Fjallkonan


Fjallkonan - 08.02.1887, Blaðsíða 3

Fjallkonan - 08.02.1887, Blaðsíða 3
F.TALLKONAN. 15 vinir í Vínarborg og Austrrikisvinir í Pétrsborg, enu livað sem því líðr, munum vér jafnt og stöðugt kosta kapps um að friðr- inn megi haldast. Við Frakkland eigum vér varhentara. Hvort kappstreitu vorri við riki þetta er lokið til fulls eða ekki, get ég ekki um sagt. Vér höfum enga friðar viðleitni sparað gagnvart Frakklandi. Það hefir aldrei verið ásetningr minn að fara i strið við Frakk- land, ef vér ekki yrðum neyddir til þess, enn ekki getóg vitað nema þetta kunni að koma að höndum. Svo mikið get ég að eins sagt, að hafi Frakkland sama hugartar og vér, þá lendir oss aldrei í styrjöld við það framar. (öóðr rómr). Árið 1871 var ég lengi að skoða huga minn um, hvort vór ættum að taka herborgina Metz eða ekki, enn þegar sagt var við mig: Metz er 100,000 liðsmanna igildi, þá sagði ég við sjálfan mig: ’látum oss bara taka hana‘. (Hlátr). Nú er ekki ólíkt ástatt og þá. Ef þér veitið oss liðsmanna- tölu þá, er vér förum fram á, þá er það i væntanlegum ófriði miklu meira virði enn fjárkostnaðr sá, er til þess gengr. Gleym- ið ekki því, sem saga Frakklands kennir oss, að það er minni- hlutinn, enn meiri hlutinn ekki, sem úrslitum ræðr í því landi, og þegar horfurnar eru þannig þá segi ég: vtr komumst í gtríð við FYakkland. Hvort striðið hefst að 10 dögum eða 10 árum liðnum, það er alt undir því komið, hvað lengi þeir stjórn- endr sitja að völdum, sem nú eru. Ég get þvi ekki veitt hér nein triðar fullyrði; slíkt væri markleysa ein og munnfleipr.| Frumvarpsástæðan er hætta sú, er yfir oss vofir frá Frakk- landi. Hyggið að, hvílík ógæfa getr hlotizt af stríði við Frakk- land. Og þessa ógæfu má ef til vill koma i veg fyrir, eða fresta henni, með því að samþykkja frumvarpið, því stríðið mun dynja yfir á sama augabragði sem það hyggr sig vera oss yfir- sterkara. Jafnframt sem Frakkar þykjast hafa fjölmennari her, fullkomnari skotvopn og betra púðr enn vér höfum, mnnu þeir samstundis hefja ófriðiun. Ekki er það ætlun mín að vér munum undir verða í slíku stríði, enn hættan er mikil, og þegar vorir hugprúðu herfor- ingjar lýsa skýlaust yfir, að brýna nauðsyn beri til, að auka herafla vorn, þá væri velmikil dirfska að bera brigðr á orð þeirra. Frakkland er auðugt land og voldugt, og ættum vér helzt ekki að gera oflitið úr atta þess. Það nægir alls ekki að vér höfum lamið á Frakklandi einu siuni; vér verðum aðskapa oss fulla tryggingu fyrir nýjum sigri. Vinni Frakkland sigr á oss, þá munum vér lifa upp aftr sama ófagnaðinn og yfir oss gekk árið 1807. Þá mundi Elsass-Lothringen og Rínarlönd- in verða frá oss tekin; konungsríkið Hannover endrreist og vér mundum verða kvaldir til síðasta blóðdropa. Enn ef vér hins vegar verðum neyddir til að fara í stríð við Frakkland, og ef vér kæmum til Parísar í annað sinn, muuum vér heldr ekki verða mjúkhendir, heldr gera Frakkland óskaðvænt í fullan mannsaldr. (Góðr rómr). í þessu máli mun sambandsráðið tafalaust neyta þeirra rétt- inda er því bera samkvæmt alríkislögunum, og það mun aldrei una því, að lögin gildi fyrir skemra tímabil enn þau 7 ár, sem farið er fram á. Vér höldum því fastlega fram 7 ára bil- inu. Verði frv. ekki samþykt óbreytt eins og það liggr fyrir, þá neyðumst vér til að framfylgja málinu á nýju rikisþingi". Bréf frá París. 