, sem erum svo efnalitlir. þ>ess væri ósk- andi og er vonandi, að alþing og stjórnin gerði gangskör að leita uppi og rannsaka alla sjóvegu kringum landið, svo að þekking fengist á því, hverir af þeim væri góðir og greiðir og vel lagaðir til að létta fyrir verzlun og flutningum. Að endingu skulum vér geta þess, að hvað Hvalfjörð snertir, þá er það mörgum kunnugt, að góð og hrein stórskipaleið er inn eftir honum endilöngum alt inn að J>yrilsnesi. Fyrir innan Hrafnabjargaeyri er djúp og góð höfn með leir- botni, þar sem stórskip geta legið nálega upp við sjálfan marbakkann. f>ar kemr aldrei ósjór og ágætt á land að leggja, slétt malareyri. Alfara- þjóðvegrinn liggr um eyrina. Varla getr hentugra kaupstaðarstæði enn hér er fyrir nálega allar þær sveitir, sem liggja i efri parti Borgarfjarðar sunn- an Hvítár, enda fúngvallasveitingar eiga skemmra hingað til verzlunar enn til Rvíkr. þ>að er því varla að óttast fyrir, að hingað yrði eigi nóg að- sókn. f>að er reyndar furða, að engum skuli enn hafa leikið hugr á að reisa hér kaupstað. Vér skulum nú fela þetta mál yfirvegun manna og sjá hvað setr. Borgfirðingr. Embættismönnum hefir stundum í blaði þessu verið brugðið um óþjóðlegan hugsunarhátt, aftr- haldsemi og dugleysi, og var vikið á það í grein um „aldarhátt“ í síðasta blaði. Vér skulum nú taka það fram í eitt skifti fyrir öll, að embættis- menn þeir, er blað vort einkum á við, eru þeir er sitja í óþörfum embættum og vel má án vera. Embættismenn eiga því ekki óskilið mál hjá oss; það eru einkum valdsmennirnir, er vér getum ekki unað við. J>eir eru miklu fleiri hér á landi enn þörf er á, og með því að þeir þjóna óþörfum embættum, verða þeir einnig sjálfir óþarfir þjóð- inni. J>eir geta að vísu verið dugandi menn, enn af því flestir þeirra hafa lítið að gera, enn nóg laun, vekr embættið þá ekki til dugnaðar eða framtakssemi. Oss kemr eigi til hugar, að ámæla þeim embættismönnum fyrir aðgerðaleysi, er hafa miklum störfum að gegna. Vér teljum allan kennilýð og lækna þarfa embættismenn; nóg er fáfræðin og nógir eru sjúkdómarnir, og er því ekki hætt við, að kennendr og læknar hafi eigi nóg að starfa, ef þeir eru nýtir menn, enda er þörf á að fjölga þess kyns embættismönnum víða á landinu. Merkilegt er það, að þeir embættis- menn, er sitja í annríkum embættum, vinna þjóð- inni oftast að öðru leyti mest gagn. f>annig eru það nálega eingöngu kennendr og læknar, sem fást við bókagerð eða rita til að fræða almenn- ing. Ein in þarfasta alþýðufræðibók, er út hefir komið hér á landi, er samin og útgefin af presti1, og sá læknir, sem hefir meiri annir enn nokkur 1) Yér eigum við Lestrarbók síra þórarins Böðvarsson- ar, er fékk ómaklegan og illan dóm í blöðunum, enn hefir áunnið sér maklega hylli alþýðu. Nú mun þörf, að gefa hana út aftr, og verðr hún þá að sjálisögðu endrbætt og aukin.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.