Fjallkonan - 08.04.1887, Side 1
Kemr út þrisvar á mán-
uM, 36 blöö um árið.
Árg. kostar 2 krónur.
Borgist fyrir júlílok.
FJALLKONAN.
Valdimar Asmundarson
ritstjóri þessa blaös býr
i Þingholtsstrœti og er
aö hitta kl. 3—4 e. m.
10. BLAÐ.
REYK.TAVÍK, 8. APRÍL
1887.
Landsyfirréttardómr. 28. f. m. var dæmt í landsyíirdóm-
inum stórl>jófuaðarmálið í Árnessýslu, er kom upp í fyrra,gegn
Þorfinni Jónssyni, Magnúsi Þorlákssyni, Jóni Magnússyni, Eyj-
ólfi Símonarsyni, Lofti Hanssyni, Hólmfríði Loftsdóttnr, Guð-
rúnu Jónsdóttur og Margrétu Guðmundsdóttur. Með undir-
réttardómi höfðu fieir Þorfinnr og Magnús verið dæmdir til 2
ára betrunarhúsvinnu hvor, Jón og Eyjólfr í 2 ára og 6 mán-
aða betrunarhúsvinnu hvor, Loftr í 2X5 daga fangelsi við vatn
og brauð, en Hólmfríðr, Guðrún og Margrét dæmdar sýknar.
— Landsyfirréttrinn færði refsing hvors þeirra Þoi'finns og Magn-
úsar upp i 3 ára betrunarhúsvinnu, refsing Jóns og Eyjólfs upp
i 4 ára betrunarhúsvinnu, Lofts upp í 4X5 daga fangelsi við
vatn og branð, og dæmdi Hólmfríði í 6 daga fangelsi við vatn
og brauð, enn sýknaði Guðrúnu og Margréti með því, að ,.þær
hafa eigi orðið sannar að sök um slika hlutdeild í þjófnaðinuin,
er þær eigi að sæta refsingu fyrir", enn málsvarnarlaun í hér-
aði vóru þær dæmdar til að greiða, 3 kr. hvor. Allan annan
málskostnað bæði fyrir undirrétti og yflrdómi greiði Þorfinnr,
Magnús, Jón og Eyjólfr að 7/s hlutum, enn Loftr og Hólmfríðr
að 7/g liluta. — Þorfinnr, Magnús og Loftr greiði til Guðmund-
ar læknis 23 kr. 52 aura, og Þorfinnr, Magnús, Eyjólfr og Jón |
til hins sama 106 kr. 86 aura í iðgjöld, og sömuleiðis þessir
fjórir 288 kr. 12 aura til Lefolii verzlunar. Frekari iðgjöld
vóru eigi dæmd í málinu, „með því að þeirra hefir eigi verið !
krafizt".
MíiiiiiíiIíU og slysfnrir. 28. f. ra. létzt Ólafr Giiðmunds-
soti í Mýrarhúsum á Seltjarnarnesi, á sextugsaldri, einn meðal
hinna merkari bænda sunnanlands ; hann hafði verið hreppstjóri,
hreppsnefndarmaðr og sýslunefndarmaðr; lét sér mjög annt um
hag og framfarir sveitar sinnar; var aðalhvatamaðr til að stofna
barnaskólann i Mýrarhúsum (1875), lagði skólanum til húsnæði
ókeypis 3 fyrstu árin og studdi hann jafnan síðan. Ólafr sál.
var tvíkvæntr og lætr eftir sig 12 mannvænleg ogefnileg börn.
Banamein lians var slag, er hann fékk suðr í Leirn; var hann þeg-
ar flnttr heim til sin, enn dó um það leyti, sem komið var |
heim með hann.
29. f. m. fórst 4 mannafar úr Rvík á uppsiglingu skanií und- j
an landi. Formanninum Þórarni Þórarinssyni frá Helgastöðum !
varð bjargað; annar Jónas Jónasson (ekki Jónsson) frá Rauð-
ará, náðist með lífsmarki, enn var örendr er Iæknar komu. Hin-
ir 2, sem drnkknuðn, vóru Björn Lúðviksson Blöndal snndkennari j
og Quðmundr Knútsson frá Hólakoti i Reykjavík. Skipið sökk j
þegar.—-S. d. fórst skip, sem var frá Vatnsleysn; var á heimsigl- !
iugu sunnan úr Leirusjó og koinið alt að Keilisnesi. Petr
Helgason frá Flekkuvík var þar nálægt á sínu skipi og gat
bjargað 5 af mönnunnm, enn 3 druknuðu, formaðriun Anðnnn
Jónsson frá Vatnsleysu, Guðmundr Magnússon frá Litlabæ á
Álftanesi og Guðjón Jóelsson frá Fróðastöðum í Hvítársíðu. — j
Enu fórst s. d. skip úr Keflavík; form. Ólafr Þorleifsson, veit-
ingamaðr, og 2 hásetar.
