Fjallkonan - 27.02.1886, Síða 3
FJALLKONAN.
15
landi hefir þessi sama regla verið tekin upp fyrir
nokkurum árum, og eftir skýrslum frá enskum skól-
um læra börnin betr og fljótara í þeim skólum þar
sem hálftímakenslan er við höfð enn þar sem klukku-
timi er hafðr til hverrar námsgreinar. Um nám
fullþroskaðra manna mun öðru máli að gegna;
þeim er oft betra, að sitja lengr við hverja náms-
grein í senn enn einn klukkutíma, einkum þegar
verið er að læra eitthvað verklegt.
þ>á er nauðsynlegt að börnin séu látin lesa í
heimahúsum hentugar bækr, enn því miðr höfum
vér fáar góðar barnabækr. Siðferðilegar smásögur
eru góðar, slíkar sem smásögur Pétrs byskups Pétrs-
sonar. f>að er og áríðandi, að láta börnin ekki
lesa annað enn það sem þau skilja, og er hægt að
komast að skilningi þeirra með því að spyrja þau
út úr því sem þau hafa lesið. (Heldr áfram.)
SITTHVAÐ.
Töfrasproti. Villidýr er oft örðugt að temja, enn nú
hafa dýratemjendr fundið ráð til þess að spekja þau og
láta þau hlýða sór. þeir gera það með rafmagni. Til
þess hafa þeir málmsprota, og er efri endi hans raf-
magnaðr enn skaftið á honum er einangrað. þegar
dýratemjandi vill halda dýrinu í skefjum, eða fá það
til að hlýða sér, snertir hann það með sprotanum og
stendr þá dýrið höggdofa eða sem þrumu-lostið. Ljónið
verðr dauðhrætt við þetta ókunna afl, hengir niðr höfuð-
ið og rekr upp óttalegt öskr. Tígrarnir standa grafkyrrir
svo sem mínútu, og skríða síðan út í hörn í klefa sín-
um og liggja þar dauðvona af ótta. þetta hefir einnig
verið reynt við höggorma, og hafa þeir legið máttvana
nokkura daga á eftir. Píllinn er ið eina dýr, sem reynt
hefir verið að þolir áhrif rafmagnsins.
Dómhirkjan í Köln er einhver in prýðilegasta kirkja
í heimi. Var farið að byggja hana árið 1248, enn nú
er talið, að verki þessu hafi verið lokið eftir 637 ár.
Hvalir lifa á síld og fiski eins og kunnugt er. Fyrir
skömmu var erlendis ristr upp hvalr og fundust í maga
hans 800 síldir og smáfiskar.
Afl gufuvélanna i heiminum er talið á við 7-J- miljón
hesta afla og hafa Englendingar undir höndum 30”/> af
þessu afli eða nálega þriðjunginn.
Hraðskrift. Með venjulegri skrift skrifa fljótustu skrif-
arar að meðaltali 30 —40 orð á mínútu, enn góðr hrað-
skrifari skrifar 120—180 orð á sama tíma. Duglegustu hrað-
ritarar skrifa jafnvel yfir 200 orð á mínútu. Til að skrifa
30 orð verðr penninn að meðaltali að draga stryk, sem
verða um 16 fet, þegar teygt er úr öllum bugðunum.
þar sem nú fljótr skrifari getr ritað 30 orð á mínútu,
fer penninn með sama hraða eina enska -mílu á rúmum
5 klukkutímum.
Fréttaþræðir og hljóðberar. Arið 1883 náðu fréttaþræð-
ir þeir, er hafðir eru til almennings nota í Bandaríkjun-
um, yfir 160,000 mllna vegalengd, enn hljóðberar (telefón-
ar) náðu yfir 100,000 mílur. Síðan hefir hljóðberum
fjölgað þar svo, að þeir taka yfir lengri leið enn frétta-
þræðirnir.
Tímasjá (chronoscop) heitir rafmagns-’áhald eitt er
fundið er fyrir skömmu og einkuin haft til að mæla hraða
á byssukúlum. það er svo nákvæmt, að mæla má með
því 1 miljónasta part úr sekúndu.
