Fjallkonan - 16.03.1885, Blaðsíða 3

Fjallkonan - 16.03.1885, Blaðsíða 3
FJALLKONAN. 19 / annar læknir hér á landi, Dr. Jónassen, hefir nú samið og gefið út almenna lækningabók handa alþýðu, er lengi hefir verið brýnasta þörf á. — Á hinn bóginn hafa þeir menn, er sitja í hóglífis- embættum, fæst gert til almennrar nytsemdar. Nálega enginn sýslumaðr hefir t. d. snert á penna til bóklegrar ritunar siðan á dögum Jóns Espó- líns. Af þessu virðist oss mega ráða, að in óþörfu makinda-embætti leiði þá sem í þeim sitja fram- ar til dáðleysis enn atorkusemi eða þjóðlegra framkvæmda. í þessari stuttu grein á ekki við að fara lengra út í þessi atriði. Vér vildum einungis vekja athygli almennings á því, hverir eru nytsamir embættismenn og hverja vér álítum óþarfa, og hver munr er á alþýðlegri starfsemi og nytsemi þeirra embættismanna er gegna nauðsynlegum embættum og hinna, er gegna óþörfum skrif- snápaembættum og hafa minnst að gera. Manneldi. (|>ýtt að mestu.) Spekingr einn hefir sagt, að fæðan veitti manninum alt atgervi og viðgang, og gamall ís- lenzkr málsháttr segir, að „matr sé mannsins megin“. Nú á dögum vilja þó eigi mentaðir menn líta svo á mannlegt líf, heldr segja þeir, að allr viðgangr mannsins eigi rót sína í andlegu og líkamlegu atgervi, er gangi í ættir, enn auk þess sé mikið undir loftslaginu komið, uppeldinu, lifn- aðarháttum og fæði manna. Á barnsaldrinum og æskuárunum myndast hlutar líkamans og þrosk- ast þar til maðrinn er fullþroska; síðan helzt lík- aminn einungis við. Alt það, sem líkaminn eigi getr notað, eða sem orðið er slitið eða ónýtt, færist brott úr líkamanum, enn annað nýtt kemr í staðinn; þessi umskifti verða á hverju augna- bliki. Áðr héldu menn, að líkami mannsins yrði endrnýjaðr áttunda hvert ár, enn nýjar rannsókn- ir vísindamanna sýna, að þessi ummyndan verðr á miklu skemri tíma. Svo telzt til, að á hverjum sólarhring gangi til þurðar einn fjórtándi hluti af þyngd mannsins fyrir útgufun og rennsli úr líkamanum, svo að sá maðr, sem er ioo pund að þyngd, léttist um 7 pund. J>essi missir verðr að bætast líkamanum, og því getr enginn lifað án matar eða drykkjar, er færi líkamanum ný efni. Enn eigi þessi efni að bæta þá hluti líkamans, er gengið hafa til þurðar fyrir andlega og líkamlega áreynslu, verða þau að vera samkynja efni og líkaminn er af gerðr, eða geta breyzt í sömu efni. Með hungri og þorsta bendir náttúran til þess, að líkaminn þurfi að fá nýjar birgðir af þeim efnum, er bæta upp það sem eyðzt hefir af pörtum blóðs og tauga, vöðva og beina. J>að er meira vert að fæðið sé gott og haganlegt, enn að það sé mikið. Fæðuefnin verða eigi að notum fyrr enn þau fyrir meltinguna eru orðin að blóði, því blóðið er næringarlind alls líkamans. Hjartað veitir blóðinu um alla parta líkamans. J>að hefir verið reynt á dýrum, að ungviðið þolir miklu ver hungr enn fullþroska dýr. Ef dýrum er gefið vatn, lifa þau miklu lengr fóðrlaus enn ella. Sama er að segja um manninn. Með ósjálfráðri hreyfingu færist fæðan úr maganum niðr í þarmana. í þörmunum bland- ast fæðan galli og magavökva, og verðr þannig að næringarvökva er færist út í blóðið. In nær- ingarlausu efni fæðunnar ganga út gegnum þarm- ana. J>ví auðmeltari sem fæðan er og því meira sem í henni er af blóðmyndandi efnum, því meiri næring er í henni. J>að er því nauðsynlegt að þekkja, hversu fljótt inar ýmsar fæðutegundir meltast og hversu mikil næring er í þeim. Manneldið er tekið bæði úr dýrarikinu og jurtaríkinu. Líkamsskapnaðr mannsins sýnir, að maðrinn þarf að lifa bæði á dýrum og jurtum. J>eir menn eru þó til, sem aldrei borða kjöt og jafnvel drekka eigi mjólk né eta egg, af því að það er dýrafæða. J>essir menn hafa fjölgað á siðustu árum, og því verðr ei neitað, að margir þeirra lifa góðu lífi, hafa góða heilsu og andlegan þroska. jþeir segja, að mannkynið geti tekið alla fæðu sína úr jurtaríkinu, að það sé grimdarverk að drepa dýr, og að þar af spretti harðýðgi og siðaspilling. J>eir færa það enn framar til sins máls, að sveitafólk lifi víða mestmegnis á jurtafæðu og sé þó fyllilega jafnhraust og þeir, sem hafa meiri dýrafæðu. Ið heilnæma loft í sveitunum eykr melt- ingaraflið, enn þeir, sem búa í þorpum, hafa óheil- næmara loft og meiri áreynslu, bæði likamlega og andlega. J>eir sem vinna í húsum þurfa og kostbetri fæðu enn þeir sem vinna úti, og kom- ast því eigi af án dýrafæðu. In kostbezta fæða er kjöt, af því að sam- setning þess er svo lík blóðinu. Kjöt er auðmelt, því efni þau, er það er samansett af, eggjahvíta, taugar, fita, salt og lítið eitt af sýrum, breytast skjótt i blóð. Kjöt er mjög misjafnt að næringu. Kjöt það, sem fagrrautt er á lit, t. d. nautakjöt, sauðakjöt, svinakjöt, hérakjöt og flest fuglakjöt er kostmeira enn ið hvítleitara kjöt, t. d. kálfskjöt og lamba- kjöt, enn þó er lambakjöt mjög auðmelt og því heilnæmt. Fuglakjöt er þurrara og eggjahvítu- meira enn kjöt spendýranna. (Framhald síðar). Reykjavík, 15. marz. Emlbættaskipan. (Jveitt prestsembœtti að Mikla- bæ í Blönduhlíð (Skagafj. s.) fyrir uppsögn síra Jakobs Benidiktssonar. Augl. 28. f. m. Tekjur: 1078 kr. —• Umboffsmaðr þjóðjarða Norðrsýslu og Reykjadals jarða er skipaðr Jón alþingismaðr Sigurðsson á Gautlöndum. Búnaðarstyrkr. 20000 kr. eru veittar úr landssjóði á ári til eflingarjbúnaði, og úthlutar landshöfðingi helming þessa fjár til sýslunefnda og bæjarstjórna að hálfu eftir tölu lausafjárhundr- aða og að hálfu eftir mannfjölda. Skiftingin varð á þá leið þetta ár að: Austrskaftafellssýsla fékk 160 kr. Vestr-Skaftafells.s. 300, Rangárv. s. 780, Árnes. s. 910, Vestmanneyja s. 60, Gbr. og Kjós-

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.