Tíðarfar. Að norðan (úr Húnavatnssýslu) og að vestan (úr
Stranda- og Dalasýslum) hefir frézt ilt vetrarfar siðan um nýár.
Haglítið eða haglaust víðast í Dalasýslu og litlu betra norðr
um. Alinennar kvartanir um fóðrskort. Bjargarskortr einnigí j
Sumum sveitum, einkttm í Strandasýslu.
Aflabrögð. Hér við sunnanverðan Faxaflóa virðist nokkur
aflavon, ef hægt væri að sæta henni fyrir ótíð. 2. þ. m. aflað-
aðist allvel hér suðr nm, einkum í Garðsjó. Hæstir hlutir eru
komnir á Miðnesi, 500. í Keflavík og Njarðvíkum eru hæst.ir
hlutir sagðir 200. Góðr afli austanfjalls, og austr með landi,
sem til hefir spurzt. — Síldar- og þorskafli góðr á Austljörðum.
Vestrfarir er haldið að verða muni með meira móti i sumar j
og mundu þó verða drjúgari, ef bændr ætti hægt með að koma
eigum sínum í peninga.
Framsýni, búnaðr, þekking, uppeldi.
----ooo-----
(Niðrl.). Það er aðgæzluvert, að otþyngja ekki
rainni og greind barnanna, með því að sýna eða segja
þeim margt i einu, enn taka oft upp aftr það, sem
þeim liefir verið sagt og sýnt áðr, ogbyrja ævinlega
á hinu einfaldasta og auðséðasta í hverjn efni, enn
útlista svo smámsaman eftir röð það sem er vand-
séðara. Aldrei má segja börnum nokkurt orð ó-
satt; það gerir þau ósannsögul; það má hvorki lieita
þeim né hóta öðru enn því sem fullkomlega er efnt;
það gerir þau óhaldinorð og svikul. Ekki má þola
þeim ósiðsemi, illmensku né þrjózku; enn leitast
verðr við að fá þau með blíðu til að láta af slikri
óhæfu; takist það eigi þannig, er helg skylda allra
kristinna manna að hindra allar slíkar gerðir þeirra,
enn foreldranna að refsa þeim fyrir þær; enn gæta
má þess, að refsingin eigi sé lögð á í reiði, heldr af
ástúðlegri fyrirhyggju fyrir velferð barnsins og að það
skilji, að hún sé eðlileg afieiðing brotsins. Þegar
börn eru komin á annað og þriðja ár, verða foreldr-
ar eða húsbændr að taka að stýra þeim á þá lífs-
stefnu, að þau verði mannúðlegir og gagnlegir limir
þjóðfélagsins, og er þetta þarfara enn að vera að
kenna þeim margar og langar andlegar þulur, áðr
enn þau skilja nokkura setningu í þeim, sem fremr
er til að kenna þeim að vanhelga guðs nafn enn til
þess að lyfta huganuin til lians með trúnaðartrausti.
Enn þegar tilfinningin fyrir margbreytni og fegrð
náttúrunnar er vakin, þá er tími til að skýra þeim
frá höfundi hennar.
Af því, sem að traman er sagt, vona ég, að lesönd-
um verði skiljanlegt og að þeir geti sannfærzt um,
að bóndi þarf að hafa fjölbreytta fyrirhyggju og ár-
vakra umhugsun, er verðr að vera bygð á réttri þekk-
ingu á eðli þeirra hluta, lifandi og líflausra, sem
búið styðst við, bæði til fæðis og skýlis, bæði á and-
legan og líkamlegan hátt. Enn til þess að maðr eða
kona verði fær um að gegna stöðu sinni þegar á
búnaðaraldrinn kemr, ættu foreldrarnir að telja það
óhjákvæmilega skyldu, að láta börnin auðga skj'n-
semi sína eftir töngum með lestri nytsamra bóka og
blaða, í stað þess sem unglingar lesa nú tíðast hé-
gómlegar staðleysusögur með vigaferlum ogófreskju-
legum ástabrögðum, sem eru sannarleg ólyQan í
mentunarlegu og siðferðislegu tilliti. Það er varla
von, að búnaðr vor fari í lagi, þar sem alþýðan er
svo fjarska þekkingarlítil í öllu því, sem lítr að verkn-
aði, búnaði og hagnjHni; og það hygg ég sé aðalor-
sökin til vaxandi örbirgðar og sveitarþyngsla* hvar-
vetna, enda mætti sýna ótal dæmi því til sönnmiar.
Þrátt fyrir síteldar áminningar í blöðum og tímarit-
um, sést lítil framfaralöngun í sumum sveitum til