Fjallkonan - 18.02.1887, Side 3
FJALLKONAN.
19
ir áramótin, þá er það fremr skuggalegt. í Pétrs-
borg, Berlín og París lítr svo út, sem ei sé um ann-
að hugsað enn herbúnað. Eina hugíróin er sú, að
framfaraflokkrinn á Englandi er í góðum viðgangi,
og þar eru réttarbætr og framlaramál enii efst á
dagskrá. Lýðveldisleg ummyndun þjóðfélagsins er
á fastri framrás í hinu gamla fyrirmyndarlandi þing-
ræðisins, og endrbóta starfið er þar eigi heft né hindr-
að af gauragangi herskaparins.
Meðal frægra manna, er dáið hafa árið sem leið,
eru þessir helztir: Arthur, fyrr forseti Bandaríkjanna,
Tilden, stjórnmálamaðr ameríkskr, Chevreul vísinda-
mannaöldungr franskr, 100 ára, Paul Bert, líffæra-
fræðingr og stjórnmálamaðr franskr, Leopold von
Ranke, stórfrægr sagnaritari þýzkr, Beust greifi,
mikill stjórnmálamaðr, og Abbé Liszt, eitthvert fræg-
asta sönglagaskáld og hljóðfærameistari þessara tíma,
báðir í Austrríki.
Nýjungar frá ýmsum löndum.
Snjokorm á Þyzkalandi. Rétt fyrir jólin lagði að
með fjarskalegri snjókomu og kafaldsbyljum um alt
Mið-Þýzkaland og Suðr-Þýzkaland, svo að bæði tók
fyrir járnbrauta samgöngur og málþráðaskeyti um
tíma. Skaflarnir á brautunum urðu víða 3 mann-
hæðir. Snjónum kingdi niðr dag og nótt, og varð
allr moksir til ónýtis. Póstsendingar teptust, og biðu
bóksalar t. d. í Leipzig stórtjón; einn telr skaða sinn
70,000 kr.
Fri Bússakeisara. Það leynir sér ekki á því, hvern-
ig ensk blöð tala um Rússakeisara, að mikill má
fjandskaprinn vera milli Englendinga og Rússa. Þann-
ig er ritað frá Vín til heimsblaðsins Times: „í öll-
um dagblöðunum hér er skýrt frá frumhlaupi Rússa-
keisara á sendiherra-aðstoðarmann (militairattaché) í
Pétrsborg. Að keisarinn hafi nýlega skotið „adjútant“
(herþjón) sinn, Reutern greifa, þykir nú ekki Iengr
vafamál; dagsatt er og, að hann laust nýlega í and-
litið framsögumann sendinefndar einnar fráLithauen,
sem allra-náðarsamlegast hafði fengið leyfi til að
ganga fyrir keisarann. Víg Reuterns greifa virðist
fullsannað af skýrslum ættmanna hans. Það er al-
talað í Vín, að vegna ofsa keisarans sé ómögulegt
að komast að neinni skipulegri niðrstöðu í málum
þeim, er Rússland varða. Ég hefi lieyrt einn merk-
an og hátt settan stjórnmálamann í Austrríki fara
þessum orðum: ‘Alt er nú undir Rússakeisara komið,
sem er drykkjumaðr og liggr við dellu (delirium
tremens). Af því að alt af má búast við einhverri
glópskunni af honum, þá verðr Austrríki að herbúa
8ig'u. — Þessar fregnir um Rússakeisara hafa að
vísu verið bornar til baka, og er ómögulegt að henda
reiðr á, hvað satt er eða ósatt í þessu máli.
Herlið Frakka. Eftir skýrslu hermálaráðherrans
Boulangers er franski herinn um nýár í vetr talinn
491,203 manns; þar af eru 12,500 manna í Tonkin
og Anam. Útgjöldin til hersins eru talin 559,336,000
frankar.
