Fjallkonan


Fjallkonan - 18.02.1887, Page 4

Fjallkonan - 18.02.1887, Page 4
20 FJALLKONAN. inn (09tefnið og fltuefnið) verðr eftir i maganum enn blotnar smámsaman upp og verðr að lög, sem svo rennr úr maganum niðr garnirnar og meltist og síast inn í blóðið; nokkuð fer burtu í saurnum; þegar kúamjólkin kemr ofan í maga barnsins, yst- ir hún, enn ostefni hennar hleypr saman í stóra og fasta köggla, sem magasafinn á mjög örðugt með að leysa sundr og bleyta upp. Þessi ókostr við kúamjólkina, að ostefnið i henni leysist svo illa sundr í maga barnsins, er einmitt ]iað. sem gjörir barninu svo oft ilt, og því sjáum vér þráfaldlega, að barni, sem haft er á pela, er miklu hættara við að selja upp og fá innantökur; bæði í þvi sem upp úr barninu kemr og og niðr af þvi gengr eru draflastykki, enn þetta er ekki annað enn ómelt ostefni mjólkrinnar; baraið missir þannig eitt hið helzta næringarefnið úr mjólkinni, eggjahvítuefnið, sem er í ost- efninu. Þegar barn er haft á pela, er mjög áríðandi að gæta ýmissa varúðarreglna, ef vel á að fara. Mér gefst daglega færi á að sjá, hversu mjög alþýða er ófróð í þessu efni, og ég er sann- færðr um, að sá hinn mikli barnadauði á 1. ári hér á landi á mjög oft rót sina í rangri meðferð á næringu barnsins. Menn skyldu ætla, að sérhver móðir léti sér umfram alt umhugað um að gjöra alt, sem i hennar valdi stæði, til þess að barni henn- ar liði sem bezt, og sé henni sagt, hvernig hún eigi að haga meðferðinni á barninu til þess að svo takist til, þá er það hin hrýnasta skylda Iiennar að breyta í engu frá því, sem reynslan svo þrátaldlega er búin að sýna, að sé hið eina rétta og bezta. Þar eð eintóm kúamjólk er of strembin, verðr að þynna hana mátulega með vatni. Fyrsta hálfsmánaðartímann skal þynna hana til helminga eða jafnvel hafa ekki meir enn l/s part mjólkr; úr þvi barnið er 2—3 mánaða skal að eins blanda einum þriðja parti vatns i mjólkina, og úr því barnið er 4—5 mánaða má gefa því óblandaða mjólkina. Bezt er að flóa mjólkina, því þá meltist hún betr og súrnar siðr; bæta verðr og sykri í mjólkina, og er mátulegt að láta sem svari einni teskeið af mnld- um hvítasykri í pela af mjólk; vatnið, sem mjólkin er blönduð með, á að hafa soðið. Eius og ég gat um, hleypr kúamjólk i barnsmaganum í fasta hnykla; til þess að sporna við þessu, hafa menn reynt ýmislegt; það, sem einna bezt hefir gefizt, er að láta dálítið af sódadusti i mjólkina; það er mátulegt að láta svo sem */2 teskeið í tvær merkr; dustið er látið í mjólkina, þegar búið er að flóa hana og hún farin að kólna. Sé svo sem Vj teskeð látin i 2—3 merkr, sem ætla má að barnið muni drekka sólarhringinn, er síðr hætt við, að mjólkin súrni ogþá þarf maðr heldr ekki að blanda dusti í mjólkina á pelann nema i eitt skiftið á sólarhringnum. Mjög er áriðandi að gæta þess, að pelinn sé einlægt vel lireinn innan, og bezt væri að eiga sér tvo pela ; skal þá skola pelann, sem barnið hefir drukkið úr, úr heitu vatni og hann síðan lát- inn liggja niðr i köldu vatni þangað til aftr þarf á honum að halda. Mjög oft eru inntökur barna því að kenna, að pelinn hefir verið óhreinn. Sé baruið einlægt með sama pelann, ríðr mjög mikið á því, að skola hann oft vandlega innan, þvi sé ein- hver lítil ögn eftir í pelanum, er þetta nóg til þess að skemma mjólkina, sem á hann er aftr látin. Eigi er síðr áriðandi, að gæta alls hreinlætis að þvi er snertir „túttuna11. Nú tíðkast hér orðið mest „gúttaperkatúttur"; þær verðr að þvo oft á dag vandlega úr köldu vatni bæði utan og innan, þvi annars setj- ast í þær ýms óholl efni, barninu er hætt við munnskóf (Sþrusku“) og ólag kemst á meltinguna. Gæta skal þess ávalt, að mjólk- in á pelanum sé eigi köld heldr spenvolg, þegar barninu er gef- inn pelinn. Þegar barnið er búið að fá nægju sína og sofuar, skal taka frá því pelann, enn aldrei láta hann liggja