ISLENZKR SÖGUBALKR.
forleifs þííttr Skaftasonar.
(Frh.) Ingibjörg hét systir síraþorleifs. Hún giftist
og bjó í Húnavatnssýslu, enn eigi er þess getið, hvað
maðr hennar hét. þá er þessi saga gerðist, var
harðæri og mikil umferð af fátæku fólki. Frétti
síra þorleifr, að systir hans vildi gera mörgum fá-
tækum gott, enn fekk því eigi ráðið fyrir bónda
sínum. Líkaði síra þorleifi það illa, og vildi vfs
verða, hvað satt væri í því. Hann býr nú ferð sína
þangað er systir hans bjó, og hafði með sér fylgd-
armenn. Segir ekki af ferðum hans fyrr enn hann
kemur allnærri heimili Ingibjargar; þá var á liðið
dag, og lét sfra þorleifr tjalda og kvaðst þar mundi
náttstað hafa. Sendir sfðar einn manna sinna til
mágs síns, að segja honum að búast við þarkomu
sinni að morgni. Sjálfr býr hann sig f tötra og
torkennir sig sem mest, og stumrar svo um kveldið
heim að bæ systur sinnar. Biðr þar gistingar og
var tekið heldr þurlega. Fólk svaf lengi í rökkri,
enn er kveykt var, kemr húsbóndi með plögg og
biðr gestinn að þæfa. Líðr svo til vökuloka. Eru
þá gestinum bornar flautir í litlum aski. Enn þeg-
ar fara á að hátta, kemr húsbóndi að skoða þófið,
og hafði það ekki gengið. Brást húsbóndi reiðr
við og slær gestinn með plöggunum; kvað ekki
slíkan letingja hýsandi. þegar fólk var komið í
svefn, kom stúlka til gestsins og færði honum mat
og segir: „þetta bað húsmóðir mín mig að færa
þér“. Hann bað hana skila þakklæti til konunnar
og gerði við matinn sem honum sýndist. Hann fer
á fætr f býtið um morguninn á undan öðrum; fór
nú til sinna manna og kastar stafkarlsgervinu.
Snemma dags kemr síraþorleifr með fylgdarmönnum
sínum til mágs síns. Gekk bóndi út á móti honum
og fagnaði honum vel og bað hann velkominn.
Gerir veizlu mót honum og var síra þorleifi veitt
kappsamlega og bóndi inn kátasti. þá segir síra
þorleifr: „Mikill munr er á þessum veitingum og
þeim sem ég fekk hér í gærkveldi“. Bóndispyr, hvort
hann hafi þar fyrri komið. „Já“, segir þorleifr, „ég
er sá sami förukarl, er hjá þér gisti í nótt og þú
barðir í gærkveldi. Er það nú erindi mitt, að taka
systur mína frá þér, því ég get eigi þolað að hún
sé gift slíkum nirfli og svíðingi sem þú ert“. Bónda
varð mjög hverft við og bað síra þorleif vægðar og
fyrir alla muni að taka ekki frá sér konuna; það
félli sér þyngst. Síra þorleifr segir: „Ef þú vilt
heita því héðan af að láta hana sjálfráða, að gera
það gott er hún vill og efni ykkar leyfa, þá skal
ég láta kyrt liggja“. Varð bóndi að heita öllu
góðu, og það efndi hann síðan og var mjög eftir-
látr konu sinni.
Síra þorleifr þótti inn frægasti kennimaðr sinnar
tíðar, og skal hér segja eitt dæmi um það, hvé
mikla trú menn höfðu á krafti kenningar hans.
Siglufjarðarskarð er milli Fljóta og Siglufjarðar.
Sjálft skarðið er örmjótt, og einstigi upp og niðr.
þar hafði sá ófögnuðr legið i landi síðan á önd-
verðri 17. öld, að menn urðu þar iðulega bráðdauðir.
þóttust menn sjá í loftinu yfir skarðinu loftsjón ein-
hverja, er var í líking við svartan skýflóka og í