Fjallkonan


Fjallkonan - 18.02.1887, Blaðsíða 2

Fjallkonan - 18.02.1887, Blaðsíða 2
18 FJALLKONAN. enn vér efumst um, að hann sé nógu kunnugr mála- | vöxtum þeim, er hér er um að ræða. Vér skulum | heldr ekki neita því, að hann sé framfaramaðr og hafi ekki dregizt aftr úr á síðari árum. Enn svo mikið er þó víst, að K. Maurer hefir í stjórnarskrár- máli íslands alt aðra skoðun enn allr þorri þings vors og þjóðar. Hann fylgir í því máli hinum fámenna minnihluta. Pað er líka von, að hann, sem er orð- j inn aldrhniginn maðr, og býr svo fjarri oss, getieigi fyllilega orðið samferða framfarahreyfingum vorum. Þetta sýnir einnig og sannar bréf hans um bókmenta- félagið. Vér getum engan veginn skilið, að það yrði niðrdrep fyrir bókiðnir í íslenzku og íslenzkum sagn- fræðum, þótt Hafnardeildin yrði afnumin, eða með öðr- um orðum, stjórn bókmentafélagsins væri á einum stað og í landinu sjálfu. íslenzkir námsmenn og fræðimenn mundu jafnt eftir sem áðr leita til Kaup- mannahafnar. Það er ekki satt, að flest öll haudrit um sögu íslands og bókmentir sé í Kaupmannahöfn eða erlendis; mest af því, er snertir sögu landsins og bókmentir á síðari öldum, eða síðan um siðabót, ! er til á söfnum í Reykjavík. Það er ekki heldr satt, að ekkert bókasaín láni handrit sín til íslands. Úr safni Árna Magnússonar hafa tvö handrit verið send til Reykjavikr í vetr til afnota á landsbóka- safninu. Að Kaupmannahöfn sé nauðsynlegr milli- liðr til að halda uppi andlegum viðskiftum milli ís- j lands og annara landa, getum vér ekki skilið, nema að því leyti er snertir íorna ísl. sögu og bókmentir. Vér ætlum jafnvel, að sumum íslenzkum stúdentum væri fult svo holt, að leita til annara háskóla enn j háskólans í Kaupmannahöfn. Loks getum vér ekki skilið, að neinar af þessum til færðu ástæðum K. Maurers geti komið til greina, þá verið er að ræða um heimflutning Hafnardeildar- innar. Hér er að eins að ræða um það, hvar félags- stjórnin eigi að hafa aðsetr enn eigi um það, hvar félagið hefir starfstöðvar. Ef félagsdeildinni í Khöfn verðr haldið framvegis, geta félagsmenn hér heima, t. d. á Akreyri, á Isafirði, á Seyðisfirði o. s. frv. krafizt, að deihlir verði stofnaðar hjá þeim. Það má telja víst að Hafnardeildin verðr flutt heim, þótt það kunni enn að dragast nokkurn tíma. j Ástæðurnar fyrir því eru svo margar og gildar og j alkunnar, að óþarfi er að telja þær upp. Nú er og komin ný ástæða, og er hún sú, að betra er að á- j vaxta sjóð félagsins liér enn í Kaupmannahöfn. Þótt sumt hafi gengið á tréfótum í Reykja- j víkrdeildinni á síðustu árum, getr það eigi fælt oss frá að kreíjast þess, að öll stjórn félagsins komi i hennar hendr. Hún ættiþó að öllum jafnaði að verða j skipuð mestu mannvali af íslendingum, og á fundum liennar mæta alþingismenn annaðhvort ár. Áriö sem leið erlendis. Árið sem leið hefir reyndar verið friðsamlegt á yfirborðinu, enn það hefir samt verið þungbært frið- arár fyrir þjóðirnar. Öll stórveldin, og þar fremst í flokki Þýzkaland og Frakkland, hafa verið að tygja sig alvæpni, svo að þau gætu rokið saman með