hjábarn- inu; því það kemst fijótt upp á að ná sjálft í pelann og er þá á milli dúranna að smáþamba úr honurn; ný mjólk kemr þá of- an í magann, þar sem hálf-melt mjólk er fyrir, og það gefr að skilja,, að þetta er óhollt fyrir barnið og kemr magameltingunni á ringulreið. Hreinlœti með pelann og reglusemi á máltiðum barnsins er þvi tvent sem ætti að vera hér efst á blaði. Sé eigi hins nákvæmasta hreinlætis gætt með „dúsur“, eru þær mjög óhollar og skaðlegar barninu. Oft hefir mér boðið við, að sjá hverju stungið hefir verið upp í börnin. Bezt er kúamjólkin úr ungri kú, velhraustri og sem vel er gefið; mjólk úr gamalli kú er talin óholl; sé kýrin óhraust, lungnaveik eða eitthvað að henni, skal alls eigi gefabarni mjólk úr henni. Bcglrjavíh, 18. febrúar 1887. Skemtanir. í vetr hafa skemtanir verið hér með meira móti, þótt aldrei hafi verið jafnþröngt i búi hjá almenningi sem nú. Félag eitt, er hefir leigt nokkum hluta af Glasgow, heldr alt af uppi sjónleikjum. Þeir leikir, er bezt hafa verið sóttir, eru „Skuggasveinn“ og „Vestrfaramir“, báðir eftir Matthías Jochumsson, og hafa menn líklega laðazt mest að þeim, af þvi að þeir eru innlendir. Annars virðist svo, sem menn hafi mest gaman af skrípaleikjum, enn skorti mentun og fegrðartilfinning til að hafa not af alvarlegum og eðlilegum sjónleikjum. í Good-Templarafélaginu hafa og fram farið ýmsar skemtan- ir, einkum fyrirlestrar og söngr. Söngfélagið „Harpa“ hefir tvívegis haft samsöng undir for- ustu Jónasar Helgasonar organista. Þjófnaðr hefir verið með meira móti hér í vetr, og nú fyrir skömmu var framinn innbrotsþjófnaðr í Glasgow. Var brotizt inn um glugga á skrifstofu bæjarfógeta og stolið peningakassa, er í var að sögn eitthvað yfir 100 kr. Matthías Jochumsson og Channing. í blaðinu „Christian Life“, sem út er gefið af einingarmönnum (únitarium) og kemr út í London, stendr 11. desember i vetr: „Vinr vor, síra Jochumsson, er smámsaman að þýða rit Channings á íslenzku. Hann skrifar oss frá Odda í grend við Heklu: „Hinn langi og leiði íslenzki vetr er kominn. Þakk’ yðr fyrir Christian Life. Hvílík blessun að fá það. Hvílík hughreysting fyrir mig, þegar ég ligg andvaka í rúmi mínu (eins og ég á vanda til) að skrúfa upp litla lampann minn og taka hvort blaðið eftir annað og lesa, gleðjast og hefja upp andann! Bara í gærdag fékk ég ýms bréf, sem færðu mér lof fyrir mína ágætu þýðingu á ræðu Channings um hófsemi. Einn segir: ‘Þér hafið unnið mjög þarft verk að þýða rit þessa guðsmanns. Ég trúi af sannfæringu á endrsköpun þjóðar vorrar, enn hófsemin er og verðr höfuðatriðið’. Annar (mikilsháttar maðr) sagði við mig um daginn: ‘Þér eruð sannarlega eini maðrinn á íslandi, sem er fær um að þýða rit dr. Channings á íslenzku’". Að siðustu segir síra Matthías: „Mig vantar efnin, annars skyldi ég þýða og gefa út ýms önnur rit hans“ (dr. Chaunings). AUGLÝSINGAR. BLöÐ sem verða keypt & skrifstofu „Fjallku. Islandske Maanedstidender. — Minnisverð tíðindi. — Lanztíðindi. — Ný tíðindi. — Ingólfr. — Þjóðólfr. 1.—32 árg. — Baldr. — ísafold. — Norðri — Norðanfari. — Norðlingr. — íslendingr meiri og minni. — Tíminn. — Fróði. — Leifr. Fjallkonan. Þessi blöð af Fjallkonunni kaupir útgefandi háu verði: af I. ári, 1884, 2., 19. og 21. blað. — II. — 1885, 6., 7. og 8. blað. — III. — 1886, 11. blað. Þeir sem hafa fengið þessi blöð ofsend, eru beðnir að endr- senda þau og merkja utan á hvaða nr. þeir senda. Leiðarvísir til lífsábyrgðar fæst ókeypis hjá rit- stjórunum og hjá dr. med. J. Jónassen, sem einnig gefr þeím, sem vilja tryggja líf sitt, allar nauðsynlegar upplýsingar. TÓBAK. Munntóbak pd. 1.80. Rjóltóbak pd. á 1,15—1,20. Einnig reyktóbak með góðu verði. Sé mikið keypt, rnikill afsláttr. Fæst hjá Arnbirni Ólafssyni í Beykjavík. Prentuð hjá Sigm. Guðmundssyni.

x

Fjallkonan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.