Fjallkonan


Fjallkonan - 08.02.1887, Síða 2

Fjallkonan - 08.02.1887, Síða 2
14 FJALLKONAN. þeirri kosningu í nafni sonar síns. — Stjórn Rússa vill nú koma til valda í Bolgaríu Alexander fursta at Mingrelíu (í Kákauslöndum), og er auðvitað, að hann mundi ekki verða annað enn hlýðið verkfæri í höndum Rússa stjórnar. Út af þessu hefir stjórnin í Bolgaríu gert þriggja manna sendinefnd tii stór- veldanna, og er svo að sjá sem þau, að Englandi undanteknu, taki því allvel að Rússland ráði þessu. Þannig réð utanríkisráðherra Frakklands til þess að Bolgarar kæmi sér saman við Rússa. „Frakkland gæti hvort sem er ekkert gert fyrir þá“. Þijzkaland. Bismarck lagði frumvarp fyrir ríkis- þingið þýzka um það, að verja 20 milj. ríkismarka á ári í 7 ár til þess að auka fasta herinn með 40,000 manna, einnig að öll hermál yrðu falin her- málastjórninni einni á sama tímabili. Málið féll á ríkisþinginu, og rauf'Bismarck þingið þegar í stað (14. f. m.). Nýjar kosningar eiga fram að fara 21. þ. m., og telja menn víst, að Bismarck muni bera þar sigr úr býtum. — Sósíalistar í New York vóru er síðast fréttist að skjóta saman stórfé flokksbræðrum sínum á Þýzkalandi til styrktar, að koma sem flestum sósía- listum inn á hið nýja ríkisþing. Að því er kemr til ástæðanna fyrir hinu nýja herlaga-frumvarpi, vís- um vér til kafla úr ræðu járnkanzlarans, er hór fer á eftir. Hún hefir komið herskjálfta á þjóðirnar, og má með sanni segja, að jaínófriðlegt útlit og nú hef- ir ekki verið í Norðrálfunni síðan á dögum Napóle- ons. Austrríki. Eftir síðustu hraðfréttum vóru Austr- | ríkis menn að herbúa sig sem óðast, og var ætlun manna að til styrjaldar horfði með þeim ogRússum. Ekki er þríkeisara-sambandið tryggara enn svo. Frakkland. Þar vóru orðin ráðherraskifti og | Freycinet vikinn úr völdum sem forsætisráðherra og kominn í hans stað G-oblet, kirkju og kenslumála ráðherra. í ráðaneytinu sitr og enn hermálaráðherr- J ann Boulanger; þó fékst hann ekki til að vera í ráðaneytinu nema með því skilyrði, að honum yrðu veittar 360 miljónir franka til herbúnaðar, og að því gengu hinir ráðherrarnir. Boulanger er frumkvöðull og liöfundr hinna nýju herlaga, sem gert hafa her | Frakka svo ægilegan í augum Þjóðverja. Sumir ætla að úr honum muni verða dálítill Napóleon, enn hvort 1 sem það rætist eða ekki, þá er það víst, að hann er skörungr mikill og fullr stórhuga. — Látinn er Paul j Bert, einn af mestu vísindamönnum Frakka; var | orðinn landstjóri í Tonkin. England. Randolph Churchill lávarðr var genginn úr ráðaneytinu og í hans stað kominn Goschen úr flokki Hartingtons. Smith, áðr hermálaráðherra, | hefir tekið við forustu neðri málstofunnar, enn ekki fjármálum. Yið þeim hefir tekið Stanhope, nýlendu ráðherra, enn Salisbury sjálfr við utanríkismálum, og Nortlibrook lávarðr við forræði Indlands mála. Ó- eirðir nokkurar hafa orðið á írlaudi, enn ekki hefir að þeim kveðið til muna, þó auðvitað sé, að eldrinn liggi að eins niðri um stundarsakir. Amerika. Cleveland forseti gat þess í boðskap sín- um til fulltrúaþingsins, að vígsla frelsisstyttunnar miklu hefði komið nýju lífi í vingan þá, er jafnan hefði ríkt milli Frakklands og Bandaríkjanna. — Svo er fjárhagr Bandaríkjanna blómlegr, að í tekjunum árið sem leið vóru 90 miljónir dollara fram yfir út- gjöldin. Danmörk. Stjórnin hleypti upp fólksþinginu 8. f. m., enn tilefnið