Fjallkonan


Fjallkonan - 31.01.1887, Blaðsíða 2

Fjallkonan - 31.01.1887, Blaðsíða 2
10 FJALLKONAN enn alment gerist í öðrum löndum. Eftir margra ára ráðagerðir er loks stofnaðr gagnfræðaskóli á Möðruvöllum, þó hvergi nærri svo fullkominn, sem menn gerðu sér upphaflega vonir um, né líkr þeirri fyrirmynd, sem síra Arnljótr hafði gylt fyriralmenn- ingi í Norðlingi. Fyrstu árin sækir múgr og marg- menni að skólanum, og fá færri enn vilja inngöngu; verða að hverfa frá, því að skólahúsið reynist oflítið. Þá vóru í skólanum (vetrinn 1880—81) yfir 50 pilt- ar. Síðan hefir skólarækninni á Möðruvöllum hnign- að ár frá ári, og nú eru þar að eins 17 piltar. Al- menningi mun þykja skólinn ærið dýr, enn gagnið af lionum ekki að því skapi. Því mun þó ekki verða neitað, að skólinn hafi unnið nokkuð gagn; enn hinir andlegu ávextir mentastofnana eru oft ekki auðsæir þorra almennings. Kostnaðrinn við skólann er mik- ill, um 8000 kr. á ári, enn þegar eigi ganga fleiri á skólann enn 17 piltar, það er 8 piltar útskrifaðir á ári, er eigi furða þótt mönnum þyki gagnið smátt í samanburði við tilkostnaðinn. Enn hvers vegna nota menn ekki skóla þennan betr? Norðlendingum var það þó mikið áhugamál, að koma honum á fót. Or- sökin er eflaust sú, að mönnum þykir ekki mikið koma til lærdómsins á skólanum og að hann full- nægir eigi þörfum alþýðu. Það er auðvitað, að harð- ærið og verzlunarvandræðin draga nú allan dug úr mönnum; enn svo er alþýða þyrst í mentun, að Möðruvallaskólinn mundi jafnan fullskipaðr, ef liann væri við aiþýðuskap, ef ungir menn nytu þar þeirr- ar mentunar, sem þeir þarfnast mest, þótt eigi liggi annað fyrir þeim sem í hann ganga enn að verða bændr. í Möðruvallaskólanum eru kendar of fáar greinir og námstíminn er of stuttr til þess að þeirr- ar þekkingar verði aflað þar sem vænta mætti á slíkum skóla; hann er of ófullkominn sem gagnfræða- skóli og of' dýr sem alþýðuskóli. Vér viljum því leggja það til, að hann sé lagðr niðr á næsta ári og að eigi sé beðið eftir því, að hann veslist upp alger- lega, eins og nú eru horfur á. f stað hans ætti að stofna fullkomnari gagnfræðaskóla í Reykjavík og og munum vér síðar tala um það efni. Alþingi 1881 kaus nefnd af þingmönnum til að semja álit um mentamál alþýðu. í nefnd þessari vóru þeir Arnlj. Ólafsson, L. Blöndal, Jón Ólafsson, Þorl. Guð- mundsson og Eir. Briem. Nefndin lagði það til, að stofnaðir væri 14 alþýðuskólar í landinu og að hver þeirra skyldi fá alt að 1000 kr. styrk úr lands- sjóði, þannig, að styrkr þessi að öllum jafnaði færi eigi fram úr 2/B alls kostnaðar við skólahaldið, og að við fjárveitinguna væri haft hæfilegt tillit til strjál- bygðar hvers skólasvæðis fyrir sig og til þess, hvern vöxt og viðgang skólastofnunin tæki. Sem skilyrði fyrir styrk úr landssjóði ætlaðist nefndin til, að skól- arnir stæðu undir skólastjórn og sýslunefndum, og aðsýslunefnd eðaskólastjórn væri í sjálfsvaldsett, hvort henni eftir atvikum þykir bezt henta, að piltar og stúlkur njóti kenslu saman eða sitt í hvoru lagi. Nefndin lagði til, að þessar fræðigreinar væri kend- ar: 1. ágrip af nýju sögunni, einkum á þessari öld. 2. stutt yfirlit yfir helztu atriði landafræðinnar, eink- um landaskipun og eðlisháttu lands og lagar. 