Fjallkonan


Fjallkonan - 28.03.1887, Blaðsíða 2

Fjallkonan - 28.03.1887, Blaðsíða 2
34 FJALLKON AN. að gefa fénu þangað til það hefir megrazt til muna, og þetta hyggr hann vera heysparnað, enn gætir þess ekki, að þegar fram á vetrinn líðr verðr hann að gefa fé sínu */»—’/s parti meira liey enn þeir, sem fyrr hýstu og fyrr fóru að gefa; eyðir svo meiri heyjum og verðr fé hans þó eí til vill í lakara öt- liti og arðminna. Ef bóndinn helði haft næga þekk- ingu á grasræktinni og meðferð áburðarins, og einn- ig þekt, að miklu meira efni þarf að ganga til lík- ama skepnanna til að viðhalda hita þeirra þegar þær eru magrar — þá hefði hann hagað þessu öðru vísi. Verksvið bóndans er svo mikið, að ef fyrirhyggjan á að duga, verðr hann að afla sér þekkingar á efn- um og eðli margra hluta bæði einstakra og í sam- bandi við aðra, og geta hagnýtt sér reynslu manna fyrr og síðar og rannsóknir búnaðarvísindanna, enn mest af öllu ríðr sveitabóndanum á því að kunna að ala upp dýr þau og grös, sem hann hefir sér og sínum til framfæris. Búnaðrinn getr eigi verið í góðu lagi án töluverðrar þekkingar á náttúrunni, að öðrum kosti verðr bóndinn að gera margt af handa- hófi og sem í blindni, og hann lætr þá margt ógert, sein mikið er undir komið. — Þekkingin aflar mann- inum trausts á sjálfum sér, sem er öldungis ómiss- andi við öll fyrirtæki í lífinu. Flestir bændr hafa börn að annast og við uppeldi þeirra er brýn þörf á hinni fjölbreyttustu framsýni, því að það er hið vandasamasta skylduverk manns- ins. Fyrrum var það verk unnið með blindri hörku; enn „tvennir verða tímarnir“. Nú er upp- eldi á börnum ekki strangt eða fyrirhyggjulegt, heldr láta nú margir börnin ráða ekki einungis fyrir sjálf- um sér heldr og fyrir hinum yngri börnum, þó fyr- irsjáanlegt sé að margt, athæfi þeirra hafi þær afleið- ingar, sem verði þeim til heilsutjóns og minkunar á lífsleið þe^'rra, og kenna síðan guði og náttúrunni um, þegar hinar eðlilegu afleiðingar koma fram; og er það tíðast að slikt eigi sér stað, ef feðrnir hafa mikla stjórn á börnunum á unga aldri, því að móð- nrstjórnin á þeim aldri verðr oftast heilladrjúgari, þó margar nndantekningar séu. Þeir foreldrar muuu finnast, sem láta börnin eingöngu ráða sér sjálf, stjórna sjálf athöfnum sínum frá því þau eru þriggja ára og þangað til þau eru sjö eða átta ára, og ættu allir að sjá hve heimskulegt og skaðlegt það er. Hins veg- ar er það og mjög skaðlegt að láta margt eftir börn- unum, enn jafnan verðr að athuga hvað af því geti leitt. Það þarf t. d. að láta þau hafa nóg að leika sér að, enn leikföng þeirra þarf að velja svo, að leikir þeirra verði ímynd af almennum störfum, enn þó svo löguð, að ekki sé hætt við, að þau meiði sig á þeim. Jafnframt þvi, sem þau læra að ganga, verðr að venja þau af hinum skaðlegu og leiðu und- irsetum, því að þær eyða til ónýtis margri nytsamri stund fyrir fullorðnum og venja börnin á ónytjungs- skap og iðjuleysi. Enn að láta þau jafnan hafa nóg að leika sér að og sitja eigi undir þeim að ó- þörfu, það gerir þau iðjusöm og eykr þeim áhuga á að verða sjálfstæð með aldrinum. Það er mjög snemma, sem börn fara að greina sundr myndir og útlit manna og liluta, flest þeirra á fyrsta missiri; þessa þekkingu á að glæða með því að sýna þeim ýmsa hluti og ýinsa litu, sem fyrst þurfa að vera mjög ólíkir, enn svo á öðru ári nokknð iíkari og jafn- framt sem þau fá málið, að kenna þeim að þekkja þá. Þetta glæðir greind þeirra. (Niðrl. næst). Grover Cleveland. G-rover Cleveland (frb. klifkind), forseti Bandaríkj- anna, er fæddr 1837; hann stundaði lögfræði og settist að í New York sem málfærslumaðr. Seinna var hann kosinn borgmeistari í Buffalo með víðtæku valdi, og er hann hafði kipt þar ýmsu í liðinn og komið á góðri skipun, var liann kvaddr til forstjóra yfir fylk- inu New York; sýndi hann þar framúrskarandi ó- Grover Cleveland. sérplægni, dugnað og stjórnvizku. Einkum gekk hann ötullega fram á móti mútn faraldrinu. Fyrir því hélt sérstjórnarmanna flokkr (demokratar) honum fram til forsetakosningar 1884 og bar hann hærra hlut yfir keppinaut sínum, forsetaefni samríkismanna, (repúblikana) Blaine; Cleveland tók við embætti sínu 4. marz 1885 og hefir stýrt þvi síðan með miklum lieiðri. Útlendar fréttir. (YiÖbót viö útl. fréttirnar i síöasta bl.). Danmörk. Eftir kosningarnar til fólksþingsins standa flokk- arnir þannig, að 76 vinstrimenn eru mót 26 hægri mönnum. Danir eru að sögn að herbúa sig, stórveldunum til samlætis, og gerir það Djóðverjum illt í skapi; þykjast þeir enga þörf sjá þessa herbúnaðar eða víggirðinga um Kaupmannahöfn, nema því að eins, að Danir hugsuðu til að verða i óvina flokki. í þessu efni er eftirtektaverðr kafli í sendibréfi frá skáldinu B. Björnson svo hljóðandi; „Alt írA þeim tima, — þaó var áðr enn 5. gr. Pragarfriðarins var úr gildi numin — er ég tók að halda þvi fram, að Danmörk œtti aó Bnúa á aðra götu og aka seglum, ef henni ætti að verða nokkuð ágengt, enn setja sig ekki einmitt út tii að yrða á Þýzlialand með tortrygni og smúnandi storkun, eins og hennar megin hefði réttrinn verið allr enn 6- réttrinn Þýzkalands megin — heldr miklu fremr eins og litilmagninn talar til hins voldugri og gæta þess, að þegar Þýzkaland væri búið að bæta úr þvl sem mátti, þá væri stórt germanskt samband eftirleiðis hið eðlilegasta fyrir Horðrlönd enn rússneskt samband hreinasta fjarstæði og frágangssök, þvi að þar einmitt væri hinn sameiginlegi fjandmaðr—, frá þeim tima á ég ýmsa vini á Þýzkalandi, sem senda mér blaðagrein- ir um stöðu Þýzkalands og Norðrlanda sin á milli. Siðan viggirðing Khafnar tók að velsja eftirtekt Þýzkalands hefi ég fengið ýms blöð sem

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.