Fjallkonan


Fjallkonan - 18.02.1887, Síða 1

Fjallkonan - 18.02.1887, Síða 1
Kemr ftt þrisvar & má,n- uði, 36 blöð um árið. Árg. kostar 2 krónur. Borgist fyrir júlflok. FJALLKONAN. Valditnar Asmundarson ritstjóri þt»ssa blaös býr 1 Þingholtsstræti og er að hitta kl. 3—4 e. m. 5. BLAÐ. REYK.TAYÍK, 18. FEBRÚAR 1887. Bókmentafélagið. Leiðrétting-ar. Misjrrentað er 1 3. tbl. nFjallk.“ bls. 11 1 „Heilbrigöisþætti** II., st&fl. 3: ‘óskar’ fyrir orkar (orkar barnið eigi að ná. hinni litlu mjólk, o. s. fr.). í níslenzka srtgubálkinuin“ núr Hóla-skólau í 4. tbl. nFjallk.w bls. 15. er og mi8prentað: ‘konn’ fyrir könnu (mjólkrsopa úr könnu hans, o. s. fr.), og í sama tbl. bls. 13, 2. d&lki: vikiö frá, á aö vera: vOcinn frá. FJALLKONAN er ódýrasta blað á landinu. Árg. er 36 arkir að stærð. Þriðjungr eða alt að helmingi með smáletri. Ank þess verðr blaðið með myndum. — Verðið er einungis tvær krónur. FJALLKONAN mun einnig vera útbreiddasta blaðið á land- inu. Upplagið er 2000 expl., og er bráðum uppgengið. Er það meiri kaupandafjöldi enn nokkurt annað íslenzkt blað heíir haft. FJALLKONAN er því hið hentugasta blað til að auglýsa í. Auglýsingar kosta ekki meira í Fjallkonunni enn í öðrum blöð- um, enn í henni verða þær lesnar af flestum. Tíðarfar. 6. þ. m. brá til hláku er helzt til þessa; tekinn upp snjðr að miklu leyti víða um Suðrland. Hafði víða ver- ið haglítið síðan um nýárið. — í Skaftártungu var farið að farga lömbum af heyjum áðr enn þessi bati kom, og var þó ekki far- ið að gefa þar fyrri enn um nýár. Fiskilaust er nú hvarvetna við Faxafióa. 5. þ. m. var róið í Grindavík og fengust í hlut 20—30 af vænum þorski. Ifráðkvaddr varð maðr úr Mosfellssveitinni að kveldi 5. þ. m., Jón bóndi Jónsson frá Reynisvatni; kom úrReykjavík í illu veðri og náði að eins heim undir bæ sinn. Fornmenjarannsókn. Formaðr efnarannsóknarstofu við land- búnaðarháskólann í Khöfn, V. Storch, heflr með mikilli fyrirhöfn og nákvæmni rannsakað hvítt efni, er Sigurðr fornfræðingr Vigfússon fann á Bergþórshvoli, er hann gróf eftir rústunum af Njáls brennu. Hélt hr. Sigurðr að þetta hvíta efhi væri leifar af skyri eða mjólkrmatarsöfnun Njáls. Hér heflr orðið spá spaks geta, því hr. Storch hefir nú einmitt komizt að sömu niðrstöðu, að efni þetta sé leifar af skyri og osti, sem orðið hafi fyrir áhrifum af eldi. Er þetta þá áþreifanleg sönnun fyr- ir rétthermi Njálu, sem annars mun ekki þurfa að efast um. Barnsmorð. Heyrzt hefir að kvenmaðr í Kerlingardal í Mýr- dal hafi borið út barn sitt. Skiptapi. 12. f. m. fórst bátr frá Vestmannaeyjum, drukkn- uðu 4 menn (þar á meðal formaðrinn Jósep Valdason og Árni Árnason snikkari), enn 2 komust af. Verzlunarfregnir. í f. m. var verð á helztu vörum þetta í Kaupmannahöfn: UIl, bezta norðlenzk vorull 66—65 a. pd., sunnlenzk vorull 63—62 au., mislit ull 52 au„ haustull 511/, au. — Saltflskr vestfirzkr stór 35—36 kr. skpd., sunnlenzkr stór 30—31 kr.; smáfiskr 30—28 kr.; ýsa 28—26 kr. — Lýsi, hákarlslýsi 321/, —33 kr. tn. (óseldar um 2800 tunnur), þorskalýsi 26—30 kr., sundmagar 50 au. Sauðakjót 38—40 kr. tn. (14 lpd.), siiltuð muðskinn vöndullinn (2 gærnr) 31/,—5 kr.; œðardúnn 16 kr. pundið. Rúgr 5 kr. 85 au. 100 pd., rúgmjöl 5,20, bankábygg 7,00— 