3. saga landsins og lýsing þess. 4. stutt yfirlit yflr helztu landsréttindi og stjórn. 5. hin almennustu og ein- földustu atriði náttúrufræðinnar og náttúrusögunnar. | 6. lýsing á byggingu mannlegs líkama og heilbrigð- isreglur. 7. almenn brot, þríliða, prósentureikningr, I rentureikn., f'élagsreikn. og einföldustu reglur fyrir flatmáli. 8. islenzk réttritun og æfing i að tala og rita skipulega. 9. að skilja dönsku á bók. — Nefnd- in lagði til, að skólasvæðum væri skipað þannig, að í Rangárþingi, Árnesþingi, Kjalarnesþingi, Þverár- þingi, Þórsnesþingi, Húnaþingi, Hegranesþingi, vestr- hlut Skaftafellsþings og Vestmannaeyjum væri einn skóli í hverju, enn í Þorskafjarðarþingi og Múlaþingi tveir í hvoru. — Tillögur nefndarinnar virðast oss fara nærri þörfum, enn meðan hagr almennings batn- ar ekki að mun, mundi nægja að hafa skólana helm- ingi færri og þá á þessum stöðum : í Reykjavík, á Eyrarbakka, í Hornafirði, á Seyðisfirði, á Akreyri, á Borðeyri, á ísafirði. — Námsgreinar þær, er nefndin til tekr, eru allar þarfar, enn það yrði oflangt mál, að rita hér um einstök atriði, sem vér skoðum á annan veg enn nefndin. Vér verðum þó að taka fram eitt höfuðatriði, sem nefndin nefnir ekki á nafn; það er verkleg kensla. Nef'ndin ætlast til, að kenslan verði eingöngu bók- leg. Enn það mun sannast, að tóm bókleg kensla í alþýðuskólum verðr þur og ófrjósöm og leið mörg- um nemöndum, nema vís sé atvinna í aðra hönd, þeg- ar úr skólanum er komið. Vanþrif Möðruvallaskól- ans sýna, að bókleg kensla einsaman f'ullnægir ekki mentunarþörf alþýðu. Vér viljum því leggja það til, að verkleg kensla fari fram í alþýðuskólunum, og að einn og hinn sami skóli sé fyrir karla og konur, svo að alþýðuskólarnir verði þannig bænda og kvenna skólar, því bændr eru allr þorri landsmanna. Vér viljum að þar sé kend ýms vinnubrögð, einföldustu atriði túna og engja ræktar, garðyrkja, kvikf'járhirðing í húsum, ef unt er, tóvinna og smíðar. Stúlkunum þarf sérstaklega að kenna klæðasaum og aðrar hannyrðir, matartil- búning o. s. frv., og bæði piltum og stúlkum ætti að kenna bókfærslu eða að rita búreikninga. Búnaðarskóla þá sem nú eru, ætti, að vorri hyggju, að leggja niðr, eða sameina þá við alþýðuskóla karla og kvenna, enda mun það sýnt, að þeir geta ekki j þrifizt. Sömuleiðis ætti annaðhvort að leggja niðr j kvennaskóla þá sem nú eru, eða sameina þá við al- j þýðuskólana. Fyrir þau bændaefni og konuefni, sem j vildu fá meiri mentun enn kostr væri á í alþýðu- skólunum, ætti að vera einn búnaðarskóli á landinu, i sameinaðr fyrirmyndar-stórbúi, og einn kvennaskóli, [ er sameinaðr væri við gagnfræðaskólann í Reykjavík. Einn af velgjörðamönnum mannkynsins. ----H#31*--- Meðal þeirra, sem af hreinni mannást hafa unnið J í þarfir mannkynsins, má í fremstu röð nefna Ameríku- J manninn Josef Francis, sem fann upp björgunarbát

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.