Hagskýrslur um Rhöfn. íbúar Khafnar vóru í fjTra
280,000, og ef Friðriksberg er talið með, 330,000. í-
búðarliús 7000 (íbúðir 70,000), og koma því 40 manns
á hvert íbúðarhús. Helmingr af íbúum er fæddr
annarsstaðar. Þeir sem eigi eru í þjóðkirkjunni eru
7000 (helmingr af þeim Gyðingar; 184 mormónar, 2
Múhannneðsmenn, 1 Búddha-trúarmaðr). — í Kaup-
mannahöfn koma út 38 blöð og 181 tímarit. Fá-
tækra-útsvarið er yfir 1 milj. króna, enn öll gjöld
til almennra þarfa saman talin 71/, milj. kr. Tekjur
Khafnarbúa eftir framtali og áætlunum vóru alls i
fyrra nær 100 milj. kr.
Fólkstala í Berlín hefir á þessu ári aukizt um 50
þúsund. íbúatala er þar nú 1,400,000.
Ný frelsisgyðja. Englendingar í Kanada liafa í
minningu stjórnar-júbil-hátíðar Viktoríu drotningar
áformað, að reisa risavaxna standmynd drotningar-
innar, og á hún að verða enn liærri enn hin við-
fræga frelsisgyðju standmynd i höfninni við New
York. Það er ótrúlegt enn kvað þó satt vera.
Fréttaþráðr til Islands. Eftir enska blaðitiu Iron
er sagt í norsku blaði 29. nóv. f. á., að hinir ensku
insenjörar Baird og Wood hafi feugið leyfisbréf fyrir
því að leggja málþráð til íslands og ætli þeir liið
fyrsta að fara að undirbúa fyrirtæki þetta.
Hollenzkt stórvirki. í Hollandi hefir myndazt fé-
lag til að fá því framgengt, að Zuydersjórinn (Suðr-
sjór) verði þurkaðr upp; niundi þar nteð vinnast
landsvæði, sem svarar 60 ferhyrnings mílum að víð-
áttu og 350 miljónum gyllina að verði.
Heilbrigðisþáttr.
iii.
N’æring ungbarna.
Eftir Dr. med. J. Jónaxsen.
Þegar kona eigi getr haft barn sitt á brjösti af þeiin orsiík-
um, sem ég áðr hefl talað um, þá liggr ekki annað fyrir enn
að næra barnið á annari mjólk, „gefa því pela“.
Aldrei á æfi manns ríðr eins inikið á því eins og á barns-
aldrinum, að það, sem barnið nærist á, só samsvarandi þðrfinni.
Á barnsaldrinum er lögð undirstaðan fyrir alt lífið. Náttóran
hefir nú svo vísdómslega komið þessu þannig fyrir, að einmitt
í brjóstamjólkinni eru öll þau efni, sem líkama barnsins eru
svo nauðsynleg til þess, að hin inörgu líffæri, scm um það leyti
eru að vaxa og ná sínu rétta eðli, geta réttiiega fullnægt því
verki, sem þeim þá og síðar er ætlað að vinna; í engri annari
mjólk enn brjóstamjólkinni er öllum þessum nauðsynlegu efnum
komið þannig fyrir í hinum réttu hlutföllnm hvert til annars.
Þegar því eigi hefir verið hægt, að láta barnið verða aðnjót-
andi þessarar ágætu næringar, er sjálfsagt að næra það á því,
sem líkast er hijóstamjólkinni, enn úr engri skepnu er mjólkiu
samsett eins og brjóstamjólkin. Sú mjólk, sem oftast er brúk-
uð, er kúamjólkin, enn talsverðr munr er á henni og brjósta-
mjólkinni; kúamjólkin er ekki eins vatnsborin og ekki eins
sætumikil, enn aftr ermiklu meira ostefni íhennijí kaplamjólk-
inni er aftr minna ostefni, enn meira sykrcfni og fituefni enn
í bijóstamjólkinni; í geitamjólk er miklu meira fituefni enn á-
líka mikið ostefni og sykrefni sem í brjóstamjólkinnij. Það
er því ómögulegt, að blanda svo kúamjólkina, að hún vcrði al-
veg eins og brjóstamjólk. Þegar brjóstamjólkin kemr ofan í
maga barnsins, þá ystir hún fijótt, oft að '/t tíma liðnum; nokk-
uð af mysunni síast inn í æðamar í maganum, nokkuð af benni
fer úr maganum niðr gamimar og úr þeim inn í blóðið; ostr-