7,50, baunir 7,75—8,00, hvítamkr 16—161/, au., kandís 181/, au. púðrsikr 12 au., kaffi, meðaltegund 57—58 au. íslenzka fjársalan hefir í haust gengið vel á Englandi, og er sagt, að Slimons verzlun hafi haft af henni góðan hagnað. —Fé það, er pöntunarfélögin hafa sent til Englands, hefireinn- ig selzt vel. Sauðir Dalamanna seldust á 20 kr. 25 au. til jafnaðar og geldar ær 16 kr. 20 au., eða hver kind að meðal- tali 12 kr. 60 au., að kostnaði frádregnum, er varð um 7 kr. 11 au. á hverri kind. Kaupfélag Þingeyinga hefir að sögn selt sauði sína að meðaltali um 15 kr. og geldar ær á 10 kr. að frádregnum kostnaði. Eins og getið er í síðasta blaði Fjallk. hetir K- hafnardeild bókmentafélagsins enn haft undanbrögð í trammi í heimflutningsmálinu (málinu um afnám þeirrar deildar). Pað er ekki nema von, að íslenzk- ir stúdentar í Höfn, er hafa haft og hafa enn at- vinnu af bókmentafélagsdeiidinni verji þessa íéþúfu sína meðan auðið er. Enn ekki virðist oss fram- ganga þeirra eða Hafnard. alls kostar drengileg í þessu máli. Hafnardeildin beitir sífeldum vöflum og vifi- lengjum, fer alt af undan í flæmingi og skeytir ekk- ert um form málsins. Nefndarálit Hafnardeildarinn- ar í þessu máli er sannarlega ekki á marga fiska, þótt ekki vanti montið og sérgæðingsskapinn; þar er t. d. sagt að nú sé, ekki síðr enn áðr, duglegir ís- lendingar í Kaupmannahöfn. Ojæja, Finnr Magn- ússon, Jón Sigurðsson, Jónas Hallgrímsson o. s. frv., þeir eru lítilfjörlegir í samanburði við þessa nýju Haf narkandídata!? íslendingar í Khöfn gleyma öllum heimastjórnar- hugmyndum, þegar verið er að ræða um afnám Hafn- ardeildarinnar, og þeir gerást jafnvel svo lítilþæg- ir, að þeir leita sér liðs hjá útlendingum í þessu máli móti löndum sínum heima. Þannig hafa nú Hafnar- deildarmenn útvegað sér álit um heimflutningsmálið frá Konráði Maurer (prófessori) í Múnchen. Það er bréf til forseta Hafnardeildarinnar dags. í apríl 1886, og birtist loks í Þjóðólfi 11. þ. m. með inngangsorð- um frá Hafnar-íslendingum. Þetta bréf á sjálfsagt að leiða hina sljóskygnu Reykjavíkrdeild í allan sann- leika, enda er þess getið í greininni, er fer á undan, að þarna sé nú maðr sem bær sé að dæma um þetta mál; K. Maurer sé „ákaflega lögfróðr maðr, og spek-- ingr að viti“; hafi hann „sýnt í hinum síðustu rit- gerðum sínum um íslenzk mál, að liann á engan hátt hafi dregizt aftr úr“; „enginn fylgi betr með fram- faravegi þjóðarinnar enn hann“ o. s. fr. í bréfl sínu segist K. Maurer eigi hafa getað skap- að sér sjálfstæða skoðun um málið sakir ókunnug- leika. Kveðst hann þó álíta, að það mundi verða félaginu til ógæfu og námsiðkunum íslenzkrar tungu og sögu, ef Hafnardeildin legðist niðr; handrit um sögu íslands og bókmentir sé flest í Khöfn eða er- lendis og ekkert- safn láni bækr sínar til íslands. í Khöfn verði að vera eins konar milliliðr, sérstakar íslenzkar mentastöðvar, er haldi uppi viðskiftasam- bandinu milli íslands og annara landa. Ef Khafn- ardeild bókmentafélagsins legðist niðr, yrði þegar að mynda nýtt íslenzkt Iærdómsfélag í Kaupmannahöfn^ o. s. frv. Þessar kenningar þykja oss heldr kynlegar. Vér efumst ekki um lagaþekking og vitsmuni K. Maurers,

x

Fjallkonan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.