sem styztum fyrirvara. Hernaðar-kappstreitan hefir harðn- að æ meira og meira, og alt bendir til að enn muni harðna. Svona hefir gengið alt af síðan 1871, og mun þessu fram fara þangað til ósköpin dynja yfir. Alt árið hefir gengið á ófriðarspádómum, enn menn eru nú fyrst á síðkastið farnir að leggja trúnað á þá. Skoðanir nál. allra útlendra blaða fara í þáátt. Spyrji menn, hver orsök sé þessa fárs og viðsjár, þá er það ekkert annað enn herskaprinn. Varla er efi á, að ágreiningsmál þau milli stórveldanna, er nú standa á dagskrá, mundu geta samizt friðsamlega ef öll stórríki Evrópu væru eigi gagntekin af sóttfári hernaðarins. Með öðrum orðum: gríðarlegr sívaxandi herkostnaðr hefir komið öndvegis stjórngörpum þjóð- anna á þá trú, að stríð sé stórum ákjósanlegra enn friðarástand það sem nú er. Þeir þykjast sjá, að þjóðirnar fái ekki til langframa borið sligbyrði her- kostnaðarins, svo að stríð og styrjöld verði á endan- um eina ráðið til að losna úr þessum vandræðum. Þegar svo er komið, eiga öll friðsamleg umbóta- mál örðugt uppdráttar; vopnaglamrið fipar þjóðirnar í framfarastörfunum. Hefir því litlu orðið framgengt í þá stefnu árið sem leið. Á Þýzkalandi hafa öll framfaramál staðið í stað, og nú er þar um ekkert hugs- að nema herlögin. Eins er að sínu leyti á Frakk- landi. Þegar Freycinet tók við völdum á öndverðu árinu sem leið, bjuggust menn við, að hann mundi fá mörgum umbótum framgengt, enn ekki varð af þvi. Sundrþykki lýðveldisflokkanna var honurn hvar- vetna til fyrirstöðu, og þegar honum var steypt úr völdum, átti hann flest ógert af því" er liann hafði lieitið þegar hann tók við. Nú er alira liugr áBou- langer og íélögum hans. England var árið sem leið eina landið, er reyndi að koma á stórkostlegum réttarbótum. Jafnskjótt og Gladstone í byrjun febr. mán. hafði myndað þriðju ráðherrastjórn sína, var írska málið sett á dagskrá, og á næstu fimm mánuðum fór um Bretland alt sú pólitiska hreyfing, er komst á hæsta stig við kosn- ingarnar í júní og júlí. Gladstone og írska málið beið þar að vísu ósigr um stund; það saunaðist, að ekki hafði tekizt að skapa nógu öflugan þjóðvilja til að fá framgengt fullfrelsi írlands, enn málinu miðaði þó drjúgum áleiðis. Þá er kosningastorminum slot- aði og ráðaneyti Salisburys kom til valda, kyrði á Englandi, enn það sem gerðist fyrir ármótin bendir til, að lognið sé á enda. Við úrgöngu Chamberlains hjóst skarð tnikið í ráðaneyti Salisburys, og samtím- is lét Chamberlain í ljós, að sér og flokksbræðrum sínum væri um ekkert annara enn hverfa aftr í flokk frelsismanna, er þeir höfðu dregizt úr þegar Gladstone hóf upp írska málið. Geti samizt svoum, að Gladstone, Parnell og Chamberlain gangi saman af nýju, þá mun aftrhaldsráðaneytið eiga skamt eftir og valdaleiðin beind frelsismönnum. Að minsta kosti eru íhaldsmenn nú svo bilaðir, þótt þeir kunni að hanga enn um sinn í völdunum, að engin tiltök eru að þeir fái neinu framgengt að marki í aftrhalds- stefnu. Þegar litið er á stjórnarfarið í Evrópu um og eft-

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.