15. jan. 1887. Eg geri ráð íyrir að flestum íslendingum þyki t'róð- legt að fregna eitthvað héðan, og ætla eg því að rita yðr fáeinar línur um borgina og lífið í henni. París er hér um bil 15 mílur frá sjó. í gegn um borgina fellr áin Signa (Seine, frb. Senn). Liðr hún áfram með leynistraumi og hringsveipum, kolmórauð sem jökulárnar á íslandi. Á ánni er 21 brú; þær eru allar rammgervar úr stórgrýti og eru bogabrýr. Eftir ánni ganga litlar eimíerjur, og má fara með þeim um þvera borgina fyrir 30 cent. = 20 aura ; er það hér um bil helmingi lengra enn úr Reykja- vik suðr í Hafnartjörð (þ. e. I1/, mila). Áin er ekki breiðari enn stórár á íslandi. Líf manna hér er uyög svo breytilegt sem nærri má geta. Mikillæti og vesöld, auðr og fátækt er hér hvað innan um annað eins og gerist i stórborguuum, enn mismuurinn á lífinu verðr venjulega þvi meiri sem borgirnar eru stærri. Parisarbúar eru 21/, milj. að tölu; er talið svo til, að saunir þurfaraenn, sem vakna svo að morgni að þeir vita ekki með hverju þeir eiga að seðja hungr sitt, só ylir 200,000 manna, enn hinir, sem séu svo efnum búnir að þeir þurfi ekki að vinna sér til uppeldis, sé um 300,000 inanns, eða varla það. Kurteisi i viðmóti og framgöngu er hér mjög svo algeng. Varla er nokkur svo aumr stráksnáði, að ekki sé hann kallaðr monsieur (frb. mossjö = herra minn) i ávarpi, né heldr nokkur kvennvæfla svo vesöl, að ekki sé kölluð madame eða madamoiselle (= fröken). Flestir ganga hér prúðbúnir á götunum og gera það vist allir sem geta. Hér sést varlasá lúðulaki, að hann ekki dingli með pípuíiatt og sé allr útflúr- aðr. Þó berst kvenfólkið enn meira á i klæðaburði. Allir bera sig mjög borginmannlega á götunum. Að þekkja hér dánumenn frá bófum er vist engiun hægð- arleikr, og bezt mun hér að gefa sig ekki rnjög á ; vald annara, því sýnt muu mönnum hér að snúa upp á náungann ef færi gefst. Menn af lægra tagi eru hér að mér virðist mjög blótsamir; að öðru } leyti sýnist ytra siðiæti vera liér mikið. íslenzkr sögubálkr. I r Hóla-skóla. (Úr æfisögu Jóns prótasts Steiugrimssunur, eigiuhuudarriti á landsbókasafuiuu). Nær ég var 15 úra, var ég í skólauu iuu-tekinu á páskuin j árið 1744, og var þar eftir, sem míus skólameistara vituisburðr útvisar, i 6 ár, að þessuui parti frá páskum til Jóusmessu og Öðrum trá Mikaelsmessu til föstu iungaugs meðtöldum, so rauu- ar var það eigi meir enu 5 ár. Þá ég i skólaun koin, kuuui eg ei 80 mikið að segja sein bouus dies, felix nox, licet exire og þess háttar smáglósur, sem á þurfti að halda. Sr Skafti Jósefssou, sem uú er prestr á Hofi í Vopuatirði, uáfræudi miun, varð þar minn tutor o: torsvarsmaðr; hanu skrifaði upp þessar glósur handa mér og lagði mér það heilasta 1 öllu er eg þurfti að vita og gera meðan sainan vórum. Frí varð eg við inn- byrðis skólareglur þeirra, er brúkast við nýkomna, marra, bál, ftug og skírn' nema ineð vægasta máta, vegua mius áðr laskaða fótar; þeim sýudist eg og ei vera so stifsinua, að þess þyrfti stórum við. Sr. Jðn Þorkelsson gaf mér Donatinu, og sagði mér að koma til sín þá eg vildi að þiggja mjólkrsopa úr kouu hans, enn þá skólapiltar komust að þvi, héldu þeir, hvað þó ei } var, eg bæri honum fréttir. Varð eg þá að leggja það niðr, er eg sagði honuin og grét hann þá yfir mér og sagöi: þó skal eg muna til þin, hvað hann og gerði, því þá hann var aftr kominn tii Kaupenhafnar og hann heyrði eg tók að mannast, sendi hann mér árlega gefins góðar latinubækr, enn ég honurn aftr það sem prentað var á Hólum. Eg settist neðstr í skúla- röðinni sem von var; næst fyrir ofan mig var jalhaldri minn Erlendr; hann haíði lært i heimaskóia einn vetr; enn áðr skói- anum var sagt upp um sumarið var eg búinn að ná konum í lærdóminum, þvi eg lagði svo að mér sem mest eg kunni og lá marga nótt í fötunum. Næsta haust var eg látinn fara upp 1) Frá þessum fornu skóla-siðum mun síðar skýrt í blaði þessu. Ritstj.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.