til þess var álit fjárlaganefndarinn- ar, því að hún vildi veita rifleg fjárlög, enn að eins ekki það sem Estrup vildi hafa, þ. e. samþykkja að greiða kostnað þann, er stjórnin hefir ráðizt í að þinginu fornspurðu, svo sem til hergirðinga, fallbyssna o. s. frv. Þá tók Estrup og hans félagar það til bragðs að rjúfa þingið og boða nýjar kosningar, enn lýsti yíir því um leið, að þó vinstri menn sigri við hinar nýju kosningar (þær áttu fara fram 28. f. m.), þá neyðist hann til að stjórna með bráðabirgða fjár- lögum þetta árið fyrir því. Vinstri menn telja sér sigrinn visan, og sagt er að hægri menn láti sér ekki heldr óvænt koma þau úrslit, enn svo lítr út sem þau hafi lítið eða ekkert að þýða. Kjósi þjóðin eins og Estrup vill, þá gerir hún auðvitað skyldu sína(?), enn gangi kosningarnar móti stjórninni, þá er vilji þjóðarinnar marklaus og einskisvirði. Æsingar vóru miklar og undirróðr hjá báðum flokkum til hinna nýju kosninga. — Illan bifr hafa Þjóðverjar á herbún- aði Dana, og leggja þýzk blöð harðan dóm á athæfi Estrups ráðaneytis. Annars er ástandið í Danm. sem stendr mjög óheppilegt, et almennr ófriðr skyldi verða, þar sem landið er sundrslitið af flokkadráttum og engin útsjón til að þar muni bót á verða. — 12. des. f. á. lézt Jóhann Nikolai Madvig (f. 7. ág. 1804 í Svaneke á Borgundarhólini; faðir haus var sænskr); heimsfrægr fræðimaðr í grískri og latneskri málfræði og grískrómverskri fornfræði. Var hann prófessor í þeim fræðigreinum við Khafnar háskóla frá 1826—80, kirkju og kenslumála ráðherra var hann 1848—51; hann hafði og verið ríkisþingsmaðr. Niðrlag- ræðu Bismarcks 11. f. m. „Sé menn hræddir um, að stjórut'ulltrúar keisarans ætli að heyja landvinningastrið, eða haíi et til vill í hyggju, að gera út um austræna málið, þá er það hraparlegr misskilningr. Að visu höfum vér háð tvö stórstríð, enn með þeim höfum vér leyst verkefni fleiri alda. Þessi stríð vóru lifsskilyrði fyrir oss. Nú erum vér fullsaddir; oss gerist engin þörf að heyja stríð. Þessum orðum beini ég jafnt til út- landa sem ríkisþingsins. Yér höfum róið að því öllum árum, að vingast við riki þau, er vér höfum átt i ófriði við. Við Austrríki höfum vér náð sam- komulagi um öll mál, og þríkeisara-sambandið tengir saman hin 3 stórveldi Austr-Evrópu. Að því er til Frakklands kemr, þá höfum vér einnig lagt alla stund á að spekja það til friðar, enn viljum vér friðinum halda, þá verðum vér að hafa öflugan her, vér verðum að vera einfærir án handalags við önnur riki Samkomulag vort við Rússland er sérlega gott. Vér viljum ekki ráðast á Rússland og vér ætlum ekki heldr að það vilji ráðast á oss, eða leita handalags við aðra. Ef vér að eins ekki gerum þvi tálmanir i Bolgariu, þá mun oss ekki lenda saman í ófriði við það. Hefði ég gegnt eggjunum sumra blaðanna, að vér skyldum styrkja Bolgaríu með hervaldi, þá hefði ég átt skil- ið að mál hefði verið höfðað gegn mér fyrir landráð. Vér viljum ekki rjúfa félagsskap við Rússland Bolgariu vegna. Vinátta Rússlands er miklu þýðingarmeiri fyrir oss enn vinátta Bolgariu og allra Bolgaríu vina á Þýzkalandi. Vér eigum að hafa fyrir mark að stilla til friðar milli Rússlands og Austr- rikis og miðla málum þar sem hagsmunir beggja ríkjanna ríða í bága. Reyndar er þá hætt við að vér verðum kallaðir Rússa

x

Fjallkonan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.