Fjallkonan


Fjallkonan - 08.04.1887, Qupperneq 2

Fjallkonan - 08.04.1887, Qupperneq 2
38 FJALLKONAN. að frœðast um það er til almennra búnaðar og verkn- aðar bóta horfir, og heyrast víða æði drembileg orð- tök um búkunnáttu sveitarmanna, þótt enginn liafi aflað sér neinnar reynslu með því að breyta til með neitt. Það er gamalt orðtak sem óvinir þekkingarinnar hafa enn á vörunum og hljóðar svo: „Bókvitið er ekki látið í askana“. Þetta var satt meðan ekki vóru prentaðar aðrar bækr enn guðsorðabækr, og sama má að nokkuru leyti segja ura það, þótt, nokk- urar fornsögur væri prentaðar. Enn síðan gömlu félagsritin fóru að koma út fyrir rúmum 100 árum, síðan búnaðarritið Atli kom út og ýms rit Magnús- ar Stephensens, enn einkum síðan á miðri þessari öld, er blöð og gagnleg rit koma fyrst verulega til sögunnar, er orðtak þetta orðið að örgustu lygi; og ef sú setning er innrætt ungu fólki, verðr hún hættu- legasti framfaraþröskuldr og velferðartálmun í marga liðu. Það er að vísu satt, að gagnslaust er að lesa leiðbeinandi rit og fara ekki eftir þeim; það er eins og að heyra og lesa góðar ræður kennimanna og betra þó ekki hugarfar sitt. Sumir segja að það sé óviðkomandi trúarlærdómunum, hvernig menn yrki jörðina og flest í bústjórninni, enn þeir eru næsta ófróðir er svo hugsa; þar er víða bannað að vera öðrum til þyngsla, alt iðjuleysi og ásælni ; þar er boðin fyrirhyggja, sparsemi, iðjusemi, ráðvendni, mann- úð, trúmenska i stöðu vorri og margt fleira, sem al- ment kemr fyrir í búskapnum. Flestum mun koma saman um, að reynslan sé ó- lygnust. Enn það lítr svo út sem margir byggi alt á sinni eiginni reynslu, enn færi sér eigi í nyt reynslu almennings; þeir vilja aldrei reyna það, er öðrum heflr orðið að góðu, sízt hafi það verið fært í letr. Ekki vantar búnaðarritgerðir, eldri og yngri, ef menn kynnu að nota sér þær, og nú er einnig von á búnaðarriti frá ágætum búfræðingi, herra Her- manni Jónassyni. Er nú vonandi að almenningr taki því feginshendi og láti sér bendingar þess að kenn- ingu verða. Það er áreiðanlegr sannleikr, að góð og greinileg þekking á náttúrunni og eðli hlutanna kringum oss er skilyrði fyrir því, að vér getum vitað fótum vor- um forráð og haft framsýni um lífsleíð vora. A. Bjarnason1. Frelsisgyðju líkneskiÖ við New York. Það eru nú 20 ár siðan að nokkurir fræðimenn og stjórnmálamenn vóru samankomnir í sönglistaskóla (conservatorium) skamt fráVersölum. Þarvarð með- al annars tilrætt um samband þjóða sín á milli og sérstaklega um góðan þokka og þakklátt hugarþel hverrar við aðra. í það mund var Ítalía fremr ó- vinveitt Frakklandi, og var haft við orð, að Banda- 1) Grein þessi er dálítið stytt, þannig, að úr henni eru feld- ir kaflar; að öðru leyti er hún að mestu óbreytt eins og hún kom frá höfundinum. Ritstj. ríkjunum væri farin að fyrnast endrminniugin um frelsisstríðið. Laboulaye sagði að Ítalía liti nú ekki lengr við Frakklandi, enn um Bandaríkin væri alt öðru máli að gegna; þar rendu menn huganum aftr um hundr- að ára skeið ojg mintust þess, er synir Frakklands útheltu straumum blóðs fyrir frelsi Ameríku; þeir Frakkar, sem þar börðust, létu líf sitt fyrir þá frum- setningu, sem þeir óskuðu að hrifi og gagntæki heim allan; þessir hugprúðu menn kvöddu ættjörð sína og fóru til Ameríku undir torustu Lafayettes þrátt fyrir alla þá mótspyrnu og farartálma, sem stjórn Frakklands reyndi að gera þeim. „Af þessu dæmi“, sagði Laboulaye, „má sjá að ein þjóðin getr af hreinum hugmóði hleypt sér i stríð og baráttu fyr- ir frelsi annarar, og hér má sjá hinn heimsborgara- lega bróðurhug, sem ber kynslóðirnar áleiðis eins og samynnilega heild, og lætr þær hafa heita og inni- lega hluttekning hverja fyrir annarar hamingju. Veg- lyndi mannsins birtist hér í allri sinni tign, og ætti að halda því á loft með einhverju minnismerki, sem væri mikilfenglegt eins og hugmynd sú, er það geymir í sér, og bæri geislaljóma sinn yfir bæði löndin, Ameríku og Frakk!and“. Bartholdy mynda- smiðr lilýddi á orð þessi með alvarlegri athygli, og ásetti sér þegar að framkvæma tyrirmæli Laboulayes og sýna hugmyndina í stórkostlegu listaverki. Fór hann síðan til Ameríku og gerði frumdrátt til risa- vaxinnar líkneskju, sem heita skyldi „upplýsing heimsins fyrir frelsið“ ; það átti að vera frelsið í kvenlegri myud, feiknastórri enn þó fagurri, með geislabaug um höfuð og biys í hendi. Urðu margir í Ameríku mjög hrifnir af þessu áformi Bartholdys, og er hann kom til Frakklands var félag stofnað og efnt til stórkostlegra samskota. Inngangsorð boðs- bréfsins vóru eftir Laboulaye og hljóðuðu þannig: „Minnismerki frelsisins verðr í verk komið aftveiinr þjóðum; þær vinna bróðurlega að því jöfnum liönd- um, eins og þær gerðu fyrrum meðan verið var að afla frelsisins og sjálfforræðisins. Þaunig lýsum vér fyrir öllum heimi yfir vináttu þeirri milli beggja | þjóðanna, sem forfeðr vorir innsigluðu með blóði sínu; það er fóstbræðralag, sem hvert lijarta mun að- hyllast er berst af ást til ættjarðarinnar11. í sumar er leið liafði Bartholdy lokið við myndastyttuna og | lét Frakkastjóru flytja hana til Ameríku. Myndastyttan er jötunslega stórvaxin. Frá fót- stallinum upp að blysinu eru 46 metrar (metri liér : um bil 38 þuml.); visifingrinn er 21/* metrar á lengd; höfuðið 4'/4 metrar á hæð og komast fyrir í því 40 manns i eiuu; augað er um ®/4 metrar um- máls og nefið metra Iangt. Úr höfðinu má ganga inn í blysið, og rúmar það um 12 manns. , I blysinu, sem líkneskjan heldr á í hægri liendi, eru 5 rafmagnslampar, er hafa ljósmegin 30000 vaxljósa, og sést ljóminn i 100 enskra mílna fjarlægð. Lik- neskjan er ger af koparplötum, 2’/2 millimetra þykk- um; hún vegr 200000 kílogrömm (kílogramm 2 pd.), og eru þar af 80000 kílogr. kopar, hitt járn. Líkneski þetta er hið langstærsta, er sögur fara af, þar sem það er 151 fet áhæð; sólguðslíkneskjan

x

Fjallkonan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.